Tony Adams vill að Arsenal skipti um fyrirliða Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 14. ágúst 2025 10:31 Tony Adams vill að Declan Rice sé fyrirliði Arsenal en ekki Martin Ödegaard. EPA/TOLGA AKMEN Ein mesta goðsögnin í sögu Arsenal er ekki ánægður með fyrirliða liðsins í dag og vill að knattspyrnustjórinn Mikel Arteta taki fyrirliðabandið hreinlega af Martin Ödegaard. Tony Adams þekkir vel hvað það er að vera fyrirliði Arsenal enda var hann orðinn fyrirliði liðsins 21 árs gamall og gegndi því hlutverki í fjórtán ár. Hann fékk viðurnefnið herra Arsenal. Það er því öruggt að stuðningsmenn Arsenal og fleiri hlusta þegar Adams talar enda lyfti hann mörgum bikurum sem fyrirliði liðsins. Adams mætti á opinn umræðufund um stöðuna á Arsenal liðinu og var óhræddur við að tjá sig um fyrirliðastöðuna. Hann var ekkert mikið að fela það að hann gæti verið sáttari með knattspyrnustjórann. Arsenal hefur orðið í öðru sæti þrjú tímabil í röð og hefur ekki orðið enskur meistari í meira en tuttugu ár. Adams varð spurður beint út hvort hann væri aðdáandi Arteta en hikaði og fékk að launum mikinn hlátur úr salnum. „Arteta þarf að taka virkilega stóra ákvörðun í ár og að mínu mati hefur hann ekki tekið hana,“ sagði Tony Adams. „Ákvörðunin er að gera Declan Rice að fyrirliða liðsins. Declan er fyrirliði eins og ég vill sjá þá. Með þessu þá gæti Ödegaard líka verið frjálsari inn á vellinum,“ sagði Adams. Norðmaðurinn hefur verið fyrirliði Arsenal síðustu ár. Adams nefndi dæmi þegar hann tók við fyrirliðastöðu enska landsliðsins af David Platt og þegar hann missti hana líka. Hann er á því að það sé mikilvægt að finna hinn sanna leiðtoga hvers liðs. „Ég held að Declan Rice sé betri en Mikel Arteta og mér finnst hann vera sigurvegari. Hann er leiðtogi í þessu Arsenal liði, í klefanum, á æfingasvæðinu og alls staðar. Hann hefur sterk gildi og hann er prinsipp maður,“ sagði Adams. „Stórir knattspyrnustjórar eru fljótir að sjá það: Þú ert minn maður núna,“ sagði Adams. Það má sjá hann tjá sig um þetta hér fyrir neðan. View this post on Instagram A post shared by Independent.ie Sport (@independent.ie_sport) Enski boltinn Mest lesið Fyrirliði Bandaríkjanna ver gjammandi stuðningsmennina Golf Uppgjörið: Vestri - ÍBV 0-5 | Enn syrtir í álinn hjá Vestra Íslenski boltinn Uppgjörið: Afturelding - KA 3-2 | Heimamenn sluppu með sigurinn Íslenski boltinn Grínisti hættir og biðst afsökunar á að hafa byrjað níðsöngva í garð Rory Golf „Hvernig stendur á því að hann er enn í starfi?“ Enski boltinn Dramatík í uppbótartímanum Enski boltinn Sagði áhorfanda að naglhalda kjafti Golf „Strætó númer 15 stoppar beint fyrir utan KR-völlinn“ Fótbolti Nik hættir með Breiðablik og tekur við Kristianstad Íslenski boltinn Slot varpaði sökinni á Frimpong Enski boltinn Fleiri fréttir Dramatík í uppbótartímanum Villa kláraði dæmið í byrjun seinni hálfleiks „Hvernig stendur á því að hann er enn í starfi?“ Slot varpaði sökinni á Frimpong Sjáðu allt það helsta úr enska boltanum í gær Fyrsta stig Úlfanna í hús Tvö sjálfsmörk og tvö frá Haaland í sigri City Amorim svekktur: „Þetta er mjög sárt“ Nuno tekinn við West Ham Palace eina ósigraða liðið eftir dísætan sigur á Liverpool Skoruðu þrjú manni fleiri gegn Chelsea Fernandes klikkaði á víti og United tapaði fyrir Brentford Nuno að taka við West Ham Potter rekinn frá West Ham Ekitike var ekki sektaður: „Það má gera mistök hjá þessu félagi“ Palmer frá næstu þrjár vikurnar Flottustu mörkin hjá Newcastle og Arsenal: Snilld Bergkamps og þrumufleygur Tiotés Man. Utd tryggir sér aftur táning frá S-Ameríku en fær hann ekki strax Látinn eftir höfuðhögg í leik Hvenær fær Lammens sénsinn hjá Man. Utd? Mun skrifa undir nýjan fimm ára samning við Arsenal Kristófer djarfur í Fantasy: Tuttugu mínusstig í síðustu tveimur umferðum „Ég væri dáinn ef hún væri ekki hér“ Synir Emile Heskey spiluðu saman í fyrsta sinn fyrir City Velskur slagur og meistarar mætast í sextán liða úrslitum Eze með fyrsta markið fyrir Arsenal Hjólhestur hjá Palhinha og markaveisla hjá Skjórunum Segir að Wirtz væri betur borgið hjá Bayern en Liverpool Ragnar er fyrir ofan bankastjórann í Fantasy-deild Kaupþings Ömurlegar fréttir fyrir unga Liverpool-nýliðann Sjá meira
Tony Adams þekkir vel hvað það er að vera fyrirliði Arsenal enda var hann orðinn fyrirliði liðsins 21 árs gamall og gegndi því hlutverki í fjórtán ár. Hann fékk viðurnefnið herra Arsenal. Það er því öruggt að stuðningsmenn Arsenal og fleiri hlusta þegar Adams talar enda lyfti hann mörgum bikurum sem fyrirliði liðsins. Adams mætti á opinn umræðufund um stöðuna á Arsenal liðinu og var óhræddur við að tjá sig um fyrirliðastöðuna. Hann var ekkert mikið að fela það að hann gæti verið sáttari með knattspyrnustjórann. Arsenal hefur orðið í öðru sæti þrjú tímabil í röð og hefur ekki orðið enskur meistari í meira en tuttugu ár. Adams varð spurður beint út hvort hann væri aðdáandi Arteta en hikaði og fékk að launum mikinn hlátur úr salnum. „Arteta þarf að taka virkilega stóra ákvörðun í ár og að mínu mati hefur hann ekki tekið hana,“ sagði Tony Adams. „Ákvörðunin er að gera Declan Rice að fyrirliða liðsins. Declan er fyrirliði eins og ég vill sjá þá. Með þessu þá gæti Ödegaard líka verið frjálsari inn á vellinum,“ sagði Adams. Norðmaðurinn hefur verið fyrirliði Arsenal síðustu ár. Adams nefndi dæmi þegar hann tók við fyrirliðastöðu enska landsliðsins af David Platt og þegar hann missti hana líka. Hann er á því að það sé mikilvægt að finna hinn sanna leiðtoga hvers liðs. „Ég held að Declan Rice sé betri en Mikel Arteta og mér finnst hann vera sigurvegari. Hann er leiðtogi í þessu Arsenal liði, í klefanum, á æfingasvæðinu og alls staðar. Hann hefur sterk gildi og hann er prinsipp maður,“ sagði Adams. „Stórir knattspyrnustjórar eru fljótir að sjá það: Þú ert minn maður núna,“ sagði Adams. Það má sjá hann tjá sig um þetta hér fyrir neðan. View this post on Instagram A post shared by Independent.ie Sport (@independent.ie_sport)
Enski boltinn Mest lesið Fyrirliði Bandaríkjanna ver gjammandi stuðningsmennina Golf Uppgjörið: Vestri - ÍBV 0-5 | Enn syrtir í álinn hjá Vestra Íslenski boltinn Uppgjörið: Afturelding - KA 3-2 | Heimamenn sluppu með sigurinn Íslenski boltinn Grínisti hættir og biðst afsökunar á að hafa byrjað níðsöngva í garð Rory Golf „Hvernig stendur á því að hann er enn í starfi?“ Enski boltinn Dramatík í uppbótartímanum Enski boltinn Sagði áhorfanda að naglhalda kjafti Golf „Strætó númer 15 stoppar beint fyrir utan KR-völlinn“ Fótbolti Nik hættir með Breiðablik og tekur við Kristianstad Íslenski boltinn Slot varpaði sökinni á Frimpong Enski boltinn Fleiri fréttir Dramatík í uppbótartímanum Villa kláraði dæmið í byrjun seinni hálfleiks „Hvernig stendur á því að hann er enn í starfi?“ Slot varpaði sökinni á Frimpong Sjáðu allt það helsta úr enska boltanum í gær Fyrsta stig Úlfanna í hús Tvö sjálfsmörk og tvö frá Haaland í sigri City Amorim svekktur: „Þetta er mjög sárt“ Nuno tekinn við West Ham Palace eina ósigraða liðið eftir dísætan sigur á Liverpool Skoruðu þrjú manni fleiri gegn Chelsea Fernandes klikkaði á víti og United tapaði fyrir Brentford Nuno að taka við West Ham Potter rekinn frá West Ham Ekitike var ekki sektaður: „Það má gera mistök hjá þessu félagi“ Palmer frá næstu þrjár vikurnar Flottustu mörkin hjá Newcastle og Arsenal: Snilld Bergkamps og þrumufleygur Tiotés Man. Utd tryggir sér aftur táning frá S-Ameríku en fær hann ekki strax Látinn eftir höfuðhögg í leik Hvenær fær Lammens sénsinn hjá Man. Utd? Mun skrifa undir nýjan fimm ára samning við Arsenal Kristófer djarfur í Fantasy: Tuttugu mínusstig í síðustu tveimur umferðum „Ég væri dáinn ef hún væri ekki hér“ Synir Emile Heskey spiluðu saman í fyrsta sinn fyrir City Velskur slagur og meistarar mætast í sextán liða úrslitum Eze með fyrsta markið fyrir Arsenal Hjólhestur hjá Palhinha og markaveisla hjá Skjórunum Segir að Wirtz væri betur borgið hjá Bayern en Liverpool Ragnar er fyrir ofan bankastjórann í Fantasy-deild Kaupþings Ömurlegar fréttir fyrir unga Liverpool-nýliðann Sjá meira