Vonar að mótmælunum sé lokið fyrir slaginn við Víking Sindri Sverrisson skrifar 14. ágúst 2025 13:01 Gulklæddir stuðningsmenn Bröndby fóru fýluferð til Íslands í síðustu viku. vísir/Diego Eftir skammarlega framkomu á Íslandi í síðustu viku og þögul mótmæli í deildarleik við Vejle á sunnudag virðast stuðningsmenn Bröndby ætla að leggja allt í sölurnar á leiknum mikilvæga við Víkinga í dag. Víkingur er með 3-0 forskot eftir sigur á heimavelli í síðustu umferð og Bröndby þarf því að vinna upp þann mun í dag til að komast áfram, í umspil Sambandsdeildar Evrópu í fótbolta. Tapið í Víkinni olli stuðningsmönnum Bröndby miklum vonbrigðum og ollu þeir tjóni á vellinum auk þess að standa í slagsmálum eftir leikinn. Þeir sýndu svo vonbrigði sín í verki á leiknum við Velje á sunnudag, með því að vera ekki með neinn skipulagðan stuðning í fyrri hálfleik. Í tilkynningu frá stuðningsmannafélagi Bröndby sagði að þannig vildu menn gefa leikmönnum og þjálfurum tækifæri til að sýna að þeir vildu berjast fyrir gulu treyjuna. Leiknum lauk með 2-1 sigri Bröndby, þar sem öll mörkin voru skoruð í fyrri hálfleik, og kveðst fyrirliðinn Daniel Wass vonast eftir alvöru stuðningi á leiknum við Víkinga í dag. „Það hefði mikið að segja fyrir okkur en það er í þeirra höndum að ákveða hvað þeir gera. Við stýrum því ekki en við einbeitum okkur bara að okkur sjálfum, mætum sem eitt lið og ætlum að sýna úr hverju við erum gerðir,“ sagði Wass. „Það er ljóst að þetta gildir ekki bara í eina átt. Það fer líka í hina áttina, það er ljóst. Auðvitað þurfum við á þeim að halda, en ég get ekki stjórnað því hvað þeir gera og hvað þeir hugsa,“ sagði Wass. Miðað við færslur á Instagram-síðu stuðningsmannafélags Bröndby þá verður enginn skortur á stuðningi í kvöld, og er ætlast til þess að allir leggi sig 100 prósent fram, bæði stuðningsmenn og leikmenn. Þannig sé hægt að vinna einvígið líkt og Bröndby hafi áður gert eftir erfiða stöðu í Evrópukeppni. Sambandsdeild Evrópu Víkingur Reykjavík Mest lesið Sagði áhorfanda að naglhalda kjafti Golf Evrópa með afgerandi forystu fyrir lokadaginn Golf Sveinn Aron skoraði beint úr aukaspyrnu Fótbolti „Sætið tryggt og nú er að klára forsetabikarinn“ Fótbolti Sjáðu mörkin úr Bestu-deild karla í kvöld Fótbolti Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 83-86 | Njarðvík meistari meistaranna eftir kaflaskiptan leik Körfubolti Uppgjörið: Keflavík - HK 4-0 | Keflavík í Bestu deildina Íslenski boltinn Atlético skoraði fimm í borgarslagnum Fótbolti Óskar svaraði syngjandi Skagamönnum: „Ekki fagna of mikið“ Íslenski boltinn Tvær íslenskar á meðal þrettán bestu á HM Sport Fleiri fréttir Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Sveinn Aron skoraði beint úr aukaspyrnu „Sætið tryggt og nú er að klára forsetabikarinn“ Sjáðu mörkin úr Bestu-deild karla í kvöld Uppgjörið: Keflavík - HK 4-0 | Keflavík í Bestu deildina Sunderland á fljúgandi siglingu upp töfluna Fyrsta stig Úlfanna í hús Uppgjörið: Fram - FHL 4-0 | Framarar áfram í deild þeirra bestu Óskar svaraði syngjandi Skagamönnum: „Ekki fagna of mikið“ Uppgjörið: FH - Breiðablik 1-1 | Fjörugum og viðburðarríkum leik lauk með jafntefli í Krikanum Uppgjörið: ÍA - KR 3-2 | Skagamenn á sigurbraut Tvö sjálfsmörk og tvö frá Haaland í sigri City Amorim svekktur: „Þetta er mjög sárt“ Nuno tekinn við West Ham Atlético skoraði fimm í borgarslagnum Palace eina ósigraða liðið eftir dísætan sigur á Liverpool Skoruðu þrjú manni fleiri gegn Chelsea Fernandes klikkaði á víti og United tapaði fyrir Brentford Rúnar gerir nýjan samning við Fram Nuno að taka við West Ham „Held að skipið sé siglt að maður verði kallaður í landsliðið“ Potter rekinn frá West Ham „Lærðum það í fyrra hvað það er leiðinlegt að tapa“ Ársbann frá fótbolta fyrir skjalafals Stórveldaslagur „upp á líf og dauða“ Víkingur vann bikarinn úr aukaspyrnum Kane skoraði hundrað mörk á methraða Ekitike var ekki sektaður: „Það má gera mistök hjá þessu félagi“ „Held við séum búnir að sjúga karamelluna nægilega mikið“ Lofar æðislegum leik Sjá meira
Víkingur er með 3-0 forskot eftir sigur á heimavelli í síðustu umferð og Bröndby þarf því að vinna upp þann mun í dag til að komast áfram, í umspil Sambandsdeildar Evrópu í fótbolta. Tapið í Víkinni olli stuðningsmönnum Bröndby miklum vonbrigðum og ollu þeir tjóni á vellinum auk þess að standa í slagsmálum eftir leikinn. Þeir sýndu svo vonbrigði sín í verki á leiknum við Velje á sunnudag, með því að vera ekki með neinn skipulagðan stuðning í fyrri hálfleik. Í tilkynningu frá stuðningsmannafélagi Bröndby sagði að þannig vildu menn gefa leikmönnum og þjálfurum tækifæri til að sýna að þeir vildu berjast fyrir gulu treyjuna. Leiknum lauk með 2-1 sigri Bröndby, þar sem öll mörkin voru skoruð í fyrri hálfleik, og kveðst fyrirliðinn Daniel Wass vonast eftir alvöru stuðningi á leiknum við Víkinga í dag. „Það hefði mikið að segja fyrir okkur en það er í þeirra höndum að ákveða hvað þeir gera. Við stýrum því ekki en við einbeitum okkur bara að okkur sjálfum, mætum sem eitt lið og ætlum að sýna úr hverju við erum gerðir,“ sagði Wass. „Það er ljóst að þetta gildir ekki bara í eina átt. Það fer líka í hina áttina, það er ljóst. Auðvitað þurfum við á þeim að halda, en ég get ekki stjórnað því hvað þeir gera og hvað þeir hugsa,“ sagði Wass. Miðað við færslur á Instagram-síðu stuðningsmannafélags Bröndby þá verður enginn skortur á stuðningi í kvöld, og er ætlast til þess að allir leggi sig 100 prósent fram, bæði stuðningsmenn og leikmenn. Þannig sé hægt að vinna einvígið líkt og Bröndby hafi áður gert eftir erfiða stöðu í Evrópukeppni.
Sambandsdeild Evrópu Víkingur Reykjavík Mest lesið Sagði áhorfanda að naglhalda kjafti Golf Evrópa með afgerandi forystu fyrir lokadaginn Golf Sveinn Aron skoraði beint úr aukaspyrnu Fótbolti „Sætið tryggt og nú er að klára forsetabikarinn“ Fótbolti Sjáðu mörkin úr Bestu-deild karla í kvöld Fótbolti Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 83-86 | Njarðvík meistari meistaranna eftir kaflaskiptan leik Körfubolti Uppgjörið: Keflavík - HK 4-0 | Keflavík í Bestu deildina Íslenski boltinn Atlético skoraði fimm í borgarslagnum Fótbolti Óskar svaraði syngjandi Skagamönnum: „Ekki fagna of mikið“ Íslenski boltinn Tvær íslenskar á meðal þrettán bestu á HM Sport Fleiri fréttir Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Sveinn Aron skoraði beint úr aukaspyrnu „Sætið tryggt og nú er að klára forsetabikarinn“ Sjáðu mörkin úr Bestu-deild karla í kvöld Uppgjörið: Keflavík - HK 4-0 | Keflavík í Bestu deildina Sunderland á fljúgandi siglingu upp töfluna Fyrsta stig Úlfanna í hús Uppgjörið: Fram - FHL 4-0 | Framarar áfram í deild þeirra bestu Óskar svaraði syngjandi Skagamönnum: „Ekki fagna of mikið“ Uppgjörið: FH - Breiðablik 1-1 | Fjörugum og viðburðarríkum leik lauk með jafntefli í Krikanum Uppgjörið: ÍA - KR 3-2 | Skagamenn á sigurbraut Tvö sjálfsmörk og tvö frá Haaland í sigri City Amorim svekktur: „Þetta er mjög sárt“ Nuno tekinn við West Ham Atlético skoraði fimm í borgarslagnum Palace eina ósigraða liðið eftir dísætan sigur á Liverpool Skoruðu þrjú manni fleiri gegn Chelsea Fernandes klikkaði á víti og United tapaði fyrir Brentford Rúnar gerir nýjan samning við Fram Nuno að taka við West Ham „Held að skipið sé siglt að maður verði kallaður í landsliðið“ Potter rekinn frá West Ham „Lærðum það í fyrra hvað það er leiðinlegt að tapa“ Ársbann frá fótbolta fyrir skjalafals Stórveldaslagur „upp á líf og dauða“ Víkingur vann bikarinn úr aukaspyrnum Kane skoraði hundrað mörk á methraða Ekitike var ekki sektaður: „Það má gera mistök hjá þessu félagi“ „Held við séum búnir að sjúga karamelluna nægilega mikið“ Lofar æðislegum leik Sjá meira
Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 83-86 | Njarðvík meistari meistaranna eftir kaflaskiptan leik Körfubolti
Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 83-86 | Njarðvík meistari meistaranna eftir kaflaskiptan leik Körfubolti