Áslaug Sigríður Alfreðsdóttir er látin Silja Rún Sigurbjörnsdóttir skrifar 12. ágúst 2025 13:38 Áslaug Sigríður Alfreðsdóttir og Ólafur Ernir Ólafsson, eiginmaður hennar. Áslaug Sigríður Alfreðsdóttir, fyrrverandi hótelstjóri og brautryðjandi í uppbyggingu ferðaþjónustu, lést á Landspítalanum í gær, 75 ára að aldri. Áslaug Sigríður fæddist í Reykjavík 30. mars 1950. Foreldrar hennar voru Kristjana Milla Thorsteinsson, húsmóðir og viðskiptafræðingur, og Alfreð Elíasson, forstjóri og stofnandi Loftleiða og síðar Flugleiða. Auk Áslaugar áttu hjónin sex börn. Áslaug ólst upp í Hlíðunum, gekk í Ísaksskóla, Landakotsskóla, Hlíðaskóla og Gagnfræðaskóla Austurbæjar. Hún tók stúdentspróf frá Menntaskólanum í Reykjavík árið 1970, BA-próf í hótel- og veitingastjórnum frá Strathclyde-háskóla í Glasgow árið 1974 og síðar próf í viðskiptafræði frá Háskóla Íslands. Hún sinnti ýmsum störfum hjá Loftleiðum og síðar á hótelum sem þá voru byggð, til að mynda Hótel Loftleiðum og Hótel Esju og á sumarhótelum Eddu á Skógum og Laugavatni. Hún tók við sem hótelstjóri Hótel Heklu, sem fékk síðar nafnið Lind, með eiginmanni sínum Ólafi Erni Ólafssyni, framreiðslumeistara og fyrrverandi hótelstjóra. Áslaug stofnsetti Upplýsingamiðstöð ferðamála fyrir Ferðamálaráð og Reykjavíkurborg árið 1987 og var fyrsti forstöðumaður hennar. Stofan var sú fyrsta sinnar tegundar í landinu á þeim tíma og var brautryðjandi í upplýsingagjöf til erlendra ferðamanna. Áslaug og Ólafur áttu saman þrjú börn, Geir Odd, Gylfa og Kristínu og eru barnabörn hjónanna alls sjö. Árið 1989 fluttu hjónin með börnin þrjú til Ísafjarðar þar sem þau tóku við rekstri Hótels Ísafjarðar. Þar bjuggu þau næstu 25 árin og tóku að sér einnig rekstur Hótels Horns, sumarhótelsins í menntaskólanum og gistiheimilis í tveimur húsum. Einnig voru hjónin brautryðjendur í uppbyggingu á fjölbreyttri ferðaþjónustu og afþreyingu á svæðinu, til að mynda leiddu þau stofnun ferðaskrifstofunnar Vesturferða árið 1993. Áslaug var einnig mjög virk og eftirsótt í félagsstörf sem tengdust ferðaþjónustu og atvinnulífi almennt. Þannig var hún formaður Ferðamálasamtaka Vestfjarða um árabil, og sat í stjórnum Lífeyrissjóðs Vestfirðinga, Atvinnuþróunarfélags Vestfirðinga, Svæðisvinnumiðlunar Vestfjarða og Heilbrigðiseftirlits Vestfjarða. Hún sat einnig í stjórn Sambands veitinga- og gistihúsaeigenda og var tvisvar formaður í norrænu samtökunum Nordisk Hotel og Restaurant Forbundt. Áslaug var stofnfélagi og í fyrstu stjórn SAF, heildarsamtaka í ferðaþjónustu á Íslandi, í fyrstu stjórn Rannsóknaseturs ferðaþjónustunnar og um árabil í stjórn VestNorden ferðakaupstefnunnar. Áslaug var sæmd gullmerki SVG fyrir störf sín og riddarakrossi hinnar íslensku fálkaorðu 17. júní 2007 fyrir störf að ferðaþjónustu landsbyggðar. Andlát Ísafjarðarbær Ferðaþjónusta Hótel á Íslandi Mest lesið Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Innlent Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Erlent „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Innlent Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Erlent „Ég er sátt“ Innlent Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Innlent Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Erlent Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Innlent Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Innlent Samningur í höfn á síðustu stundu Innlent Fleiri fréttir Tíðindi af kynferðisbrotamáli í Hafnarfirði „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Framsókn velur á lista í febrúar og Einar enn óskoraður oddviti Hvatt til að hvíla einkabílinn vegna mengunar Enn eitt burðardýrið á leið í steininn Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Skortur á húsnæði fyrsta verkefnið Átta mánuðir fyrir ofbeldi gegn eigin föður: „Ég stúta honum. Ég stúta þér sko“ „Ég er sátt“ Uppstökkun hjá Flokki fólksins og ferðalangar í vanda Samningur í höfn á síðustu stundu Rúmur fjórðungur lést vegna blóðrásarsjúkdóma Ekki hægt að byggja hagvöxt áfram á fólksfjölgun „Hér er amma komin upp á dekk og ég ætla að leggja mig alla fram“ Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Sósalistaflokkurinn ekki með í Vori til vinstri Hringvegurinn opinn á ný Inga ræðir ráðherrakapalinn í beinni klukkan átta Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Leita að manneskju við Sjáland Ragnar Þór verður ráðherra Guðmundur Ingi segir af sér Telur ólíklegt að aðrar þjóðir berjist með Dönum Hátt í hundrað á fjöldahjálparstöð Bæjarfulltrúar slást um oddvitasætið í Hafnarfirði Ekki fengið kvartanir um Grok-myndir af íslenskum konum Sjá meira
Áslaug Sigríður fæddist í Reykjavík 30. mars 1950. Foreldrar hennar voru Kristjana Milla Thorsteinsson, húsmóðir og viðskiptafræðingur, og Alfreð Elíasson, forstjóri og stofnandi Loftleiða og síðar Flugleiða. Auk Áslaugar áttu hjónin sex börn. Áslaug ólst upp í Hlíðunum, gekk í Ísaksskóla, Landakotsskóla, Hlíðaskóla og Gagnfræðaskóla Austurbæjar. Hún tók stúdentspróf frá Menntaskólanum í Reykjavík árið 1970, BA-próf í hótel- og veitingastjórnum frá Strathclyde-háskóla í Glasgow árið 1974 og síðar próf í viðskiptafræði frá Háskóla Íslands. Hún sinnti ýmsum störfum hjá Loftleiðum og síðar á hótelum sem þá voru byggð, til að mynda Hótel Loftleiðum og Hótel Esju og á sumarhótelum Eddu á Skógum og Laugavatni. Hún tók við sem hótelstjóri Hótel Heklu, sem fékk síðar nafnið Lind, með eiginmanni sínum Ólafi Erni Ólafssyni, framreiðslumeistara og fyrrverandi hótelstjóra. Áslaug stofnsetti Upplýsingamiðstöð ferðamála fyrir Ferðamálaráð og Reykjavíkurborg árið 1987 og var fyrsti forstöðumaður hennar. Stofan var sú fyrsta sinnar tegundar í landinu á þeim tíma og var brautryðjandi í upplýsingagjöf til erlendra ferðamanna. Áslaug og Ólafur áttu saman þrjú börn, Geir Odd, Gylfa og Kristínu og eru barnabörn hjónanna alls sjö. Árið 1989 fluttu hjónin með börnin þrjú til Ísafjarðar þar sem þau tóku við rekstri Hótels Ísafjarðar. Þar bjuggu þau næstu 25 árin og tóku að sér einnig rekstur Hótels Horns, sumarhótelsins í menntaskólanum og gistiheimilis í tveimur húsum. Einnig voru hjónin brautryðjendur í uppbyggingu á fjölbreyttri ferðaþjónustu og afþreyingu á svæðinu, til að mynda leiddu þau stofnun ferðaskrifstofunnar Vesturferða árið 1993. Áslaug var einnig mjög virk og eftirsótt í félagsstörf sem tengdust ferðaþjónustu og atvinnulífi almennt. Þannig var hún formaður Ferðamálasamtaka Vestfjarða um árabil, og sat í stjórnum Lífeyrissjóðs Vestfirðinga, Atvinnuþróunarfélags Vestfirðinga, Svæðisvinnumiðlunar Vestfjarða og Heilbrigðiseftirlits Vestfjarða. Hún sat einnig í stjórn Sambands veitinga- og gistihúsaeigenda og var tvisvar formaður í norrænu samtökunum Nordisk Hotel og Restaurant Forbundt. Áslaug var stofnfélagi og í fyrstu stjórn SAF, heildarsamtaka í ferðaþjónustu á Íslandi, í fyrstu stjórn Rannsóknaseturs ferðaþjónustunnar og um árabil í stjórn VestNorden ferðakaupstefnunnar. Áslaug var sæmd gullmerki SVG fyrir störf sín og riddarakrossi hinnar íslensku fálkaorðu 17. júní 2007 fyrir störf að ferðaþjónustu landsbyggðar.
Andlát Ísafjarðarbær Ferðaþjónusta Hótel á Íslandi Mest lesið Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Innlent Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Erlent „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Innlent Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Erlent „Ég er sátt“ Innlent Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Innlent Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Erlent Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Innlent Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Innlent Samningur í höfn á síðustu stundu Innlent Fleiri fréttir Tíðindi af kynferðisbrotamáli í Hafnarfirði „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Framsókn velur á lista í febrúar og Einar enn óskoraður oddviti Hvatt til að hvíla einkabílinn vegna mengunar Enn eitt burðardýrið á leið í steininn Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Skortur á húsnæði fyrsta verkefnið Átta mánuðir fyrir ofbeldi gegn eigin föður: „Ég stúta honum. Ég stúta þér sko“ „Ég er sátt“ Uppstökkun hjá Flokki fólksins og ferðalangar í vanda Samningur í höfn á síðustu stundu Rúmur fjórðungur lést vegna blóðrásarsjúkdóma Ekki hægt að byggja hagvöxt áfram á fólksfjölgun „Hér er amma komin upp á dekk og ég ætla að leggja mig alla fram“ Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Sósalistaflokkurinn ekki með í Vori til vinstri Hringvegurinn opinn á ný Inga ræðir ráðherrakapalinn í beinni klukkan átta Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Leita að manneskju við Sjáland Ragnar Þór verður ráðherra Guðmundur Ingi segir af sér Telur ólíklegt að aðrar þjóðir berjist með Dönum Hátt í hundrað á fjöldahjálparstöð Bæjarfulltrúar slást um oddvitasætið í Hafnarfirði Ekki fengið kvartanir um Grok-myndir af íslenskum konum Sjá meira