Aldraður boltasækir steig síðasta dansinn Magnús Jochum Pálsson skrifar 12. ágúst 2025 12:11 Leifur ásamt Þorláki Björnssyni, sem hefur verið sjálfboðaliði á heimaleikjum KR um árabil, fyrir leik. KR-ingar unnu sinn fyrsta sigur í rúmlega fjörutíu daga þegar þeir tóku Aftureldingu 2-1 í Frostaskjólinu í gær. Fyrir utan fótboltann var mikið rætt um einn tiltekinn boltasæki sem var höfðinu hærri en restin og virtist alltof gamall fyrir starfið. Boltasækirinn sem um ræðir er hinn 27 ára Leifur Þorsteinsson, viðskiptastjóri Creditinfo og stjórnandi hlaðvarpsins Chess After Dark, sem klæddist vestinu sem refsingu. Leifur hafði tekið þátt í draumaliðsdeild enska boltans (e. Fantasy Premier League) á síðasta tímabili með vinum sínum og var refsingin að vera boltasækir á heimaleik KR á Meistaravöllum. Leifur valdi sér lið í byrjun mótsins en gleymdi að huga að því frekar, svokallað „set and forget“, sem varð til þess að hann endaði langneðstur í deildinni. Við tók löng bið. Löng bið eftir boltasæki Biðin eftir fullorðna boltasækinum lengdist nefnilega fullmikið, aðallega vegna framkvæmda á Meistaravöllum sem hafa staðið yfir í allt sumar vegna lagningar gervigrass. Í lok júlí var völlurinn loks tilbúinn og átti að vígja vestið á fyrsta heimleiknum gegn Breiðablik þann 26. júlí. Leifur forfallaðist hins vegar og varð heimaleikurinn gegn Aftureldingu í gær lendingin. Leifur mætti rétt fyrir leik í Frostaskjólið en lendi í vandræðum við miðasöluna því sagan þótti of ótrúleg. Hann komst þó á endanum inn og stóð allan leikinn á hliðarlínunni stúkumegin hjá stuðningsmönnum KR. Þar gnæfði Leifur yfir kollega sína enda er verkefnið gjarnan falið börnum undir tólf ára aldri. Leifur í Pepsi-vestinu eftir leik. Gjörningurinn vakti mikla lukku meðal stuðningsmanna og söng Miðjan, stuðningsmannasveit KR, meira að segja um kappann. Í þokkabót vann KR langþráðan sigur svo í stúkunni eftir leik var pískrað um það hvort kannski ætti framvegis alltaf að vera einn eldri boltasækir. Blaðamaður náði í skottið á Leifi eftir leik og var hann skiljanlega gríðaránægður með sigur sinna manna. Leifur, sem æfði upp yngri flokka KR þar til hann hætti í þriðja flokki, rifjaði upp síðasta skiptið sem hann hafði verið boltasækir en það var á úrslitaleik VISA-bikars karla 2010 þegar FH burstaði KR með fjórum mörkum gegn engu. Þá sagðist Leifur hafa fengið góð viðbrögð hjá leikmönnum KR við gjörningnum, Aron Sigurðarson hefði haft orð á því að sennilega væri um dýrast boltasæki landsins að ræða. Leifur var sömuleiðis ekki viss um að hann færi úr vestinu í bráð og ýjaði að því að hann myndi halda áfram að mæta á hliðarlínuna þar til KR tapaði næst. Spurning hvort af því verður. Þangað til má segja að í gær hafi verið stiginn síðasti dansinn. Besta deild karla KR Grín og gaman Tengdar fréttir Eldri borgarar í Vogum leiddu knattspyrnumenn inn á völlinn Eldri borgurum í Vogum á Vatnsleysuströnd þótti það mikill heiður þegar þeim var boðið að leiða leikmenn knattspyrnudeildar Þróttar inn á völlinn á móti Víði í Garði í gærkvöldi. Venjan er að börn leiði leikmenn inn á völlinn. Tveir af eldri borgurum mættu með göngugrindurnar sínar á völlinn og þótti það ekki til töku mál. 25. júlí 2025 20:06 Mest lesið Eva Laufey og Haraldur stækka við sig á Skaganum Lífið Opnaði sig um skilnaðinn: „Hún eldar ekki, þrífur ekki og virðist ekki mjög móðurleg“ Lífið „Dýrmætt að fá að hafa þetta svona persónulegt“ Lífið Aldraður boltasækir steig síðasta dansinn Lífið Nýr Rambo fundinn Bíó og sjónvarp Eigendaskipti á Kaffi Laugalæk: Breyta til en lofa sömu stemningu Lífið Tekinn fullur, missti fjölskylduna og fékk krabbamein á sama árinu Lífið Echoes of the End: Íslensk frumraun undir góðum áhrifum stríðsguðsins Leikjavísir Stöðugt á ferð og flugi með sterkari skrokk Lífið samstarf Tilkynnti tólftu plötuna í hlaðvarpi kærastans Tónlist Fleiri fréttir Fyrsta tónlistarfólkið á almyrkvahátíðinni kynnt til leiks Opnaði sig um skilnaðinn: „Hún eldar ekki, þrífur ekki og virðist ekki mjög móðurleg“ Aldraður boltasækir steig síðasta dansinn Suðrænn og ferskur þeytingur að hætti Jönu Eva Laufey og Haraldur stækka við sig á Skaganum „Dýrmætt að fá að hafa þetta svona persónulegt“ Eigendaskipti á Kaffi Laugalæk: Breyta til en lofa sömu stemningu Leifur Andri og Hugrún trúlofuð Fyrstu skrefin tekin á sama stað og símtalið um fæðinguna barst Stjörnulífið: Ástin, glimmer og ofurkroppar „Við ætlum að hlaupa fyrir hana Birtu okkar“ Tekinn fullur, missti fjölskylduna og fékk krabbamein á sama árinu Superstore-leikari látinn Mugison gekk í það heilaga við litla útiathöfn Krakkatían: Afmælistónleikar, maraþon og bílpróf Myndaveisla: Samstaða og stolt í algleymingi í Gleðigöngunni Með sex sjúkdóma og ólæknandi mein en lætur ekkert stoppa sig Missti höndina viku fyrir sextán ára afmælisdaginn Hommar, lesbíur, trans fólk og fleiri sameinast í gleðinni Fréttatía vikunnar: Gleðigangan, hafmeyjustytta og handtaka Myndaveisla: Tröllatrukkur og Rolls Royce á svæðinu þegar hjónin gengu út Bay segir skilið við Smith Nígerísk hjón reisa glerkastala í Kjós og flytja inn tonn af blómum til að gifta sig aftur Endar örugglega sem 83 ára drottning í Gleðigöngunni Hver er Endakallinn frá Ibiza? Nígerískt stjörnubrúðkaup í Hallgrímskirkju „Magnað innra ferðalag“ að horfast í augu við saklausa barnið í sér Fyrrverandi eiginmaður Kelly Clarkson látinn Íhuga að skrifa bók um kaffihúsin á þúsund kílómetra hjólarúnti McConaughey glutraði niður tækifærinu í Titanic Sjá meira
Boltasækirinn sem um ræðir er hinn 27 ára Leifur Þorsteinsson, viðskiptastjóri Creditinfo og stjórnandi hlaðvarpsins Chess After Dark, sem klæddist vestinu sem refsingu. Leifur hafði tekið þátt í draumaliðsdeild enska boltans (e. Fantasy Premier League) á síðasta tímabili með vinum sínum og var refsingin að vera boltasækir á heimaleik KR á Meistaravöllum. Leifur valdi sér lið í byrjun mótsins en gleymdi að huga að því frekar, svokallað „set and forget“, sem varð til þess að hann endaði langneðstur í deildinni. Við tók löng bið. Löng bið eftir boltasæki Biðin eftir fullorðna boltasækinum lengdist nefnilega fullmikið, aðallega vegna framkvæmda á Meistaravöllum sem hafa staðið yfir í allt sumar vegna lagningar gervigrass. Í lok júlí var völlurinn loks tilbúinn og átti að vígja vestið á fyrsta heimleiknum gegn Breiðablik þann 26. júlí. Leifur forfallaðist hins vegar og varð heimaleikurinn gegn Aftureldingu í gær lendingin. Leifur mætti rétt fyrir leik í Frostaskjólið en lendi í vandræðum við miðasöluna því sagan þótti of ótrúleg. Hann komst þó á endanum inn og stóð allan leikinn á hliðarlínunni stúkumegin hjá stuðningsmönnum KR. Þar gnæfði Leifur yfir kollega sína enda er verkefnið gjarnan falið börnum undir tólf ára aldri. Leifur í Pepsi-vestinu eftir leik. Gjörningurinn vakti mikla lukku meðal stuðningsmanna og söng Miðjan, stuðningsmannasveit KR, meira að segja um kappann. Í þokkabót vann KR langþráðan sigur svo í stúkunni eftir leik var pískrað um það hvort kannski ætti framvegis alltaf að vera einn eldri boltasækir. Blaðamaður náði í skottið á Leifi eftir leik og var hann skiljanlega gríðaránægður með sigur sinna manna. Leifur, sem æfði upp yngri flokka KR þar til hann hætti í þriðja flokki, rifjaði upp síðasta skiptið sem hann hafði verið boltasækir en það var á úrslitaleik VISA-bikars karla 2010 þegar FH burstaði KR með fjórum mörkum gegn engu. Þá sagðist Leifur hafa fengið góð viðbrögð hjá leikmönnum KR við gjörningnum, Aron Sigurðarson hefði haft orð á því að sennilega væri um dýrast boltasæki landsins að ræða. Leifur var sömuleiðis ekki viss um að hann færi úr vestinu í bráð og ýjaði að því að hann myndi halda áfram að mæta á hliðarlínuna þar til KR tapaði næst. Spurning hvort af því verður. Þangað til má segja að í gær hafi verið stiginn síðasti dansinn.
Besta deild karla KR Grín og gaman Tengdar fréttir Eldri borgarar í Vogum leiddu knattspyrnumenn inn á völlinn Eldri borgurum í Vogum á Vatnsleysuströnd þótti það mikill heiður þegar þeim var boðið að leiða leikmenn knattspyrnudeildar Þróttar inn á völlinn á móti Víði í Garði í gærkvöldi. Venjan er að börn leiði leikmenn inn á völlinn. Tveir af eldri borgurum mættu með göngugrindurnar sínar á völlinn og þótti það ekki til töku mál. 25. júlí 2025 20:06 Mest lesið Eva Laufey og Haraldur stækka við sig á Skaganum Lífið Opnaði sig um skilnaðinn: „Hún eldar ekki, þrífur ekki og virðist ekki mjög móðurleg“ Lífið „Dýrmætt að fá að hafa þetta svona persónulegt“ Lífið Aldraður boltasækir steig síðasta dansinn Lífið Nýr Rambo fundinn Bíó og sjónvarp Eigendaskipti á Kaffi Laugalæk: Breyta til en lofa sömu stemningu Lífið Tekinn fullur, missti fjölskylduna og fékk krabbamein á sama árinu Lífið Echoes of the End: Íslensk frumraun undir góðum áhrifum stríðsguðsins Leikjavísir Stöðugt á ferð og flugi með sterkari skrokk Lífið samstarf Tilkynnti tólftu plötuna í hlaðvarpi kærastans Tónlist Fleiri fréttir Fyrsta tónlistarfólkið á almyrkvahátíðinni kynnt til leiks Opnaði sig um skilnaðinn: „Hún eldar ekki, þrífur ekki og virðist ekki mjög móðurleg“ Aldraður boltasækir steig síðasta dansinn Suðrænn og ferskur þeytingur að hætti Jönu Eva Laufey og Haraldur stækka við sig á Skaganum „Dýrmætt að fá að hafa þetta svona persónulegt“ Eigendaskipti á Kaffi Laugalæk: Breyta til en lofa sömu stemningu Leifur Andri og Hugrún trúlofuð Fyrstu skrefin tekin á sama stað og símtalið um fæðinguna barst Stjörnulífið: Ástin, glimmer og ofurkroppar „Við ætlum að hlaupa fyrir hana Birtu okkar“ Tekinn fullur, missti fjölskylduna og fékk krabbamein á sama árinu Superstore-leikari látinn Mugison gekk í það heilaga við litla útiathöfn Krakkatían: Afmælistónleikar, maraþon og bílpróf Myndaveisla: Samstaða og stolt í algleymingi í Gleðigöngunni Með sex sjúkdóma og ólæknandi mein en lætur ekkert stoppa sig Missti höndina viku fyrir sextán ára afmælisdaginn Hommar, lesbíur, trans fólk og fleiri sameinast í gleðinni Fréttatía vikunnar: Gleðigangan, hafmeyjustytta og handtaka Myndaveisla: Tröllatrukkur og Rolls Royce á svæðinu þegar hjónin gengu út Bay segir skilið við Smith Nígerísk hjón reisa glerkastala í Kjós og flytja inn tonn af blómum til að gifta sig aftur Endar örugglega sem 83 ára drottning í Gleðigöngunni Hver er Endakallinn frá Ibiza? Nígerískt stjörnubrúðkaup í Hallgrímskirkju „Magnað innra ferðalag“ að horfast í augu við saklausa barnið í sér Fyrrverandi eiginmaður Kelly Clarkson látinn Íhuga að skrifa bók um kaffihúsin á þúsund kílómetra hjólarúnti McConaughey glutraði niður tækifærinu í Titanic Sjá meira
Eldri borgarar í Vogum leiddu knattspyrnumenn inn á völlinn Eldri borgurum í Vogum á Vatnsleysuströnd þótti það mikill heiður þegar þeim var boðið að leiða leikmenn knattspyrnudeildar Þróttar inn á völlinn á móti Víði í Garði í gærkvöldi. Venjan er að börn leiði leikmenn inn á völlinn. Tveir af eldri borgurum mættu með göngugrindurnar sínar á völlinn og þótti það ekki til töku mál. 25. júlí 2025 20:06