Labbaði í fjórtán tíma á keppnisstað og vann síðan 63 km ofurhlaup Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 14. ágúst 2025 06:22 Candelaria Rivas kom fyrsta í mark en hljóp ekki alveg í þessum venjulega klæðnaði. Instagram Candelaria Rivas er orðin að þjóðhetju í Mexíkó eftir óvænt afrek sitt í ofurhlaupi í sumar. Rivas er mexíkanskur frumbyggi og ættbálkur hennar er þekktur fyrir mikla hlaupagetu og ótrúlegt úthald. Það sannaði hún heldur betur í þessu hlaupi. Sigur hennar í Canyon Ultra maraþoninu fyrr í sumar vakti vissulega athygli en hún kláraði þá þetta 63 kílómetra ofurhlaup á sjö klukkutímum og 34 mínútu og kom fyrst kvenna í mark. Svo fréttist af því að þetta hafi verið hennar fyrsta hlaup á ævinni en svo kom líklega mesta afrek hennar fram í dagsljósið. View this post on Instagram A post shared by TOGETHXR (@togethxr) Mexíkanska blaðið El Universal sagði frá því að Rivas hefði gengið á keppnisstað og það var löng leið. Hún var fjórtán klukkutíma á leiðinni frá Guadalupe y Calvo til Guachochi þar sem keppnin fór fram. Hún átti heima í litlu fjallaþorpi og þetta var eina leiðin til að geta tekið þátt í hlaupinu. Það er eitt að hlaupa hraðar en allir aðrir keppendur en að geta það eftir fjórtán tíma upphitun er eitthvað allt annað. Rivas og ættbálkur hennar stunda langhlaup að kappi sem hluti af þeirra hefð og venjum en þau stunda veiðar á fótum. Þar er markmiðið að elta bráðina þar til að hún örmagnast og eins og gefur að skilja þá þarf veiðimaðurinn að vera í afar góðu formi til að ná því. Afrek Rivas vakti mikla lukku og þekktir íþróttamenn mexíkönsku þjóðarinnar hafa fagnað því með því að færa henni peningagjafir. Hnefaleikakappinn Canelo Alvarex, NFL hlauparinn Isiah Pacheco og fleiri gáfu henni santals meira en þrjár milljónir dollara eða 368 milljónir króna. Þegar hún fékk eina milljón dollara og tilfinningaríkt bréf að auki frá Pacheco þá fór hún að gráta. „Enginn hefur komið svona vel fram við mig áður,“ sagði Candelaria Rivas. Hlaup Mexíkó Mest lesið Segir Eið Smára ekki fá það hrós sem hann á skilið Sport „Ísland er eini óvinur okkar“ Fótbolti Þjálfari tilbúinn að hætta og tyrkneska þjóðin beðin afsökunar Fótbolti Tíu mánaða bann fyrir að taka lyf við hárlosi Fótbolti Forráðamenn PSG ósáttir við læknateymi landsliðsins Fótbolti Íbúð landsliðsmanns Úkraínu í rúst eftir sprengjuárás Rússa Fótbolti Onana græðir á skiptunum til Tyrklands Fótbolti Áhorfandi sló leikmann og missti af ótrúlegri endurkomu Sport „Maður er í þessu fyrir svona leiki“ Fótbolti „Ætlum að keyra inn í þetta“ Fótbolti Fleiri fréttir Dúettinn sem er að taka yfir tennisheiminn „Ísland er eini óvinur okkar“ Sjáðu FHL sækja stig gegn Þrótti Tíu mánaða bann fyrir að taka lyf við hárlosi Onana græðir á skiptunum til Tyrklands Þjálfari tilbúinn að hætta og tyrkneska þjóðin beðin afsökunar „Ætlum að keyra inn í þetta“ „Tottenham Hotspur er ekki til sölu“ Áhorfandi sló leikmann og missti af ótrúlegri endurkomu Alcaraz tekur toppsætið af Sinner eftir sigur á Opna bandaríska „Maður er í þessu fyrir svona leiki“ Segir Eið Smára ekki fá það hrós sem hann á skilið Dagskráin í dag: Íslenska U21 landsliðið mætir Eistum Íbúð landsliðsmanns Úkraínu í rúst eftir sprengjuárás Rússa Forráðamenn PSG ósáttir við læknateymi landsliðsins Doncic náði allskonar tölfræðiáföngum í kvöld Víkingar á fleygiferð eftir EM pásuna Spánverjar og Belgar skoruðu sex Ísraelar númeri of litlir fyrir Grikki Donni og félagar örugglega áfram í Evrópudeildinni Onana samþykkir skiptin til Tyrklands „Held að þetta séu auðveldustu leikirnir sem þú spilar“ Depay orðinn markahæstur í sögu Hollands Nýliðar KA/Þórs byrja með sigri Slóvenar sluppu með skrekkinn gegn Ítölum Andrea tók sjötta sætið Uppgjörið: Þróttur - FHL 2-2 | Jafnt í Laugardalnum Langþráð hjá Melsungen Piastri sagt að hleypa Norris fram úr en Verstappen vann Óvænt þegar Georgía sló Frakkland út Sjá meira
Rivas er mexíkanskur frumbyggi og ættbálkur hennar er þekktur fyrir mikla hlaupagetu og ótrúlegt úthald. Það sannaði hún heldur betur í þessu hlaupi. Sigur hennar í Canyon Ultra maraþoninu fyrr í sumar vakti vissulega athygli en hún kláraði þá þetta 63 kílómetra ofurhlaup á sjö klukkutímum og 34 mínútu og kom fyrst kvenna í mark. Svo fréttist af því að þetta hafi verið hennar fyrsta hlaup á ævinni en svo kom líklega mesta afrek hennar fram í dagsljósið. View this post on Instagram A post shared by TOGETHXR (@togethxr) Mexíkanska blaðið El Universal sagði frá því að Rivas hefði gengið á keppnisstað og það var löng leið. Hún var fjórtán klukkutíma á leiðinni frá Guadalupe y Calvo til Guachochi þar sem keppnin fór fram. Hún átti heima í litlu fjallaþorpi og þetta var eina leiðin til að geta tekið þátt í hlaupinu. Það er eitt að hlaupa hraðar en allir aðrir keppendur en að geta það eftir fjórtán tíma upphitun er eitthvað allt annað. Rivas og ættbálkur hennar stunda langhlaup að kappi sem hluti af þeirra hefð og venjum en þau stunda veiðar á fótum. Þar er markmiðið að elta bráðina þar til að hún örmagnast og eins og gefur að skilja þá þarf veiðimaðurinn að vera í afar góðu formi til að ná því. Afrek Rivas vakti mikla lukku og þekktir íþróttamenn mexíkönsku þjóðarinnar hafa fagnað því með því að færa henni peningagjafir. Hnefaleikakappinn Canelo Alvarex, NFL hlauparinn Isiah Pacheco og fleiri gáfu henni santals meira en þrjár milljónir dollara eða 368 milljónir króna. Þegar hún fékk eina milljón dollara og tilfinningaríkt bréf að auki frá Pacheco þá fór hún að gráta. „Enginn hefur komið svona vel fram við mig áður,“ sagði Candelaria Rivas.
Hlaup Mexíkó Mest lesið Segir Eið Smára ekki fá það hrós sem hann á skilið Sport „Ísland er eini óvinur okkar“ Fótbolti Þjálfari tilbúinn að hætta og tyrkneska þjóðin beðin afsökunar Fótbolti Tíu mánaða bann fyrir að taka lyf við hárlosi Fótbolti Forráðamenn PSG ósáttir við læknateymi landsliðsins Fótbolti Íbúð landsliðsmanns Úkraínu í rúst eftir sprengjuárás Rússa Fótbolti Onana græðir á skiptunum til Tyrklands Fótbolti Áhorfandi sló leikmann og missti af ótrúlegri endurkomu Sport „Maður er í þessu fyrir svona leiki“ Fótbolti „Ætlum að keyra inn í þetta“ Fótbolti Fleiri fréttir Dúettinn sem er að taka yfir tennisheiminn „Ísland er eini óvinur okkar“ Sjáðu FHL sækja stig gegn Þrótti Tíu mánaða bann fyrir að taka lyf við hárlosi Onana græðir á skiptunum til Tyrklands Þjálfari tilbúinn að hætta og tyrkneska þjóðin beðin afsökunar „Ætlum að keyra inn í þetta“ „Tottenham Hotspur er ekki til sölu“ Áhorfandi sló leikmann og missti af ótrúlegri endurkomu Alcaraz tekur toppsætið af Sinner eftir sigur á Opna bandaríska „Maður er í þessu fyrir svona leiki“ Segir Eið Smára ekki fá það hrós sem hann á skilið Dagskráin í dag: Íslenska U21 landsliðið mætir Eistum Íbúð landsliðsmanns Úkraínu í rúst eftir sprengjuárás Rússa Forráðamenn PSG ósáttir við læknateymi landsliðsins Doncic náði allskonar tölfræðiáföngum í kvöld Víkingar á fleygiferð eftir EM pásuna Spánverjar og Belgar skoruðu sex Ísraelar númeri of litlir fyrir Grikki Donni og félagar örugglega áfram í Evrópudeildinni Onana samþykkir skiptin til Tyrklands „Held að þetta séu auðveldustu leikirnir sem þú spilar“ Depay orðinn markahæstur í sögu Hollands Nýliðar KA/Þórs byrja með sigri Slóvenar sluppu með skrekkinn gegn Ítölum Andrea tók sjötta sætið Uppgjörið: Þróttur - FHL 2-2 | Jafnt í Laugardalnum Langþráð hjá Melsungen Piastri sagt að hleypa Norris fram úr en Verstappen vann Óvænt þegar Georgía sló Frakkland út Sjá meira