Þegar ástríðan slokknar: Eins og hljóðlát kulnun Rakel Sveinsdóttir skrifar 22. ágúst 2025 07:02 Enn eitt trendið virðist vera að sýna sig á vinnumarkaði víða um heim, sem á ensku er skilgreind sem Quiet Cracking. Sem líkja má við nokkurs konar þokukennt ástand og hljóðláta kulnun, þar sem viðkomandi starfsmaður stendur áfram sína pligt en upplifir sig algjörlega aftengdan vinnustaðnum en segir ekki neitt. Vísir/Getty Það verður að segjast að enskan á ekki aðeins til mun fleiri starfslýsingar og titla fyrir atvinnulífið í samanburði við íslenskuna, heldur er hún líka fljót til að búa til alls kyns heiti yfir atriði og kenningar sem með einhverjum hætti virðast sýna sig á vinnumörkuðum víða; Hvar svo sem í heiminum það er. Andlega uppsögnin svokalla, er til dæmis kölluð Quet quitting á ensku, en hún gengur í stuttu máli út á það að starfsfólk heldur áfram á vinnustað þótt það sé í raun hætt í huganum; Reynir að gera eins lítið og það kemst upp með en hættir ekki formlega. Hljóðláta kulnunin er það nýjasta sem verið er að skrifa um, eða Quiet cracking. Það sem einkennir hljóðlátu kulnunina er ákveðin aftenging sem fólk upplifir við vinnustaðinn; ástríðan er horfin og sumir upplifa sig í þokukenndu ástandi, án stuðnings og ræða ekki um vanlíðan sína. Einkennin eru meðal annars þau að starfsmaðurinn dregur sig í hlé, en stendur áfram við sitt. Ástríðan eða eldmóðurinn virðist þó farinn miðað við áður og stundum upplifir starfsmaðurinn verkefni á sinni könnu sem yfirþyrmandi, en segir ekkert. Fyrst og fremst eru stjórnendur hvattir til þess að byggja upp menningu þar sem andleg líðan er rædd feimnislaust. Þannig að vinnustaðamenningin geri einfaldlega ráð fyrir að andleg líðan okkar getur verið alls konar og skiptir vinnustaðinn mjög miklu máli. Sumir vilja meina að þessi þokukennda og hljóðláta tegund kulnunar sé ein af afleiðingum heimsfaraldursins. Þar sem fólk á einhvern óskilgreindan hátt aftengdist vinnustaðnum sínum og hefur einfaldlega ekki náð að tengjast honum né starfinu fyrir alvöru á ný. Í umfjöllun NBC er á það bent að hér á árum áður, hefði fólki einfaldlega verið sagt upp ef það væri ekki að sýna starfinu né vinnustaðnum nokkurn áhuga. Þetta væri þó liðin tíð því töluleg gögn sýna harðnandi samkeppni um starfsfólk á vinnustöðum um allan heim. Góðu ráðin Mannauðsmál Stjórnun Tengdar fréttir Mjög mikilvægt að eiga besta vin í vinnunni „Það getur svo sem vel verið að einhverjir vinnuveitendur hugsi sem svo; Mér er skítsama hvort fólk eigi einhvern besta vin í vinnunni, ég vil bara að fólk sé að vinna!“ nefnir Tómas Bjarnason sviðstjóri stjórnenda- og vinnustaðaráðgjafar Gallup sem dæmi um viðhorf vinnuveitanda sem telur það ekki sitt hlutverk að spá í hvort starfsfólk eigi sinn besta vin í vinnunni. 12. júní 2025 07:00 Fjórðungur Z-kynslóðarinnar hyggst flytja til útlanda „Það sem er athyglisvert er að fjórðungur Z-kynslóðarinnar hyggst flytja til útlanda í fimm ár eða lengur. Og spurningin er þá: Ef svo verður, mun þetta fólk snúa til baka?“ spyr Trausti Haraldsson framkvæmdastjóri rannsóknarfyrirtækisins Prósent. 27. mars 2025 07:00 Mannauðsmál: „Enn of mikil tilhneiging til að taka ekki á málum „AI er að breyta leiknum en erum við tilbúin?“ spyr Ásdís Eir Símonardóttir sem eftir helgi tekur við starfi forstöðumanns mannauðs og menningar hjá Lyfju. 3. janúar 2025 07:00 Stjórnun þarf ekki bara að breytast heldur „gerbreytast” „Í ár leggjum við áherslu á mikilvægi þess að stjórnendur átti sig á því að stjórnun þurfi að breytast. Ekki bara breytast heldur „gerbreytast.” Í dag þarf að stjórna á allt annan hátt, fyrst og fremst vegna þróunar í upplýsingatækni og menningu fyrirtækja,” segir Adriana Karolina Pétursdóttir formaður Mannauðs um áherslur Alþjóðlega mannauðsdagsins sem haldinn er hátíðlegur í dag. 20. maí 2025 07:02 Mest lesið Um fimm prósenta hækkun fasteignaverðs spáð á árinu Viðskipti innlent Grímur hættir hjá Bláa lóninu og Sigríður Margrét tekur við Viðskipti innlent 54 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Viðskipti innlent Róbert hættir sem forstjóri Alvotech Viðskipti innlent Til í að taka á móti FDA hvenær sem er Viðskipti innlent Fólk geti nýtt séreignarsparnaðinn seinna á árinu Neytendur 996 vinnuvikan að ryðja sér til rúms á ný (72 klukkustundir) Atvinnulíf Lögmenn frá Juris til LEX Viðskipti innlent Nauðungarsala á Hlemmi Square Viðskipti innlent Icelandair setur nokkur met Viðskipti innlent Fleiri fréttir 996 vinnuvikan að ryðja sér til rúms á ný (72 klukkustundir) Slúbbertar og enn verri sögur, afreksfólk og ástin Algengustu áramótaheitin 2026 og góð ráð til að standa við þau Trendin 2026: Gervigreindin mikilvæg og laun mögulega auglýst Hámark tvær vikur í heilsutengd áramótaheit með eiginkonunni Ný tækni, ný kynslóð, ný viðhorf: Yngsti sölumaðurinn eins árs Skellir í vél á morgnana og nokkuð ánægð með sjálfa sig í gjafavali Persónuleg áætlanagerð fyrir 2026 aldrei verið jafn auðveld og nú Algeng meiðsli fótboltamanna kveikjan að appinu sem hún þróaði Góður hárblástur og smink á morgnana á undanhaldi Stjarna í 66 ár, myndabikar, húmor í þeim gömlu og jólasveinakennsla Sá elsti í heiðurshópnum níutíu ára Sjónvarpseríur á samfélagsmiðlum og gjörbreytt notkun á Facebook og Instagram „Beindu skammbyssu að höfðinu á mér og sögðu: I will kill you“ Framkvæmdastjóri Bónus: „Ég er svona „aulahúmor“-stríðinn“ Spilavinir í vinnunni: Efla samskipti, samvinnu og hrista saman hópinn Jafnvægi heimilis og vinnu: „Lífið er meira en titill“ Sjá meira
Andlega uppsögnin svokalla, er til dæmis kölluð Quet quitting á ensku, en hún gengur í stuttu máli út á það að starfsfólk heldur áfram á vinnustað þótt það sé í raun hætt í huganum; Reynir að gera eins lítið og það kemst upp með en hættir ekki formlega. Hljóðláta kulnunin er það nýjasta sem verið er að skrifa um, eða Quiet cracking. Það sem einkennir hljóðlátu kulnunina er ákveðin aftenging sem fólk upplifir við vinnustaðinn; ástríðan er horfin og sumir upplifa sig í þokukenndu ástandi, án stuðnings og ræða ekki um vanlíðan sína. Einkennin eru meðal annars þau að starfsmaðurinn dregur sig í hlé, en stendur áfram við sitt. Ástríðan eða eldmóðurinn virðist þó farinn miðað við áður og stundum upplifir starfsmaðurinn verkefni á sinni könnu sem yfirþyrmandi, en segir ekkert. Fyrst og fremst eru stjórnendur hvattir til þess að byggja upp menningu þar sem andleg líðan er rædd feimnislaust. Þannig að vinnustaðamenningin geri einfaldlega ráð fyrir að andleg líðan okkar getur verið alls konar og skiptir vinnustaðinn mjög miklu máli. Sumir vilja meina að þessi þokukennda og hljóðláta tegund kulnunar sé ein af afleiðingum heimsfaraldursins. Þar sem fólk á einhvern óskilgreindan hátt aftengdist vinnustaðnum sínum og hefur einfaldlega ekki náð að tengjast honum né starfinu fyrir alvöru á ný. Í umfjöllun NBC er á það bent að hér á árum áður, hefði fólki einfaldlega verið sagt upp ef það væri ekki að sýna starfinu né vinnustaðnum nokkurn áhuga. Þetta væri þó liðin tíð því töluleg gögn sýna harðnandi samkeppni um starfsfólk á vinnustöðum um allan heim.
Góðu ráðin Mannauðsmál Stjórnun Tengdar fréttir Mjög mikilvægt að eiga besta vin í vinnunni „Það getur svo sem vel verið að einhverjir vinnuveitendur hugsi sem svo; Mér er skítsama hvort fólk eigi einhvern besta vin í vinnunni, ég vil bara að fólk sé að vinna!“ nefnir Tómas Bjarnason sviðstjóri stjórnenda- og vinnustaðaráðgjafar Gallup sem dæmi um viðhorf vinnuveitanda sem telur það ekki sitt hlutverk að spá í hvort starfsfólk eigi sinn besta vin í vinnunni. 12. júní 2025 07:00 Fjórðungur Z-kynslóðarinnar hyggst flytja til útlanda „Það sem er athyglisvert er að fjórðungur Z-kynslóðarinnar hyggst flytja til útlanda í fimm ár eða lengur. Og spurningin er þá: Ef svo verður, mun þetta fólk snúa til baka?“ spyr Trausti Haraldsson framkvæmdastjóri rannsóknarfyrirtækisins Prósent. 27. mars 2025 07:00 Mannauðsmál: „Enn of mikil tilhneiging til að taka ekki á málum „AI er að breyta leiknum en erum við tilbúin?“ spyr Ásdís Eir Símonardóttir sem eftir helgi tekur við starfi forstöðumanns mannauðs og menningar hjá Lyfju. 3. janúar 2025 07:00 Stjórnun þarf ekki bara að breytast heldur „gerbreytast” „Í ár leggjum við áherslu á mikilvægi þess að stjórnendur átti sig á því að stjórnun þurfi að breytast. Ekki bara breytast heldur „gerbreytast.” Í dag þarf að stjórna á allt annan hátt, fyrst og fremst vegna þróunar í upplýsingatækni og menningu fyrirtækja,” segir Adriana Karolina Pétursdóttir formaður Mannauðs um áherslur Alþjóðlega mannauðsdagsins sem haldinn er hátíðlegur í dag. 20. maí 2025 07:02 Mest lesið Um fimm prósenta hækkun fasteignaverðs spáð á árinu Viðskipti innlent Grímur hættir hjá Bláa lóninu og Sigríður Margrét tekur við Viðskipti innlent 54 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Viðskipti innlent Róbert hættir sem forstjóri Alvotech Viðskipti innlent Til í að taka á móti FDA hvenær sem er Viðskipti innlent Fólk geti nýtt séreignarsparnaðinn seinna á árinu Neytendur 996 vinnuvikan að ryðja sér til rúms á ný (72 klukkustundir) Atvinnulíf Lögmenn frá Juris til LEX Viðskipti innlent Nauðungarsala á Hlemmi Square Viðskipti innlent Icelandair setur nokkur met Viðskipti innlent Fleiri fréttir 996 vinnuvikan að ryðja sér til rúms á ný (72 klukkustundir) Slúbbertar og enn verri sögur, afreksfólk og ástin Algengustu áramótaheitin 2026 og góð ráð til að standa við þau Trendin 2026: Gervigreindin mikilvæg og laun mögulega auglýst Hámark tvær vikur í heilsutengd áramótaheit með eiginkonunni Ný tækni, ný kynslóð, ný viðhorf: Yngsti sölumaðurinn eins árs Skellir í vél á morgnana og nokkuð ánægð með sjálfa sig í gjafavali Persónuleg áætlanagerð fyrir 2026 aldrei verið jafn auðveld og nú Algeng meiðsli fótboltamanna kveikjan að appinu sem hún þróaði Góður hárblástur og smink á morgnana á undanhaldi Stjarna í 66 ár, myndabikar, húmor í þeim gömlu og jólasveinakennsla Sá elsti í heiðurshópnum níutíu ára Sjónvarpseríur á samfélagsmiðlum og gjörbreytt notkun á Facebook og Instagram „Beindu skammbyssu að höfðinu á mér og sögðu: I will kill you“ Framkvæmdastjóri Bónus: „Ég er svona „aulahúmor“-stríðinn“ Spilavinir í vinnunni: Efla samskipti, samvinnu og hrista saman hópinn Jafnvægi heimilis og vinnu: „Lífið er meira en titill“ Sjá meira
Mjög mikilvægt að eiga besta vin í vinnunni „Það getur svo sem vel verið að einhverjir vinnuveitendur hugsi sem svo; Mér er skítsama hvort fólk eigi einhvern besta vin í vinnunni, ég vil bara að fólk sé að vinna!“ nefnir Tómas Bjarnason sviðstjóri stjórnenda- og vinnustaðaráðgjafar Gallup sem dæmi um viðhorf vinnuveitanda sem telur það ekki sitt hlutverk að spá í hvort starfsfólk eigi sinn besta vin í vinnunni. 12. júní 2025 07:00
Fjórðungur Z-kynslóðarinnar hyggst flytja til útlanda „Það sem er athyglisvert er að fjórðungur Z-kynslóðarinnar hyggst flytja til útlanda í fimm ár eða lengur. Og spurningin er þá: Ef svo verður, mun þetta fólk snúa til baka?“ spyr Trausti Haraldsson framkvæmdastjóri rannsóknarfyrirtækisins Prósent. 27. mars 2025 07:00
Mannauðsmál: „Enn of mikil tilhneiging til að taka ekki á málum „AI er að breyta leiknum en erum við tilbúin?“ spyr Ásdís Eir Símonardóttir sem eftir helgi tekur við starfi forstöðumanns mannauðs og menningar hjá Lyfju. 3. janúar 2025 07:00
Stjórnun þarf ekki bara að breytast heldur „gerbreytast” „Í ár leggjum við áherslu á mikilvægi þess að stjórnendur átti sig á því að stjórnun þurfi að breytast. Ekki bara breytast heldur „gerbreytast.” Í dag þarf að stjórna á allt annan hátt, fyrst og fremst vegna þróunar í upplýsingatækni og menningu fyrirtækja,” segir Adriana Karolina Pétursdóttir formaður Mannauðs um áherslur Alþjóðlega mannauðsdagsins sem haldinn er hátíðlegur í dag. 20. maí 2025 07:02