Hóta að sniðganga NFL leiki vegna karlkyns klappstýra Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 19. ágúst 2025 07:02 Klappstýrurnar Shiek og Conn virðast hafa stuðað marga stuðningsmenn Minnesota Vikings. Minnesota Vikings NFL félagið Minnesota Vikings bauð upp á tvær karlkyns klappstýrur í síðasta heimaleik og það má með sanni segja að það hafi kallað á hörð viðbrögð hjá sumum. Vikings stendur fast í fæturna þrátt fyrir mikla gagnrýni og segist ætla að standa með öllum sínum klappstýrum sama af hvaða kyni þær séu. „Við styðjum allar okkar klappstýrur,“ sagði í yfirlýsingu frá félaginu. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem karlmenn koma fram sem klappstýrur en þeir Shiek og Conn vöktu talsverða athygli að þessu sinni. New York Post segir að fjölmargir stuðningsmenn Minnesota Vikings hafi brugðist illa við. Sumir hafa látið heyra í sér og aðrir hafa hótað því hreinlega að sniðganga heimaleiki liðsins á meðan karlarnir tveir dansa með konunum. „Þótt að sumir stuðningsmenn séu að sjá karlkyns klappstýrur í fyrsta sinn á Víkingsleik þá hafa karlkyns klappstýrur verið hluti að klappstýruliði Víkinganna áður. Karlar hafa líka oft komið við sögu hjá klappstýruliðum í bæði háskólaboltanum og í atvinnumannaboltanum,“ sagði í yfirlýsingu frá Minnesota Vikings. Þar kemur líka fram að einn þriðji af liðunum í NFL séu með karlkyns klappstýrur. „Allir sem koma að okkar klappstýruliði hafa mikla reynslu af dönsum og hafa öll gengið í gegnum sömu áheyrnarpróf. Einstaklingarnir eru metnir út frá hæfileikum sínum, ástríðu fyrir dansi og skuldbindingu við að bæta upplifun áhorfenda. Við styðjum allar okkar klappstýrur og erum stolt af því hvernig þau vinna sem sendiherrar okkar félags,“ sagði í yfirlýsingunni frá Víkingunum. View this post on Instagram A post shared by CelebWatch (@thecelebwatch) NFL Mest lesið Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Íslenski boltinn „Þetta er ekki flókið“ Handbolti „Donald Trump er algjör hálfviti“ Sport Rúmlega hálfur milljarður manna sótti um miða á HM Fótbolti Börsungar sluppu fyrir horn Fótbolti Tindastóll - ÍR 101-90 | Stólarnir fóru létt með Breiðhyltinga Körfubolti Spálíkan kippir okkur niður á jörðina fyrir EM Handbolti „Búið að rífa úr honum stælana, egóið og hrokann“ Handbolti „Ég held að þetta verði bara betra héðan í frá“ Körfubolti „Var í raun bara verið að yfirspila okkur“ Körfubolti Fleiri fréttir Kókaín fannst í lyfjaprófinu en uppgötvaðist alltof seint Dagskráin í dag: Pallborðið hitar upp fyrir EM og boltinn skoppar í Bónus „Þetta er ekki flókið“ Rúmlega hálfur milljarður manna sótti um miða á HM Börsungar sluppu fyrir horn „Ég held að þetta verði bara betra héðan í frá“ Nökkvi og félagar féllu úr leik í bikarnum „Hættum að spila okkar leik“ Uppgjörið: Þór Þ. - KR 123-126 | Endurkoma, framlenging og dramatík í Þorlákshöfn Stórleikur hjá Rabiot í mikilvægum sigri AC Milan „Var í raun bara verið að yfirspila okkur“ Bragi: Er að þroskast mikið sem leikmaður Haukar sneru aftur á sigurbraut gegn Selfossi Alfreð lét sér einn hornamann nægja og stýrði Þjóðverjum til sigurs Uppgjör: Ármann - Valur 94-77 | Frábær sigur Ármanns á lánlausum Valsmönnum Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn „Við erum á öldunni okkar núna og erum að njóta þess“ Spánverjar lögðu Serba og Frakkar völtuðu yfir Tékka Uppgjörið: Stjarnan - Keflavík 116-98 | Keflvíkingar kafsigldir í Garðabæ Tindastóll - ÍR 101-90 | Stólarnir fóru létt með Breiðhyltinga Þjálfararnir voru dæmdir í átján mánaða bann Uppgjörið: ÍR - ÍBV 26-29| Eyjakonur tylltu sér á toppinn EM í dag: Sushi og sjónskekkja í Svíþjóð Guðrún klæðist grænu á nýjan leik Engin mistök þegar „rangstöðumark“ Wirtz var dæmt gilt KR í samstarf við akademíu í Gana Ekki viss um framtíð sína hjá Liverpool Viktor Gísli brattur: „Bara jákvætt að það sé pressa“ Sektaðir um hálfa milljón: Kane og þjálfarar þriggja liða borga mest Spálíkan kippir okkur niður á jörðina fyrir EM Sjá meira
Vikings stendur fast í fæturna þrátt fyrir mikla gagnrýni og segist ætla að standa með öllum sínum klappstýrum sama af hvaða kyni þær séu. „Við styðjum allar okkar klappstýrur,“ sagði í yfirlýsingu frá félaginu. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem karlmenn koma fram sem klappstýrur en þeir Shiek og Conn vöktu talsverða athygli að þessu sinni. New York Post segir að fjölmargir stuðningsmenn Minnesota Vikings hafi brugðist illa við. Sumir hafa látið heyra í sér og aðrir hafa hótað því hreinlega að sniðganga heimaleiki liðsins á meðan karlarnir tveir dansa með konunum. „Þótt að sumir stuðningsmenn séu að sjá karlkyns klappstýrur í fyrsta sinn á Víkingsleik þá hafa karlkyns klappstýrur verið hluti að klappstýruliði Víkinganna áður. Karlar hafa líka oft komið við sögu hjá klappstýruliðum í bæði háskólaboltanum og í atvinnumannaboltanum,“ sagði í yfirlýsingu frá Minnesota Vikings. Þar kemur líka fram að einn þriðji af liðunum í NFL séu með karlkyns klappstýrur. „Allir sem koma að okkar klappstýruliði hafa mikla reynslu af dönsum og hafa öll gengið í gegnum sömu áheyrnarpróf. Einstaklingarnir eru metnir út frá hæfileikum sínum, ástríðu fyrir dansi og skuldbindingu við að bæta upplifun áhorfenda. Við styðjum allar okkar klappstýrur og erum stolt af því hvernig þau vinna sem sendiherrar okkar félags,“ sagði í yfirlýsingunni frá Víkingunum. View this post on Instagram A post shared by CelebWatch (@thecelebwatch)
NFL Mest lesið Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Íslenski boltinn „Þetta er ekki flókið“ Handbolti „Donald Trump er algjör hálfviti“ Sport Rúmlega hálfur milljarður manna sótti um miða á HM Fótbolti Börsungar sluppu fyrir horn Fótbolti Tindastóll - ÍR 101-90 | Stólarnir fóru létt með Breiðhyltinga Körfubolti Spálíkan kippir okkur niður á jörðina fyrir EM Handbolti „Búið að rífa úr honum stælana, egóið og hrokann“ Handbolti „Ég held að þetta verði bara betra héðan í frá“ Körfubolti „Var í raun bara verið að yfirspila okkur“ Körfubolti Fleiri fréttir Kókaín fannst í lyfjaprófinu en uppgötvaðist alltof seint Dagskráin í dag: Pallborðið hitar upp fyrir EM og boltinn skoppar í Bónus „Þetta er ekki flókið“ Rúmlega hálfur milljarður manna sótti um miða á HM Börsungar sluppu fyrir horn „Ég held að þetta verði bara betra héðan í frá“ Nökkvi og félagar féllu úr leik í bikarnum „Hættum að spila okkar leik“ Uppgjörið: Þór Þ. - KR 123-126 | Endurkoma, framlenging og dramatík í Þorlákshöfn Stórleikur hjá Rabiot í mikilvægum sigri AC Milan „Var í raun bara verið að yfirspila okkur“ Bragi: Er að þroskast mikið sem leikmaður Haukar sneru aftur á sigurbraut gegn Selfossi Alfreð lét sér einn hornamann nægja og stýrði Þjóðverjum til sigurs Uppgjör: Ármann - Valur 94-77 | Frábær sigur Ármanns á lánlausum Valsmönnum Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn „Við erum á öldunni okkar núna og erum að njóta þess“ Spánverjar lögðu Serba og Frakkar völtuðu yfir Tékka Uppgjörið: Stjarnan - Keflavík 116-98 | Keflvíkingar kafsigldir í Garðabæ Tindastóll - ÍR 101-90 | Stólarnir fóru létt með Breiðhyltinga Þjálfararnir voru dæmdir í átján mánaða bann Uppgjörið: ÍR - ÍBV 26-29| Eyjakonur tylltu sér á toppinn EM í dag: Sushi og sjónskekkja í Svíþjóð Guðrún klæðist grænu á nýjan leik Engin mistök þegar „rangstöðumark“ Wirtz var dæmt gilt KR í samstarf við akademíu í Gana Ekki viss um framtíð sína hjá Liverpool Viktor Gísli brattur: „Bara jákvætt að það sé pressa“ Sektaðir um hálfa milljón: Kane og þjálfarar þriggja liða borga mest Spálíkan kippir okkur niður á jörðina fyrir EM Sjá meira