Hinir miklu lýðræðissinnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar 13. ágúst 2025 07:32 Fyrr á árinu skrifaði Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, utanríkisráðherra og formaður Viðreisnar, undir samkomulag við Evrópusambandið sem meðal annars felur í sér að Ísland aðlagi sig að utanríkisstefnu sambandsins. Þar segir með skýrum hætti: „Aðlögun að utanríkisstefnu ESB […] aðlögun EFTA/EES-ríkjanna að ákvörðunum, yfirlýsingum og refsiaðgerðum ESB.“ Þorgerður hefur þvertekið fyrir þetta þrátt fyrir að það standi beinlínis í skjalinu sem hún undirritaði. Fram kemur í svari frá upplýsingaskrifstofu Evrópusambandsins, unnið í samráði við utanríkisráðuneyti þess, við fyrirspurn frá mér varðandi það hvernig bæri að skilja umræddan texta í framkvæmd að hann fæli í sér pólitíska skuldbindingu Íslands í þessum efnum. Svarið er svohljóðandi: „Aðlögun felur í sér pólitíska skuldbindingu landanna þriggja sem nefnd eru, Íslands, Liechtensteins og Noregs, til þess að fylgja og framkvæma ákveðna þætti utanríkisstefnu Evrópusambandsins.“ Meðal þess sem fram kemur í rýniskýrslu Evrópusambandsins um utanríkis-, öryggis- og varnarmál, vegna umsóknar þáverandi ríkisstjórnar Samfylkingarinnar og VG um inngöngu í sambandið á sínum tíma, er að ríki sem gangi þar inn þurfi einmitt að aðlaga sig að stefnu þess í þeim málum. Ríkin þurfi þannig að „aðlaga sig að yfirlýsingum Evrópusambandsins, taka þátt í ákvörðunum sambandsins og hrinda í framkvæmd samþykktum refsi- og þvingunaraðgerðum þess.“ Fram kemur að sama skapi í gögnum Evrópusambandsins almennt varðandi inngöngu nýrra ríkja í sambandið að umsóknarríkjum sé meðal annars skylt að aðlaga sig utanríkisstefnu þess: „Umsóknarríkjum er skylt að aðlaga sig jafnt og þétt að yfirlýsingum Evrópusambandsins og hrinda í framkvæmd refsi- og þvingunaraðgerðum þess þegar þess gerist þörf.“ Þá kemur skýrt fram víða í gögnum sambandsins að umsóknarferlið gangi öðru fremur út á slíka aðlögun. Hérlend stjórnvöld hafa í gegnum tíðina reglulega verið sökuð um að reka ekki sjálfstæða utanríkisstefnu. Þá ýmist gagnvart Bandaríkjunum, Evrópusambandinu eða eftir atvikum báðum þessum aðilum. Þar hefur þó verið um að ræða einstök, afmörkuð og fyrirliggjandi mál. Hversu langt sem það kann annars að hafa náð hefur ekki áður verið gengið svo langt að undirrita formlegt og skuldbindandi samkomulag um aðlögun Íslands að utanríkisstefnu erlendra ríkja. Forystumenn ríkisstjórnarinnar hafa ítrekað slegið um sig með þeim orðum að þeir treysti þjóðinni til þess að ákveða í þjóðaratkvæði hvort hefja eigi á nýjan leik umsóknarferli að Evrópusambandinu. Hins vegar er á sama tíma ljóst að ráðherrar ríkisstjórnarinnar, hinir miklu lýðræðissinnar, hafa þegar hafizt handa við að vinna sér í haginn og hrinda ferlinu óformlega af stað áður en þjóðin hefur kosið um málið og áður en fyrir liggur hvort hún leggi blessun sína yfir það. Hafa má í huga í þessum efnum þau orð Þorgerðar Katrínar í Spursmálum á mbl.is þann 20. nóvember, í aðdraganda síðustu þingkosninga, að þjóðaratkvæði um málið væri „mikil málamiðlun“ af hálfu Viðreisnar. Helzt vildi flokkurinn þannig fara undir eins í umsóknarferlið í stað þess að málið færi fyrst til þjóðarinnar. Hins vegar liggur nú fyrir sem fyrr segir að ákveðið hefur verið að láta það eftir sér og hefja undir eins vinnu við ferlið í stað þess að bíða aðkomu þjóðarinnar. Höfundur er sagnfræðingur og alþjóðastjórnmálafræðingur (MA í alþjóðasamskiptum með áherzlu á Evrópufræði og öryggis- og varnarmál). Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hjörtur J. Guðmundsson Mest lesið Þegar þeir sem segjast þjóna þjóðinni ráðast á hana Ágústa Árnadóttir Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra – taka tvö Eyjólfur Pétur Hafstein Skoðun Ástandið, jólavókaflóðið og druslur nútímans Sæunn I. Marinósdóttir Skoðun Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Mikilvægi björgunarsveitanna Kristján Þórður Snæbjarnarson Skoðun Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun VII. Aðförin að Ólafi Jóhannessyni Hafþór S. Ciesielski Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson Skoðun Partí í Dúfnahólum 10 Þórlindur Kjartansson Skoðun Skoðun Skoðun Ástandið, jólavókaflóðið og druslur nútímans Sæunn I. Marinósdóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra – taka tvö Eyjólfur Pétur Hafstein skrifar Skoðun Mikilvægi björgunarsveitanna Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson skrifar Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þegar jólasveinninn kemur ekki á hverri nóttu Guðlaugur Kristmundsson skrifar Skoðun 100 lítrar á mínútu Sigurður Friðleifsson skrifar Skoðun Stöðugleiki sem viðmið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar Skoðun Loftslagsmál: tölur segja sögur en hvaða sögu viljum við? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hvaðan koma jólin okkar – og hvað kenna þau okkur um menningu? Margrét Reynisdóttir skrifar Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Skoðun Innviðir og öryggi í hættu í höndum ráðherra Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun „Steraleikarnir“ Birgir Sverrisson skrifar Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia skrifar Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Gengið til friðar Ingibjörg Haraldsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Mótmæli bænda í Brussel eru ekki sjónarspil – þau eru viðvörun Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þegar gigtin stjórnar jólunum Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Fullveldi í framkvæmd Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Verður Flokkur fólksins að Flótta fólksins? Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Rússland hefur ráðist inn í 19 ríki“ - og samt engin ógn? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Fæðuöryggi sem innviðamál í breyttu alþjóðakerfi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Samstíga ríkisstjórn í sigri og þraut Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Vextir á verðtryggðum lánum - ögurstund Hjalti Þórisson skrifar Sjá meira
Fyrr á árinu skrifaði Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, utanríkisráðherra og formaður Viðreisnar, undir samkomulag við Evrópusambandið sem meðal annars felur í sér að Ísland aðlagi sig að utanríkisstefnu sambandsins. Þar segir með skýrum hætti: „Aðlögun að utanríkisstefnu ESB […] aðlögun EFTA/EES-ríkjanna að ákvörðunum, yfirlýsingum og refsiaðgerðum ESB.“ Þorgerður hefur þvertekið fyrir þetta þrátt fyrir að það standi beinlínis í skjalinu sem hún undirritaði. Fram kemur í svari frá upplýsingaskrifstofu Evrópusambandsins, unnið í samráði við utanríkisráðuneyti þess, við fyrirspurn frá mér varðandi það hvernig bæri að skilja umræddan texta í framkvæmd að hann fæli í sér pólitíska skuldbindingu Íslands í þessum efnum. Svarið er svohljóðandi: „Aðlögun felur í sér pólitíska skuldbindingu landanna þriggja sem nefnd eru, Íslands, Liechtensteins og Noregs, til þess að fylgja og framkvæma ákveðna þætti utanríkisstefnu Evrópusambandsins.“ Meðal þess sem fram kemur í rýniskýrslu Evrópusambandsins um utanríkis-, öryggis- og varnarmál, vegna umsóknar þáverandi ríkisstjórnar Samfylkingarinnar og VG um inngöngu í sambandið á sínum tíma, er að ríki sem gangi þar inn þurfi einmitt að aðlaga sig að stefnu þess í þeim málum. Ríkin þurfi þannig að „aðlaga sig að yfirlýsingum Evrópusambandsins, taka þátt í ákvörðunum sambandsins og hrinda í framkvæmd samþykktum refsi- og þvingunaraðgerðum þess.“ Fram kemur að sama skapi í gögnum Evrópusambandsins almennt varðandi inngöngu nýrra ríkja í sambandið að umsóknarríkjum sé meðal annars skylt að aðlaga sig utanríkisstefnu þess: „Umsóknarríkjum er skylt að aðlaga sig jafnt og þétt að yfirlýsingum Evrópusambandsins og hrinda í framkvæmd refsi- og þvingunaraðgerðum þess þegar þess gerist þörf.“ Þá kemur skýrt fram víða í gögnum sambandsins að umsóknarferlið gangi öðru fremur út á slíka aðlögun. Hérlend stjórnvöld hafa í gegnum tíðina reglulega verið sökuð um að reka ekki sjálfstæða utanríkisstefnu. Þá ýmist gagnvart Bandaríkjunum, Evrópusambandinu eða eftir atvikum báðum þessum aðilum. Þar hefur þó verið um að ræða einstök, afmörkuð og fyrirliggjandi mál. Hversu langt sem það kann annars að hafa náð hefur ekki áður verið gengið svo langt að undirrita formlegt og skuldbindandi samkomulag um aðlögun Íslands að utanríkisstefnu erlendra ríkja. Forystumenn ríkisstjórnarinnar hafa ítrekað slegið um sig með þeim orðum að þeir treysti þjóðinni til þess að ákveða í þjóðaratkvæði hvort hefja eigi á nýjan leik umsóknarferli að Evrópusambandinu. Hins vegar er á sama tíma ljóst að ráðherrar ríkisstjórnarinnar, hinir miklu lýðræðissinnar, hafa þegar hafizt handa við að vinna sér í haginn og hrinda ferlinu óformlega af stað áður en þjóðin hefur kosið um málið og áður en fyrir liggur hvort hún leggi blessun sína yfir það. Hafa má í huga í þessum efnum þau orð Þorgerðar Katrínar í Spursmálum á mbl.is þann 20. nóvember, í aðdraganda síðustu þingkosninga, að þjóðaratkvæði um málið væri „mikil málamiðlun“ af hálfu Viðreisnar. Helzt vildi flokkurinn þannig fara undir eins í umsóknarferlið í stað þess að málið færi fyrst til þjóðarinnar. Hins vegar liggur nú fyrir sem fyrr segir að ákveðið hefur verið að láta það eftir sér og hefja undir eins vinnu við ferlið í stað þess að bíða aðkomu þjóðarinnar. Höfundur er sagnfræðingur og alþjóðastjórnmálafræðingur (MA í alþjóðasamskiptum með áherzlu á Evrópufræði og öryggis- og varnarmál).
Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar
Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar
Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar