Úkraína og Evrópa óttast meðvirkni Trump Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar 9. ágúst 2025 23:29 Trump og Pútín takast í hendur í Helsinki í Finnlandi árið 2018. AP Varaforseti Bandaríkjanna og utanríkisráðherra Bretlands funduðu í dag á Englandi og ræddu þeir nýjustu vendingarnar í stríði Úkraínu og Rússlands, nefnilega tilvonandi fund Bandaríkja- og Rússlandsforseta í Alaska næsta föstudag. Úkraínskir ráðamenn og evrópskir þjóðaröryggisráðgjafar voru einnig viðstaddir fundinn. Næsta föstudag mætast Donald Trump Bandaríkjaforseti og Vladímír Pútín Rússlandsforseti á sögulegum fundi í Alaskaríki í Bandaríkjunum þar sem þeir munu freista þess að ná einhvers konar samkomulagi um að binda enda á innrás Rússlands. Svo virðist sem að Trump hafi slakað á kröfum sínum í garð Pútíns en sá fyrrnefndi sagði við blaðamenn í gær að friðarsáttmáli ætti eftir að fela í sér „einhver býtti á landsvæði.“ Stríðsþreytu gætir í Úkraínu Selenskí svaraði þessum ummælum Trump skorinort og sagði það ekki koma til greina að Úkraína gæfi land sitt upp. Það hefur verið yfirlýst stefna Selenskí og ráðamanna þar í landi allt frá innrásar Rússa og ljóst er að það yrði ekki ýkja vinsælt ef Selenskí myndi gefa eftir nú. Að því sögðu er farið að gæta verulegrar stríðsþreytu í Úkraínu en niðurstöður nýrrar könnunar Gallup varpa ljósi á hve mikil hún er í raun orðin. Samkvæmt henni vilja rúmlega tveir þriðju hlutar Úkraínumanna semja um frið sem allra fyrst og aðeins 24 prósent kváðust vilja berjast til sigurs. Þar að auki virðist Trump líta á sig sem forseta friðar sem getur ekki talist ósanngjörn lýsing þar sem honum virðist hafa tekist að binda enda á áratugastyrjöld Asera og Armena síðast í gær ásamt því að hafa sætt Taílendinga og Kambódíumenn þegar landamæraskærur blossuðu upp þeirra á milli fyrir fáeinum vikum síðan. Forseti Aserbaídsjan vísaði meira að segja til forsetans sem eins hinna sælu friðflytjenda úr Fjallræðu Jesú Krists. Ráðamenn í Úkraínu og Evrópu óttast þó að samþykki hans við að útiloka Úkraínumenn frá fundinum og tilhneiging hans til skjótrar lausnar skapi meðvirkni í garð Pútíns. Í færslu sem Selenskí birti á samfélagsmiðlum í dag sagði hann engan friðarsáttmála koma að neinu gagni sem Úkraínumenn ættu ekki þátt í að semja. Slíkar ákvarðanir stríði beinlínis gegn friði frekar en að vinna að honum. Evrópa út undan Fundurinn í dag fór fram í Chevening í Kentsýslu og var hann haldinn að upplagi Bandaríkjamanna samkvæmt umfjöllun Guardian. Viðstaddir voru J.D. Vance varaforseti Bandaríkjanna, David Lammy, utanríkisráðherra Bretlands, Andríj Jermak aðstoðarmaður Selenskí forseta, Rústem Úmerov varnarmálaráðherra Úkraínu auk þjóðaröryggisráðgjöfum ónefndra Evrópuríkja. David Lammy utanríkisráðherra Bretlands t.v. og J.D. Vance varaforseti Bandaríkjanna t.h. hittust í Kentsýslu á Englandi í dag.AP Eftir fundinn sagði Lammy utanríkisráðherra að vegurinn til friðar í Úkraínu yrði ekki fetaður án Úkraínumanna. Um sama leyti í kvöld birtu leiðtogar Frakklands, Ítalíu, Þýskalands, Póllands, Bretlands, Evrópusambandsins og Finnlands yfirlýsingu þar sem þeir undirstrikuðu hið sama. „Við fögnum vinnu Donald Trump forseta við að binda enda á blóðsúthellingarnar í Úkraínu, stöðva árásarstríð Rússlands og ná fram réttlátum og varanlegum friði og öryggi fyrir Úkraínu. Við stöndum fast á því að sú eina aðferð sem blandar saman virkum milliríkjasamskiptum, stuðningi við Úkraínu og þrýstingi á Rússland sé tæk til að binda enda á ólöglegt stríð þess,“ segja leiðtogarnir í yfirlýsingu sinni. Úkraína Bretland Rússland Innrás Rússa í Úkraínu Bandaríkin Mest lesið „Margir sem því miður eru ekki jafn heppnir og ég“ Innlent „Við bara svolítið sitjum uppi með þetta“ Innlent Enn fleirum sagt upp hjá Árvakri Innlent Börn niður í leikskólaaldur um helmingur þeirra sem slasast Innlent Eftirminnilegasta augnablikið á ferlinum: „Hann sat á móti mér nokkuð rauður og þrútinn og hvæsti“ Innlent Árangur aðgerða ekki staðist væntingar almennings Innlent Þessir Íslendingar kvöddu á árinu 2025 Innlent Kolbrúnu Bergþórs sagt upp á Mogganum Innlent Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Erlent Erlendir ferðamenn talsvert slasaðir eftir áreksturinn Innlent Fleiri fréttir Handtóku 357 meinta ISIS-liða í kjölfar mannskæðra átaka „Sannur Finni“ fær hæli í Rússlandi Sífellt fleiri hermenn falla á ári hverju Hvetur ESB til að svara refsiaðgerðunum Bandaríkjanna fullum hálsi Þrítugasta árásin á bát meintra smyglara TikTok-áskorun leiddi til banafalls af útvarpsmastri Blóðbaðið í El Fasher: Milljón manna borg orðin að „draugabæ“ Neita að ræða við Úkraínumenn vegna meintrar árásar á heimili Pútíns Sádar sprengja hergögn frá furstadæmunum í Jemen og hóta frekari árásum Á lista yfir þrjú hlýjustu ár í mælingasögunni Selenskí sver af sér drónaárás á heimili Pútíns Bandaríkin leggja til tvo milljarða dala með skilyrðum Trump hótar skelfilegum afleiðingum afvopnist Hamas ekki Neita að tjá sig um ummæli Trumps um árás í Venesúela Kim ánægður með nýjar stýriflaugar Þrír lögregluþjónar og sex ISIS-liðar fallnir eftir átök í Tyrklandi Vill lengri tryggingar og tilbúinn til að hitta Pútín Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Milljón dalir eða meira fyrir náðun Umkringdu Taívan og æfðu lokanir hafna „Markmið mitt var bara að ná byssunni af honum“ Minnst einn látinn eftir að tvær þyrlur rákust saman í loftinu Trump telur friðarsamkomulag mögulegt innan nokkurra vikna „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Átti gott samtal við Pútín Skildu farþega eftir í fyrri ferð og strönduðu í annarri Í deilum við nágrannann vegna trjáa Mesti snjór í New York í fjögur ár Þrír létust í óveðrinu Ræðir uppfærða friðaráætlun við Trump í dag Sjá meira
Næsta föstudag mætast Donald Trump Bandaríkjaforseti og Vladímír Pútín Rússlandsforseti á sögulegum fundi í Alaskaríki í Bandaríkjunum þar sem þeir munu freista þess að ná einhvers konar samkomulagi um að binda enda á innrás Rússlands. Svo virðist sem að Trump hafi slakað á kröfum sínum í garð Pútíns en sá fyrrnefndi sagði við blaðamenn í gær að friðarsáttmáli ætti eftir að fela í sér „einhver býtti á landsvæði.“ Stríðsþreytu gætir í Úkraínu Selenskí svaraði þessum ummælum Trump skorinort og sagði það ekki koma til greina að Úkraína gæfi land sitt upp. Það hefur verið yfirlýst stefna Selenskí og ráðamanna þar í landi allt frá innrásar Rússa og ljóst er að það yrði ekki ýkja vinsælt ef Selenskí myndi gefa eftir nú. Að því sögðu er farið að gæta verulegrar stríðsþreytu í Úkraínu en niðurstöður nýrrar könnunar Gallup varpa ljósi á hve mikil hún er í raun orðin. Samkvæmt henni vilja rúmlega tveir þriðju hlutar Úkraínumanna semja um frið sem allra fyrst og aðeins 24 prósent kváðust vilja berjast til sigurs. Þar að auki virðist Trump líta á sig sem forseta friðar sem getur ekki talist ósanngjörn lýsing þar sem honum virðist hafa tekist að binda enda á áratugastyrjöld Asera og Armena síðast í gær ásamt því að hafa sætt Taílendinga og Kambódíumenn þegar landamæraskærur blossuðu upp þeirra á milli fyrir fáeinum vikum síðan. Forseti Aserbaídsjan vísaði meira að segja til forsetans sem eins hinna sælu friðflytjenda úr Fjallræðu Jesú Krists. Ráðamenn í Úkraínu og Evrópu óttast þó að samþykki hans við að útiloka Úkraínumenn frá fundinum og tilhneiging hans til skjótrar lausnar skapi meðvirkni í garð Pútíns. Í færslu sem Selenskí birti á samfélagsmiðlum í dag sagði hann engan friðarsáttmála koma að neinu gagni sem Úkraínumenn ættu ekki þátt í að semja. Slíkar ákvarðanir stríði beinlínis gegn friði frekar en að vinna að honum. Evrópa út undan Fundurinn í dag fór fram í Chevening í Kentsýslu og var hann haldinn að upplagi Bandaríkjamanna samkvæmt umfjöllun Guardian. Viðstaddir voru J.D. Vance varaforseti Bandaríkjanna, David Lammy, utanríkisráðherra Bretlands, Andríj Jermak aðstoðarmaður Selenskí forseta, Rústem Úmerov varnarmálaráðherra Úkraínu auk þjóðaröryggisráðgjöfum ónefndra Evrópuríkja. David Lammy utanríkisráðherra Bretlands t.v. og J.D. Vance varaforseti Bandaríkjanna t.h. hittust í Kentsýslu á Englandi í dag.AP Eftir fundinn sagði Lammy utanríkisráðherra að vegurinn til friðar í Úkraínu yrði ekki fetaður án Úkraínumanna. Um sama leyti í kvöld birtu leiðtogar Frakklands, Ítalíu, Þýskalands, Póllands, Bretlands, Evrópusambandsins og Finnlands yfirlýsingu þar sem þeir undirstrikuðu hið sama. „Við fögnum vinnu Donald Trump forseta við að binda enda á blóðsúthellingarnar í Úkraínu, stöðva árásarstríð Rússlands og ná fram réttlátum og varanlegum friði og öryggi fyrir Úkraínu. Við stöndum fast á því að sú eina aðferð sem blandar saman virkum milliríkjasamskiptum, stuðningi við Úkraínu og þrýstingi á Rússland sé tæk til að binda enda á ólöglegt stríð þess,“ segja leiðtogarnir í yfirlýsingu sinni.
Úkraína Bretland Rússland Innrás Rússa í Úkraínu Bandaríkin Mest lesið „Margir sem því miður eru ekki jafn heppnir og ég“ Innlent „Við bara svolítið sitjum uppi með þetta“ Innlent Enn fleirum sagt upp hjá Árvakri Innlent Börn niður í leikskólaaldur um helmingur þeirra sem slasast Innlent Eftirminnilegasta augnablikið á ferlinum: „Hann sat á móti mér nokkuð rauður og þrútinn og hvæsti“ Innlent Árangur aðgerða ekki staðist væntingar almennings Innlent Þessir Íslendingar kvöddu á árinu 2025 Innlent Kolbrúnu Bergþórs sagt upp á Mogganum Innlent Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Erlent Erlendir ferðamenn talsvert slasaðir eftir áreksturinn Innlent Fleiri fréttir Handtóku 357 meinta ISIS-liða í kjölfar mannskæðra átaka „Sannur Finni“ fær hæli í Rússlandi Sífellt fleiri hermenn falla á ári hverju Hvetur ESB til að svara refsiaðgerðunum Bandaríkjanna fullum hálsi Þrítugasta árásin á bát meintra smyglara TikTok-áskorun leiddi til banafalls af útvarpsmastri Blóðbaðið í El Fasher: Milljón manna borg orðin að „draugabæ“ Neita að ræða við Úkraínumenn vegna meintrar árásar á heimili Pútíns Sádar sprengja hergögn frá furstadæmunum í Jemen og hóta frekari árásum Á lista yfir þrjú hlýjustu ár í mælingasögunni Selenskí sver af sér drónaárás á heimili Pútíns Bandaríkin leggja til tvo milljarða dala með skilyrðum Trump hótar skelfilegum afleiðingum afvopnist Hamas ekki Neita að tjá sig um ummæli Trumps um árás í Venesúela Kim ánægður með nýjar stýriflaugar Þrír lögregluþjónar og sex ISIS-liðar fallnir eftir átök í Tyrklandi Vill lengri tryggingar og tilbúinn til að hitta Pútín Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Milljón dalir eða meira fyrir náðun Umkringdu Taívan og æfðu lokanir hafna „Markmið mitt var bara að ná byssunni af honum“ Minnst einn látinn eftir að tvær þyrlur rákust saman í loftinu Trump telur friðarsamkomulag mögulegt innan nokkurra vikna „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Átti gott samtal við Pútín Skildu farþega eftir í fyrri ferð og strönduðu í annarri Í deilum við nágrannann vegna trjáa Mesti snjór í New York í fjögur ár Þrír létust í óveðrinu Ræðir uppfærða friðaráætlun við Trump í dag Sjá meira
Eftirminnilegasta augnablikið á ferlinum: „Hann sat á móti mér nokkuð rauður og þrútinn og hvæsti“ Innlent
Eftirminnilegasta augnablikið á ferlinum: „Hann sat á móti mér nokkuð rauður og þrútinn og hvæsti“ Innlent