Hvað er mikilvægast að hafa í huga fyrir Reykjavíkurmaraþonið? Ágúst Orri Arnarson skrifar 22. ágúst 2025 12:31 Íslandsmethafinn Hlynur Andrésson gefur hlaupurum heilráð. vísir Rúmlega fimmtán þúsund manns munu reima á sig hlaupaskóna og taka þátt í Reykjavíkurmaraþoninu á morgun. Vísir ræddi við Íslandsmethafann í maraþoni um það helsta sem hlauparar þurfa að hafa í huga á morgun. Hlynur Andrésson á Íslandsmetið í maraþoni og stefnir á að setja brautarmet í Reykjavíkurmaraþoninu á morgun með því að hlaupa maraþon á minna en tveimur klukkutímum og sautján mínútum. En hvað er mikilvægast fyrir hinn almenna hlaupara að hafa í huga? Ekki gera neitt nýtt „Mikilvægast er að gera ekkert nýtt á hlaupadeginum“ segir Hlynur og nefnir þar nokkur dæmi. „Notaðu sömu skó og þú hefur notað, ekki fara í glænýja skó. Borðaðu eitthvað sem þú veist að fer vel í magann, eitthvað sem þú hefur verið að vinna með áður. Ef þú lendir í erfiðleikum, vertu í mómentinu og ekki hugsa: Æ, ég á svo langt eftir. Bara hugsa um eitt skref í einu og einn kílómeter í einu.“ Hlynur segir ekkert heilagt í matarmálum fyrir hlaup, mikilvægast sé bara að borða mat sem maður er vanur að borða og fer vel í magann, en hann mælir með að borða kolvetnisríkan mat og minnka trefjainntöku svo maturinn sé auðmeltur. Sjá einnig: Veðrið sem hlaupararnir geta búist við Metfjöldi mun taka þátt í Reykjavíkurmaraþoninu í ár. vísir Gelin nauðsynleg í lengri hlaupum Þá segir Hlynur að orkugel geti komið að góðum notum og séu í raun nauðsynleg í lengri hlaupum. „Um leið og hlaupið er orðið lengra en klukkutími þá þarf að huga að næringu í hlaupi. Það getur hjálpað og sérstaklega í maraþoni. Það getur skipt sköpum að hafa eitt eða tvö gel með, ef maður verður orkulaus.“ Aðalmálið að klára hlaupið Hlauparar í Reykjavíkurmaraþoninu leggja oft af stað með háleit markmið, en þau ganga ekki endilega alltaf upp. „Ef hlutirnir eru ekki að ganga upp, ekki hugsa að dagurinn sé ónýtur. Vertu með þrjú markmið og þriðja markmiðið er þá bara að klára. Þú getur verið með háleitt markmið, raunhæft markmið og svo bara markmið að klára. Það hjálpar fólki að komast í gegnum daginn. Þú ert alltaf sáttari ef þú klárar en ef þú hættir“ segir Hlynur. Gleðin er alltaf mikil þegar í mark er komið.vísir Almenn ráð Að lokum var Hlynur spurður um almenn heilráð fyrir hlaupara, það getur verið gott að setja vaselín á geirvörturnar og hvað fleira? „Já, vaselínið getur hjálpað, sérstaklega í lengri vegalengdunum“ segir Hlynur og hlær. „En svona almennt er mikilvægast að vera jákvæður og reyna að hafa gaman“ segir Hlynur. Klippa: Heilráð Hlyns Andréssonar fyrir Reykjavíkurmaraþonið Hlaup Reykjavíkurmaraþon Tengdar fréttir „Bara heilt maraþon eftir, þá er ég búinn með þrennuna“ Hlynur Andrésson varð um helgina sá fyrsti til að hlaupa tíu kílómetra hér á landi á minna en hálftíma. Hann segir það hafa verið góðan undirbúning fyrir stóra markmiðið, að setja brautarmet í Reykjavíkurmaraþoninu um næstu helgi. Met sem hefur staðið óhreyft í rúm þrjátíu ár. 20. ágúst 2025 11:01 Mest lesið Hafþór Júlíus keppir á „Steraleikunum“ Sport Arsenal með sex stiga forskot eftir blautan slag Enski boltinn Víkingar fundu nýtt nafn á íþróttasvæði sitt í Safamýri Sport Svekktur að fá ekki leyfi til að taka við ÍBV Íslenski boltinn Tvenna frá Sesko dugði United skammt Enski boltinn Feginn að vera fluttur heim úr fátækrahverfinu í Kína Íslenski boltinn Alfreð hættur hjá Breiðabliki Íslenski boltinn Hversu lengi þolir Liverpool-fólk þennan hundleiðinlega fótbolta? Enski boltinn Sjáðu lætin í lokin: „Þetta var algjörlega til skammar“ Enski boltinn Uppgjörið: ÍA - Grindavík 91-94 | Toppliðið heldur áfram eftir háspennu Körfubolti Fleiri fréttir „Gabi vildi ekki gera honum neitt slæmt“ Rúnar Ingi: „Kæfðu okkar stemningu og völtuðu yfir okkur“ Sjáðu lætin í lokin: „Þetta var algjörlega til skammar“ Mikael krækti í víti og var grátlega nærri sigri á Milan Steinar: Virðingarleysi sem smitast „Erum búnir að sjá þetta milljón sinnum“ Uppgjörið: Valur - Stjarnan 102-105 | Gestirnir héldu út Arsenal með sex stiga forskot eftir blautan slag Uppgjörið: ÍA - Grindavík 91-94 | Toppliðið heldur áfram eftir háspennu Alfreð hafði betur gegn Degi í troðfullu húsi „Þessi frammistaða breytir ekki getunni í liðinu“ Þórir: Það eru bara allir að berjast Real bjó til El Clásico úrslitaleik PSG bætti við titli eftir vító og hádramatík Hilmar Smári kvaddur í Litáen Lið Arsenal og Liverpool: Enginn Ekitike í stórleiknum Uppgjörið: KR- Ármann 102-93 | KR náði í sigur í kaflaskiptum leik Uppgjörið: ÍR - Njarðvík 84-59 | ÍR-ingar byrja árið vel Snjóbylur gæti lengt jólafrí liða í þýska boltanum Kudus bætir gráu ofan á svart Birta eltir ástina og semur við Genoa Íslenski læknirinn hjá sænska landsliðinu bjartsýnn á að Palicka verði með Júlíus Mar seldur til Kristiansund Fyrirliði Tottenham virtist ásaka stjórnendur félagsins um lygar Hafnaði Val og fer heim til Eyja Vandræðalegt víti: „Hvað var þetta?“ Sakfelldur fyrir að framleiða barnaníðsefni en fer ekki í fangelsi „Við erum meistarar, ekki þeir“ Nýfæddur sonur Stefáns Teits tefur félagaskiptin Bæði Blikaliðin fá sánuklefa fyrir komandi tímabil Sjá meira
Hlynur Andrésson á Íslandsmetið í maraþoni og stefnir á að setja brautarmet í Reykjavíkurmaraþoninu á morgun með því að hlaupa maraþon á minna en tveimur klukkutímum og sautján mínútum. En hvað er mikilvægast fyrir hinn almenna hlaupara að hafa í huga? Ekki gera neitt nýtt „Mikilvægast er að gera ekkert nýtt á hlaupadeginum“ segir Hlynur og nefnir þar nokkur dæmi. „Notaðu sömu skó og þú hefur notað, ekki fara í glænýja skó. Borðaðu eitthvað sem þú veist að fer vel í magann, eitthvað sem þú hefur verið að vinna með áður. Ef þú lendir í erfiðleikum, vertu í mómentinu og ekki hugsa: Æ, ég á svo langt eftir. Bara hugsa um eitt skref í einu og einn kílómeter í einu.“ Hlynur segir ekkert heilagt í matarmálum fyrir hlaup, mikilvægast sé bara að borða mat sem maður er vanur að borða og fer vel í magann, en hann mælir með að borða kolvetnisríkan mat og minnka trefjainntöku svo maturinn sé auðmeltur. Sjá einnig: Veðrið sem hlaupararnir geta búist við Metfjöldi mun taka þátt í Reykjavíkurmaraþoninu í ár. vísir Gelin nauðsynleg í lengri hlaupum Þá segir Hlynur að orkugel geti komið að góðum notum og séu í raun nauðsynleg í lengri hlaupum. „Um leið og hlaupið er orðið lengra en klukkutími þá þarf að huga að næringu í hlaupi. Það getur hjálpað og sérstaklega í maraþoni. Það getur skipt sköpum að hafa eitt eða tvö gel með, ef maður verður orkulaus.“ Aðalmálið að klára hlaupið Hlauparar í Reykjavíkurmaraþoninu leggja oft af stað með háleit markmið, en þau ganga ekki endilega alltaf upp. „Ef hlutirnir eru ekki að ganga upp, ekki hugsa að dagurinn sé ónýtur. Vertu með þrjú markmið og þriðja markmiðið er þá bara að klára. Þú getur verið með háleitt markmið, raunhæft markmið og svo bara markmið að klára. Það hjálpar fólki að komast í gegnum daginn. Þú ert alltaf sáttari ef þú klárar en ef þú hættir“ segir Hlynur. Gleðin er alltaf mikil þegar í mark er komið.vísir Almenn ráð Að lokum var Hlynur spurður um almenn heilráð fyrir hlaupara, það getur verið gott að setja vaselín á geirvörturnar og hvað fleira? „Já, vaselínið getur hjálpað, sérstaklega í lengri vegalengdunum“ segir Hlynur og hlær. „En svona almennt er mikilvægast að vera jákvæður og reyna að hafa gaman“ segir Hlynur. Klippa: Heilráð Hlyns Andréssonar fyrir Reykjavíkurmaraþonið
Hlaup Reykjavíkurmaraþon Tengdar fréttir „Bara heilt maraþon eftir, þá er ég búinn með þrennuna“ Hlynur Andrésson varð um helgina sá fyrsti til að hlaupa tíu kílómetra hér á landi á minna en hálftíma. Hann segir það hafa verið góðan undirbúning fyrir stóra markmiðið, að setja brautarmet í Reykjavíkurmaraþoninu um næstu helgi. Met sem hefur staðið óhreyft í rúm þrjátíu ár. 20. ágúst 2025 11:01 Mest lesið Hafþór Júlíus keppir á „Steraleikunum“ Sport Arsenal með sex stiga forskot eftir blautan slag Enski boltinn Víkingar fundu nýtt nafn á íþróttasvæði sitt í Safamýri Sport Svekktur að fá ekki leyfi til að taka við ÍBV Íslenski boltinn Tvenna frá Sesko dugði United skammt Enski boltinn Feginn að vera fluttur heim úr fátækrahverfinu í Kína Íslenski boltinn Alfreð hættur hjá Breiðabliki Íslenski boltinn Hversu lengi þolir Liverpool-fólk þennan hundleiðinlega fótbolta? Enski boltinn Sjáðu lætin í lokin: „Þetta var algjörlega til skammar“ Enski boltinn Uppgjörið: ÍA - Grindavík 91-94 | Toppliðið heldur áfram eftir háspennu Körfubolti Fleiri fréttir „Gabi vildi ekki gera honum neitt slæmt“ Rúnar Ingi: „Kæfðu okkar stemningu og völtuðu yfir okkur“ Sjáðu lætin í lokin: „Þetta var algjörlega til skammar“ Mikael krækti í víti og var grátlega nærri sigri á Milan Steinar: Virðingarleysi sem smitast „Erum búnir að sjá þetta milljón sinnum“ Uppgjörið: Valur - Stjarnan 102-105 | Gestirnir héldu út Arsenal með sex stiga forskot eftir blautan slag Uppgjörið: ÍA - Grindavík 91-94 | Toppliðið heldur áfram eftir háspennu Alfreð hafði betur gegn Degi í troðfullu húsi „Þessi frammistaða breytir ekki getunni í liðinu“ Þórir: Það eru bara allir að berjast Real bjó til El Clásico úrslitaleik PSG bætti við titli eftir vító og hádramatík Hilmar Smári kvaddur í Litáen Lið Arsenal og Liverpool: Enginn Ekitike í stórleiknum Uppgjörið: KR- Ármann 102-93 | KR náði í sigur í kaflaskiptum leik Uppgjörið: ÍR - Njarðvík 84-59 | ÍR-ingar byrja árið vel Snjóbylur gæti lengt jólafrí liða í þýska boltanum Kudus bætir gráu ofan á svart Birta eltir ástina og semur við Genoa Íslenski læknirinn hjá sænska landsliðinu bjartsýnn á að Palicka verði með Júlíus Mar seldur til Kristiansund Fyrirliði Tottenham virtist ásaka stjórnendur félagsins um lygar Hafnaði Val og fer heim til Eyja Vandræðalegt víti: „Hvað var þetta?“ Sakfelldur fyrir að framleiða barnaníðsefni en fer ekki í fangelsi „Við erum meistarar, ekki þeir“ Nýfæddur sonur Stefáns Teits tefur félagaskiptin Bæði Blikaliðin fá sánuklefa fyrir komandi tímabil Sjá meira
„Bara heilt maraþon eftir, þá er ég búinn með þrennuna“ Hlynur Andrésson varð um helgina sá fyrsti til að hlaupa tíu kílómetra hér á landi á minna en hálftíma. Hann segir það hafa verið góðan undirbúning fyrir stóra markmiðið, að setja brautarmet í Reykjavíkurmaraþoninu um næstu helgi. Met sem hefur staðið óhreyft í rúm þrjátíu ár. 20. ágúst 2025 11:01