Selenskí fer aftur til Washington en í þetta sinn með Evrópu sér við hlið Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar 17. ágúst 2025 22:57 Í síðustu heimsókn Selenskís í Hvíta húsið fékk hann slæma útreið en nú fer með Evrópu sér við hlið. AP Allt stefnir í að fundur Bandaríkjaforseta með Selenskí Úkraínuforseta og leiðtogum Evrópu marki tímamót í vegferðinni að friði. Alþjóðasamfélagið stóð á öndinni föstudagskvöldið og kveið niðurstöðum fundar Pútíns og Trump í Alaska sem reyndust svo ekki ýkja miklar. Á morgun sest Selenskí í sama stól og hann sat í þegar hann fékk illa útreið en í þetta sinn verður hann ekki einn. Vendingarnar hafa komið hver á fætur annarri undanfarna daga og ljóst er að Trump Bandaríkjaforseta er alvara um að koma á friði í Úkraínu. Það er Pútín hins vegar ljóst líka og líta margir svo á að hann hafi komið flogið heim til Moskvu sem ótvíræður sigurvegari. Rauði dregillinn var dreginn út fyrir Pútín sem tókst að afstýra álagningu frekari viðskiptaþvingana, í skiptum fyrir, að því er virðist, ekki neitt. Sjá einnig: Komnir djúpt gegnum línu Úkraínumanna Hátíðarhádegisverður var haldinn í Anchorage „til heiðurs hinum háæruverðuga herra Pútín,“ líkt og stóð í dagskránni, en síðast þegar Selenskí heimsótti Bandaríkin var hann niðurlægður og svo sparkað út úr Hvíta húsinu fyrr en til stóð. Breiðfylking Evrópu Á morgun er annað upp á teningnum en þar fundar hann með Bandaríkjaforseta á skrifstofunni sporöskjulaga með trygga bandamenn sína sér við hlið. Í föruneyti Selenskís fara nefnilega Keir Starmer, forsætisráðherra Bretlands, Emmanuel Macron Frakklandsforseti, Giorgia Meloni, forsætisráðherra Ítalíu, Friedrich Merz Þýskalandskanslari og Alexander Stubb Finnlandsforseti. Evrópsku leiðtogarnir hafa gefið það til kynna í yfirlýsingum og samtölum við blaðamenn að þeir hyggist ganga hart fram. Það standi ekki til að lúffa fyrir vilja Pútíns. Í dag fór fram fundur leiðtoga bandalags hinna viljugu sem Kristrún Frostadóttir forsætisráðherra sótti í gegnum fjarfundarbúnað. Hún verður þó ekki á fundinum í Washington á morgun. Emmanuel Macron Frakklandsforseti segir ekki í boði að Evrópa lúffi núna.AP Emmanuel Macron Frakklandsforseti sagði í dag að ekki kæmi til greina að Úkraína léti eftir kröfum Rússa um innlimun á héruðunum Lúhansk og Dónetsk án þess að öryggistryggingar liggi fyrir. „Ef við erum veikburða í dag, gjöldum við það dýrum dómum á morgun. Ef Evrópa vill vera frjáls og sjálfstæð, þurfum við að vekja ótta og standa sterk,“ sagði hann. Vörn fimmtu greinarinnar án formlegrar aðildar Mikið hefur verið fjallað um þessar öryggistryggingar svokölluðu en þær þurfa að vera skýrar og áþreifanlegar til að Úkraína samþykki að láta Donbass af hendi. Hernaðarvæðing Rússlands er slík að það tæki Pútín ekki mörg ár að safna kröftum og gera aðra innrás, í þetta sinn með nýrri vopn og þjálfaðra herlið. Steve Witkoff, sérstakur erindreki Bandaríkjaforseta, sagði í viðtali við CNN í dag að Pútín hefði samþykkt það að Bandaríkin og Evrópa tryggðu öryggi Úkraínu. Hann útlistaði þó ekki nánar í hverju þessar öryggisráðstafanir fælust sem verður alllíklega einn meginumræðuliða fundarins á morgun. Hann gaf það til kynna að um væri að ræða samning sem tryggði svipaða gagnkvæma vernd og fimmta grein Atlantshafsbandalagssáttmálans. Það er, að árás á eitt aðildarríki jafngildi árás á þau öll. Rússar samþykktu aldrei að Úkraína gengi formlega í Atlantshafsbandalagið. Selenskí og Merz kanslari í innilegum faðmlögum á nýlegum fundi þeirra.AP Í samtali við New York Times sagði Trump Bandaríkjaforseti að hann tryði að friðarsáttmáli væri í sjónmáli ef Selenskí gengist við innlimun Rússa á Donbass en leiðtogar Evrópu eru ekki jafnsannfærðir um það. Innlimun austurhéraðanna er ólíklega meginmarkmið Pútíns með innrás sinni og því segja leiðtogar Evrópu að það yrði aðeins stökkpallur frekari árása þegar fram líða stundir. Annað sem Trump hefur verið tíðrætt frá því að Alaskafundinum lauk er að best væri að semja um frið um leið og að vopnahlé á meðan samningalotur standa yfir sé óþarft. Þetta er talsverður viðsnúningur en í flugvél sinni á leið til Anchorage sagði hann við blaðamenn að hann myndi bregðast ókvæða við, samþykkti Pútín ekki vopnahlé á fundinum. Friðarsáttmáli eða Münchenarsamningur Guardian hefur það eftir heimildarmönnum sínum sem tóku þátt í Alaskafundinum að Pútín hefði boðið Trump að víglínurnar yrðu frystar þar sem þær eru, ef hann fengi Donbass. Það myndi þýða að þúsundir manna þyrftu að yfirgefa heimili sín í borgum eins og Kramatorsk og Slóvíansk sem hafa staðið af sér rússneskar árásir frá árinu 2014. Sjá einnig: Hernumin héruð horfi fram á þjóðernishreinsun Ben Wallace, fyrrum varnarmálaráðherra Bretlands, líkti aðferð Trump við að koma á friði við friðþægingu Nevilles Chamberlain, forsætisráðherra Bretlands í aðdraganda heimsstyrjaldarinnar síðari, en hann kom sigri hrósandi heim til Bretlands eftir fund með Adolfi Hitler í München, í þeirri trú að hann hefði afstýrt frekari átökum með því að gefa Hitler eftir að innlima Súdetaland, þýskumælandi hluta af Tékklandi. Rússland Bandaríkin Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína Donald Trump Mest lesið Davos-vaktin: Útilokar að beita hervaldi á Grænlandi en krefst viðræðna Erlent Sex sagt upp í menntamálaráðuneytinu Innlent Miðflokkurinn nálgast Samfylkingu Innlent Stjórnarformaður Vélfags handtekinn í aðgerðum saksóknara Innlent Vél Trump snúið við en ræðan enn á dagskrá Erlent „Það er ekki laust við að það fari um mann“ Innlent Hvað býr bakvið sólgleraugu Macron? Erlent Vinnuslys þar sem maður „missti höndina inn í vals“ Innlent Óvæntur blaðamannafundur: Las „afrekabókina“ og sýndi myndir af glæpamönnum Erlent Eldræða Carney: „Ef þú ert ekki við borðið þá ertu á matseðlinum“ Erlent Fleiri fréttir Höfuðstöðvar UNRWA í Jerúsalem rifnar Reyndu að fá dómara til að hlutast til um mál Le Pen Eldræða Carney: „Ef þú ert ekki við borðið þá ertu á matseðlinum“ Davos-vaktin: Útilokar að beita hervaldi á Grænlandi en krefst viðræðna Hvað býr bakvið sólgleraugu Macron? Morðingi Abe dæmdur í lífstíðarfangelsi Vél Trump snúið við en ræðan enn á dagskrá Telur Trump gera mistök Einn látinn eftir annað lestarslys á Spáni Óvæntur blaðamannafundur: Las „afrekabókina“ og sýndi myndir af glæpamönnum Fæðingum fækkaði um 1,62 milljónir milli ára Varaði við lögmáli frumskógarins og hæddist að Trump Beiting hervalds ólíkleg en ekki útilokuð Ráðherra Trumps segir Evrópu móðursjúka Skutu flugskeytum fyrir tólf milljarða á einni nóttu Fyrsta árinu af fjórum lokið Fjórar hákarlaárásir á aðeins 48 klukkustundum Trump fer mikinn á Truth Social og virðist ætla sér Kanada Vöruðu við slæmum skilyrðum á brautinni Vitleysan „í þessum óþekka strák í Hvíta húsinu“ leiði vonandi til sjálfstæðis Skoða bann við nektarforritum eftir X-hneykslið Býður Pútín sæti í „friðarráði“ fyrir Gasaströndina Hættur að hugsa bara um frið fyrst hann fékk ekki Nóbelinn Tala látinna hækkar í lestarslysinu á Spáni Danir máttlausir gagnvart rússnesku ógninni í 20 ár Rúmlega tuttugu látnir eftir árekstur tveggja hraðlesta Boðar leiðtogaráðið á aukafund vegna hótana Trumps Brýndi fyrir Trump að tollun hans væri „röng“ Þjóðverjar yfirgefa Grænland Ræddi við Trump: „Hlakka til að sjá hann“ Sjá meira
Vendingarnar hafa komið hver á fætur annarri undanfarna daga og ljóst er að Trump Bandaríkjaforseta er alvara um að koma á friði í Úkraínu. Það er Pútín hins vegar ljóst líka og líta margir svo á að hann hafi komið flogið heim til Moskvu sem ótvíræður sigurvegari. Rauði dregillinn var dreginn út fyrir Pútín sem tókst að afstýra álagningu frekari viðskiptaþvingana, í skiptum fyrir, að því er virðist, ekki neitt. Sjá einnig: Komnir djúpt gegnum línu Úkraínumanna Hátíðarhádegisverður var haldinn í Anchorage „til heiðurs hinum háæruverðuga herra Pútín,“ líkt og stóð í dagskránni, en síðast þegar Selenskí heimsótti Bandaríkin var hann niðurlægður og svo sparkað út úr Hvíta húsinu fyrr en til stóð. Breiðfylking Evrópu Á morgun er annað upp á teningnum en þar fundar hann með Bandaríkjaforseta á skrifstofunni sporöskjulaga með trygga bandamenn sína sér við hlið. Í föruneyti Selenskís fara nefnilega Keir Starmer, forsætisráðherra Bretlands, Emmanuel Macron Frakklandsforseti, Giorgia Meloni, forsætisráðherra Ítalíu, Friedrich Merz Þýskalandskanslari og Alexander Stubb Finnlandsforseti. Evrópsku leiðtogarnir hafa gefið það til kynna í yfirlýsingum og samtölum við blaðamenn að þeir hyggist ganga hart fram. Það standi ekki til að lúffa fyrir vilja Pútíns. Í dag fór fram fundur leiðtoga bandalags hinna viljugu sem Kristrún Frostadóttir forsætisráðherra sótti í gegnum fjarfundarbúnað. Hún verður þó ekki á fundinum í Washington á morgun. Emmanuel Macron Frakklandsforseti segir ekki í boði að Evrópa lúffi núna.AP Emmanuel Macron Frakklandsforseti sagði í dag að ekki kæmi til greina að Úkraína léti eftir kröfum Rússa um innlimun á héruðunum Lúhansk og Dónetsk án þess að öryggistryggingar liggi fyrir. „Ef við erum veikburða í dag, gjöldum við það dýrum dómum á morgun. Ef Evrópa vill vera frjáls og sjálfstæð, þurfum við að vekja ótta og standa sterk,“ sagði hann. Vörn fimmtu greinarinnar án formlegrar aðildar Mikið hefur verið fjallað um þessar öryggistryggingar svokölluðu en þær þurfa að vera skýrar og áþreifanlegar til að Úkraína samþykki að láta Donbass af hendi. Hernaðarvæðing Rússlands er slík að það tæki Pútín ekki mörg ár að safna kröftum og gera aðra innrás, í þetta sinn með nýrri vopn og þjálfaðra herlið. Steve Witkoff, sérstakur erindreki Bandaríkjaforseta, sagði í viðtali við CNN í dag að Pútín hefði samþykkt það að Bandaríkin og Evrópa tryggðu öryggi Úkraínu. Hann útlistaði þó ekki nánar í hverju þessar öryggisráðstafanir fælust sem verður alllíklega einn meginumræðuliða fundarins á morgun. Hann gaf það til kynna að um væri að ræða samning sem tryggði svipaða gagnkvæma vernd og fimmta grein Atlantshafsbandalagssáttmálans. Það er, að árás á eitt aðildarríki jafngildi árás á þau öll. Rússar samþykktu aldrei að Úkraína gengi formlega í Atlantshafsbandalagið. Selenskí og Merz kanslari í innilegum faðmlögum á nýlegum fundi þeirra.AP Í samtali við New York Times sagði Trump Bandaríkjaforseti að hann tryði að friðarsáttmáli væri í sjónmáli ef Selenskí gengist við innlimun Rússa á Donbass en leiðtogar Evrópu eru ekki jafnsannfærðir um það. Innlimun austurhéraðanna er ólíklega meginmarkmið Pútíns með innrás sinni og því segja leiðtogar Evrópu að það yrði aðeins stökkpallur frekari árása þegar fram líða stundir. Annað sem Trump hefur verið tíðrætt frá því að Alaskafundinum lauk er að best væri að semja um frið um leið og að vopnahlé á meðan samningalotur standa yfir sé óþarft. Þetta er talsverður viðsnúningur en í flugvél sinni á leið til Anchorage sagði hann við blaðamenn að hann myndi bregðast ókvæða við, samþykkti Pútín ekki vopnahlé á fundinum. Friðarsáttmáli eða Münchenarsamningur Guardian hefur það eftir heimildarmönnum sínum sem tóku þátt í Alaskafundinum að Pútín hefði boðið Trump að víglínurnar yrðu frystar þar sem þær eru, ef hann fengi Donbass. Það myndi þýða að þúsundir manna þyrftu að yfirgefa heimili sín í borgum eins og Kramatorsk og Slóvíansk sem hafa staðið af sér rússneskar árásir frá árinu 2014. Sjá einnig: Hernumin héruð horfi fram á þjóðernishreinsun Ben Wallace, fyrrum varnarmálaráðherra Bretlands, líkti aðferð Trump við að koma á friði við friðþægingu Nevilles Chamberlain, forsætisráðherra Bretlands í aðdraganda heimsstyrjaldarinnar síðari, en hann kom sigri hrósandi heim til Bretlands eftir fund með Adolfi Hitler í München, í þeirri trú að hann hefði afstýrt frekari átökum með því að gefa Hitler eftir að innlima Súdetaland, þýskumælandi hluta af Tékklandi.
Rússland Bandaríkin Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína Donald Trump Mest lesið Davos-vaktin: Útilokar að beita hervaldi á Grænlandi en krefst viðræðna Erlent Sex sagt upp í menntamálaráðuneytinu Innlent Miðflokkurinn nálgast Samfylkingu Innlent Stjórnarformaður Vélfags handtekinn í aðgerðum saksóknara Innlent Vél Trump snúið við en ræðan enn á dagskrá Erlent „Það er ekki laust við að það fari um mann“ Innlent Hvað býr bakvið sólgleraugu Macron? Erlent Vinnuslys þar sem maður „missti höndina inn í vals“ Innlent Óvæntur blaðamannafundur: Las „afrekabókina“ og sýndi myndir af glæpamönnum Erlent Eldræða Carney: „Ef þú ert ekki við borðið þá ertu á matseðlinum“ Erlent Fleiri fréttir Höfuðstöðvar UNRWA í Jerúsalem rifnar Reyndu að fá dómara til að hlutast til um mál Le Pen Eldræða Carney: „Ef þú ert ekki við borðið þá ertu á matseðlinum“ Davos-vaktin: Útilokar að beita hervaldi á Grænlandi en krefst viðræðna Hvað býr bakvið sólgleraugu Macron? Morðingi Abe dæmdur í lífstíðarfangelsi Vél Trump snúið við en ræðan enn á dagskrá Telur Trump gera mistök Einn látinn eftir annað lestarslys á Spáni Óvæntur blaðamannafundur: Las „afrekabókina“ og sýndi myndir af glæpamönnum Fæðingum fækkaði um 1,62 milljónir milli ára Varaði við lögmáli frumskógarins og hæddist að Trump Beiting hervalds ólíkleg en ekki útilokuð Ráðherra Trumps segir Evrópu móðursjúka Skutu flugskeytum fyrir tólf milljarða á einni nóttu Fyrsta árinu af fjórum lokið Fjórar hákarlaárásir á aðeins 48 klukkustundum Trump fer mikinn á Truth Social og virðist ætla sér Kanada Vöruðu við slæmum skilyrðum á brautinni Vitleysan „í þessum óþekka strák í Hvíta húsinu“ leiði vonandi til sjálfstæðis Skoða bann við nektarforritum eftir X-hneykslið Býður Pútín sæti í „friðarráði“ fyrir Gasaströndina Hættur að hugsa bara um frið fyrst hann fékk ekki Nóbelinn Tala látinna hækkar í lestarslysinu á Spáni Danir máttlausir gagnvart rússnesku ógninni í 20 ár Rúmlega tuttugu látnir eftir árekstur tveggja hraðlesta Boðar leiðtogaráðið á aukafund vegna hótana Trumps Brýndi fyrir Trump að tollun hans væri „röng“ Þjóðverjar yfirgefa Grænland Ræddi við Trump: „Hlakka til að sjá hann“ Sjá meira