Mikilvægi félagasamtaka og magnað maraþon Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar 22. ágúst 2025 21:29 Á morgun fer Reykjavíkurmaraþonið fram þar fjölmargir hlauparara safna áheitum til styrktar góðgerðarfélögum, minningasjóðum og einstaklingum sem stuðla að betra samfélagi. Þarna fá góð og þörf málefni kastljósið sem mörg hver eru á hendi félagasamtaka sem augljóslega eru mikils metin vegna jákvæðra áhrifa þeirra á samfélagið. Sjálfsbjörg lsh. er eitt þeirra félaga sem fá kastljósi beint að sér fyrir sín baráttumál, sem eru aðgengi, endurhæfing, hjálpartæki, bílastæðamál, bílastyrkjamál o.fl. Vegna félagsins er Kjarkur endurhæfing til, sem er mjög mikilvægt endurhæfingaúrræði og mörg sem hafa notið þar faglegrar og góðrar endurhæfingar. P-merki eru til vegna baráttu Sjálfsbjargar og þá hafa lög og reglugerðir tengd aðgengi að manngerðu húsnæði og umhverfi tekið breytingum til betri vegar vegna ábendinga og þrýstings frá Sjálfsbjörg í gegnum áratugina. Sömu sögu má segja um bifreiðastyrki fyrir hreyfihömluð og aðgengismál innan sveitarfélaga. Félagið er því dýrmætt öllu félagsfólki, og það er ekki síður dýrmætt öðrum þeim sem vilja samfélag þar sem öll hafa tækifæri til þátttöku á eigin forsendum. Það nefnilega veit engin hvað morgundagurinn ber í skauti sér. Um leið og ég óska góðgerðarfélögum og öllum hlaupurum sem safna áheitum, góðs gengis, þakka ég öllum þeim sem heitið hafa á hlaupara fyrir Sjálfsbjörg, og sérstaklega hlaupurunum sem valið hafa að leggja verkefnum Sjálfsbjargar lið. Njótum Menningarnætur og höfum kærleika og tillitssemi að leiðarljósi! Höfundur er formaður Sjálfsbjargar lsh. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Reykjavíkurmaraþon Félagasamtök Þuríður Harpa Sigurðardóttir Mest lesið Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun „Rússland hefur hins vegar ráðist inn í 19 ríki“ Einar Ólafsson Skoðun Jólahugvekja trans konu Arna Magnea Danks Skoðun Stóra myndin í fjárlögum Daði Már Kristófersson Skoðun Er pláss fyrir unga karlmenn í kvennaheimi? Hnikarr Bjarmi Franklínsson Skoðun Samsköttun, samnýting eða skattahækkun? Kristófer Már Maronsson Skoðun Jólagjöfin í ár Jón Pétur Zimsen Skoðun Á krossgötum í Atlantshafi Gunnar Pálsson Skoðun Erum við sérstökust í heimi? Jean-Rémi Chareyre Skoðun Jarðvegstilskipun Evrópu Anna María Ágústsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hvað ætlið þið að gera fyrir okkur Seyðfirðinga? Júlíana Björk Garðarsdóttir skrifar Skoðun Jarðvegstilskipun Evrópu Anna María Ágústsdóttir skrifar Skoðun Jólagjöfin í ár Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Samsköttun, samnýting eða skattahækkun? Kristófer Már Maronsson skrifar Skoðun Framkvæmdir við gatnamót Höfðabakka Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Á krossgötum í Atlantshafi Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Börnin fyrst – er framtíðarsýn Vestmannaeyja að fjara út? Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun Jólahugvekja trans konu Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Erum við sérstökust í heimi? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Gerum betur í borgarstjórn. Endurheimtum traust og bætum þjónustu við borgarbúa á öllum aldri Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Stóra myndin í fjárlögum Daði Már Kristófersson skrifar Skoðun „Rússland hefur hins vegar ráðist inn í 19 ríki“ Einar Ólafsson skrifar Skoðun Blessuð jólin, bókhaldið og börnin Kristín Lúðvíksdóttir skrifar Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson skrifar Skoðun Er pláss fyrir unga karlmenn í kvennaheimi? Hnikarr Bjarmi Franklínsson skrifar Skoðun Bréfið sem aldrei var skrifað Grímur Atlason skrifar Skoðun Hugleiðingar úr Dölum um framkomin drög að Samgönguáætlun 2026-2040 Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar Skoðun Íslensk ferðaþjónusta í nýju landslagi Ólína Laxdal skrifar Skoðun Sköpum öflugt, hafsækið atvinnulíf á viðskiptalegum forsendum! Gunnar Tryggvason skrifar Skoðun Hefurðu heyrt söguna? Ísak Hilmarsson skrifar Skoðun Teygjum okkur aðeins lengra Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Þingmenn raða sólstólum á Titanic Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hamarsvirkjun: Þegar horft er framhjá staðreyndum og lýðræði Ásrún Mjöll Stefánsdóttir skrifar Skoðun Réttlæti án sannleika er ekki réttlæti Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Spilakassar í skjóli mannúðar og björgunar Alma Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Traustur grunnur, ný tækifæri Svana Helen Björnsdóttir skrifar Skoðun Sanna sundrar vinstrinu Guðbergur Egill Eyjólfsson skrifar Skoðun Myndu ekki þurfa að flytja heim aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar áfengið rænir jólunum Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Skatta-Grýlan ógurlega Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Sjá meira
Á morgun fer Reykjavíkurmaraþonið fram þar fjölmargir hlauparara safna áheitum til styrktar góðgerðarfélögum, minningasjóðum og einstaklingum sem stuðla að betra samfélagi. Þarna fá góð og þörf málefni kastljósið sem mörg hver eru á hendi félagasamtaka sem augljóslega eru mikils metin vegna jákvæðra áhrifa þeirra á samfélagið. Sjálfsbjörg lsh. er eitt þeirra félaga sem fá kastljósi beint að sér fyrir sín baráttumál, sem eru aðgengi, endurhæfing, hjálpartæki, bílastæðamál, bílastyrkjamál o.fl. Vegna félagsins er Kjarkur endurhæfing til, sem er mjög mikilvægt endurhæfingaúrræði og mörg sem hafa notið þar faglegrar og góðrar endurhæfingar. P-merki eru til vegna baráttu Sjálfsbjargar og þá hafa lög og reglugerðir tengd aðgengi að manngerðu húsnæði og umhverfi tekið breytingum til betri vegar vegna ábendinga og þrýstings frá Sjálfsbjörg í gegnum áratugina. Sömu sögu má segja um bifreiðastyrki fyrir hreyfihömluð og aðgengismál innan sveitarfélaga. Félagið er því dýrmætt öllu félagsfólki, og það er ekki síður dýrmætt öðrum þeim sem vilja samfélag þar sem öll hafa tækifæri til þátttöku á eigin forsendum. Það nefnilega veit engin hvað morgundagurinn ber í skauti sér. Um leið og ég óska góðgerðarfélögum og öllum hlaupurum sem safna áheitum, góðs gengis, þakka ég öllum þeim sem heitið hafa á hlaupara fyrir Sjálfsbjörg, og sérstaklega hlaupurunum sem valið hafa að leggja verkefnum Sjálfsbjargar lið. Njótum Menningarnætur og höfum kærleika og tillitssemi að leiðarljósi! Höfundur er formaður Sjálfsbjargar lsh.
Skoðun Gerum betur í borgarstjórn. Endurheimtum traust og bætum þjónustu við borgarbúa á öllum aldri Magnea Marinósdóttir skrifar
Skoðun Hugleiðingar úr Dölum um framkomin drög að Samgönguáætlun 2026-2040 Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar
Skoðun Þingmenn raða sólstólum á Titanic Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Hamarsvirkjun: Þegar horft er framhjá staðreyndum og lýðræði Ásrún Mjöll Stefánsdóttir skrifar