Framboðið „verður að koma í ljós“ Silja Rún Sigurbjörnsdóttir skrifar 21. ágúst 2025 17:05 Sanna Magdalena Mörudóttir, borgarfulltrúi Sósíalista, sagði það hafa verið orðaleik að titla sig sem „sósíalískan borgarfulltrúa.“ Vísir/Ívar Fannar Borgarfulltrúi Sósíalistaflokksins hefur ekki ákveðið hvort hún bjóði sig fram fyrir flokkinn í komandi sveitastjórnarkosningum. Mikið hefur gengið á innan stjórnar flokksins eftir stjórnarskipti í vor. Hún segist opin fyrir samtali um samstarf við aðra flokka. Það vakti athygli blaðamanns þegar Sanna Magdalena Mörtudóttir, borgarfulltrúi Sósíalistaflokksins, titlaði sig sem „sósíalískur borgarfulltrúi“ í aðsendri skoðanagrein á Vísi. „Ég var bara að leika mér með orðalag,“ segir Sanna í samtali við fréttastofu. „Ég er hluti af þessum framboði sem náði inn þó það sé augljóst hver skoðun mín er á núverandi stjórn.“ Mikið hefur gengið á í flokknum í sumar eftir að ný framkvæmdastjórn Sósíalistaflokksins var kjörin. Gunnar Smári Egilsson, fyrrverandi forseti framkvæmdastjórnar flokksins, hlaut ekki kjör þar sem hópur stillti sér upp gegn honum. Sjá nánar: Gunnar Smári féll í stjórnarkjör: Úrsagnir og uppnám á aðalfundi Sósíalistaflokksins Sanna var endurkjörin pólitískur leiðtogi flokksins en sagði sig frá öllum trúnaðarstörfum innan flokksins eftir áðurnefndan fund. Þá sagði hún nýju forystuna stefna í ranga átt. Hún segist ekki hafa tekið ákvörðun um hvort hún ætli að bjóða sig fram í sveitastjórnarkosningunum sem nálgast óðum. Þær fara fram 16. maí, sama dag og úrslitakvöld Eurovision. Þannig, ef þú myndir bjóða þig fram í komandi sveitastjórnarkosningum þá væri það fyrir Sósíalistaflokkinn? „Það verður að koma í ljós, ég hef ekki tekið ákvörðun.“ Sjálfsagt að ræða samstarf Svandís Svavarsdóttir, formaður Vinstri grænna, hefur sagst vera að skoða samstarf við aðra flokka fyrir komandi kosningar. „Mér finnst sjálfsagt að ræða hvort að það gæti gengið upp, mér fyndist eðlilegt og sjálfsagt að ræða það,“ segir Sanna. „Mér fyndist athyglisvert ef við gætum komið á einhverjum vettvangi þar sem að kjósendur sem aðhyllast sömu hugmyndir geti rætt saman.“ Engin formleg skref hafa verið tekin en að sögn Sönnu hafa Píratar verið nefndir en hún hafi sjálf ekki tekið þátt í slíkum samtölum. Hún vill efla grasrót flokkanna og koma af stað samtali. „Auðvitað er maður að heyra í fólki úr öðrum flokkum, það hefur átt sér stað, en það þarf að fara fram meira samtal um þetta,“ segir Sanna. „Það er mikið verið að spyrja mig þau sem að leiða störfin rir sína flokkanna hvernig ég sjái framtíðina fyrir mér. Mér fyndist svo athyglisvert og mikilvægt að heyra hvað grasrót flokkanna er að segja og ég vil heyra frá þeim.“ Sósíalistaflokkurinn Sveitarstjórnarkosningar 2026 Borgarstjórn Reykjavík Mest lesið Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Innlent Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Innlent Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Innlent Dæmdur í tuttugu og sjö ára fangelsi fyrir valdaránstilraun Erlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Innlent Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Innlent Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Erlent Samdráttur eftir fjögurra ára vaxtarskeið Innlent Fleiri fréttir Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Samdráttur eftir fjögurra ára vaxtarskeið Samfélagslegur sparnaður vegna herferðar rúmlega 700 milljónir Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Kaldavatnslaust í hluta Laugardalsins Stefán Einar og Sigmar ræða skautun í kjölfar voðaverks Fjórtán geta búist við sekt Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla „Þetta eru ekki góðar móttökur“ E.Coli staðfest í neysluvatninu á Stöðvarfirði „Froðuhagnaður“ Félagsbústaða haldi borginni á floti Launahækkanir þungur baggi á borginni Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Fjörugar umræður um fjárlög: Hóflegur útgjaldavöxtur, vonbrigði eða della? Fjárlögin litlaus líkt og hann sjálfur Tekist á um fjárlagafrumvarpið og morðið á Charlie Kirk Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Bein útsending: Daði Már mælir fyrir fjárlögum næsta árs Ofbeldi foreldra gegn börnum jókst um nær helming 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Ákall um íslenskukennslu: „Oft var þörf en nú er nauðsyn“ Vilja styttu af Gunnari í Gunnarsbrekku Líkamsárás og skartgripaþjófnaður Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Quang Le stefnir Landsbankanum Sjá meira
Það vakti athygli blaðamanns þegar Sanna Magdalena Mörtudóttir, borgarfulltrúi Sósíalistaflokksins, titlaði sig sem „sósíalískur borgarfulltrúi“ í aðsendri skoðanagrein á Vísi. „Ég var bara að leika mér með orðalag,“ segir Sanna í samtali við fréttastofu. „Ég er hluti af þessum framboði sem náði inn þó það sé augljóst hver skoðun mín er á núverandi stjórn.“ Mikið hefur gengið á í flokknum í sumar eftir að ný framkvæmdastjórn Sósíalistaflokksins var kjörin. Gunnar Smári Egilsson, fyrrverandi forseti framkvæmdastjórnar flokksins, hlaut ekki kjör þar sem hópur stillti sér upp gegn honum. Sjá nánar: Gunnar Smári féll í stjórnarkjör: Úrsagnir og uppnám á aðalfundi Sósíalistaflokksins Sanna var endurkjörin pólitískur leiðtogi flokksins en sagði sig frá öllum trúnaðarstörfum innan flokksins eftir áðurnefndan fund. Þá sagði hún nýju forystuna stefna í ranga átt. Hún segist ekki hafa tekið ákvörðun um hvort hún ætli að bjóða sig fram í sveitastjórnarkosningunum sem nálgast óðum. Þær fara fram 16. maí, sama dag og úrslitakvöld Eurovision. Þannig, ef þú myndir bjóða þig fram í komandi sveitastjórnarkosningum þá væri það fyrir Sósíalistaflokkinn? „Það verður að koma í ljós, ég hef ekki tekið ákvörðun.“ Sjálfsagt að ræða samstarf Svandís Svavarsdóttir, formaður Vinstri grænna, hefur sagst vera að skoða samstarf við aðra flokka fyrir komandi kosningar. „Mér finnst sjálfsagt að ræða hvort að það gæti gengið upp, mér fyndist eðlilegt og sjálfsagt að ræða það,“ segir Sanna. „Mér fyndist athyglisvert ef við gætum komið á einhverjum vettvangi þar sem að kjósendur sem aðhyllast sömu hugmyndir geti rætt saman.“ Engin formleg skref hafa verið tekin en að sögn Sönnu hafa Píratar verið nefndir en hún hafi sjálf ekki tekið þátt í slíkum samtölum. Hún vill efla grasrót flokkanna og koma af stað samtali. „Auðvitað er maður að heyra í fólki úr öðrum flokkum, það hefur átt sér stað, en það þarf að fara fram meira samtal um þetta,“ segir Sanna. „Það er mikið verið að spyrja mig þau sem að leiða störfin rir sína flokkanna hvernig ég sjái framtíðina fyrir mér. Mér fyndist svo athyglisvert og mikilvægt að heyra hvað grasrót flokkanna er að segja og ég vil heyra frá þeim.“
Sósíalistaflokkurinn Sveitarstjórnarkosningar 2026 Borgarstjórn Reykjavík Mest lesið Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Innlent Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Innlent Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Innlent Dæmdur í tuttugu og sjö ára fangelsi fyrir valdaránstilraun Erlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Innlent Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Innlent Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Erlent Samdráttur eftir fjögurra ára vaxtarskeið Innlent Fleiri fréttir Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Samdráttur eftir fjögurra ára vaxtarskeið Samfélagslegur sparnaður vegna herferðar rúmlega 700 milljónir Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Kaldavatnslaust í hluta Laugardalsins Stefán Einar og Sigmar ræða skautun í kjölfar voðaverks Fjórtán geta búist við sekt Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla „Þetta eru ekki góðar móttökur“ E.Coli staðfest í neysluvatninu á Stöðvarfirði „Froðuhagnaður“ Félagsbústaða haldi borginni á floti Launahækkanir þungur baggi á borginni Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Fjörugar umræður um fjárlög: Hóflegur útgjaldavöxtur, vonbrigði eða della? Fjárlögin litlaus líkt og hann sjálfur Tekist á um fjárlagafrumvarpið og morðið á Charlie Kirk Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Bein útsending: Daði Már mælir fyrir fjárlögum næsta árs Ofbeldi foreldra gegn börnum jókst um nær helming 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Ákall um íslenskukennslu: „Oft var þörf en nú er nauðsyn“ Vilja styttu af Gunnari í Gunnarsbrekku Líkamsárás og skartgripaþjófnaður Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Quang Le stefnir Landsbankanum Sjá meira