Kalt stríð sé í gangi á netinu Lovísa Arnardóttir skrifar 18. ágúst 2025 08:50 Ýmir mun fara yfir netöryggismál og árásir þjóðríkja og glæpahópa á málþingi á morgun. Bylgjan Ýmir Vigfússon, tæknistjóri Keystrike, segir árásir á innviði mun algengari en fólk heldur. Ákveðnir hakkarahópar séu búnir að koma sér fyrir innan innviða ríkja. Stórir glæpahópar og óvinveitt ríki standi fyrir þessum árásum. Hann segir miklu dýrara að verða fyrir árás en að tryggja sig fyrir henni. Ýmir fór yfir slíkar árásir í Bítinu á Bylgjunni í morgun. Hann segir hakkarana komast inn í humátt á eftir starfsfólki og því sé ekki endilega tekið eftir því. Þannig vinni til dæmis hakkarahópar frá Kína og þeir hafi komið sér fyrir víða í innviðum í Bandaríkjunum. Í Norður-Kóreu séu börn sérstaklega þjálfuð til að vera netöryggismenn eða nethakkarar. Hann segir markmið þessara hópa að skapa glundroða. Hann segir slíkar sveitir starfandi víða um heim, í Kína, Rússlandi, Norður Kóreu, en einnig í Ísrael, Sádi-Arabíu, Íran, Víetnam og Taívan. Á Vesturlöndum séu einnig starfandi stórir hópar. „Það er sól og sumarylur hér en það er kalt stríð á netinu,“ segir Ýmir. Hann segir að um leið og fólk fari að kynna sér þetta sjái það hversu algengt þetta er og að sama skapi vakni strax spurningar um af hverju þetta megi og af hverju ekki meira sé gert til að koma í veg fyrir það. Hann segir mikilvægt að tryggja eftirlit svo ríki viti hvað er í gangi. Það sé skortur á því á Íslandi. „Við erum vön því að geta verið í súld og stinningskalda í Norður-Atlantshafi þar sem enginn er að fara að koma inn með einhvern landher en það eru engin landamæri á Internetinu. Það er svo auðvelt að koma hingað inn,“ segir hann. Dæmi um þetta sé aukning í gagnagíslatökum á Íslandi. Hann segir glæpahópa fjármagna þessa glæpi en einnig stjórnvöld óvinveittra ríkja. Þannig sé rekstur þeirra fjármagnaður. Sem dæmi hafi Keystrike tekist að rekja milljarð Bandaríkjadala í lausnargjald í fyrra til ríkja. Vesturlönd og önnur lönd með fólk í vinnu Hann segir Vesturlöndin einnig hafa fjölda manns í vinnu en þeirra markmið sé frekar að afla upplýsinga en að ráðast á óvinveitt ríki. Það séu aðrar leikreglur í gangi í Rússlandi. Ýmir segir mikla grósku í netöryggi á Íslandi. Það séu fyrirtæki starfandi á Íslandi við netöryggi, netvarnir og annað slíkt sem þjónusti alþjóðleg fyrirtæki. Það sé áhugavert að fylgjast með því. Hann segir marga hafa samband eftir að árás hefur átt sér stað og oft og tíðum sé miklu dýrara að verða fyrir árás en að greiða fyrir almennilegar varnir. Á Vesturlöndum sé hver árás virði um sex til tíu milljóna bandaríkjadala. Það sé dreifing en það sé sérstaklega herjað á lítil fyrirtæki vegna þess að þau borga nær alltaf lausnargjald. Viðtalið er að ofan en þessi mál verða rædd á málþingi á morgun á Grand hótel. Þar mun Ýmis fara yfir árásir þjóðríkja á lykilinnviði Vesturland og Sóley Kaldal, áhættustýringar- og öryggisverkfræðingur, fer yfir þróun þjóðaröryggis á Íslandi og hvernig hefðbundin nálgun, byggð á landfræðilegri einangrun og friðelskandi sjálfsmynd, eigi ekki lengur við í stafrænum heimi. Netglæpir Netöryggi Efnahagsbrot Tækni Bítið Mest lesið Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk Viðskipti innlent „Algjört siðleysi“ Neytendur Innkalla þurrmjólkina eftir allt saman Neytendur Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Viðskipti innlent Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Viðskipti innlent S4S-veldið tekur við Lindex Viðskipti innlent Samþykktu stofnun stærsta fríverslunarsvæðis í heimi Viðskipti erlent Nýtt gjald á bíómiða í vefsölu Neytendur Bíllinn þremur milljónum dýrari Viðskipti innlent Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Viðskipti innlent Fleiri fréttir Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk S4S-veldið tekur við Lindex Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Bíllinn þremur milljónum dýrari Lindex lokað á Íslandi Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Síðasta Heilsuhúsinu brátt lokað Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Engin innköllun á NAN þurrmjólk á Íslandi Freyr lætur af störfum sem forstjóri Kapps Ingvar Freyr nýr hagfræðingur BHM Sonur tekur við af föður hjá Klöppum Útgáfu ViðskiptaMogga hætt og deildum fækkað Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Um fimm prósenta hækkun fasteignaverðs spáð á árinu Til í að taka á móti FDA hvenær sem er Grímur hættir hjá Bláa lóninu og Sigríður Margrét tekur við Róbert hættir sem forstjóri Alvotech 54 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Icelandair setur nokkur met Lögmenn frá Juris til LEX Visa velur íslenskt félag í þróunarverkefni Úrvalsvísitalan lækkaði á nýliðnu ári Þetta var mest skráða einstaka bíltegundin 2025 Landsbjörg innkallar pakka eftir að rakettur sprungu of snemma „Sterkar vísbendingar“ um minni kostnað með nýrri stefnu Sjá meira
Ýmir fór yfir slíkar árásir í Bítinu á Bylgjunni í morgun. Hann segir hakkarana komast inn í humátt á eftir starfsfólki og því sé ekki endilega tekið eftir því. Þannig vinni til dæmis hakkarahópar frá Kína og þeir hafi komið sér fyrir víða í innviðum í Bandaríkjunum. Í Norður-Kóreu séu börn sérstaklega þjálfuð til að vera netöryggismenn eða nethakkarar. Hann segir markmið þessara hópa að skapa glundroða. Hann segir slíkar sveitir starfandi víða um heim, í Kína, Rússlandi, Norður Kóreu, en einnig í Ísrael, Sádi-Arabíu, Íran, Víetnam og Taívan. Á Vesturlöndum séu einnig starfandi stórir hópar. „Það er sól og sumarylur hér en það er kalt stríð á netinu,“ segir Ýmir. Hann segir að um leið og fólk fari að kynna sér þetta sjái það hversu algengt þetta er og að sama skapi vakni strax spurningar um af hverju þetta megi og af hverju ekki meira sé gert til að koma í veg fyrir það. Hann segir mikilvægt að tryggja eftirlit svo ríki viti hvað er í gangi. Það sé skortur á því á Íslandi. „Við erum vön því að geta verið í súld og stinningskalda í Norður-Atlantshafi þar sem enginn er að fara að koma inn með einhvern landher en það eru engin landamæri á Internetinu. Það er svo auðvelt að koma hingað inn,“ segir hann. Dæmi um þetta sé aukning í gagnagíslatökum á Íslandi. Hann segir glæpahópa fjármagna þessa glæpi en einnig stjórnvöld óvinveittra ríkja. Þannig sé rekstur þeirra fjármagnaður. Sem dæmi hafi Keystrike tekist að rekja milljarð Bandaríkjadala í lausnargjald í fyrra til ríkja. Vesturlönd og önnur lönd með fólk í vinnu Hann segir Vesturlöndin einnig hafa fjölda manns í vinnu en þeirra markmið sé frekar að afla upplýsinga en að ráðast á óvinveitt ríki. Það séu aðrar leikreglur í gangi í Rússlandi. Ýmir segir mikla grósku í netöryggi á Íslandi. Það séu fyrirtæki starfandi á Íslandi við netöryggi, netvarnir og annað slíkt sem þjónusti alþjóðleg fyrirtæki. Það sé áhugavert að fylgjast með því. Hann segir marga hafa samband eftir að árás hefur átt sér stað og oft og tíðum sé miklu dýrara að verða fyrir árás en að greiða fyrir almennilegar varnir. Á Vesturlöndum sé hver árás virði um sex til tíu milljóna bandaríkjadala. Það sé dreifing en það sé sérstaklega herjað á lítil fyrirtæki vegna þess að þau borga nær alltaf lausnargjald. Viðtalið er að ofan en þessi mál verða rædd á málþingi á morgun á Grand hótel. Þar mun Ýmis fara yfir árásir þjóðríkja á lykilinnviði Vesturland og Sóley Kaldal, áhættustýringar- og öryggisverkfræðingur, fer yfir þróun þjóðaröryggis á Íslandi og hvernig hefðbundin nálgun, byggð á landfræðilegri einangrun og friðelskandi sjálfsmynd, eigi ekki lengur við í stafrænum heimi.
Netglæpir Netöryggi Efnahagsbrot Tækni Bítið Mest lesið Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk Viðskipti innlent „Algjört siðleysi“ Neytendur Innkalla þurrmjólkina eftir allt saman Neytendur Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Viðskipti innlent Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Viðskipti innlent S4S-veldið tekur við Lindex Viðskipti innlent Samþykktu stofnun stærsta fríverslunarsvæðis í heimi Viðskipti erlent Nýtt gjald á bíómiða í vefsölu Neytendur Bíllinn þremur milljónum dýrari Viðskipti innlent Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Viðskipti innlent Fleiri fréttir Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk S4S-veldið tekur við Lindex Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Bíllinn þremur milljónum dýrari Lindex lokað á Íslandi Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Síðasta Heilsuhúsinu brátt lokað Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Engin innköllun á NAN þurrmjólk á Íslandi Freyr lætur af störfum sem forstjóri Kapps Ingvar Freyr nýr hagfræðingur BHM Sonur tekur við af föður hjá Klöppum Útgáfu ViðskiptaMogga hætt og deildum fækkað Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Um fimm prósenta hækkun fasteignaverðs spáð á árinu Til í að taka á móti FDA hvenær sem er Grímur hættir hjá Bláa lóninu og Sigríður Margrét tekur við Róbert hættir sem forstjóri Alvotech 54 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Icelandair setur nokkur met Lögmenn frá Juris til LEX Visa velur íslenskt félag í þróunarverkefni Úrvalsvísitalan lækkaði á nýliðnu ári Þetta var mest skráða einstaka bíltegundin 2025 Landsbjörg innkallar pakka eftir að rakettur sprungu of snemma „Sterkar vísbendingar“ um minni kostnað með nýrri stefnu Sjá meira