Svara til saka eftir tvær vikur Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 11. ágúst 2025 10:30 Maðurinn fannst illa haldinn og með mikla áverka á göngustíg í Gufunesi. Vísir/Anton Brink Sakborningar í Gufunesmálinu svokallaða þar sem eldri karlmanni var misþyrmt áður en hann var skilinn eftir á víðavangi munu svara spurningum saksóknara og verjenda eftir tvær vikur. Þá mun komast skýrari mynd á atburðarásina nóttina örlagaríku 11. mars síðastliðinn. Fyrirtaka fór fram við Héraðsdóm Suðurlands í morgun þar sem gögn voru lögð fram og tekin ákvörðun um tímasetningu aðalmeðferðar í málinu. Verjendur sakborninga mættu á svæðið og varð úr að aðalmeðferð hefst að morgni mánudagsins 25. ágúst og er reiknað með að hún standi í þrjá daga. Fimm eru ákærðir í málinu. Þeir Stefán Blackburn, Lúkas Geir Ingvarsson og Matthías Björn Erlingsson eru ákærðir fyrir manndráp, frelsissviptingu, rán, og fjárkúgun. Einn karlmaður er ákærður fyrir peningaþvætti og ein kona fyrir hlutdeild í frelsissviptingu og ráni. Fólkið er grunað um að hafa numið karlmann á sjötugsaldri á brott af heimili hans í Þorlákshöfn að kvöldi 10. mars. Þau hafi beitt hann gríðarlegu ofbeldi meðan tilraun var gerð til að hafa af honum fé. Það hafi tekist og þrjár milljónir verið millifærðar á reikning eins sakborningsins. Maðurinn hafi síðan verið skilinn eftir á göngustíg í Gufunesi í Reykjavík og gangandi vegfarendur gengið fram á hann morguninn eftir. Hann hafi verið fluttur á sjúkrahús þar sem hann lést af sárum sínum. Í gæsluvarðhaldsúrskurðum yfir hinum ákærðu sem birtir voru nýlega kom fram að eiginkona hins látna hefði strax þá um nóttina eftir að maður hennar var numinn á brott fengið símtal þar sem hún var krafin um umtalsverða fjármuni í lausnargjald, „með vísan til þess að hann væri kynferðisafbrotamaður.“ Hvergi í greinargerðum lögreglu er minnst nokkuð á meint brot hins látna heldur er það aðeins haft eftir hótunum sakborninga. Ákærðu eru sagðir hafa beitt karlmanninn margvíslegu ofbeldi eftir að þeir numu hann á brott. Þeir hafi til að mynda brotið í honum fimm tennur, sett poka yfir höfuð hans og reynt að fá út úr honum aðgangsorð að bankareikningum hans. Þá segir að Stefán Blackburn og Lúkas hafi beðið Matthías Björn að hitta þá í iðnaðarhúsnæði á Kjalarnesi. Þar hafi þeir beitt manninn frekara ofbeldi, með hnefahöggum, spörkum og ótilgreindu áhaldi. Þeir hafi áfram reynt að fá aðgang að bankareikningum mannsins. Því næst hafi hópurinn farið með manninn að leiksvæði í Gufunesi, þar sem ofbeldið hélt áfram. Maðurinn hafi meðal annars verið dreginn eftir göngustíg. Þar hafi þeim tekist ætlunarverk sitt og millifært þrjár milljónir króna af reikningi mannsins inn á reikning fjórða mannsins, sem ákærður er fyrir peningaþvætti. Sá var ekki á svæðinu en millifærði peningana um hæl inn á reikning Matthíasar Björns. Fram kom í síðustu viku að Lúkas Geir hefði hvatt Matthías Björn til að taka á sig sök í málinu sökum ungs aldurs. Það hefði hann gert með því að skrifa bréf og skilja eftir á útisvæði í gæsluvarðhaldsfangelsinu á Hólmsheiði. Bréfið barst aldrei Matthíasi Birni heldur fann erlendur fangi bréfið, skildi ekkert hvað þar stóð og afhenti fangaverði. Manndráp í Gufunesi Ölfus Dómsmál Lögreglumál Mest lesið Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi Innlent „Það kemur að því að við lendum í veseni“ Innlent Yfirgefið hreysi víkur fyrir hundrað íbúðum Innlent „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Innlent „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Innlent Konan er fundin Innlent Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Innlent „Selir“ skutu óvopnaða borgara í leyniaðgerð í Norður-Kóreu Erlent Hefur sætt umsáturseinelti í 14 ár: „Þetta hefur bara rústað lífi mínu“ Innlent Skoða að banna trans fólki að eiga skotvopn Erlent Fleiri fréttir Deila lyfseðlum fyrir þyngdarstjórnunarlyf og undankeppni HM hefst Starfsfólk Alcoa vilji setja fyrirtækinu mörk Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Ætla að rannsaka meint undirboð á kísilmálmi „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Hélt eiginkonu og fimm börnum í heljargreipum Breyta Korpuskóla til að anna eftirspurn í Klettaskóla Vegabætur á Vestfjörðum opni tækifæri í vetrarferðamennsku Vilja aðgerðir strax Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Öllum börnum undir sex mánaða boðin forvörn gegn RS veiru Vildu fá að vita hvort ríkisstyrkir hefðu farið í málsóknir gegn orkuframkvæmdum Vara við ólöglegum megrunarlyfjum sem eru í umferð Konan er fundin Sextán ára kveikti í herbergi sínu Þremur sleppt úr haldi og brotaþoli útskrifaður „Það kemur að því að við lendum í veseni“ Ekki hægt að þaga þegar stjórnmálamenn leika sér að því að særa fram tröllin 252,6 milljónir runnið í ríkissjóð úr dánarbúum án lögerfingja á tíu árum Þrjú söfn í eina sæng Yfirgefið hreysi víkur fyrir hundrað íbúðum Líkamsárás á gistiheimili „Ekkert óeðlilegt við það að endurskoða þetta kerfi“ Tveir á sjúkrahús eftir harðan árekstur Vegurinn yfir Kjöl gerir ferðalöngum lífið leitt Stefna um mikla og hraða fólksfjölgun „alið á stéttaskiptingu á Íslandi“ Fimm handteknir í aðgerðum sérsveitar Ættum að fara varlega í orkudrykki með sætuefnum „Mér fannst þetta vera svolítil vonbrigði“ Sjá meira
Fyrirtaka fór fram við Héraðsdóm Suðurlands í morgun þar sem gögn voru lögð fram og tekin ákvörðun um tímasetningu aðalmeðferðar í málinu. Verjendur sakborninga mættu á svæðið og varð úr að aðalmeðferð hefst að morgni mánudagsins 25. ágúst og er reiknað með að hún standi í þrjá daga. Fimm eru ákærðir í málinu. Þeir Stefán Blackburn, Lúkas Geir Ingvarsson og Matthías Björn Erlingsson eru ákærðir fyrir manndráp, frelsissviptingu, rán, og fjárkúgun. Einn karlmaður er ákærður fyrir peningaþvætti og ein kona fyrir hlutdeild í frelsissviptingu og ráni. Fólkið er grunað um að hafa numið karlmann á sjötugsaldri á brott af heimili hans í Þorlákshöfn að kvöldi 10. mars. Þau hafi beitt hann gríðarlegu ofbeldi meðan tilraun var gerð til að hafa af honum fé. Það hafi tekist og þrjár milljónir verið millifærðar á reikning eins sakborningsins. Maðurinn hafi síðan verið skilinn eftir á göngustíg í Gufunesi í Reykjavík og gangandi vegfarendur gengið fram á hann morguninn eftir. Hann hafi verið fluttur á sjúkrahús þar sem hann lést af sárum sínum. Í gæsluvarðhaldsúrskurðum yfir hinum ákærðu sem birtir voru nýlega kom fram að eiginkona hins látna hefði strax þá um nóttina eftir að maður hennar var numinn á brott fengið símtal þar sem hún var krafin um umtalsverða fjármuni í lausnargjald, „með vísan til þess að hann væri kynferðisafbrotamaður.“ Hvergi í greinargerðum lögreglu er minnst nokkuð á meint brot hins látna heldur er það aðeins haft eftir hótunum sakborninga. Ákærðu eru sagðir hafa beitt karlmanninn margvíslegu ofbeldi eftir að þeir numu hann á brott. Þeir hafi til að mynda brotið í honum fimm tennur, sett poka yfir höfuð hans og reynt að fá út úr honum aðgangsorð að bankareikningum hans. Þá segir að Stefán Blackburn og Lúkas hafi beðið Matthías Björn að hitta þá í iðnaðarhúsnæði á Kjalarnesi. Þar hafi þeir beitt manninn frekara ofbeldi, með hnefahöggum, spörkum og ótilgreindu áhaldi. Þeir hafi áfram reynt að fá aðgang að bankareikningum mannsins. Því næst hafi hópurinn farið með manninn að leiksvæði í Gufunesi, þar sem ofbeldið hélt áfram. Maðurinn hafi meðal annars verið dreginn eftir göngustíg. Þar hafi þeim tekist ætlunarverk sitt og millifært þrjár milljónir króna af reikningi mannsins inn á reikning fjórða mannsins, sem ákærður er fyrir peningaþvætti. Sá var ekki á svæðinu en millifærði peningana um hæl inn á reikning Matthíasar Björns. Fram kom í síðustu viku að Lúkas Geir hefði hvatt Matthías Björn til að taka á sig sök í málinu sökum ungs aldurs. Það hefði hann gert með því að skrifa bréf og skilja eftir á útisvæði í gæsluvarðhaldsfangelsinu á Hólmsheiði. Bréfið barst aldrei Matthíasi Birni heldur fann erlendur fangi bréfið, skildi ekkert hvað þar stóð og afhenti fangaverði.
Manndráp í Gufunesi Ölfus Dómsmál Lögreglumál Mest lesið Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi Innlent „Það kemur að því að við lendum í veseni“ Innlent Yfirgefið hreysi víkur fyrir hundrað íbúðum Innlent „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Innlent „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Innlent Konan er fundin Innlent Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Innlent „Selir“ skutu óvopnaða borgara í leyniaðgerð í Norður-Kóreu Erlent Hefur sætt umsáturseinelti í 14 ár: „Þetta hefur bara rústað lífi mínu“ Innlent Skoða að banna trans fólki að eiga skotvopn Erlent Fleiri fréttir Deila lyfseðlum fyrir þyngdarstjórnunarlyf og undankeppni HM hefst Starfsfólk Alcoa vilji setja fyrirtækinu mörk Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Ætla að rannsaka meint undirboð á kísilmálmi „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Hélt eiginkonu og fimm börnum í heljargreipum Breyta Korpuskóla til að anna eftirspurn í Klettaskóla Vegabætur á Vestfjörðum opni tækifæri í vetrarferðamennsku Vilja aðgerðir strax Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Öllum börnum undir sex mánaða boðin forvörn gegn RS veiru Vildu fá að vita hvort ríkisstyrkir hefðu farið í málsóknir gegn orkuframkvæmdum Vara við ólöglegum megrunarlyfjum sem eru í umferð Konan er fundin Sextán ára kveikti í herbergi sínu Þremur sleppt úr haldi og brotaþoli útskrifaður „Það kemur að því að við lendum í veseni“ Ekki hægt að þaga þegar stjórnmálamenn leika sér að því að særa fram tröllin 252,6 milljónir runnið í ríkissjóð úr dánarbúum án lögerfingja á tíu árum Þrjú söfn í eina sæng Yfirgefið hreysi víkur fyrir hundrað íbúðum Líkamsárás á gistiheimili „Ekkert óeðlilegt við það að endurskoða þetta kerfi“ Tveir á sjúkrahús eftir harðan árekstur Vegurinn yfir Kjöl gerir ferðalöngum lífið leitt Stefna um mikla og hraða fólksfjölgun „alið á stéttaskiptingu á Íslandi“ Fimm handteknir í aðgerðum sérsveitar Ættum að fara varlega í orkudrykki með sætuefnum „Mér fannst þetta vera svolítil vonbrigði“ Sjá meira