Elísa langfyrst fyrir Magnús Mána: „Þessi dagur er fyrir hann“ Sindri Sverrisson skrifar 23. ágúst 2025 10:54 Elísa Kristinsdóttir fagnar eftir hlaupið magnaða í dag þegar hún kom langfyrst í mark í hálfmaraþoni Reykjavíkurmaraþonsins 2025. vísir/Viktor Hlaupakonan frábæra Elísa Kristinsdóttir vann afar öruggan sigur í hálfmaraþoni kvenna í Reykjavíkurmaraþoni Íslandsbanka í dag og kveðst hafa náð algjörum draumatíma þrátt fyrir mikinn vind. Elísa bætti enn við rós í hnappagat sitt með mögnuðu hlaupi í dag er hún kom langfyrst kvenna í mark í hálfmaraþoninu á 01:18:32 klukkustund. Íris Anna Skúladóttir kom næst á 01:21:57 og Fanney Þorbjörg Guðmundsdóttir varð þriðja á 01:26:11, aðeins átta sekúndum á undan Hildi Aðalsteinsdóttur. „Mér líður bara furðuvel. Þetta var geggjað. Ég var að horfa á undir 1:20 og 1:18 var bara í draumi,“ sagði Elísa glöð eftir sigurinn í dag. Viðtalið við hana, strax eftir hlaup, má sjá hér að neðan. Elísa fékk, líkt og Dagur Benediktsson sem vann hálfmaraþon karla, góða hjálp við að verjast miklum vindi í hlaupinu: „Við vorum grúppa saman nær allan tímann. Það var bara síðustu fimm kílómetrana sem ég hljóp ein. Það var mjög þægilegt að skiptast á að skýla því það var mikill vindur í dag. Það var bara geggjað,“ sagði Elísa sem fann góðan tímapunkt til að stinga af: „Ég ákvað að taka sénsinn. Mér leið mjög vel og vissi að ég gæti keyrt mjög vel niður í móti. Ég átti mikið inni þannig að ég ákvað bara að kýla á það og sjá hvað ég gæti,“ sagði Elísa sem er ein af þeim sem hlupu til styrktar hinum 15 ára gamla Magnúsi Mána sem glímt hefur við afleiðingar skelfilegrar veirusýkingar: „Ég er að hlaupa fyrir frábært málefni í dag. Magnús Mána. Hann er hetja dagsins. Hann er algjörlega magnaður og þessi dagur er fyrir hann.“ Hægt er að horfa á beina útsendingu frá Reykjavíkurmaraþoninu í greininni hér að neðan. Frjálsar íþróttir Reykjavíkurmaraþon Tengdar fréttir Magnaður sigur Dags í Vestratreyju: „Núna er bara stefnan sett á ÓL“ Dagur Benediktsson hljóp hraðast allra í æsispennandi hálfmaraþoni í Reykjavíkurmaraþoni Íslandsbanka í Reykjavík í dag. „Sæluvíma“ og „draumur“ sagði hann eftir komuna í mark. 23. ágúst 2025 10:31 Mest lesið Åge Hareide látinn Fótbolti Davíð sendir hjartnæma kveðju til Hareide Fótbolti „Er því miður kominn í jólafrí“ Handbolti Útilokar ekki breytingar: „Er klárlega líta í kringum mig“ Körfubolti Í fyrsta sinn rukkað inn á Fan Zone á HM Fótbolti Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Svona endaði Sambandsdeildin: Finnarnir áfram eftir jafntefli við Palace Fótbolti „Svo lengi sem það er ekki jákvæð og góð umfjöllun um okkur erum við sáttir“ Körfubolti „Ánægður að spila ekki betur en þetta en vinna samt“ Körfubolti Síðasta verkefni reyndist dýrt fyrir Sigvalda Handbolti Fleiri fréttir Í fyrsta sinn rukkað inn á Fan Zone á HM Davíð sendir hjartnæma kveðju til Hareide Útilokar ekki breytingar: „Er klárlega líta í kringum mig“ „Er því miður kominn í jólafrí“ Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 93-83 | Enn taplausir í Sláturhúsinu Svona endaði Sambandsdeildin: Finnarnir áfram eftir jafntefli við Palace Strasbourg - Breiðablik 3-1 | Hetjuleg barátta dugði skammt „Ánægður að spila ekki betur en þetta en vinna samt“ „Svo lengi sem það er ekki jákvæð og góð umfjöllun um okkur erum við sáttir“ „Hefðum þurft að hafa heppnina með okkur í liði“ ÍR - Valur 82-85 | Baráttusigur í Breiðholti „Sáttur að geta farið heim, borðað vel og fengið mér nokkra kalda“ „Þetta var mjög skrítinn leikur“ Haukakonur í fjórða sætið Tindastóll - KR 130-117 | Kláruðu gestina í seinni hálfleik Þór Þ. - Grindavík 94-106 | Baráttusigur gegn löskuðu liði Þórs Napoli í úrslit í Sádi-Arabíu KA/Þór - Valur 23-30 | Ótrúlegur viðsnúningur gestanna Åge Hareide látinn Ómar óstöðvandi og Magdeburg í undanúrslit Amorim vill Neves Benti á hinn íslenska Dan Burn „Eitt ótrúlegasta augnablik sem þú sérð í hvaða íþrótt sem er“ Mótið hálfnað og Guðrún Brá enn í góðri stöðu „Við þurfum bara að keyra á þetta“ Bróðir NFL-stjörnu stal bíl af NBA-stjörnu Segir Nóel Atla frábært dæmi um það þegar hlutirnir gangi upp Ómar Ingi fær meiri ábyrgð og tekur við kyndlinum af Aroni Ekkert stríð við Porto og einstakur Þorsteinn nítjándi maður Síðasta verkefni reyndist dýrt fyrir Sigvalda Sjá meira
Elísa bætti enn við rós í hnappagat sitt með mögnuðu hlaupi í dag er hún kom langfyrst kvenna í mark í hálfmaraþoninu á 01:18:32 klukkustund. Íris Anna Skúladóttir kom næst á 01:21:57 og Fanney Þorbjörg Guðmundsdóttir varð þriðja á 01:26:11, aðeins átta sekúndum á undan Hildi Aðalsteinsdóttur. „Mér líður bara furðuvel. Þetta var geggjað. Ég var að horfa á undir 1:20 og 1:18 var bara í draumi,“ sagði Elísa glöð eftir sigurinn í dag. Viðtalið við hana, strax eftir hlaup, má sjá hér að neðan. Elísa fékk, líkt og Dagur Benediktsson sem vann hálfmaraþon karla, góða hjálp við að verjast miklum vindi í hlaupinu: „Við vorum grúppa saman nær allan tímann. Það var bara síðustu fimm kílómetrana sem ég hljóp ein. Það var mjög þægilegt að skiptast á að skýla því það var mikill vindur í dag. Það var bara geggjað,“ sagði Elísa sem fann góðan tímapunkt til að stinga af: „Ég ákvað að taka sénsinn. Mér leið mjög vel og vissi að ég gæti keyrt mjög vel niður í móti. Ég átti mikið inni þannig að ég ákvað bara að kýla á það og sjá hvað ég gæti,“ sagði Elísa sem er ein af þeim sem hlupu til styrktar hinum 15 ára gamla Magnúsi Mána sem glímt hefur við afleiðingar skelfilegrar veirusýkingar: „Ég er að hlaupa fyrir frábært málefni í dag. Magnús Mána. Hann er hetja dagsins. Hann er algjörlega magnaður og þessi dagur er fyrir hann.“ Hægt er að horfa á beina útsendingu frá Reykjavíkurmaraþoninu í greininni hér að neðan.
Frjálsar íþróttir Reykjavíkurmaraþon Tengdar fréttir Magnaður sigur Dags í Vestratreyju: „Núna er bara stefnan sett á ÓL“ Dagur Benediktsson hljóp hraðast allra í æsispennandi hálfmaraþoni í Reykjavíkurmaraþoni Íslandsbanka í Reykjavík í dag. „Sæluvíma“ og „draumur“ sagði hann eftir komuna í mark. 23. ágúst 2025 10:31 Mest lesið Åge Hareide látinn Fótbolti Davíð sendir hjartnæma kveðju til Hareide Fótbolti „Er því miður kominn í jólafrí“ Handbolti Útilokar ekki breytingar: „Er klárlega líta í kringum mig“ Körfubolti Í fyrsta sinn rukkað inn á Fan Zone á HM Fótbolti Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Svona endaði Sambandsdeildin: Finnarnir áfram eftir jafntefli við Palace Fótbolti „Svo lengi sem það er ekki jákvæð og góð umfjöllun um okkur erum við sáttir“ Körfubolti „Ánægður að spila ekki betur en þetta en vinna samt“ Körfubolti Síðasta verkefni reyndist dýrt fyrir Sigvalda Handbolti Fleiri fréttir Í fyrsta sinn rukkað inn á Fan Zone á HM Davíð sendir hjartnæma kveðju til Hareide Útilokar ekki breytingar: „Er klárlega líta í kringum mig“ „Er því miður kominn í jólafrí“ Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 93-83 | Enn taplausir í Sláturhúsinu Svona endaði Sambandsdeildin: Finnarnir áfram eftir jafntefli við Palace Strasbourg - Breiðablik 3-1 | Hetjuleg barátta dugði skammt „Ánægður að spila ekki betur en þetta en vinna samt“ „Svo lengi sem það er ekki jákvæð og góð umfjöllun um okkur erum við sáttir“ „Hefðum þurft að hafa heppnina með okkur í liði“ ÍR - Valur 82-85 | Baráttusigur í Breiðholti „Sáttur að geta farið heim, borðað vel og fengið mér nokkra kalda“ „Þetta var mjög skrítinn leikur“ Haukakonur í fjórða sætið Tindastóll - KR 130-117 | Kláruðu gestina í seinni hálfleik Þór Þ. - Grindavík 94-106 | Baráttusigur gegn löskuðu liði Þórs Napoli í úrslit í Sádi-Arabíu KA/Þór - Valur 23-30 | Ótrúlegur viðsnúningur gestanna Åge Hareide látinn Ómar óstöðvandi og Magdeburg í undanúrslit Amorim vill Neves Benti á hinn íslenska Dan Burn „Eitt ótrúlegasta augnablik sem þú sérð í hvaða íþrótt sem er“ Mótið hálfnað og Guðrún Brá enn í góðri stöðu „Við þurfum bara að keyra á þetta“ Bróðir NFL-stjörnu stal bíl af NBA-stjörnu Segir Nóel Atla frábært dæmi um það þegar hlutirnir gangi upp Ómar Ingi fær meiri ábyrgð og tekur við kyndlinum af Aroni Ekkert stríð við Porto og einstakur Þorsteinn nítjándi maður Síðasta verkefni reyndist dýrt fyrir Sigvalda Sjá meira
Magnaður sigur Dags í Vestratreyju: „Núna er bara stefnan sett á ÓL“ Dagur Benediktsson hljóp hraðast allra í æsispennandi hálfmaraþoni í Reykjavíkurmaraþoni Íslandsbanka í Reykjavík í dag. „Sæluvíma“ og „draumur“ sagði hann eftir komuna í mark. 23. ágúst 2025 10:31