Rukkuð um sex þúsund kall eftir lagningu á Snæfellsnesi Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 11. ágúst 2025 11:06 Hanna Katrín Friðriksson er atvinnuvegaráðherra. Vísir/Vilhelm Fjölskylda í Grafarvogi fékk rukkun upp á tæplega sex þúsund krónur eftir að hafa lagt á bílastæði við Kirkjufell á Snæfellsnesi. Ráðherra segir fjölskylduna ekki hafa áttað sig á því að gjaldskylda væri á bílastæðinu. „Það var leiðinleg sending sem fjölskylda úr Grafarvogi fékk í kjölfar frábærrar dagsferðar um Snæfellsnes. Sendingin barst í heimabankann, rukkun upp á 5.750 krónur af því að þau stoppuðu stutta stund við hið fallega Kirkjufell. Grunngjaldið var 1.000 krónur, en þar sem ekki var greitt innan sólarhrings bættist við 4.500 króna vangreiðsluálag og 250 króna færslugjald,“ segir Hanna Katrín Friðriksson atvinnuráðherra í færslu á Facebook. Tengsl ráðherra við málið eru óljós en hún segir engan í fjölskyldunni hafa tekið eftir neinum skýrum merkjum um gjaldskyldu – né leiðbeiningum um hvernig greiða skyldi. Ekki einsdæmi „Þetta er ekki einsdæmi. Kvartanir vegna svipaðra mála berast bæði Neytendastofu og Neytendasamtökunum nánast vikulega, þar sem fólk lýsir óljósri, ósýnilegri eða villandi gjaldtöku sem kemur fram löngu eftir að ferðinni er lokið.“ Ferðamenn á göngu við Kirkjufellsfoss.Getty Það sé dýrt að byggja upp og reka bílastæði. Þess vegna eigi það ekki að koma á óvart þegar gjald sé tekið fyrir afnot af stæðum. „En ef fólk fær ekki skýrar upplýsingar um verð og greiðsluskilmála, þá hættir gjaldtakan að vera sanngjörn og jafnvel lögleg.“ Neytendastofa hafi í kjölfar fjölda kvartana skoðað viðskiptahætti nokkurra bílastæðafyrirtækja. „Í ljós hafa komið dæmi þar sem leiðbeiningar um greiðslu eru óskýrar eða ófullnægjandi og aukagjöld ekki kynnt fyrirfram. Upplýsingagjöf á reikningum í heimabanka er líka oft mjög ábótavant. Því hefur nú verið beint til viðkomandi fyrirtækja að lagfæra upplýsingagjöf og samræma gjaldtökuna við lög,“ segir Hanna Katrín. Stjórnvöld muni fylgja því fast eftir að þessar úrbætur nái fram að ganga. „Ef lögin eru óskýr þá verður það lagfært. Almenningur á rétt á því að þessi mál séu í lagi.“ Sekt sé ekki greitt innan sama dags Fyrirtækið Sannir landvættir halda úti gjaldtöku við Kirkjufell. Á heimasíðu fyrirtækisins segir að gjaldtaka sé nauðsynleg til að veita gott aðgengi fyrir alla, halda svæðinu opnu allt árið og sjá til þess að gæði og öryggismál séu til sóma. Bílastæði við Kirkjufell sem Sannir landvættir halda úti. Gjald fyrir fólksbíl er 1200 krónur, 1800 krónur fyrir minni rútur og 6400 krónur fyrir stærri rútur. „Þeir sem ekki greiða innan sama dags fá viðbætt 4.500kr vangreiðsluálag auk færslugjalds sem þriðji aðili leggur á ef greitt er með greiðsluappi. Við vangreiðslugjald leggst einnig færslugjald vegna rafræns reiknings að fjárhæð kr. 250,“ segir á heimasíðunni. Þar má fylla út form ef fólk hefur athugasemdir við reikninga. Sannir landvættir sjá líka um gjaldtöku við Námaskarð, Laufskálsvörðu og Viking Park á Suðurlandi. Fyrirtækið er að megninu í eigu Öryggismiðstöðvarinnar og verkfræðistofunnar Verkís. Bílastæði Grundarfjörður Ferðaþjónusta Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Viðreisn Mest lesið Rukkuð um sex þúsund kall eftir lagningu á Snæfellsnesi Neytendur „Það er hægt að byrja að fjárfesta með fimm þúsund krónum á mánuði“ Atvinnulíf Tannlæknastofa í Reykjavík og Búdapest fær viðurkenningu Samstarf Bretland aftur inn í Reiki í Evrópu hjá Sýn og Símanum Neytendur „Það er draumur að vera á BMW og keyra fram á nótt” Samstarf „Ekkert Viking eða Gull“ á nýjum stað í B5 Viðskipti innlent Segir ofboðslegan undirliggjandi þrýsting á fasteignamarkaði Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Kynntu nýja útgáfu ChatGPT: „Þetta er eins og að tala við sérfræðing“ Viðskipti erlent Fylgdu ekki fyrirmælum um að skýra skrópgjaldið betur og fá sekt Neytendur Fleiri fréttir Rukkuð um sex þúsund kall eftir lagningu á Snæfellsnesi Bretland aftur inn í Reiki í Evrópu hjá Sýn og Símanum Fylgdu ekki fyrirmælum um að skýra skrópgjaldið betur og fá sekt Olís sektað um kvartmilljón vegna fullyrðinga um kolefnisjöfnun „Verið að auglýsa öryggi sem er falsöryggi“ Fékk ekki að lækka afborganir því hún komst ekki í gegnum greiðslumat Vara við eggjum í kleinuhringjum Rukkuð vegna þegar greiddra bílastæða og fá engin svör „Ekki mistök“ að brauð með engu kostaði tvö þúsund krónur Svona verður hægt að horfa á enska boltann í vetur „Þær eru bara of dýrar“ Skamma og banna Play að blekkja neytendur Isavia braut lög á Keflavíkurflugvelli Gleymdi að skrá sig úr stæðinu og því rukkuð um 48 þúsund Kaffi heldur áfram að hækka í verði Vilja „ósýnilegar“ stöðumælasektir burt Svona mikið kostar kaffið á Starbucks hér á landi Oft slegist um innstungurnar á tjaldsvæðunum Sjá meira
„Það var leiðinleg sending sem fjölskylda úr Grafarvogi fékk í kjölfar frábærrar dagsferðar um Snæfellsnes. Sendingin barst í heimabankann, rukkun upp á 5.750 krónur af því að þau stoppuðu stutta stund við hið fallega Kirkjufell. Grunngjaldið var 1.000 krónur, en þar sem ekki var greitt innan sólarhrings bættist við 4.500 króna vangreiðsluálag og 250 króna færslugjald,“ segir Hanna Katrín Friðriksson atvinnuráðherra í færslu á Facebook. Tengsl ráðherra við málið eru óljós en hún segir engan í fjölskyldunni hafa tekið eftir neinum skýrum merkjum um gjaldskyldu – né leiðbeiningum um hvernig greiða skyldi. Ekki einsdæmi „Þetta er ekki einsdæmi. Kvartanir vegna svipaðra mála berast bæði Neytendastofu og Neytendasamtökunum nánast vikulega, þar sem fólk lýsir óljósri, ósýnilegri eða villandi gjaldtöku sem kemur fram löngu eftir að ferðinni er lokið.“ Ferðamenn á göngu við Kirkjufellsfoss.Getty Það sé dýrt að byggja upp og reka bílastæði. Þess vegna eigi það ekki að koma á óvart þegar gjald sé tekið fyrir afnot af stæðum. „En ef fólk fær ekki skýrar upplýsingar um verð og greiðsluskilmála, þá hættir gjaldtakan að vera sanngjörn og jafnvel lögleg.“ Neytendastofa hafi í kjölfar fjölda kvartana skoðað viðskiptahætti nokkurra bílastæðafyrirtækja. „Í ljós hafa komið dæmi þar sem leiðbeiningar um greiðslu eru óskýrar eða ófullnægjandi og aukagjöld ekki kynnt fyrirfram. Upplýsingagjöf á reikningum í heimabanka er líka oft mjög ábótavant. Því hefur nú verið beint til viðkomandi fyrirtækja að lagfæra upplýsingagjöf og samræma gjaldtökuna við lög,“ segir Hanna Katrín. Stjórnvöld muni fylgja því fast eftir að þessar úrbætur nái fram að ganga. „Ef lögin eru óskýr þá verður það lagfært. Almenningur á rétt á því að þessi mál séu í lagi.“ Sekt sé ekki greitt innan sama dags Fyrirtækið Sannir landvættir halda úti gjaldtöku við Kirkjufell. Á heimasíðu fyrirtækisins segir að gjaldtaka sé nauðsynleg til að veita gott aðgengi fyrir alla, halda svæðinu opnu allt árið og sjá til þess að gæði og öryggismál séu til sóma. Bílastæði við Kirkjufell sem Sannir landvættir halda úti. Gjald fyrir fólksbíl er 1200 krónur, 1800 krónur fyrir minni rútur og 6400 krónur fyrir stærri rútur. „Þeir sem ekki greiða innan sama dags fá viðbætt 4.500kr vangreiðsluálag auk færslugjalds sem þriðji aðili leggur á ef greitt er með greiðsluappi. Við vangreiðslugjald leggst einnig færslugjald vegna rafræns reiknings að fjárhæð kr. 250,“ segir á heimasíðunni. Þar má fylla út form ef fólk hefur athugasemdir við reikninga. Sannir landvættir sjá líka um gjaldtöku við Námaskarð, Laufskálsvörðu og Viking Park á Suðurlandi. Fyrirtækið er að megninu í eigu Öryggismiðstöðvarinnar og verkfræðistofunnar Verkís.
Bílastæði Grundarfjörður Ferðaþjónusta Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Viðreisn Mest lesið Rukkuð um sex þúsund kall eftir lagningu á Snæfellsnesi Neytendur „Það er hægt að byrja að fjárfesta með fimm þúsund krónum á mánuði“ Atvinnulíf Tannlæknastofa í Reykjavík og Búdapest fær viðurkenningu Samstarf Bretland aftur inn í Reiki í Evrópu hjá Sýn og Símanum Neytendur „Það er draumur að vera á BMW og keyra fram á nótt” Samstarf „Ekkert Viking eða Gull“ á nýjum stað í B5 Viðskipti innlent Segir ofboðslegan undirliggjandi þrýsting á fasteignamarkaði Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Kynntu nýja útgáfu ChatGPT: „Þetta er eins og að tala við sérfræðing“ Viðskipti erlent Fylgdu ekki fyrirmælum um að skýra skrópgjaldið betur og fá sekt Neytendur Fleiri fréttir Rukkuð um sex þúsund kall eftir lagningu á Snæfellsnesi Bretland aftur inn í Reiki í Evrópu hjá Sýn og Símanum Fylgdu ekki fyrirmælum um að skýra skrópgjaldið betur og fá sekt Olís sektað um kvartmilljón vegna fullyrðinga um kolefnisjöfnun „Verið að auglýsa öryggi sem er falsöryggi“ Fékk ekki að lækka afborganir því hún komst ekki í gegnum greiðslumat Vara við eggjum í kleinuhringjum Rukkuð vegna þegar greiddra bílastæða og fá engin svör „Ekki mistök“ að brauð með engu kostaði tvö þúsund krónur Svona verður hægt að horfa á enska boltann í vetur „Þær eru bara of dýrar“ Skamma og banna Play að blekkja neytendur Isavia braut lög á Keflavíkurflugvelli Gleymdi að skrá sig úr stæðinu og því rukkuð um 48 þúsund Kaffi heldur áfram að hækka í verði Vilja „ósýnilegar“ stöðumælasektir burt Svona mikið kostar kaffið á Starbucks hér á landi Oft slegist um innstungurnar á tjaldsvæðunum Sjá meira