Stjórnvöld þurfi að bregðast við veðmálavandanum Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 18. ágúst 2025 18:20 Daníel Þór Ólason er prófessor í sálfræði við Háskóla Íslands og sérfræðingur í spilafíkn. Vísir/Einar Sífellt fleiri ungir karlmenn lenda í spilavanda eftir að hafa stundað veðmál á ólöglegum veðmálasíðum að sögn prófessors við Háskóla Íslands. Mikilvægt sé að stjórnvöld bregðist við og hætti að skella skolleyrum við vandanum. KSÍ og ÍSÍ hafa í sumar varað við vaxandi vinsældum veðmálasíða þar sem veðjað er á úrslit leika. Slíkt geti ógnað trúverðugleika íþróttanna og dregið úr ánægju þátttakenda. Ungir karlmenn séu langfjölmennastir spilara og því útsettir fyrir spilafíkn. Þrátt fyrir að erlendar veðmálasíður séu ólöglegar hér á landi starfi þær óáreittar. Stjórnvöld þurfi að bregðast við. Daníel Þór Ólason prófessor í sálfræði við Háskóla Íslands hefur gert faraldsfræðilegar rannsóknir á peningaspilum síðustu 20 ár. Hann segir vandann hafa aukist mikið á örfáum árum. „Það eru sífellt fleiri og fleiri sem taka þátt í veðmálum á erlendum vefsíðum.Við sjáum að yngri aldurshóparnir eða 18-25 ára og 26-40 ára eru fjölmennastir og þar eru fyrst og fremst karlar að spila,“ segir Daníel. Hann segir að fyrir um 20 árum hafi afar fáir veðjað hér á landi á erlendum vefsíðum. En nú sé um og yfir þriðjungur 18-25 ára karla sem segist hafa veðjað á erlendum veðmálasíðum. Fyrst og fremst á fótboltaleiki. „Nú sjáum við það sérstaklega meðal ungra karlmanna að það sem helst spáir fyrir hvort þú lendir í vanda er hversu mikið þú spilar á erlendum vefsíðum,“ segir hann. Samfara aukinni þátttöku aukist spilavandinn. „Það eru fleiri ungir karlmenn að lenda í vanda vegna þátttöku sinnar á erlendum vefsíðum,“ segir Daníel. Hann nefnir nokkrar af stærstu erlendu veðmála síðunum sem séu umfangsmiklar hér á landi. En samkvæmt tveggja ára úttekt Viðskiptaráðs eyddu Íslendingar rúmum níu milljörðum á erlendum veðmálasíðum á ári hverju. „Veðmálasíðurnar Coobet og Betson eru áberandi hér á landi. Þær bjóða notendum sínum meira segja upp á íslensku,“ segir hann. Hann tekur undir með ÍSI og KSÍ um að stjórnvöld þurfi að bregðast við þessari þróun með lagasetningu. „Íslensk stjórnvöld hafa ekki brugðist við með neinum hætti.Það eru til nokkrar leiðir til að bregðast við. Til að mynda er hægt að krefjast þess að fjármálastofnanir hér á landi eigi ekki viðskipti við síður af þessu tagi,“ segir Daníel. Fjárhættuspil Íþróttir barna Tengdar fréttir Ókeypis veðmálasíður „ekki eins og áfengislaus bjór“ Samtök áhugafólks um fagna spilafíkn viðbrögðum Fjölmiðlanefndar, sem sektaði í gær Símann fyrir að auglýsa veðmálasíðu sem hafði ekki starfsleyfi á Íslandi. Formaður samtakanna segir það ekki koma á óvart að nánast ekkert eftirlit sé með ólöglegum veðmálasíðum hér á landi enda sé lítið sem ekkert eftirlit með þeirri starfssemi sem er lögleg. 16. ágúst 2025 13:18 Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Jafningjafræðari segir grunnskólabörn einangra sig meira og að því fylgi mörg vandamál. Foreldrar þurfi að leggja frá sér símann og reyna að eiga í dýpra samtali við börnin sín. 27. júlí 2025 23:29 Mest lesið Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Erlent Ísraelar gera loftárásir á Katar Erlent Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Innlent Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Innlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Innlent Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Innlent Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Innlent Fleiri fréttir Forseti biðlar til þingmanna og ólíkleg þátttaka í Eurovision Skipar ekki nýjan vararíkissaksóknara Teppa vegna minniháttar umferðarslyss á Kringlumýrarbraut Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Ríkisstjórnin sýnir á spilin og Alþingi sett í dag Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Mikill meirihluti hlynntur Hvammsvirkjun Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Gagnrýnir hæstu ríkisútgjöld sögunnar í fjárlagafrumvarpi Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Skjálfti upp á 3,3 í Vatnafjöllum Sjá meira
KSÍ og ÍSÍ hafa í sumar varað við vaxandi vinsældum veðmálasíða þar sem veðjað er á úrslit leika. Slíkt geti ógnað trúverðugleika íþróttanna og dregið úr ánægju þátttakenda. Ungir karlmenn séu langfjölmennastir spilara og því útsettir fyrir spilafíkn. Þrátt fyrir að erlendar veðmálasíður séu ólöglegar hér á landi starfi þær óáreittar. Stjórnvöld þurfi að bregðast við. Daníel Þór Ólason prófessor í sálfræði við Háskóla Íslands hefur gert faraldsfræðilegar rannsóknir á peningaspilum síðustu 20 ár. Hann segir vandann hafa aukist mikið á örfáum árum. „Það eru sífellt fleiri og fleiri sem taka þátt í veðmálum á erlendum vefsíðum.Við sjáum að yngri aldurshóparnir eða 18-25 ára og 26-40 ára eru fjölmennastir og þar eru fyrst og fremst karlar að spila,“ segir Daníel. Hann segir að fyrir um 20 árum hafi afar fáir veðjað hér á landi á erlendum vefsíðum. En nú sé um og yfir þriðjungur 18-25 ára karla sem segist hafa veðjað á erlendum veðmálasíðum. Fyrst og fremst á fótboltaleiki. „Nú sjáum við það sérstaklega meðal ungra karlmanna að það sem helst spáir fyrir hvort þú lendir í vanda er hversu mikið þú spilar á erlendum vefsíðum,“ segir hann. Samfara aukinni þátttöku aukist spilavandinn. „Það eru fleiri ungir karlmenn að lenda í vanda vegna þátttöku sinnar á erlendum vefsíðum,“ segir Daníel. Hann nefnir nokkrar af stærstu erlendu veðmála síðunum sem séu umfangsmiklar hér á landi. En samkvæmt tveggja ára úttekt Viðskiptaráðs eyddu Íslendingar rúmum níu milljörðum á erlendum veðmálasíðum á ári hverju. „Veðmálasíðurnar Coobet og Betson eru áberandi hér á landi. Þær bjóða notendum sínum meira segja upp á íslensku,“ segir hann. Hann tekur undir með ÍSI og KSÍ um að stjórnvöld þurfi að bregðast við þessari þróun með lagasetningu. „Íslensk stjórnvöld hafa ekki brugðist við með neinum hætti.Það eru til nokkrar leiðir til að bregðast við. Til að mynda er hægt að krefjast þess að fjármálastofnanir hér á landi eigi ekki viðskipti við síður af þessu tagi,“ segir Daníel.
Fjárhættuspil Íþróttir barna Tengdar fréttir Ókeypis veðmálasíður „ekki eins og áfengislaus bjór“ Samtök áhugafólks um fagna spilafíkn viðbrögðum Fjölmiðlanefndar, sem sektaði í gær Símann fyrir að auglýsa veðmálasíðu sem hafði ekki starfsleyfi á Íslandi. Formaður samtakanna segir það ekki koma á óvart að nánast ekkert eftirlit sé með ólöglegum veðmálasíðum hér á landi enda sé lítið sem ekkert eftirlit með þeirri starfssemi sem er lögleg. 16. ágúst 2025 13:18 Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Jafningjafræðari segir grunnskólabörn einangra sig meira og að því fylgi mörg vandamál. Foreldrar þurfi að leggja frá sér símann og reyna að eiga í dýpra samtali við börnin sín. 27. júlí 2025 23:29 Mest lesið Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Erlent Ísraelar gera loftárásir á Katar Erlent Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Innlent Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Innlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Innlent Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Innlent Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Innlent Fleiri fréttir Forseti biðlar til þingmanna og ólíkleg þátttaka í Eurovision Skipar ekki nýjan vararíkissaksóknara Teppa vegna minniháttar umferðarslyss á Kringlumýrarbraut Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Ríkisstjórnin sýnir á spilin og Alþingi sett í dag Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Mikill meirihluti hlynntur Hvammsvirkjun Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Gagnrýnir hæstu ríkisútgjöld sögunnar í fjárlagafrumvarpi Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Skjálfti upp á 3,3 í Vatnafjöllum Sjá meira
Ókeypis veðmálasíður „ekki eins og áfengislaus bjór“ Samtök áhugafólks um fagna spilafíkn viðbrögðum Fjölmiðlanefndar, sem sektaði í gær Símann fyrir að auglýsa veðmálasíðu sem hafði ekki starfsleyfi á Íslandi. Formaður samtakanna segir það ekki koma á óvart að nánast ekkert eftirlit sé með ólöglegum veðmálasíðum hér á landi enda sé lítið sem ekkert eftirlit með þeirri starfssemi sem er lögleg. 16. ágúst 2025 13:18
Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Jafningjafræðari segir grunnskólabörn einangra sig meira og að því fylgi mörg vandamál. Foreldrar þurfi að leggja frá sér símann og reyna að eiga í dýpra samtali við börnin sín. 27. júlí 2025 23:29