Svekktur Íslandsmeistari: „Þetta var rosalega erfitt hlaup“ Sindri Sverrisson skrifar 23. ágúst 2025 11:46 Hlynur Andrésson ætlaði sér að slá brautarmetið í Reykjavíkurmaraþoninu en það hefur staðið síðan 1993 og er aðeins eldra en hann sjálfur. vísir / bjarni „Ég er ekki alveg nógu ánægður,“ sagði Hlynur Andrésson eftir að hafa orðið Íslandsmeistari í maraþoni í dag. Hann var nefnilega nokkuð langt frá brautarmetinu sem hann hugðist slá, í Reykjavíkurmaraþoni Íslandsbanka, í erfiðum aðstæðum í dag. Hlynur kom annar í mark í dag á eftir Portúgalanum Jose Sousa og var tími hans 2:26:51 klukkustundir. Íslandsmet Hlyns er 2:13:37 og hefur staðið í fjögur ár en hlaupið í dag var aðeins annað heila maraþon þessa magnaða hlaupara úr Vestmannaeyjum. Sousa hljóp á 2:23:55. „Ég fékk nokkra hluti á móti mér í dag. Bæði mótvind fyrri helminginn og svo engan í hálfmaraþoninu til að hjálpa mér að sjá um hraðann. Svo var ég með einn útlending á öxlinni á mér allan tímann, eða í þrjátíu kílómetra, sem hjálpaði mér ekkert. Þetta var rosalega erfitt hlaup,“ sagði Hlynur en viðtalið má sjá hér að neðan. Klippa: Hlynur svekktur þrátt fyrir titil í maraþoni „Þetta er bara í annað sinn sem ég klára maraþon. Í fyrsta sinn sem ég gerði það sló ég Íslandsmetið og svo er þetta númer tvö. Þetta var að vísu þrettán mínútum hægar þannig að ég get ekki verði mjög sáttur. Maður þarf að halda í það jákvæða. Ég gerði mitt besta og er sáttur við það,“ sagði Hlynur og útskýrði betur hvers vegna aðstæður hefðu verið svo erfiðar í dag, vegna vindsins: „Þú ert svo berskjaldaður úti á Granda, Ægissíðunni og Sæbrautinni. Það er rosalega erfitt að berjast við hann. Það tekur svo mikla orku úr þér,“ sagði Hlynur en bætti við að dagurinn í dag væri engu að síður frábær dagur fyrir íslenska hlaupasamfélagið. Nú ætlar Hlynur hins vegar að taka sér smápásu, meta stöðuna og sjá til hvað næsta ár gæti borið í skauti sér. Frjálsar íþróttir Reykjavíkurmaraþon Mest lesið Vallarþulurinn í Keflavík lét Ægi Þór heyra það Körfubolti Dramatík í víðavangshlaupinu: Þorsteinn dæmdur úr leik fyrir að hrinda Arnari Sport „Enn hungur hjá leikmönnum og stuðningsmönnum“ Fótbolti Sjáðu allt það helsta úr enska boltanum í dag Fótbolti Uppgjörið: Breiðablik - Víkingur 1-2 | Glæsimark hjá Tarik gerði skráveifu í Evrópudraum Blika Íslenski boltinn „Færum þeim jöfnunarmarkið á silfurfati“ Fótbolti Eggert Aron skoraði tvö í stórsigri Brann Fótbolti Leikmenn í spænsku úrvalsdeildinni lögðu niður störf í mótmælaskyni Fótbolti Mbappé getur ekki keyrt nýja bílinn sinn Fótbolti Allir fæddir í Hollandi en gætu tekið metið af Íslandi Fótbolti Fleiri fréttir Vallarþulurinn í Keflavík lét Ægi Þór heyra það Sjáðu allt það helsta úr enska boltanum í dag „Enn hungur hjá leikmönnum og stuðningsmönnum“ „Færum þeim jöfnunarmarkið á silfurfati“ Uppgjörið: Breiðablik - Víkingur 1-2 | Glæsimark hjá Tarik gerði skráveifu í Evrópudraum Blika Meistararnir misstigu sig og Inter á toppinn Leikmenn í spænsku úrvalsdeildinni lögðu niður störf í mótmælaskyni Fullkomin byrjun Bayern heldur áfram Viggó markahæstur í góðum sigri Erlangen Eggert Aron skoraði tvö í stórsigri Brann „Það er virkilega gaman að troða sokkum“ „Við erum skrefi framar öllum öðrum liðum í ár“ „Erfitt og lærdómsríkt tímabil að baki“ Eins marks sigur Eyjamanna í Mosfellsbænum „Þakklátur fyrir tíma minn hjá Þrótti“ Berglind markahæst í þriðja sinn og Agla María lagði upp flest Thelma Karen efnilegust í Bestu deildinni Birta valin best Þrenna Mateta kom í veg fyrir að Bournemouth kæmist á toppinn Jafnt í Víkinni í lokaumferðinni Leik lokið: Breiðablik - FH 3-2 | Dramatískur Blikasigur Arsenal vann Lundúnaslaginn Haaland skaut City á toppinn Uppgjörið: Þróttur - Valur 1-0 | Sierra sá til þess að Ólafur Helgi kvaddi Laugardalinn með sigri Donni með skotsýningu Níu marka tap FH í Tyrklandi Katla skoraði sigurmark Fiorentina gegn Milan í uppbótartíma Þriðja tap Norrköping í röð Dramatík í víðavangshlaupinu: Þorsteinn dæmdur úr leik fyrir að hrinda Arnari Postecoglou rekinn Sjá meira
Hlynur kom annar í mark í dag á eftir Portúgalanum Jose Sousa og var tími hans 2:26:51 klukkustundir. Íslandsmet Hlyns er 2:13:37 og hefur staðið í fjögur ár en hlaupið í dag var aðeins annað heila maraþon þessa magnaða hlaupara úr Vestmannaeyjum. Sousa hljóp á 2:23:55. „Ég fékk nokkra hluti á móti mér í dag. Bæði mótvind fyrri helminginn og svo engan í hálfmaraþoninu til að hjálpa mér að sjá um hraðann. Svo var ég með einn útlending á öxlinni á mér allan tímann, eða í þrjátíu kílómetra, sem hjálpaði mér ekkert. Þetta var rosalega erfitt hlaup,“ sagði Hlynur en viðtalið má sjá hér að neðan. Klippa: Hlynur svekktur þrátt fyrir titil í maraþoni „Þetta er bara í annað sinn sem ég klára maraþon. Í fyrsta sinn sem ég gerði það sló ég Íslandsmetið og svo er þetta númer tvö. Þetta var að vísu þrettán mínútum hægar þannig að ég get ekki verði mjög sáttur. Maður þarf að halda í það jákvæða. Ég gerði mitt besta og er sáttur við það,“ sagði Hlynur og útskýrði betur hvers vegna aðstæður hefðu verið svo erfiðar í dag, vegna vindsins: „Þú ert svo berskjaldaður úti á Granda, Ægissíðunni og Sæbrautinni. Það er rosalega erfitt að berjast við hann. Það tekur svo mikla orku úr þér,“ sagði Hlynur en bætti við að dagurinn í dag væri engu að síður frábær dagur fyrir íslenska hlaupasamfélagið. Nú ætlar Hlynur hins vegar að taka sér smápásu, meta stöðuna og sjá til hvað næsta ár gæti borið í skauti sér.
Frjálsar íþróttir Reykjavíkurmaraþon Mest lesið Vallarþulurinn í Keflavík lét Ægi Þór heyra það Körfubolti Dramatík í víðavangshlaupinu: Þorsteinn dæmdur úr leik fyrir að hrinda Arnari Sport „Enn hungur hjá leikmönnum og stuðningsmönnum“ Fótbolti Sjáðu allt það helsta úr enska boltanum í dag Fótbolti Uppgjörið: Breiðablik - Víkingur 1-2 | Glæsimark hjá Tarik gerði skráveifu í Evrópudraum Blika Íslenski boltinn „Færum þeim jöfnunarmarkið á silfurfati“ Fótbolti Eggert Aron skoraði tvö í stórsigri Brann Fótbolti Leikmenn í spænsku úrvalsdeildinni lögðu niður störf í mótmælaskyni Fótbolti Mbappé getur ekki keyrt nýja bílinn sinn Fótbolti Allir fæddir í Hollandi en gætu tekið metið af Íslandi Fótbolti Fleiri fréttir Vallarþulurinn í Keflavík lét Ægi Þór heyra það Sjáðu allt það helsta úr enska boltanum í dag „Enn hungur hjá leikmönnum og stuðningsmönnum“ „Færum þeim jöfnunarmarkið á silfurfati“ Uppgjörið: Breiðablik - Víkingur 1-2 | Glæsimark hjá Tarik gerði skráveifu í Evrópudraum Blika Meistararnir misstigu sig og Inter á toppinn Leikmenn í spænsku úrvalsdeildinni lögðu niður störf í mótmælaskyni Fullkomin byrjun Bayern heldur áfram Viggó markahæstur í góðum sigri Erlangen Eggert Aron skoraði tvö í stórsigri Brann „Það er virkilega gaman að troða sokkum“ „Við erum skrefi framar öllum öðrum liðum í ár“ „Erfitt og lærdómsríkt tímabil að baki“ Eins marks sigur Eyjamanna í Mosfellsbænum „Þakklátur fyrir tíma minn hjá Þrótti“ Berglind markahæst í þriðja sinn og Agla María lagði upp flest Thelma Karen efnilegust í Bestu deildinni Birta valin best Þrenna Mateta kom í veg fyrir að Bournemouth kæmist á toppinn Jafnt í Víkinni í lokaumferðinni Leik lokið: Breiðablik - FH 3-2 | Dramatískur Blikasigur Arsenal vann Lundúnaslaginn Haaland skaut City á toppinn Uppgjörið: Þróttur - Valur 1-0 | Sierra sá til þess að Ólafur Helgi kvaddi Laugardalinn með sigri Donni með skotsýningu Níu marka tap FH í Tyrklandi Katla skoraði sigurmark Fiorentina gegn Milan í uppbótartíma Þriðja tap Norrköping í röð Dramatík í víðavangshlaupinu: Þorsteinn dæmdur úr leik fyrir að hrinda Arnari Postecoglou rekinn Sjá meira
Uppgjörið: Breiðablik - Víkingur 1-2 | Glæsimark hjá Tarik gerði skráveifu í Evrópudraum Blika Íslenski boltinn
Uppgjörið: Breiðablik - Víkingur 1-2 | Glæsimark hjá Tarik gerði skráveifu í Evrópudraum Blika Íslenski boltinn