Serena Williams opnar sig um notkun þyngdarstjórnunarlyfja Magnús Jochum Pálsson skrifar 23. ágúst 2025 12:44 Serena er byrjuð að auglýsa þyngdarstjórnunarlyf fyrir fyrirtækið Ro en sjálf hefur hún misst fjórtán kíló á slíku lyfi. Serena Williams, einn besti tennisspilari allra tíma, hefur opnað sig um notkun þyngdarstjórnunarlyfja á sama tíma og hún er byrjuð að auglýsa slík lyf fyrir lyfjafyrirtækið Ro. Hún segir lyfin hafa verið afarkost þegar ekkert annað gekk. Hin 43 ára Williams er einn sigursælasti tennisspilari allra tíma, vann 23 stóra titla á ferli sínum og var óstöðvandi afl þegar hún var upp á sitt besta. Eftir að hafa eignast dætur sínar tvær, Olympiu árið 2017 og Adiru árið 2023, segir hún að sér hafi gengið illa að losna við aukakílóin. Williams ræddi um þyngdarstjórnunarlyf í flokki GLP-1 viðtakaörva í sjónvarpsþættinum Today Show á NBC á fimmtudag. Þar lýsti hún því að hún hefði lést um fjórtán kíló frá því hún hóf að nota lyfin fyrir ári síðan en hún hefur ekki greint frá því hvers konar lyf það væru. Hafi prófað allt þar til hún fór á lyfin „Þetta byrjaði allt sem eftir að ég eignaðist [fyrsta] barnið mitt,“ sagði hún í viðtalinu. „Sem kona ferðu í gegnum ólík skeið í lífi þínu... Sama hvað ég gerði, hljóp, gekk - ég gekk í marga klukkutíma því þau segja að það sé gott, ég bókstaflega keppti sem atvinnumaður - og ég komst aldrei aftur þangað sem ég þurfti að vera fyrir heilsuna mína. Síðan, eftir annað barnið mitt, varð það bara erfiðara,“ sagði hún. Hún hafi þá hugsað með sér að hún þyrfti að gera eitthvað nýtt. „Það er það sem leiddi til þessa ferðalags... Vil ég velja heilsu? Hvað vil ég gera?“ Hún segist líka hafa prófað að vera vegan, grænmetisæta og borða prótínríkan mat. Í ofanálag hafi hún reglulega farið yfir 20 þúsund skref á dag. Margir af vinum hennar hafi verið á GLP-1-lyfjum og hún hafi því ákveðið að prófa þau. Eiginmaðurinn fjárfestir í fyrirtækinu Frá því hún byrjaði á lyfjunum segist hún þegar hafa fundið fyrir batnandi heilsu. Í nýlegri læknisheimsókn hafi henni verið sagt að blóðsykurinn hafi náð betra jafnvægi og hún segir liðböndin sín virka léttari. „Ég glímdi við mikil hnévandræði... sérstaklega eftir að ég eignaðist barnið [og] gat aldrei náð aftur venjulegri þyngd minni. Og það, satt að segja, hafði pottþétt áhrif á suma sigrana sem ég hefði getað unnið á ferlinum mínum,“ sagði hún. Serena Williams er byrjuð að auglýsa þyngdarstjórnunarlyf fyrir lyfjafyrirtækið Ro. Hún hefur sjálf verið á slíku lyfi síðastliðið ár. Williams segist ekki hafa fundið fyrir neinum aukaverkunum til þessa þó hún væri meðvituð um að margir upplifðu slíkt. Hún tekur jafnframt fram að með lyfjunum sé hún ekki að stytta sér leið, þetta hafi verið eina leiðin. Williams segist hafa viljað stíga fram til að opna umræðuna og minnka skömmina fyrir þá sem nota slík lyf. Margir hafa lýst yfir efasemdum með yfirlýsingar Williams í ljósi þess að hún er nýorðin talsmaður fyrir lyfjafyrirtækið Ro, sem selur GLP-1-lyf á borð við Wegovy og Zepbound. Eiginmaður Williams, Alexix Ohanian, hefur jafnframt fjárfest töluvert í Ro og situr í stjórn þess. Williams sagðist jafnframt vel geta hugsað sér að halda áfram á lyfjunum til langs tíma, henni líði aftur eins og eðlilegri eftir notkun þeirra. Þyngdarstjórnunarlyf Tennis Heilbrigðismál Börn og uppeldi Tengdar fréttir Rannsaka tengsl þyngdarstjórnunarlyfja við bráða brisbólgu Rannsókn er hafin í Bretlandi á því hvort notkun þyngdarstjórnunarlyfja á borð við Ozempic og Wegovy geti valdið alvarlegum aukaverkunum í brisi. Heilbrigðisyfirvöldum þar í landi hafa borist mörg hundruð ábendingar um brisbólgu, þar af tíu dauðsföll þess vegna, eftir notkun þyngdarstjórnunarlyfja. 30. júlí 2025 16:25 Mest lesið Ólöf mætti með Magnús upp á arminn Lífið Hætt að nota föt til að fela sig Tíska og hönnun Ljúffengir hafraklattar með kaffinu Lífið Hitinn náði nýjum hæðum á klúbbnum Lífið Stjörnupar og hafnfirsk systkini sáu stærsta harmleik sögunnar Lífið Leikkonan Diane Ladd er látin Lífið Krýndur „kynþokkafyllsti maður ársins“ Lífið Aniston hefur fundið ástina á ný Lífið Með heimsfræg verk sín í sumarbústað sem gerður er úr tveimur eldri húsum Lífið Tjáir sig í fyrsta sinn um bróður sinn Lífið Fleiri fréttir Tjáir sig í fyrsta sinn um bróður sinn Stjörnupar og hafnfirsk systkini sáu stærsta harmleik sögunnar Stórefnilegir skátar heiðraðir á Bessastöðum Rífandi stemning í Reykjadal Grateful Dead-söngkona látin Með heimsfræg verk sín í sumarbústað sem gerður er úr tveimur eldri húsum Ólöf mætti með Magnús upp á arminn Aniston hefur fundið ástina á ný Krýndur „kynþokkafyllsti maður ársins“ Breiðholtsskóli og Hagaskóli áfram í úrslit í Skrekk Leikkonan Diane Ladd er látin Hitinn náði nýjum hæðum á klúbbnum Málar myndir með vinstri hendi eftir heilablóðfall „Ég sótti ekki einu sinni um háskóla á Íslandi“ Sjö lykilþættir að árangursríkari samskiptum Stjörnulífið: „Ef fólk hættir að gagnrýna mig svelt ég“ Hefur farið í gegnum sambandsslit, gjaldþrot og fjárkúgunarmál frammi fyrir þjóðinni Leikstýrir kærastanum í stærsta harmleik sögunnar Fékk hvorki að setja eigið nafn né dulnefni á þættina sína Spenna á rafíþróttaæfingu fyrir eldri borgara Dagur Sig genginn í það heilaga Svona er kynlífsþjónusta á Íslandi Tók tíu klukkustundir að komast í búninginn Krakkatían: Dóra landkönnuður, Neyðarlínan og „borgin eilífa“ Kyngdi stoltinu og fjölmargir buðu fram nýra Tchéky Karyo látinn Stjörnurnar á hrekkjavökunni: Louvre-þjófur og vampírur Fréttatía vikunnar: Ríkislögreglustjóri, fellibylur og rasisti Láta forræðishyggju hinna fullorðnu ekki fipa sig Heillandi raðhús Evu Maríu og Trausta til sölu Sjá meira
Hin 43 ára Williams er einn sigursælasti tennisspilari allra tíma, vann 23 stóra titla á ferli sínum og var óstöðvandi afl þegar hún var upp á sitt besta. Eftir að hafa eignast dætur sínar tvær, Olympiu árið 2017 og Adiru árið 2023, segir hún að sér hafi gengið illa að losna við aukakílóin. Williams ræddi um þyngdarstjórnunarlyf í flokki GLP-1 viðtakaörva í sjónvarpsþættinum Today Show á NBC á fimmtudag. Þar lýsti hún því að hún hefði lést um fjórtán kíló frá því hún hóf að nota lyfin fyrir ári síðan en hún hefur ekki greint frá því hvers konar lyf það væru. Hafi prófað allt þar til hún fór á lyfin „Þetta byrjaði allt sem eftir að ég eignaðist [fyrsta] barnið mitt,“ sagði hún í viðtalinu. „Sem kona ferðu í gegnum ólík skeið í lífi þínu... Sama hvað ég gerði, hljóp, gekk - ég gekk í marga klukkutíma því þau segja að það sé gott, ég bókstaflega keppti sem atvinnumaður - og ég komst aldrei aftur þangað sem ég þurfti að vera fyrir heilsuna mína. Síðan, eftir annað barnið mitt, varð það bara erfiðara,“ sagði hún. Hún hafi þá hugsað með sér að hún þyrfti að gera eitthvað nýtt. „Það er það sem leiddi til þessa ferðalags... Vil ég velja heilsu? Hvað vil ég gera?“ Hún segist líka hafa prófað að vera vegan, grænmetisæta og borða prótínríkan mat. Í ofanálag hafi hún reglulega farið yfir 20 þúsund skref á dag. Margir af vinum hennar hafi verið á GLP-1-lyfjum og hún hafi því ákveðið að prófa þau. Eiginmaðurinn fjárfestir í fyrirtækinu Frá því hún byrjaði á lyfjunum segist hún þegar hafa fundið fyrir batnandi heilsu. Í nýlegri læknisheimsókn hafi henni verið sagt að blóðsykurinn hafi náð betra jafnvægi og hún segir liðböndin sín virka léttari. „Ég glímdi við mikil hnévandræði... sérstaklega eftir að ég eignaðist barnið [og] gat aldrei náð aftur venjulegri þyngd minni. Og það, satt að segja, hafði pottþétt áhrif á suma sigrana sem ég hefði getað unnið á ferlinum mínum,“ sagði hún. Serena Williams er byrjuð að auglýsa þyngdarstjórnunarlyf fyrir lyfjafyrirtækið Ro. Hún hefur sjálf verið á slíku lyfi síðastliðið ár. Williams segist ekki hafa fundið fyrir neinum aukaverkunum til þessa þó hún væri meðvituð um að margir upplifðu slíkt. Hún tekur jafnframt fram að með lyfjunum sé hún ekki að stytta sér leið, þetta hafi verið eina leiðin. Williams segist hafa viljað stíga fram til að opna umræðuna og minnka skömmina fyrir þá sem nota slík lyf. Margir hafa lýst yfir efasemdum með yfirlýsingar Williams í ljósi þess að hún er nýorðin talsmaður fyrir lyfjafyrirtækið Ro, sem selur GLP-1-lyf á borð við Wegovy og Zepbound. Eiginmaður Williams, Alexix Ohanian, hefur jafnframt fjárfest töluvert í Ro og situr í stjórn þess. Williams sagðist jafnframt vel geta hugsað sér að halda áfram á lyfjunum til langs tíma, henni líði aftur eins og eðlilegri eftir notkun þeirra.
Þyngdarstjórnunarlyf Tennis Heilbrigðismál Börn og uppeldi Tengdar fréttir Rannsaka tengsl þyngdarstjórnunarlyfja við bráða brisbólgu Rannsókn er hafin í Bretlandi á því hvort notkun þyngdarstjórnunarlyfja á borð við Ozempic og Wegovy geti valdið alvarlegum aukaverkunum í brisi. Heilbrigðisyfirvöldum þar í landi hafa borist mörg hundruð ábendingar um brisbólgu, þar af tíu dauðsföll þess vegna, eftir notkun þyngdarstjórnunarlyfja. 30. júlí 2025 16:25 Mest lesið Ólöf mætti með Magnús upp á arminn Lífið Hætt að nota föt til að fela sig Tíska og hönnun Ljúffengir hafraklattar með kaffinu Lífið Hitinn náði nýjum hæðum á klúbbnum Lífið Stjörnupar og hafnfirsk systkini sáu stærsta harmleik sögunnar Lífið Leikkonan Diane Ladd er látin Lífið Krýndur „kynþokkafyllsti maður ársins“ Lífið Aniston hefur fundið ástina á ný Lífið Með heimsfræg verk sín í sumarbústað sem gerður er úr tveimur eldri húsum Lífið Tjáir sig í fyrsta sinn um bróður sinn Lífið Fleiri fréttir Tjáir sig í fyrsta sinn um bróður sinn Stjörnupar og hafnfirsk systkini sáu stærsta harmleik sögunnar Stórefnilegir skátar heiðraðir á Bessastöðum Rífandi stemning í Reykjadal Grateful Dead-söngkona látin Með heimsfræg verk sín í sumarbústað sem gerður er úr tveimur eldri húsum Ólöf mætti með Magnús upp á arminn Aniston hefur fundið ástina á ný Krýndur „kynþokkafyllsti maður ársins“ Breiðholtsskóli og Hagaskóli áfram í úrslit í Skrekk Leikkonan Diane Ladd er látin Hitinn náði nýjum hæðum á klúbbnum Málar myndir með vinstri hendi eftir heilablóðfall „Ég sótti ekki einu sinni um háskóla á Íslandi“ Sjö lykilþættir að árangursríkari samskiptum Stjörnulífið: „Ef fólk hættir að gagnrýna mig svelt ég“ Hefur farið í gegnum sambandsslit, gjaldþrot og fjárkúgunarmál frammi fyrir þjóðinni Leikstýrir kærastanum í stærsta harmleik sögunnar Fékk hvorki að setja eigið nafn né dulnefni á þættina sína Spenna á rafíþróttaæfingu fyrir eldri borgara Dagur Sig genginn í það heilaga Svona er kynlífsþjónusta á Íslandi Tók tíu klukkustundir að komast í búninginn Krakkatían: Dóra landkönnuður, Neyðarlínan og „borgin eilífa“ Kyngdi stoltinu og fjölmargir buðu fram nýra Tchéky Karyo látinn Stjörnurnar á hrekkjavökunni: Louvre-þjófur og vampírur Fréttatía vikunnar: Ríkislögreglustjóri, fellibylur og rasisti Láta forræðishyggju hinna fullorðnu ekki fipa sig Heillandi raðhús Evu Maríu og Trausta til sölu Sjá meira
Rannsaka tengsl þyngdarstjórnunarlyfja við bráða brisbólgu Rannsókn er hafin í Bretlandi á því hvort notkun þyngdarstjórnunarlyfja á borð við Ozempic og Wegovy geti valdið alvarlegum aukaverkunum í brisi. Heilbrigðisyfirvöldum þar í landi hafa borist mörg hundruð ábendingar um brisbólgu, þar af tíu dauðsföll þess vegna, eftir notkun þyngdarstjórnunarlyfja. 30. júlí 2025 16:25