„Úkraínumenn þurfa örugglega að gefa eftir land“ Vésteinn Örn Pétursson skrifar 9. ágúst 2025 12:52 Valur Gunnarsson er sagnfræðingur og rithöfundur. Vísir/Vilhelm Friðarsamningar sem fælu í sér einhvers konar eftirgjöf Úkraínu á landi til Rússa kynnu að vera ásættanlegir, að mati sérfræðings. Stefnt er að fundi um málefni Úkraínu án aðkomu Úkraínumanna í næstu viku. Volodimír Selenskí Úkraínuforseti segir að Úkraína muni ekki fallast á friðarsamkomulag sem feli í sér að ríkið gefi eftir landsvæði í hendur Rússa. Donald Trump Bandaríkjaforseti sagði í gærkvöldi að friðarsamkomulag fæli í sér skiptingu á landsvæðum. Greint var frá því í gær að Trump og Vladimír Pútín Rússlandsforseti ættu fund í Alaska þann 15. ágúst, þar sem þeir munu freista þess að ná saman um hvernig ætti að binda enda á innrásarstríð Rússlands í Úkraínu, án þess að Selenskí eða nokkur annar Úkraínumaður sitji við borðið. Trump tilgreindi ekki hvaða landsvæði kynnu að koma til skiptingar en Rússar hafa náð stjórn yfir öllu Lúhansk héraði og stærstu hlutum Dónetsk-, Sapóríssja- og Khersonhéruðum. Líklegt að Úkraína þurfi að gefa eftir Sérfræðingur í málefnum Rússlands segir áhyggjur Úkraínuforseta mjög skiljanlegar. „Í sjálfu sér þarf ekki að vera svo slæmt að koma viðræðum í gang. Það sem er verið að tala um núna er eitthvað sem hefur legið í loftinu lengi. Það er ósanngjarnt, en Úkraínumenn þurfa örugglega að gefa eftir land til að fá frið,“ segir Valur Gunnarsson, sagnfræðingur og rithöfundur. Einhliða afvopnun Úkraínu sé ekki til umræðu, né heldur að Pútín fái að hafa nokkuð um það að segja hver ráði Úkraínu. „Og það er ekki einu sinni verið að taka fyrir það að Úkraína geti gengið í NATO einhvern daginn. Ég held að Úkraína geti lifað það af að missa eitthvað land, en hún getur auðvitað ekki lifað það af að missa allt landið. Sem betur fer virðist það ekki standa til.“ Ásættanlegt Ef Pútin sé reiðubúinn að stöðva stríðið með það land sem Rússar hafi þegar náð yfirráðum yfir, og jafnvel skila einhverju, væru það ásættanlegir friðarsamningar að mati Vals. „Niðurstaðan verður alltaf slæm fyrir Úkraínu en áframhaldandi stríð er slæmt líka. Alveg eins og Finnland eftir seinni heimsstyrjöld, sem missti 13 prósent lands síns. Úkraína gæti kannski misst eitthvað álíka. En þetta er náttúrulega land sem er búið að leggja í rúst í samfelldu stríði frá 2014.“ Standi Selenskí fastur á afstöðu sinni muni fundur Trumps og Pútín þó skila litlu. „Selenskí hefur nú samt gefið það út að hann vilji vopnahlé og það er aftur á móti Pútín sem hefur tekið fyrir slíkt nema að undangengnum svo ofboðslegum kröfum að enginn gæti gengist við því. Ég held, og ég vona, að Selenskí myndi samþykkja vopnahlé, sem er ekki það sama og formleg viðurkenning á því að þessi svæði séu hluti af Rússlandi um aldur og ævi.“ Úkraína Rússland Innrás Rússa í Úkraínu Tengdar fréttir Gefur ekkert landsvæði eftir Volodimír Selenskí Úkraínuforseti segir að Úkraína muni ekki fallast á friðarsamkomulag sem feli í sér að ríkið gefi eftir landsvæði í hendur Rússa. Donald Trump Bandaríkjaforseti sagði í gærkvöldi að friðarsamkomulag fæli í sér skiptingu á landsvæðum. 9. ágúst 2025 07:58 Mest lesið Þessir Íslendingar kvöddu á árinu 2025 Innlent Kristrún ræðir við Pétur um borgarstjórnarframboð Innlent Eftirminnilegasta augnablikið á ferlinum: „Hann sat á móti mér nokkuð rauður og þrútinn og hvæsti“ Innlent 70 prósent landsmanna hlynnt banni Innlent Neita að ræða við Úkraínumenn vegna meintrar árásar á heimili Pútíns Erlent Sjómenn mótmæla breytingum á samsköttun hjóna Innlent Söfnun fyrir Kjartan gengur vel Innlent Víðir hefur nú loks tíma fyrir Lunch United Innlent Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins: „Þorgerður er afar indæl“ Innlent Níu ráðherrar funda með Höllu Innlent Fleiri fréttir Handtóku 357 meinta ISIS-liða í kjölfar mannskæðra átaka „Sannur Finni“ fær hæli í Rússlandi Sífellt fleiri hermenn falla á ári hverju Hvetur ESB til að svara refsiaðgerðunum Bandaríkjanna fullum hálsi Þrítugasta árásin á bát meintra smyglara TikTok-áskorun leiddi til banafalls af útvarpsmastri Blóðbaðið í El Fasher: Milljón manna borg orðin að „draugabæ“ Neita að ræða við Úkraínumenn vegna meintrar árásar á heimili Pútíns Sádar sprengja hergögn frá furstadæmunum í Jemen og hóta frekari árásum Á lista yfir þrjú hlýjustu ár í mælingasögunni Selenskí sver af sér drónaárás á heimili Pútíns Bandaríkin leggja til tvo milljarða dala með skilyrðum Trump hótar skelfilegum afleiðingum afvopnist Hamas ekki Neita að tjá sig um ummæli Trumps um árás í Venesúela Kim ánægður með nýjar stýriflaugar Þrír lögregluþjónar og sex ISIS-liðar fallnir eftir átök í Tyrklandi Vill lengri tryggingar og tilbúinn til að hitta Pútín Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Milljón dalir eða meira fyrir náðun Umkringdu Taívan og æfðu lokanir hafna „Markmið mitt var bara að ná byssunni af honum“ Minnst einn látinn eftir að tvær þyrlur rákust saman í loftinu Trump telur friðarsamkomulag mögulegt innan nokkurra vikna „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Átti gott samtal við Pútín Skildu farþega eftir í fyrri ferð og strönduðu í annarri Í deilum við nágrannann vegna trjáa Mesti snjór í New York í fjögur ár Þrír létust í óveðrinu Ræðir uppfærða friðaráætlun við Trump í dag Sjá meira
Volodimír Selenskí Úkraínuforseti segir að Úkraína muni ekki fallast á friðarsamkomulag sem feli í sér að ríkið gefi eftir landsvæði í hendur Rússa. Donald Trump Bandaríkjaforseti sagði í gærkvöldi að friðarsamkomulag fæli í sér skiptingu á landsvæðum. Greint var frá því í gær að Trump og Vladimír Pútín Rússlandsforseti ættu fund í Alaska þann 15. ágúst, þar sem þeir munu freista þess að ná saman um hvernig ætti að binda enda á innrásarstríð Rússlands í Úkraínu, án þess að Selenskí eða nokkur annar Úkraínumaður sitji við borðið. Trump tilgreindi ekki hvaða landsvæði kynnu að koma til skiptingar en Rússar hafa náð stjórn yfir öllu Lúhansk héraði og stærstu hlutum Dónetsk-, Sapóríssja- og Khersonhéruðum. Líklegt að Úkraína þurfi að gefa eftir Sérfræðingur í málefnum Rússlands segir áhyggjur Úkraínuforseta mjög skiljanlegar. „Í sjálfu sér þarf ekki að vera svo slæmt að koma viðræðum í gang. Það sem er verið að tala um núna er eitthvað sem hefur legið í loftinu lengi. Það er ósanngjarnt, en Úkraínumenn þurfa örugglega að gefa eftir land til að fá frið,“ segir Valur Gunnarsson, sagnfræðingur og rithöfundur. Einhliða afvopnun Úkraínu sé ekki til umræðu, né heldur að Pútín fái að hafa nokkuð um það að segja hver ráði Úkraínu. „Og það er ekki einu sinni verið að taka fyrir það að Úkraína geti gengið í NATO einhvern daginn. Ég held að Úkraína geti lifað það af að missa eitthvað land, en hún getur auðvitað ekki lifað það af að missa allt landið. Sem betur fer virðist það ekki standa til.“ Ásættanlegt Ef Pútin sé reiðubúinn að stöðva stríðið með það land sem Rússar hafi þegar náð yfirráðum yfir, og jafnvel skila einhverju, væru það ásættanlegir friðarsamningar að mati Vals. „Niðurstaðan verður alltaf slæm fyrir Úkraínu en áframhaldandi stríð er slæmt líka. Alveg eins og Finnland eftir seinni heimsstyrjöld, sem missti 13 prósent lands síns. Úkraína gæti kannski misst eitthvað álíka. En þetta er náttúrulega land sem er búið að leggja í rúst í samfelldu stríði frá 2014.“ Standi Selenskí fastur á afstöðu sinni muni fundur Trumps og Pútín þó skila litlu. „Selenskí hefur nú samt gefið það út að hann vilji vopnahlé og það er aftur á móti Pútín sem hefur tekið fyrir slíkt nema að undangengnum svo ofboðslegum kröfum að enginn gæti gengist við því. Ég held, og ég vona, að Selenskí myndi samþykkja vopnahlé, sem er ekki það sama og formleg viðurkenning á því að þessi svæði séu hluti af Rússlandi um aldur og ævi.“
Úkraína Rússland Innrás Rússa í Úkraínu Tengdar fréttir Gefur ekkert landsvæði eftir Volodimír Selenskí Úkraínuforseti segir að Úkraína muni ekki fallast á friðarsamkomulag sem feli í sér að ríkið gefi eftir landsvæði í hendur Rússa. Donald Trump Bandaríkjaforseti sagði í gærkvöldi að friðarsamkomulag fæli í sér skiptingu á landsvæðum. 9. ágúst 2025 07:58 Mest lesið Þessir Íslendingar kvöddu á árinu 2025 Innlent Kristrún ræðir við Pétur um borgarstjórnarframboð Innlent Eftirminnilegasta augnablikið á ferlinum: „Hann sat á móti mér nokkuð rauður og þrútinn og hvæsti“ Innlent 70 prósent landsmanna hlynnt banni Innlent Neita að ræða við Úkraínumenn vegna meintrar árásar á heimili Pútíns Erlent Sjómenn mótmæla breytingum á samsköttun hjóna Innlent Söfnun fyrir Kjartan gengur vel Innlent Víðir hefur nú loks tíma fyrir Lunch United Innlent Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins: „Þorgerður er afar indæl“ Innlent Níu ráðherrar funda með Höllu Innlent Fleiri fréttir Handtóku 357 meinta ISIS-liða í kjölfar mannskæðra átaka „Sannur Finni“ fær hæli í Rússlandi Sífellt fleiri hermenn falla á ári hverju Hvetur ESB til að svara refsiaðgerðunum Bandaríkjanna fullum hálsi Þrítugasta árásin á bát meintra smyglara TikTok-áskorun leiddi til banafalls af útvarpsmastri Blóðbaðið í El Fasher: Milljón manna borg orðin að „draugabæ“ Neita að ræða við Úkraínumenn vegna meintrar árásar á heimili Pútíns Sádar sprengja hergögn frá furstadæmunum í Jemen og hóta frekari árásum Á lista yfir þrjú hlýjustu ár í mælingasögunni Selenskí sver af sér drónaárás á heimili Pútíns Bandaríkin leggja til tvo milljarða dala með skilyrðum Trump hótar skelfilegum afleiðingum afvopnist Hamas ekki Neita að tjá sig um ummæli Trumps um árás í Venesúela Kim ánægður með nýjar stýriflaugar Þrír lögregluþjónar og sex ISIS-liðar fallnir eftir átök í Tyrklandi Vill lengri tryggingar og tilbúinn til að hitta Pútín Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Milljón dalir eða meira fyrir náðun Umkringdu Taívan og æfðu lokanir hafna „Markmið mitt var bara að ná byssunni af honum“ Minnst einn látinn eftir að tvær þyrlur rákust saman í loftinu Trump telur friðarsamkomulag mögulegt innan nokkurra vikna „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Átti gott samtal við Pútín Skildu farþega eftir í fyrri ferð og strönduðu í annarri Í deilum við nágrannann vegna trjáa Mesti snjór í New York í fjögur ár Þrír létust í óveðrinu Ræðir uppfærða friðaráætlun við Trump í dag Sjá meira
Gefur ekkert landsvæði eftir Volodimír Selenskí Úkraínuforseti segir að Úkraína muni ekki fallast á friðarsamkomulag sem feli í sér að ríkið gefi eftir landsvæði í hendur Rússa. Donald Trump Bandaríkjaforseti sagði í gærkvöldi að friðarsamkomulag fæli í sér skiptingu á landsvæðum. 9. ágúst 2025 07:58
Eftirminnilegasta augnablikið á ferlinum: „Hann sat á móti mér nokkuð rauður og þrútinn og hvæsti“ Innlent
Eftirminnilegasta augnablikið á ferlinum: „Hann sat á móti mér nokkuð rauður og þrútinn og hvæsti“ Innlent