Svarar samskiptastjóra Trump sem kallaði hann lúser Magnús Jochum Pálsson skrifar 21. ágúst 2025 10:16 Steven Cheung, samskiptastjóri Hvíta hússins, og Jack White, tónlistarmaður, fóru í hár saman yfir ummælum þess síðarnefnda um Trump. EPA/Getty Tónlistarmaðurinn Jack White er kominn í deilur við starfsmenn Hvíta hússins eftir að hann gagnrýndi Bandaríkjaforseta fyrir smekkleysi. Samskiptastjóri Hvíta hússins sagði White vera „lúser“ sem væri búinn að vera en White segir Trump dulbúa sig sem alvöru manneskju. White birti í vikunni mynd af fundi Trump með Selenskí Úkraínuforseta í Hvíta húsinu á Instagram og gagnrýndi þar harðlega smekk forsetans. „Sjáðu hvað Trump er búinn að gera hið sögulega Hvíta hús ógeðslegt. Núna er það smekklaus, þakinn gylltum laufum og skræpóttur búningsklefi glímukappa. Ég get ekki beðið eftir UFC-bardaganum á lóðinni,“ skrifaði White í færslunni og líkti Trump við forsetann í grínmyndinni Idiocracy. View this post on Instagram A post shared by Jack White (@officialjackwhite) „Sjáið þennan viðbjóðslega smekk, myndi maður einu sinni kaupa notaðan bíl af þessum svikahrappi, hvað þá láta hann fá kjarnorkukóða? Gullhúðuð Trump-biblía myndi líta fullkomlega út á arinhillunni með pari af Trump-skóm, sinn hvoru megin við hana, er það ekki?“ „Þvílík hneisa fyrir sögu Bandaríkjanna. Á myndinni er líka alvöru þjóðarleiðtogi í svörtum jakkafötum,“ skrifaði White einnig og átti þar við Selenskí. „Jack White er búinn að vera“ Samskiptastjóri Hvíta hússins, Steven Cheung, var ekki par sáttur með skrif White og svaraði honum með yfirlýsingu á þriðjudag. „Jack White er búinn að vera, lúser sem er ekki lengur neitt og birtir bull á samfélagsmiðlum af því hann á greinilega nóg tíma á höndum sínum vegna tónlistarferils sem hefur koðnað niður,“ sagði Cheung í yfirlýsingu á miðlinum The Daily Beast. „Það er greinilegt að hann hefur dulbúist sem alvöru listamaður því hann nær ekki að meta, og hreint út sagt vanvirðir, glæsibrag og mikilvægi forsetaskrifstofunnar í ,Húsi fólksins',“ sagði Cheung jafnframt. View this post on Instagram A post shared by Jack White (@officialjackwhite) White var ekki lengi að svara samskiptastjóranum og birti í gær Instagram-færslu með myndaröð af Trump, meðal annars þar sem hann heldur á gullstrigaskóm og auglýsir Goya-matvörur (sem hann hefur gert ítrekað í forsetatíð sinni). Í færslunni kallaði hann Cheung „atvinnulygara“ og gagnrýndi starfsmenn Hvíta hússins fyrir að eyða tíma í léttvæg málefni frekar en að einblína á mikilvægari hluti eins og „veru Trump í Epstein-skjölunum“, „Gestapó ICE-taktík“ og „börnin sem eru að deyja í Súdan, Gasa og Lýðveldinu Kongó“. „Dulbúast sem alvöru listamaður?“ spurði White í færslunni og bætti við: „Trump dulbýr sig sem alvöru manneskju. Hann dulbýr sig sem kristinn mann, sem leiðtoga, sem manneskju með alvöru samúð.“ Þetta er ekki í fyrsta sinn sem White gagnrýnir Trump og félaga, hann hefur ítrekað baunað á forsetann síðustu mánuði og gagnrýnt Trump fyrir embættisverk hans. Trump hefur sömuleiðis verið duglegur að svara allri gagnrýni sem á hann kemur, ýmist sjálfur eða gegnum undirmenn sína. Bandaríkin Donald Trump Tengdar fréttir Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Donald Trump Bandaríkjaforseti segist íhuga alvarlega að afturkalla ríkisborgararétt Rosie O'Donnell, grínista og sjónvarpskonu, eftir að hún gagnrýndi niðurskurð Bandaríkjastjórnar á veðurstofum í tengslum við banvæn flóð í Texas í júlí. 12. júlí 2025 21:27 Mest lesið Jólatónleikar eru ekki tónlist. Þeir eru neyðaraðgerð Gagnrýni Þetta gúggluðu Íslendingar á árinu Lífið Afþakka miðann til Vínar vinni þeir undankeppnina Tónlist Hvert er mest óþolandi orð íslenskunnar? Menning Pulp Fiction leikarinn Peter Greene látinn Bíó og sjónvarp Fréttatía vikunnar: Afsökunarbeiðni, fréttastef og blaðamannafundur Lífið Dick van Dyke á hundrað ára afmæli Bíó og sjónvarp Klámleikkona slapp með sekt og brottvísun Lífið Heigulsleg ákvörðun Rúv, hörundsárir listamenn og versta bók flóðsins Menning Róbert hættur við að mæta í hlaðvarp vegna viðtals við Albert Lífið Fleiri fréttir „Það eru forréttindi að eiga systur með Downs“ Fréttatía vikunnar: Afsökunarbeiðni, fréttastef og blaðamannafundur Þetta gúggluðu Íslendingar á árinu Klámleikkona slapp með sekt og brottvísun Grunaði strax að ókunnugur maður væri faðir vinkonu sinnar Róbert hættur við að mæta í hlaðvarp vegna viðtals við Albert Sannir Finnar lýsa yfir stuðningi við slaufuðu fegurðardrottninguna Innlit í glænýja mathöll í Smáralindinni Hanskar Gunna Nels, árituð ManU-treyja og Elli Egils á uppboði Húsið fallega í Eyjum komið langt á veg Sigurvegari Eurovision skilar bikarnum Krökkt af kempum í útgáfuhófi Óla Jó Framkvæmdastjóri Eurovision bregst við ákvörðun Íslands Svipt krúnunni eftir að hafa gert sig skáeygða Spígsporandi górilla á fyndnustu dýralífsmynd ársins Tóku áskoruninni og Joey Christ sver af sér sviðsetningu Opnar sig loksins um sambandið umtalaða Þetta þykja flottustu jólaskreytingarnar í miðborginni Listaverkin í World Class sem gjarnan hafa verið á milli tannanna á fólki Hvert er burðarþol íslensks almennings fyrir kjaftæði? Sjö tilnefndir til Íslensku þýðingarverðlaunanna Stærstu stjörnubrúðkaupin á árinu Skorar HúbbaBúbba á hólm: „Sá sem tapar þarf að hætta að gefa út tónlist“ Fannar og Snorri slógust þar til þeir stóðu nánast naktir eftir Höfundur Kaupalkabókanna látinn „Myndi gjarnan vilja að barnið mitt færi líka í heimsókn í mosku“ Einn tenóranna þriggja með tónleika í Hörpu í mars Alltaf til í flipp en nennir ekki að borða vondan mat „Ég nenni ekki að hlusta á 7. október rökstuðninginn enn og aftur“ Einhentar íslenskar vinkonur: „Eins og við hefðum þekkst alla ævi“ Sjá meira
White birti í vikunni mynd af fundi Trump með Selenskí Úkraínuforseta í Hvíta húsinu á Instagram og gagnrýndi þar harðlega smekk forsetans. „Sjáðu hvað Trump er búinn að gera hið sögulega Hvíta hús ógeðslegt. Núna er það smekklaus, þakinn gylltum laufum og skræpóttur búningsklefi glímukappa. Ég get ekki beðið eftir UFC-bardaganum á lóðinni,“ skrifaði White í færslunni og líkti Trump við forsetann í grínmyndinni Idiocracy. View this post on Instagram A post shared by Jack White (@officialjackwhite) „Sjáið þennan viðbjóðslega smekk, myndi maður einu sinni kaupa notaðan bíl af þessum svikahrappi, hvað þá láta hann fá kjarnorkukóða? Gullhúðuð Trump-biblía myndi líta fullkomlega út á arinhillunni með pari af Trump-skóm, sinn hvoru megin við hana, er það ekki?“ „Þvílík hneisa fyrir sögu Bandaríkjanna. Á myndinni er líka alvöru þjóðarleiðtogi í svörtum jakkafötum,“ skrifaði White einnig og átti þar við Selenskí. „Jack White er búinn að vera“ Samskiptastjóri Hvíta hússins, Steven Cheung, var ekki par sáttur með skrif White og svaraði honum með yfirlýsingu á þriðjudag. „Jack White er búinn að vera, lúser sem er ekki lengur neitt og birtir bull á samfélagsmiðlum af því hann á greinilega nóg tíma á höndum sínum vegna tónlistarferils sem hefur koðnað niður,“ sagði Cheung í yfirlýsingu á miðlinum The Daily Beast. „Það er greinilegt að hann hefur dulbúist sem alvöru listamaður því hann nær ekki að meta, og hreint út sagt vanvirðir, glæsibrag og mikilvægi forsetaskrifstofunnar í ,Húsi fólksins',“ sagði Cheung jafnframt. View this post on Instagram A post shared by Jack White (@officialjackwhite) White var ekki lengi að svara samskiptastjóranum og birti í gær Instagram-færslu með myndaröð af Trump, meðal annars þar sem hann heldur á gullstrigaskóm og auglýsir Goya-matvörur (sem hann hefur gert ítrekað í forsetatíð sinni). Í færslunni kallaði hann Cheung „atvinnulygara“ og gagnrýndi starfsmenn Hvíta hússins fyrir að eyða tíma í léttvæg málefni frekar en að einblína á mikilvægari hluti eins og „veru Trump í Epstein-skjölunum“, „Gestapó ICE-taktík“ og „börnin sem eru að deyja í Súdan, Gasa og Lýðveldinu Kongó“. „Dulbúast sem alvöru listamaður?“ spurði White í færslunni og bætti við: „Trump dulbýr sig sem alvöru manneskju. Hann dulbýr sig sem kristinn mann, sem leiðtoga, sem manneskju með alvöru samúð.“ Þetta er ekki í fyrsta sinn sem White gagnrýnir Trump og félaga, hann hefur ítrekað baunað á forsetann síðustu mánuði og gagnrýnt Trump fyrir embættisverk hans. Trump hefur sömuleiðis verið duglegur að svara allri gagnrýni sem á hann kemur, ýmist sjálfur eða gegnum undirmenn sína.
Bandaríkin Donald Trump Tengdar fréttir Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Donald Trump Bandaríkjaforseti segist íhuga alvarlega að afturkalla ríkisborgararétt Rosie O'Donnell, grínista og sjónvarpskonu, eftir að hún gagnrýndi niðurskurð Bandaríkjastjórnar á veðurstofum í tengslum við banvæn flóð í Texas í júlí. 12. júlí 2025 21:27 Mest lesið Jólatónleikar eru ekki tónlist. Þeir eru neyðaraðgerð Gagnrýni Þetta gúggluðu Íslendingar á árinu Lífið Afþakka miðann til Vínar vinni þeir undankeppnina Tónlist Hvert er mest óþolandi orð íslenskunnar? Menning Pulp Fiction leikarinn Peter Greene látinn Bíó og sjónvarp Fréttatía vikunnar: Afsökunarbeiðni, fréttastef og blaðamannafundur Lífið Dick van Dyke á hundrað ára afmæli Bíó og sjónvarp Klámleikkona slapp með sekt og brottvísun Lífið Heigulsleg ákvörðun Rúv, hörundsárir listamenn og versta bók flóðsins Menning Róbert hættur við að mæta í hlaðvarp vegna viðtals við Albert Lífið Fleiri fréttir „Það eru forréttindi að eiga systur með Downs“ Fréttatía vikunnar: Afsökunarbeiðni, fréttastef og blaðamannafundur Þetta gúggluðu Íslendingar á árinu Klámleikkona slapp með sekt og brottvísun Grunaði strax að ókunnugur maður væri faðir vinkonu sinnar Róbert hættur við að mæta í hlaðvarp vegna viðtals við Albert Sannir Finnar lýsa yfir stuðningi við slaufuðu fegurðardrottninguna Innlit í glænýja mathöll í Smáralindinni Hanskar Gunna Nels, árituð ManU-treyja og Elli Egils á uppboði Húsið fallega í Eyjum komið langt á veg Sigurvegari Eurovision skilar bikarnum Krökkt af kempum í útgáfuhófi Óla Jó Framkvæmdastjóri Eurovision bregst við ákvörðun Íslands Svipt krúnunni eftir að hafa gert sig skáeygða Spígsporandi górilla á fyndnustu dýralífsmynd ársins Tóku áskoruninni og Joey Christ sver af sér sviðsetningu Opnar sig loksins um sambandið umtalaða Þetta þykja flottustu jólaskreytingarnar í miðborginni Listaverkin í World Class sem gjarnan hafa verið á milli tannanna á fólki Hvert er burðarþol íslensks almennings fyrir kjaftæði? Sjö tilnefndir til Íslensku þýðingarverðlaunanna Stærstu stjörnubrúðkaupin á árinu Skorar HúbbaBúbba á hólm: „Sá sem tapar þarf að hætta að gefa út tónlist“ Fannar og Snorri slógust þar til þeir stóðu nánast naktir eftir Höfundur Kaupalkabókanna látinn „Myndi gjarnan vilja að barnið mitt færi líka í heimsókn í mosku“ Einn tenóranna þriggja með tónleika í Hörpu í mars Alltaf til í flipp en nennir ekki að borða vondan mat „Ég nenni ekki að hlusta á 7. október rökstuðninginn enn og aftur“ Einhentar íslenskar vinkonur: „Eins og við hefðum þekkst alla ævi“ Sjá meira
Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Donald Trump Bandaríkjaforseti segist íhuga alvarlega að afturkalla ríkisborgararétt Rosie O'Donnell, grínista og sjónvarpskonu, eftir að hún gagnrýndi niðurskurð Bandaríkjastjórnar á veðurstofum í tengslum við banvæn flóð í Texas í júlí. 12. júlí 2025 21:27