Áslaug Sigríður Alfreðsdóttir er látin Silja Rún Sigurbjörnsdóttir skrifar 12. ágúst 2025 13:38 Áslaug Sigríður Alfreðsdóttir og Ólafur Ernir Ólafsson, eiginmaður hennar. Áslaug Sigríður Alfreðsdóttir, fyrrverandi hótelstjóri og brautryðjandi í uppbyggingu ferðaþjónustu, lést á Landspítalanum í gær, 75 ára að aldri. Áslaug Sigríður fæddist í Reykjavík 30. mars 1950. Foreldrar hennar voru Kristjana Milla Thorsteinsson, húsmóðir og viðskiptafræðingur, og Alfreð Elíasson, forstjóri og stofnandi Loftleiða og síðar Flugleiða. Auk Áslaugar áttu hjónin sex börn. Áslaug ólst upp í Hlíðunum, gekk í Ísaksskóla, Landakotsskóla, Hlíðaskóla og Gagnfræðaskóla Austurbæjar. Hún tók stúdentspróf frá Menntaskólanum í Reykjavík árið 1970, BA-próf í hótel- og veitingastjórnum frá Strathclyde-háskóla í Glasgow árið 1974 og síðar próf í viðskiptafræði frá Háskóla Íslands. Hún sinnti ýmsum störfum hjá Loftleiðum og síðar á hótelum sem þá voru byggð, til að mynda Hótel Loftleiðum og Hótel Esju og á sumarhótelum Eddu á Skógum og Laugavatni. Hún tók við sem hótelstjóri Hótel Heklu, sem fékk síðar nafnið Lind, með eiginmanni sínum Ólafi Erni Ólafssyni, framreiðslumeistara og fyrrverandi hótelstjóra. Áslaug stofnsetti Upplýsingamiðstöð ferðamála fyrir Ferðamálaráð og Reykjavíkurborg árið 1987 og var fyrsti forstöðumaður hennar. Stofan var sú fyrsta sinnar tegundar í landinu á þeim tíma og var brautryðjandi í upplýsingagjöf til erlendra ferðamanna. Áslaug og Ólafur áttu saman þrjú börn, Geir Odd, Gylfa og Kristínu og eru barnabörn hjónanna alls sjö. Árið 1989 fluttu hjónin með börnin þrjú til Ísafjarðar þar sem þau tóku við rekstri Hótels Ísafjarðar. Þar bjuggu þau næstu 25 árin og tóku að sér einnig rekstur Hótels Horns, sumarhótelsins í menntaskólanum og gistiheimilis í tveimur húsum. Einnig voru hjónin brautryðjendur í uppbyggingu á fjölbreyttri ferðaþjónustu og afþreyingu á svæðinu, til að mynda leiddu þau stofnun ferðaskrifstofunnar Vesturferða árið 1993. Áslaug var einnig mjög virk og eftirsótt í félagsstörf sem tengdust ferðaþjónustu og atvinnulífi almennt. Þannig var hún formaður Ferðamálasamtaka Vestfjarða um árabil, og sat í stjórnum Lífeyrissjóðs Vestfirðinga, Atvinnuþróunarfélags Vestfirðinga, Svæðisvinnumiðlunar Vestfjarða og Heilbrigðiseftirlits Vestfjarða. Hún sat einnig í stjórn Sambands veitinga- og gistihúsaeigenda og var tvisvar formaður í norrænu samtökunum Nordisk Hotel og Restaurant Forbundt. Áslaug var stofnfélagi og í fyrstu stjórn SAF, heildarsamtaka í ferðaþjónustu á Íslandi, í fyrstu stjórn Rannsóknaseturs ferðaþjónustunnar og um árabil í stjórn VestNorden ferðakaupstefnunnar. Áslaug var sæmd gullmerki SVG fyrir störf sín og riddarakrossi hinnar íslensku fálkaorðu 17. júní 2007 fyrir störf að ferðaþjónustu landsbyggðar. Andlát Ísafjarðarbær Ferðaþjónusta Hótel á Íslandi Mest lesið Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Erlent Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund Innlent Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Innlent „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Innlent Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Innlent „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Innlent Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Innlent Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi Innlent Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Innlent Fleiri fréttir Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Handtekinn undir áhrifum með tvö börn í bílnum Fjölmenn mótmæli og skortur á íslenskukunnáttu þrátt fyrir doktorsnám Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Sóttu slasaðan ökumann við Surtshelli Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Tvöföldun erlendra fanga á fimm árum: „Þetta er auðvitað gríðarlega hátt hlutfall“ Nöfn myrtra barna verða lesin upp í sjö klukkustundir Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Eygir vonarneista í fyrsta sinn og mótmæli um allt land Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Árborg girnist svæði Flóahrepps Sendu kæligáma til Úkraínu Langflestir lögreglumenn á Suðurnesjum Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Reyndi að stinga lögreglu af á buggy Bílvelta í Kömbunum „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Kjölur ekki á dagskrá Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Sjá meira
Áslaug Sigríður fæddist í Reykjavík 30. mars 1950. Foreldrar hennar voru Kristjana Milla Thorsteinsson, húsmóðir og viðskiptafræðingur, og Alfreð Elíasson, forstjóri og stofnandi Loftleiða og síðar Flugleiða. Auk Áslaugar áttu hjónin sex börn. Áslaug ólst upp í Hlíðunum, gekk í Ísaksskóla, Landakotsskóla, Hlíðaskóla og Gagnfræðaskóla Austurbæjar. Hún tók stúdentspróf frá Menntaskólanum í Reykjavík árið 1970, BA-próf í hótel- og veitingastjórnum frá Strathclyde-háskóla í Glasgow árið 1974 og síðar próf í viðskiptafræði frá Háskóla Íslands. Hún sinnti ýmsum störfum hjá Loftleiðum og síðar á hótelum sem þá voru byggð, til að mynda Hótel Loftleiðum og Hótel Esju og á sumarhótelum Eddu á Skógum og Laugavatni. Hún tók við sem hótelstjóri Hótel Heklu, sem fékk síðar nafnið Lind, með eiginmanni sínum Ólafi Erni Ólafssyni, framreiðslumeistara og fyrrverandi hótelstjóra. Áslaug stofnsetti Upplýsingamiðstöð ferðamála fyrir Ferðamálaráð og Reykjavíkurborg árið 1987 og var fyrsti forstöðumaður hennar. Stofan var sú fyrsta sinnar tegundar í landinu á þeim tíma og var brautryðjandi í upplýsingagjöf til erlendra ferðamanna. Áslaug og Ólafur áttu saman þrjú börn, Geir Odd, Gylfa og Kristínu og eru barnabörn hjónanna alls sjö. Árið 1989 fluttu hjónin með börnin þrjú til Ísafjarðar þar sem þau tóku við rekstri Hótels Ísafjarðar. Þar bjuggu þau næstu 25 árin og tóku að sér einnig rekstur Hótels Horns, sumarhótelsins í menntaskólanum og gistiheimilis í tveimur húsum. Einnig voru hjónin brautryðjendur í uppbyggingu á fjölbreyttri ferðaþjónustu og afþreyingu á svæðinu, til að mynda leiddu þau stofnun ferðaskrifstofunnar Vesturferða árið 1993. Áslaug var einnig mjög virk og eftirsótt í félagsstörf sem tengdust ferðaþjónustu og atvinnulífi almennt. Þannig var hún formaður Ferðamálasamtaka Vestfjarða um árabil, og sat í stjórnum Lífeyrissjóðs Vestfirðinga, Atvinnuþróunarfélags Vestfirðinga, Svæðisvinnumiðlunar Vestfjarða og Heilbrigðiseftirlits Vestfjarða. Hún sat einnig í stjórn Sambands veitinga- og gistihúsaeigenda og var tvisvar formaður í norrænu samtökunum Nordisk Hotel og Restaurant Forbundt. Áslaug var stofnfélagi og í fyrstu stjórn SAF, heildarsamtaka í ferðaþjónustu á Íslandi, í fyrstu stjórn Rannsóknaseturs ferðaþjónustunnar og um árabil í stjórn VestNorden ferðakaupstefnunnar. Áslaug var sæmd gullmerki SVG fyrir störf sín og riddarakrossi hinnar íslensku fálkaorðu 17. júní 2007 fyrir störf að ferðaþjónustu landsbyggðar.
Andlát Ísafjarðarbær Ferðaþjónusta Hótel á Íslandi Mest lesið Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Erlent Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund Innlent Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Innlent „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Innlent Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Innlent „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Innlent Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Innlent Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi Innlent Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Innlent Fleiri fréttir Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Handtekinn undir áhrifum með tvö börn í bílnum Fjölmenn mótmæli og skortur á íslenskukunnáttu þrátt fyrir doktorsnám Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Sóttu slasaðan ökumann við Surtshelli Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Tvöföldun erlendra fanga á fimm árum: „Þetta er auðvitað gríðarlega hátt hlutfall“ Nöfn myrtra barna verða lesin upp í sjö klukkustundir Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Eygir vonarneista í fyrsta sinn og mótmæli um allt land Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Árborg girnist svæði Flóahrepps Sendu kæligáma til Úkraínu Langflestir lögreglumenn á Suðurnesjum Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Reyndi að stinga lögreglu af á buggy Bílvelta í Kömbunum „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Kjölur ekki á dagskrá Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Sjá meira