Fólk verði oft samdauna sérkennilegum aðstæðum í vinnunni Lovísa Arnardóttir skrifar 18. ágúst 2025 11:08 Vigdís segir ábyrgð yfirmanna mikla þegar kemur að því að tryggja sálfélagslegt öryggi á vinnustað. Bylgjan Vigdís Ásgeirsdóttir, sálfræðingur og mannauðsráðgjafi hjá Lífi og sál, segir marga forðast að ræða hugtök sem tengjast sálfræði. Nýtt hugtak, sálfélagslegt öryggi, sé til dæmis hugtak sem er mikið rætt á stofunni og mikilvægi þess að allir upplifi það. Algengt sé á vinnustöðum að fólk upplifi sig ekki öruggt. Mikilvægast sé að til staðar séu skýrir verkferlar um hvernig eigi að bregðast við. Vigdís ræddi hugtakið og þessi mál í Bítinu á Bylgjunni í morgun. Hún segir afar mikilvægt að fólk skilji hugtakið til að það geti vitað hvort það sé að upplifa sálfélagslegt öryggi eða ekki. Hún skrifaði einnig grein á Vísi um sama mál í síðustu viku sem má lesa hér. „Þetta er þessi tilfinning og aðstæður þar sem þú upplifir öryggi, til að segja þína skoðun, þú getur gert mistök. Þetta er þar sem er vinsemd og virðing og almenn kurteisi. Góðlátlegt umhverfi þar sem fólki líður vel.“ Hún segir þetta eiga við um allt umhverfi fólks en hún einbeiti sér aðallega að vinnustöðum. Til að vinnustaðir teljist uppfylla það verði að uppfylla það sem er nefnt að ofan en einnig að fólk sýni hjálpsemi, hlusti og geti gagnrýnt og hrósað. Hún segir mikilvægt að fólk geti gagnrýnt og geti tekið við gagnrýni. Til þess að það sé hægt verði umhverfið að vera þannig að fólki líði vel og að þau viti að gagnrýnin komi frá góðum stað. Vigdís segir þessu ábótavant víða og sálfræðingar hjá Líf og sál vinni til dæmis við það að gera úttektir á vinnustöðum á einelti, áreitni, ofbeldi og samskiptavanda. Þegar slíkt kemur upp upplifi fólk ekki sálfélagslegt öryggi. „Það getur verið miklar breytingar á störfum, stjórnun sé ábótavant, eða það getur verið að einhver sé að koma illa fram og geri sér ekki grein fyrir því. Það getur verið mjög margt,“ segir Vigdís um ástæður þess að slíkt öryggi sé ekki til staðar. Ábyrgð yfirmanna mikil Hún segir að á vinnustöðum sé það að miklu leyti á ábyrgð yfirmanna að tryggja að það séu góðar aðstæður. Þau eigi að tryggja góða líðan fólks og að það séu verkferlar sem taki við ef eitthvað kemur upp á. Það sé bundið í lög í vinnuverndarlöggjöf og það sé liður í því að fólk upplifi sig öruggt að það viti hvað taki við ef eitthvað gerist. Sé fólk leiðinlegt og til dæmis svari ekki þegar fólk býður góðan dag eða taki ekki þátt í samræðum sé eðlilegt að fólk taki það nærri sér eða velti því fyrir sér hvort það tengist þeim eða hvort viðkomandi líði illa. Hún segir best að ræða við viðkomandi en að stundum sé umhverfið ekki þannig að það sé leyfilegt. Sé manneskjan yfirmaður geti það til dæmis verið erfitt. „Hvert og eitt ykkar hefur svo mikil áhrif á það hvernig starfsandinn er, bæði til góðs og ills.“ Hún segist ekki geta fullyrt að þetta sé algengt en það sé þó þannig að sálfræðingar á Líf og sál sérhæfi sig í þessu og sálfræðingar á öðrum stofum líka. Það sé því eftirspurn. Hún segir að til að koma í veg fyrir svona atvik verði að vera með skýra stefnu og skýr viðbrögð og verkferla þá þurfi líka að sinna fræðslu og það sé liður í forvörn. „Fólk verður samdauna sérkennilegum aðstæðum,“ segir hún og að fólk geti vanist því að vera í slæmum aðstæðum í vinnunni eða á heimili. Það fari að afsaka vinnufélaga sem hagi sér illa og þröskuldurinn einhvern veginn færist til. Vinnumarkaður Bítið Vinnustaðamenning Mest lesið Þessi sóttu um hjá Höllu Innlent Guðmundur Ingi segir af sér Innlent Ragnar Þór verður ráðherra Innlent Mistök ollu því að sumir fengu ekki boð Innlent „Málið er að ástandið fer versnandi“ Innlent Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Innlent Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Erlent Þingmaður Svíþjóðardemókrata tekin full undir stýri með kókaín í poka Erlent Hátt í hundrað á fjöldahjálparstöð Innlent „Trúið ekki þessari áróðursvél“ Erlent Fleiri fréttir Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Leita að manneskju við Sjáland Ragnar Þór verður ráðherra Guðmundur Ingi segir af sér Telur ólíklegt að aðrar þjóðir berjist með Dönum Hátt í hundrað á fjöldahjálparstöð Bæjarfulltrúar slást um oddvitasætið í Hafnarfirði Ekki fengið kvartanir um Grok-myndir af íslenskum konum Neyðarástand í uppsiglingu takist ekki að fjölga sjúkraliðum Mistök ollu því að sumir fengu ekki boð Þessi sóttu um hjá Höllu Kynferðisbrot gegn dreng í Hafnarfirði komið til saksóknara Ungt barn með mislinga á Landspítalanum Halda í opinbera heimsókn til Eyja Ekki komið til héraðssaksóknara Gjaldskylduskógurinn verði grisjaður Stormur í aðsigi: Ræða sviptingar í alþjóðastjórnmálum í pallborði Sex á slysadeild og bílarnir óökufærir Leigubílstjóri sem keypti vændi fær ekki að starfa áfram Meðalaldur hjúkrunarfræðinga, sjúkraliða og ljósmæðra heldur áfram að hækka „Málið er að ástandið fer versnandi“ Ekið inn í verslun og á ljósastaur Þvag, saur og uppköst í klefum Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Símabann skilað góðum árangri þó sumir stelist í símann „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Hildur hlýtur Íslensku bjartsýnisverðlaunin Rússneskt skip í íslenskri lögsögu og nemendur eiga erfitt með símabann Kleip og sparkaði í fjölda lögreglumanna og látin dúsa í einangrun mánuðum saman Árekstur á Álftanesvegi Sjá meira
Vigdís ræddi hugtakið og þessi mál í Bítinu á Bylgjunni í morgun. Hún segir afar mikilvægt að fólk skilji hugtakið til að það geti vitað hvort það sé að upplifa sálfélagslegt öryggi eða ekki. Hún skrifaði einnig grein á Vísi um sama mál í síðustu viku sem má lesa hér. „Þetta er þessi tilfinning og aðstæður þar sem þú upplifir öryggi, til að segja þína skoðun, þú getur gert mistök. Þetta er þar sem er vinsemd og virðing og almenn kurteisi. Góðlátlegt umhverfi þar sem fólki líður vel.“ Hún segir þetta eiga við um allt umhverfi fólks en hún einbeiti sér aðallega að vinnustöðum. Til að vinnustaðir teljist uppfylla það verði að uppfylla það sem er nefnt að ofan en einnig að fólk sýni hjálpsemi, hlusti og geti gagnrýnt og hrósað. Hún segir mikilvægt að fólk geti gagnrýnt og geti tekið við gagnrýni. Til þess að það sé hægt verði umhverfið að vera þannig að fólki líði vel og að þau viti að gagnrýnin komi frá góðum stað. Vigdís segir þessu ábótavant víða og sálfræðingar hjá Líf og sál vinni til dæmis við það að gera úttektir á vinnustöðum á einelti, áreitni, ofbeldi og samskiptavanda. Þegar slíkt kemur upp upplifi fólk ekki sálfélagslegt öryggi. „Það getur verið miklar breytingar á störfum, stjórnun sé ábótavant, eða það getur verið að einhver sé að koma illa fram og geri sér ekki grein fyrir því. Það getur verið mjög margt,“ segir Vigdís um ástæður þess að slíkt öryggi sé ekki til staðar. Ábyrgð yfirmanna mikil Hún segir að á vinnustöðum sé það að miklu leyti á ábyrgð yfirmanna að tryggja að það séu góðar aðstæður. Þau eigi að tryggja góða líðan fólks og að það séu verkferlar sem taki við ef eitthvað kemur upp á. Það sé bundið í lög í vinnuverndarlöggjöf og það sé liður í því að fólk upplifi sig öruggt að það viti hvað taki við ef eitthvað gerist. Sé fólk leiðinlegt og til dæmis svari ekki þegar fólk býður góðan dag eða taki ekki þátt í samræðum sé eðlilegt að fólk taki það nærri sér eða velti því fyrir sér hvort það tengist þeim eða hvort viðkomandi líði illa. Hún segir best að ræða við viðkomandi en að stundum sé umhverfið ekki þannig að það sé leyfilegt. Sé manneskjan yfirmaður geti það til dæmis verið erfitt. „Hvert og eitt ykkar hefur svo mikil áhrif á það hvernig starfsandinn er, bæði til góðs og ills.“ Hún segist ekki geta fullyrt að þetta sé algengt en það sé þó þannig að sálfræðingar á Líf og sál sérhæfi sig í þessu og sálfræðingar á öðrum stofum líka. Það sé því eftirspurn. Hún segir að til að koma í veg fyrir svona atvik verði að vera með skýra stefnu og skýr viðbrögð og verkferla þá þurfi líka að sinna fræðslu og það sé liður í forvörn. „Fólk verður samdauna sérkennilegum aðstæðum,“ segir hún og að fólk geti vanist því að vera í slæmum aðstæðum í vinnunni eða á heimili. Það fari að afsaka vinnufélaga sem hagi sér illa og þröskuldurinn einhvern veginn færist til.
Vinnumarkaður Bítið Vinnustaðamenning Mest lesið Þessi sóttu um hjá Höllu Innlent Guðmundur Ingi segir af sér Innlent Ragnar Þór verður ráðherra Innlent Mistök ollu því að sumir fengu ekki boð Innlent „Málið er að ástandið fer versnandi“ Innlent Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Innlent Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Erlent Þingmaður Svíþjóðardemókrata tekin full undir stýri með kókaín í poka Erlent Hátt í hundrað á fjöldahjálparstöð Innlent „Trúið ekki þessari áróðursvél“ Erlent Fleiri fréttir Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Leita að manneskju við Sjáland Ragnar Þór verður ráðherra Guðmundur Ingi segir af sér Telur ólíklegt að aðrar þjóðir berjist með Dönum Hátt í hundrað á fjöldahjálparstöð Bæjarfulltrúar slást um oddvitasætið í Hafnarfirði Ekki fengið kvartanir um Grok-myndir af íslenskum konum Neyðarástand í uppsiglingu takist ekki að fjölga sjúkraliðum Mistök ollu því að sumir fengu ekki boð Þessi sóttu um hjá Höllu Kynferðisbrot gegn dreng í Hafnarfirði komið til saksóknara Ungt barn með mislinga á Landspítalanum Halda í opinbera heimsókn til Eyja Ekki komið til héraðssaksóknara Gjaldskylduskógurinn verði grisjaður Stormur í aðsigi: Ræða sviptingar í alþjóðastjórnmálum í pallborði Sex á slysadeild og bílarnir óökufærir Leigubílstjóri sem keypti vændi fær ekki að starfa áfram Meðalaldur hjúkrunarfræðinga, sjúkraliða og ljósmæðra heldur áfram að hækka „Málið er að ástandið fer versnandi“ Ekið inn í verslun og á ljósastaur Þvag, saur og uppköst í klefum Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Símabann skilað góðum árangri þó sumir stelist í símann „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Hildur hlýtur Íslensku bjartsýnisverðlaunin Rússneskt skip í íslenskri lögsögu og nemendur eiga erfitt með símabann Kleip og sparkaði í fjölda lögreglumanna og látin dúsa í einangrun mánuðum saman Árekstur á Álftanesvegi Sjá meira