„Versti tíminn, allra versti tíminn“ Tómas Arnar Þorláksson skrifar 22. ágúst 2025 19:32 Pósturinn með frá og með mánudeginum ekki sinna vörusendingum til Bandaríkjanna. vísir/ernir Íslenskur áfengisframleiðandi neyðist til að loka vefverslun sinni eftir að Íslandspóstur tilkynnti að hann muni hætta vörusendingum til Bandaríkjanna frá og með mánudeginum. Eigandi nammi.is kveðst einnig áhyggjufullur og segir breytinguna koma á versta mögulega tíma. Íslandspóstur mun á mánudag hætta að taka við vörusendingum sem á að senda til Bandaríkjanna. Fyrirkomulagi tollafgreiðslu vestanhafs var breytt með skömmum fyrirvara eftir að fimmtán prósent tollur var lagður á allar vörur frá Íslandi til Bandaríkjanna. Forstjóri Póstsins sagði vandamálið vera tæknilegt en vegna nýju reglnanna þurfa flutningsaðilar að innheimta tollinn sem sé óvenjulegt að hennar mati. Þrátt fyrir þetta eru enn flutningafyrirtæki á Íslandi sem ætla að halda vöruflutningi til Bandaríkjanna áfram. Halda ótrauð áfram að senda til Bandaríkjanna „Við teljum okkur geta haldið áfram. Við höfum farið vel yfir málin og ætlum ða halda ótrauð áfram. Okkar kerfi eiga að ráða við þetta. Við náttúrulega erum bara með mjög alþjóðlegt og öflugt kerfi í öllum löndum heimsins og tölvukerfin okkar eru þess eðlis að við eigum að geta náð utan um þessi atriði,“ segir Mikael Grétarsson framkvæmdastjóri DHL. Búist þið við enn meiri viðskiptum? „Það mun náttúrulega koma í ljós. En já. Við vonum að sem flestir séu til í að versla við okkur.“ Leggja vefverslunina niður að öllu óbreyttu Ýmiss smærri og meðalstór fyrirtæki hér á landi nýta þjónustu Póstsins en þar á meðal er áfengisframleiðandinn Hovdenak Distillery. Hvað er sala til Bandaríkjanna stór hluti af sölunni á netversluninni hjá ykkur? „Það er 90 til 95 prósent. Ef að þetta verður viðvarandi ástand þá þurfum við bara að loka netversluninni. Við þurfum ekki að loka verksmiðjunni eða eitthvað þannig en þetta rekur vefverslunina,“ sagði Hákon Freyr Hovdenak, eigandi Hovdenak Distillery. Hann segir önnur flutningafyrirtæki ekki koma til greina. „Við höfum reynt að nota aðra flutningsaðila en það hefur ekki gengið vel að nota þá.“ Segir Trump skipta um skoðun daglega Sófus Gústavsson, eigandi nammi.is, segist einnig hafa miklar áhyggjur vegna stöðunnar. „Við erum með um það bil 80 prósent af okkar útflutningi til Bandaríkjanna en ekki allt með póstinum. Við erum að nota DHL líka. Pósturinn er með frekar stóran bita hjá okkur. Þeir eru með bestu verðin í smápökkunum. Kannski það sem við höfum mestar áhyggjur af er þetta tímabil. Við erum að tala um stærsta sölutímabilið. Það eru jólin og það eru allir þessi útsöludagar,“ segir hann og bætir við að þau ætluðu að vera með tilboðsviku núna í byrjun september sem þau neyðist nú til að fella niður. Svo þetta hefði ekki getað komið á verri tíma? „Nei þetta er versti tíminn, allra versti tíminn.“ Ertu vongóður að þetta breytist aftur í fyrra horf? „Mér sýnist nú Trump breyta skoðunum sínum daglega. Vonandi breytir hann þessu strax á morgun eða mánudaginn svo það verði ekkert af þessu.“ Pósturinn Bandaríkin Donald Trump Skattar og tollar Áfengi Mest lesið Óttast hópuppsögn sem samsvarar sextán þúsund höfuðborgarbúum Innlent Upplifa sig líkt og strandaglópa innan eigin hverfis Innlent Barnaverndarmál vekur umræður um óhefðbundinn lífstíl Erlent Noti heimilistæki, millifærslur og Alexu til að áreita og beita ofbeldi Innlent Fannst lifandi í kistu í líkbrennslu Erlent Stórhættuleg eiturlyf flæða til landsins í sögulegu magni Innlent Tillögurnar taka breytingum og telja nú nítján atriði í stað 28 Erlent Franski fjar-hægrimaðurinn mælist sigurstranglegastur Erlent Þúsundir barna á „alræmdum“ biðlistum í brotnu kerfi Innlent Ítalski baróninn lagði landeigendur Innlent Fleiri fréttir Vonbrigði með Norðurál og aðför að fjölmiðlafrelsi Ítalski baróninn lagði landeigendur Sendi yfirvöldum undirskriftir vegna Fjarðarheiðarganga Noti heimilistæki, millifærslur og Alexu til að áreita og beita ofbeldi Þúsundir barna á „alræmdum“ biðlistum í brotnu kerfi Upplifa sig líkt og strandaglópa innan eigin hverfis Óttast hópuppsögn sem samsvarar sextán þúsund höfuðborgarbúum Dæmi um að íslenskir áhrifavaldar mæli með fæðingu án aðstoðar Sjúkrahúsið geti ekki sinnt lögbundinni skyldu Lögreglan fylgdist með grunnskólum Stórhættuleg eiturlyf flæða til landsins í sögulegu magni Innflutningur á stórhættulegu efni eykst og gremja vegna bílastæða Símtalið hafi verið ábyrgðarlaust og óraunhæft Vilja koma á fót nýrri stofnun fyrir fólk sem þarf að sæta öryggisráðstöfunum Reistu vörðu til minningar um Sigurð Kristófer við slysstað Svakalegur lax á Snæfellsnesi „Við verðum að hafa þetta betur niðurnjörvað“ Pétur hættur sem forstjóri Reykjalundar Furðar sig á kröfu Fjölmiðlanefndar: „Ég er bara lobbíisti eigin skoðana“ Allir bílarnir ónýtir og mildi að ekki fór verr Æ fleiri falla fyrir svikum úr enn fleiri áttum Hópslys í hálkunni og netsvindlarar sækja í sig veðrið Var tilbúinn að taka hálsæð Kourani í sundur með lykli Mótorkrossiðkun barna sé í uppnámi vegna vörugjalda Lést í brúðkaupsferð á Íslandi Minnst 49 arnarungar komust á legg í sumar Drónar, buggy- og snjóbíll nýttust við björgun göngufólks Líkamsárásir og grunur um íkveikju í kjallara Allt að átta stiga frost og él á stöku stað Sumarævintýri íslenskrar stúlku á Ítalíu breyttist í martröð Sjá meira
Íslandspóstur mun á mánudag hætta að taka við vörusendingum sem á að senda til Bandaríkjanna. Fyrirkomulagi tollafgreiðslu vestanhafs var breytt með skömmum fyrirvara eftir að fimmtán prósent tollur var lagður á allar vörur frá Íslandi til Bandaríkjanna. Forstjóri Póstsins sagði vandamálið vera tæknilegt en vegna nýju reglnanna þurfa flutningsaðilar að innheimta tollinn sem sé óvenjulegt að hennar mati. Þrátt fyrir þetta eru enn flutningafyrirtæki á Íslandi sem ætla að halda vöruflutningi til Bandaríkjanna áfram. Halda ótrauð áfram að senda til Bandaríkjanna „Við teljum okkur geta haldið áfram. Við höfum farið vel yfir málin og ætlum ða halda ótrauð áfram. Okkar kerfi eiga að ráða við þetta. Við náttúrulega erum bara með mjög alþjóðlegt og öflugt kerfi í öllum löndum heimsins og tölvukerfin okkar eru þess eðlis að við eigum að geta náð utan um þessi atriði,“ segir Mikael Grétarsson framkvæmdastjóri DHL. Búist þið við enn meiri viðskiptum? „Það mun náttúrulega koma í ljós. En já. Við vonum að sem flestir séu til í að versla við okkur.“ Leggja vefverslunina niður að öllu óbreyttu Ýmiss smærri og meðalstór fyrirtæki hér á landi nýta þjónustu Póstsins en þar á meðal er áfengisframleiðandinn Hovdenak Distillery. Hvað er sala til Bandaríkjanna stór hluti af sölunni á netversluninni hjá ykkur? „Það er 90 til 95 prósent. Ef að þetta verður viðvarandi ástand þá þurfum við bara að loka netversluninni. Við þurfum ekki að loka verksmiðjunni eða eitthvað þannig en þetta rekur vefverslunina,“ sagði Hákon Freyr Hovdenak, eigandi Hovdenak Distillery. Hann segir önnur flutningafyrirtæki ekki koma til greina. „Við höfum reynt að nota aðra flutningsaðila en það hefur ekki gengið vel að nota þá.“ Segir Trump skipta um skoðun daglega Sófus Gústavsson, eigandi nammi.is, segist einnig hafa miklar áhyggjur vegna stöðunnar. „Við erum með um það bil 80 prósent af okkar útflutningi til Bandaríkjanna en ekki allt með póstinum. Við erum að nota DHL líka. Pósturinn er með frekar stóran bita hjá okkur. Þeir eru með bestu verðin í smápökkunum. Kannski það sem við höfum mestar áhyggjur af er þetta tímabil. Við erum að tala um stærsta sölutímabilið. Það eru jólin og það eru allir þessi útsöludagar,“ segir hann og bætir við að þau ætluðu að vera með tilboðsviku núna í byrjun september sem þau neyðist nú til að fella niður. Svo þetta hefði ekki getað komið á verri tíma? „Nei þetta er versti tíminn, allra versti tíminn.“ Ertu vongóður að þetta breytist aftur í fyrra horf? „Mér sýnist nú Trump breyta skoðunum sínum daglega. Vonandi breytir hann þessu strax á morgun eða mánudaginn svo það verði ekkert af þessu.“
Pósturinn Bandaríkin Donald Trump Skattar og tollar Áfengi Mest lesið Óttast hópuppsögn sem samsvarar sextán þúsund höfuðborgarbúum Innlent Upplifa sig líkt og strandaglópa innan eigin hverfis Innlent Barnaverndarmál vekur umræður um óhefðbundinn lífstíl Erlent Noti heimilistæki, millifærslur og Alexu til að áreita og beita ofbeldi Innlent Fannst lifandi í kistu í líkbrennslu Erlent Stórhættuleg eiturlyf flæða til landsins í sögulegu magni Innlent Tillögurnar taka breytingum og telja nú nítján atriði í stað 28 Erlent Franski fjar-hægrimaðurinn mælist sigurstranglegastur Erlent Þúsundir barna á „alræmdum“ biðlistum í brotnu kerfi Innlent Ítalski baróninn lagði landeigendur Innlent Fleiri fréttir Vonbrigði með Norðurál og aðför að fjölmiðlafrelsi Ítalski baróninn lagði landeigendur Sendi yfirvöldum undirskriftir vegna Fjarðarheiðarganga Noti heimilistæki, millifærslur og Alexu til að áreita og beita ofbeldi Þúsundir barna á „alræmdum“ biðlistum í brotnu kerfi Upplifa sig líkt og strandaglópa innan eigin hverfis Óttast hópuppsögn sem samsvarar sextán þúsund höfuðborgarbúum Dæmi um að íslenskir áhrifavaldar mæli með fæðingu án aðstoðar Sjúkrahúsið geti ekki sinnt lögbundinni skyldu Lögreglan fylgdist með grunnskólum Stórhættuleg eiturlyf flæða til landsins í sögulegu magni Innflutningur á stórhættulegu efni eykst og gremja vegna bílastæða Símtalið hafi verið ábyrgðarlaust og óraunhæft Vilja koma á fót nýrri stofnun fyrir fólk sem þarf að sæta öryggisráðstöfunum Reistu vörðu til minningar um Sigurð Kristófer við slysstað Svakalegur lax á Snæfellsnesi „Við verðum að hafa þetta betur niðurnjörvað“ Pétur hættur sem forstjóri Reykjalundar Furðar sig á kröfu Fjölmiðlanefndar: „Ég er bara lobbíisti eigin skoðana“ Allir bílarnir ónýtir og mildi að ekki fór verr Æ fleiri falla fyrir svikum úr enn fleiri áttum Hópslys í hálkunni og netsvindlarar sækja í sig veðrið Var tilbúinn að taka hálsæð Kourani í sundur með lykli Mótorkrossiðkun barna sé í uppnámi vegna vörugjalda Lést í brúðkaupsferð á Íslandi Minnst 49 arnarungar komust á legg í sumar Drónar, buggy- og snjóbíll nýttust við björgun göngufólks Líkamsárásir og grunur um íkveikju í kjallara Allt að átta stiga frost og él á stöku stað Sumarævintýri íslenskrar stúlku á Ítalíu breyttist í martröð Sjá meira