Flugfreyjusætið var inni á klósettinu Stefán Árni Pálsson skrifar 19. ágúst 2025 12:00 Þóra var áratugi í flugbransanum. Þau Arngrímur og Þóra voru lengi frægustu flughjón Íslands. Svo skildu þau, eftir að hafa byggt upp flugfélagið Air Atlanta úr engu og gert það að stórveldi. Á heimili sínu í Mosfellsbæ sýndi Þóra Guðmundsdóttir áhorfendum Íslands í dag í gærkvöldi myndaalbúmin um leið og hún rifjaði upp að flugferill hennar hófst hjá Loftleiðum. „Vinkona mín var að fljúga hjá Loftleiðum og sagði að þetta væri svo rosalega gaman og píndi mig til að koma á námskeið vorið 71. Ég kláraði stúdentsprófið og þá var ég kominn upp í eitt stykki Monsa á leiðinni til New York,“ segir Þór stofnandi Air Atlanta í samtal við Kristján Má Unnarsson. Í Flugsafninu á Akureyrarflugvelli sagði Arngrímur Jóhannsson eiginmaður hennar frá upphafi síns flugferils hjá Tryggva Helgasyni í Norðurflugi. Með þá reynslu á bakinu fékk hann starf hjá stærra félagi. „Þá tók við að fljúga Þristinum og ég flaug honum í þrjú eða fjögur ár og síðan var okkur alltaf sagt upp á haustin,“ segir Arngrímur en rætt er nánar við Arngrím í innslaginu neðst í greininni. Vildi ekki endurtaka þetta Fyrstu kynni Þóru af Rolls Royce-Loftleiðavélinni voru þó ekki sérlega jákvæð. Þar þótt ástæðulaust að spandera sætisplássi undir flugfreyjurnar. „Ég var yngst um borð á Monsanum og þá þurfti ég að sitja í miðjunni inni á klósetti. Þar var sætisbelti og maður hugsaði mikið inni á þessu klósetti hvað maður ætti að gera ef það kæmi eitthvað upp á. Ég myndi ekki vilja endurtaka þetta. “ Þóra ætlaði varla að endast út sumarið í flugfreyjustarfinu. „Mér fannst þetta svo ferlega leiðinlegt. Ég átti að fá að vera út október en ég bað um að fá að hætta. Ég skrái mig í Háskólann og svo var hringt í mig fyrir jólin því það vantaði mannskap og ég læt til leiðast. Að vera í New York um jólin og Lúxemborg um áramótin. Svo er hringt eftir áramót og mér sagt að þau gætu boðið mér fasta vinnu,“ og þá var ekki spurt að leikslokum. Þóra átti fyrir höndum áratuga feril í fluginu en hér að neðan má sjá Ísland í dag frá því í gærkvöldi. Þættirnir eru virk kvöld á Sýn. Ísland í dag Fréttir af flugi Mest lesið Upplifði stöðugan ótta við helvíti í samfélagi múslima í Svíþjóð Lífið Getur alls ekki verið einn Lífið „Segið að ég sé samkynhneigður en ekki ljúga með hitt“ Lífið Fréttatía vikunnar: Ungfrú Ísland Teen, Louvre-þjófnaður og hrukkur Lífið Þóttist ólétt, fæddi dúkkubarn og sagði það svo dáið Lífið Myndaveisla: Troðfullur miðbær á kvennafrídegi Lífið Smjörsteikt bleikja, smjörkennt hvítvín og „alkahólíseraður Texasbúi“ Uppskriftir Borgarfulltrúi bjargaði stolnum barnavagni Lífið Fyndnustu dýralífsmyndir ársins Lífið Notaði ákveðinn mat til að hjálpa í krabbameinsmeðferðinni Lífið Fleiri fréttir Upplifði stöðugan ótta við helvíti í samfélagi múslima í Svíþjóð Getur alls ekki verið einn Fréttatía vikunnar: Ungfrú Ísland Teen, Louvre-þjófnaður og hrukkur Myndaveisla: Troðfullur miðbær á kvennafrídegi Borgarfulltrúi bjargaði stolnum barnavagni „Segið að ég sé samkynhneigður en ekki ljúga með hitt“ Notaði ákveðinn mat til að hjálpa í krabbameinsmeðferðinni „Konu“ tónleikar í Hvolnum á Hvolsvelli í kvöld Kim Kardashian greindist með heilagúlp Stjörnurnar þökkuðu Vigdísi Björk deilir „heimi sínum óspilltum“ í nýrri tónleikamynd Óttaðist um líf sitt í Delta-flugi sem nauðlenti á Íslandi Þóttist ólétt, fæddi dúkkubarn og sagði það svo dáið Sextíu fermetrar og fagurrautt Einar skipulagði eigin útför og bauð í partí „Loksins er öll fjölskyldan saman komin“ Allur tilfinningaskalinn á Ungfrú Ísland Teen Elva fann sjálfa sig aftur Fyndnustu dýralífsmyndir ársins Komin með nýjan rappara í sigtið Kosning hafin um sjónvarpsefni ársins Fokk Laxness! Sjáðu allt hitt sem þú ert að missa „Svo gaman að ég steingleymdi að ég væri með annan kjól“ Líf, fjör og einmanaleiki Plaströrum um að kenna, ekki litlum typpum Bleikir og hollir molar að hætti Jönu Musk æstur í Reðasafnið Ása og Leo héldu tvöfalda skírnarveislu Tróð matnum upp í sig til að reyna fá andstæðinga sína til að hlæja „Verið ekki að sjúga lítil typpi því þið verðið hrukkóttar“ Sjá meira
Á heimili sínu í Mosfellsbæ sýndi Þóra Guðmundsdóttir áhorfendum Íslands í dag í gærkvöldi myndaalbúmin um leið og hún rifjaði upp að flugferill hennar hófst hjá Loftleiðum. „Vinkona mín var að fljúga hjá Loftleiðum og sagði að þetta væri svo rosalega gaman og píndi mig til að koma á námskeið vorið 71. Ég kláraði stúdentsprófið og þá var ég kominn upp í eitt stykki Monsa á leiðinni til New York,“ segir Þór stofnandi Air Atlanta í samtal við Kristján Má Unnarsson. Í Flugsafninu á Akureyrarflugvelli sagði Arngrímur Jóhannsson eiginmaður hennar frá upphafi síns flugferils hjá Tryggva Helgasyni í Norðurflugi. Með þá reynslu á bakinu fékk hann starf hjá stærra félagi. „Þá tók við að fljúga Þristinum og ég flaug honum í þrjú eða fjögur ár og síðan var okkur alltaf sagt upp á haustin,“ segir Arngrímur en rætt er nánar við Arngrím í innslaginu neðst í greininni. Vildi ekki endurtaka þetta Fyrstu kynni Þóru af Rolls Royce-Loftleiðavélinni voru þó ekki sérlega jákvæð. Þar þótt ástæðulaust að spandera sætisplássi undir flugfreyjurnar. „Ég var yngst um borð á Monsanum og þá þurfti ég að sitja í miðjunni inni á klósetti. Þar var sætisbelti og maður hugsaði mikið inni á þessu klósetti hvað maður ætti að gera ef það kæmi eitthvað upp á. Ég myndi ekki vilja endurtaka þetta. “ Þóra ætlaði varla að endast út sumarið í flugfreyjustarfinu. „Mér fannst þetta svo ferlega leiðinlegt. Ég átti að fá að vera út október en ég bað um að fá að hætta. Ég skrái mig í Háskólann og svo var hringt í mig fyrir jólin því það vantaði mannskap og ég læt til leiðast. Að vera í New York um jólin og Lúxemborg um áramótin. Svo er hringt eftir áramót og mér sagt að þau gætu boðið mér fasta vinnu,“ og þá var ekki spurt að leikslokum. Þóra átti fyrir höndum áratuga feril í fluginu en hér að neðan má sjá Ísland í dag frá því í gærkvöldi. Þættirnir eru virk kvöld á Sýn.
Ísland í dag Fréttir af flugi Mest lesið Upplifði stöðugan ótta við helvíti í samfélagi múslima í Svíþjóð Lífið Getur alls ekki verið einn Lífið „Segið að ég sé samkynhneigður en ekki ljúga með hitt“ Lífið Fréttatía vikunnar: Ungfrú Ísland Teen, Louvre-þjófnaður og hrukkur Lífið Þóttist ólétt, fæddi dúkkubarn og sagði það svo dáið Lífið Myndaveisla: Troðfullur miðbær á kvennafrídegi Lífið Smjörsteikt bleikja, smjörkennt hvítvín og „alkahólíseraður Texasbúi“ Uppskriftir Borgarfulltrúi bjargaði stolnum barnavagni Lífið Fyndnustu dýralífsmyndir ársins Lífið Notaði ákveðinn mat til að hjálpa í krabbameinsmeðferðinni Lífið Fleiri fréttir Upplifði stöðugan ótta við helvíti í samfélagi múslima í Svíþjóð Getur alls ekki verið einn Fréttatía vikunnar: Ungfrú Ísland Teen, Louvre-þjófnaður og hrukkur Myndaveisla: Troðfullur miðbær á kvennafrídegi Borgarfulltrúi bjargaði stolnum barnavagni „Segið að ég sé samkynhneigður en ekki ljúga með hitt“ Notaði ákveðinn mat til að hjálpa í krabbameinsmeðferðinni „Konu“ tónleikar í Hvolnum á Hvolsvelli í kvöld Kim Kardashian greindist með heilagúlp Stjörnurnar þökkuðu Vigdísi Björk deilir „heimi sínum óspilltum“ í nýrri tónleikamynd Óttaðist um líf sitt í Delta-flugi sem nauðlenti á Íslandi Þóttist ólétt, fæddi dúkkubarn og sagði það svo dáið Sextíu fermetrar og fagurrautt Einar skipulagði eigin útför og bauð í partí „Loksins er öll fjölskyldan saman komin“ Allur tilfinningaskalinn á Ungfrú Ísland Teen Elva fann sjálfa sig aftur Fyndnustu dýralífsmyndir ársins Komin með nýjan rappara í sigtið Kosning hafin um sjónvarpsefni ársins Fokk Laxness! Sjáðu allt hitt sem þú ert að missa „Svo gaman að ég steingleymdi að ég væri með annan kjól“ Líf, fjör og einmanaleiki Plaströrum um að kenna, ekki litlum typpum Bleikir og hollir molar að hætti Jönu Musk æstur í Reðasafnið Ása og Leo héldu tvöfalda skírnarveislu Tróð matnum upp í sig til að reyna fá andstæðinga sína til að hlæja „Verið ekki að sjúga lítil typpi því þið verðið hrukkóttar“ Sjá meira