Kom með blóðugar tær í mark eftir heilt maraþon berfættur Magnús Jochum Pálsson skrifar 24. ágúst 2025 15:05 Fólk á hliðarlínunni náði myndum af Guðmundi hlaupa berfættur á malbikinu. Hann birti síðan myndir af blóðugum tám sínum eftir hlaupið. Einkaþjálfarinn Guðmundur Emil Jóhannsson, betur þekktur sem Gummi Emil, hljóp berfættur heilt maraþon í Reykjavíkurmaraþoninu í gær og kom í mark á tæplega sjö klukkutímum með illa farnar tær. Guðmundur hafði lýst því yfir fyrr í ár að hann hygðist hlaupa heilt maraþon á tánum ef honum tækist að safna milljón fyrir Barnaspítala Hringsins og myndi í öllu falli hlaupa 21 kílómetra á tánum og 21 kílómetra á skóm. Fyrir hlaupið náði Guðmundur að safna rúmlega 283 þúsund krónum, eða um 28 prósent af markmiði sínu, en ákvað þrátt fyrir það að hlaupa allt hlaupið á tánum. Guðmundur, sem starfar sem einkaþjálfari hjá World Class, hefur vakið mikla athygli síðustu ár vegna þess að hann ferðast gjarnan um bæinn ber að ofan og fer reglulega fáklæddur í fjallgöngur. Sindri Sindrason fór í morgunkaffi til Gumma fyrir rétt rúmu ári síðan þar sem þeir ræddu um steranotkun, klæðaburð Gumma og lífið almennt. Síðustu vikur hefur Guðmundur verið í ströngu hlaupaprógrammi til að æfa sig fyrir Reykjavíkurmaraþonið en langhlaup eru töluvert frábrugðnari þeim lyftingum sem Gummi stundar vanalega. Fjöldi fólks var því spenntur að sjá hvernig Gumma myndi ganga. Veðmálafyrirtækið Coolbet gekk meira að segja svo langt að setja stuðla á það hvort Guðmundur myndi klára hlaupið undir eða yfir fimm og hálfum klukkutíma. View this post on Instagram A post shared by COOLBET ÍSLAND (@coolbetisland) Á hlaupasíðunni Corsa er Guðmundur skráður eins og hann hafi verið dæmdur úr leik en síðasti skráði tími hans er sex klukkutímar og þrjár eftir 38 kílómetra. Ástæðan fyrir því er að þátttakendur í maraþoninu hafa sex klukkustundir og hálftíma til að ljúka keppni og fá engan skráðan tíma eftir það. Eftir klukkan þrjú hefst sömuleiðis undirbúningur fyrir tónleikana á Arnarhóli, sem hefjast seinna um kvöldið, með tilheyrandi grindverkum og hindrunum á brautinni. Guðmundur nýtti sér grasið óspart enda mun þægilegra að hlaupa berfættur á því en malbiki. Samkvæmt heimildum fréttastofu lét Guðmundar það ekkert á sig fá að skipuleggjendur væru búnir að reisa grindverk á brautinni og fór hringinn í kringum Arnarhól áður en hann kom á endanum í mark eftir sex klukkutíma og fimmtíu mínútur. Hann birti síðan mynd af blóðugum tám sínum á Instagram og skrifaði: „Þekki ég einhvern hjúkrunarfræðing? Sem gæti tékkað á þessu“ Reykjavík Reykjavíkurmaraþon Hlaup Mest lesið Boðaði vinkonurnar í bústað eftir að hafa upplifað Tinder á sterum Lífið „Lætur mér líða eins og tími minn í Hollywood hafi verið ómaksins virði“ Lífið Fögnuðu sögulegum 850 þúsund króna hátalara Ella Egils Lífið Fréttatía vikunnar: Moulin Rouge, Blóðbankinn og Eurovision Lífið Sonur Fóstbróður slær í gegn: „Ég er fastur þarna núna, orðinn háður“ Lífið Nextar og Sinclair sýna þætti Kimmels aftur Bíó og sjónvarp Selja íbúð í Vesturbænum: „Við eigum of mörg börn til að búa í henni áfram“ Lífið „Kristrún Frostadóttir frá... Finnlandi?“ Lífið Lamaðist og missti sjón en fann styrk í sjálfri sér Lífið Björgvin Franz brotinn en slær í gegn í Ladda og ræktinni Lífið Fleiri fréttir Boðaði vinkonurnar í bústað eftir að hafa upplifað Tinder á sterum Fréttatía vikunnar: Moulin Rouge, Blóðbankinn og Eurovision „Lætur mér líða eins og tími minn í Hollywood hafi verið ómaksins virði“ Fögnuðu sögulegum 850 þúsund króna hátalara Ella Egils Björgvin Franz brotinn en slær í gegn í Ladda og ræktinni Sonur Fóstbróður slær í gegn: „Ég er fastur þarna núna, orðinn háður“ „Kristrún Frostadóttir frá... Finnlandi?“ Lamaðist og missti sjón en fann styrk í sjálfri sér Víkingur Heiðar hlaut mjög virt verðlaun Fyrstur til að skíða niður Everest án súrefnis „Það sýður miklu frekar upp úr við uppvaskið“ „Mjög fallegt“ hús og „fullfrágengin“ lóð Elli Egils hannaði hátalara fyrir Bang & Olufsen Elli Egils hélt að Elli Egils væri grín Framtíð Ísraela í Eurovision ákveðin í nóvember Fargufan nýjasta æðið á Íslandi Selja íbúð í Vesturbænum: „Við eigum of mörg börn til að búa í henni áfram“ Lýsir raunum einhleypra í Reykjavík: „Tilhugalífið minnir á lélegt bókunarkerfi“ Þetta eru uppáhalds barnabækur ráðherranna Ástfangin á ný Hollywood-stjarna slær sér upp með prins „Er ekki hér til að keppast um fegurð“ Þriðja í heiminn hjá Rihönnu og A$AP Rocky Er ekki eðlilegt að stunda kynlíf á afmælinu? Hefur keypt fasteignir fyrir rúman milljarð íslenskra króna á árinu Minntist bróður síns fyrir fullum sal Leiðir skilja hjá Svala og Jóhönnu Stella og Davíð sjóðheitt nýtt par Elín tendrar eldana fyrir Laufeyju Mun aldrei gleyma augnaráði bílstjórans Sjá meira
Guðmundur hafði lýst því yfir fyrr í ár að hann hygðist hlaupa heilt maraþon á tánum ef honum tækist að safna milljón fyrir Barnaspítala Hringsins og myndi í öllu falli hlaupa 21 kílómetra á tánum og 21 kílómetra á skóm. Fyrir hlaupið náði Guðmundur að safna rúmlega 283 þúsund krónum, eða um 28 prósent af markmiði sínu, en ákvað þrátt fyrir það að hlaupa allt hlaupið á tánum. Guðmundur, sem starfar sem einkaþjálfari hjá World Class, hefur vakið mikla athygli síðustu ár vegna þess að hann ferðast gjarnan um bæinn ber að ofan og fer reglulega fáklæddur í fjallgöngur. Sindri Sindrason fór í morgunkaffi til Gumma fyrir rétt rúmu ári síðan þar sem þeir ræddu um steranotkun, klæðaburð Gumma og lífið almennt. Síðustu vikur hefur Guðmundur verið í ströngu hlaupaprógrammi til að æfa sig fyrir Reykjavíkurmaraþonið en langhlaup eru töluvert frábrugðnari þeim lyftingum sem Gummi stundar vanalega. Fjöldi fólks var því spenntur að sjá hvernig Gumma myndi ganga. Veðmálafyrirtækið Coolbet gekk meira að segja svo langt að setja stuðla á það hvort Guðmundur myndi klára hlaupið undir eða yfir fimm og hálfum klukkutíma. View this post on Instagram A post shared by COOLBET ÍSLAND (@coolbetisland) Á hlaupasíðunni Corsa er Guðmundur skráður eins og hann hafi verið dæmdur úr leik en síðasti skráði tími hans er sex klukkutímar og þrjár eftir 38 kílómetra. Ástæðan fyrir því er að þátttakendur í maraþoninu hafa sex klukkustundir og hálftíma til að ljúka keppni og fá engan skráðan tíma eftir það. Eftir klukkan þrjú hefst sömuleiðis undirbúningur fyrir tónleikana á Arnarhóli, sem hefjast seinna um kvöldið, með tilheyrandi grindverkum og hindrunum á brautinni. Guðmundur nýtti sér grasið óspart enda mun þægilegra að hlaupa berfættur á því en malbiki. Samkvæmt heimildum fréttastofu lét Guðmundar það ekkert á sig fá að skipuleggjendur væru búnir að reisa grindverk á brautinni og fór hringinn í kringum Arnarhól áður en hann kom á endanum í mark eftir sex klukkutíma og fimmtíu mínútur. Hann birti síðan mynd af blóðugum tám sínum á Instagram og skrifaði: „Þekki ég einhvern hjúkrunarfræðing? Sem gæti tékkað á þessu“
Reykjavík Reykjavíkurmaraþon Hlaup Mest lesið Boðaði vinkonurnar í bústað eftir að hafa upplifað Tinder á sterum Lífið „Lætur mér líða eins og tími minn í Hollywood hafi verið ómaksins virði“ Lífið Fögnuðu sögulegum 850 þúsund króna hátalara Ella Egils Lífið Fréttatía vikunnar: Moulin Rouge, Blóðbankinn og Eurovision Lífið Sonur Fóstbróður slær í gegn: „Ég er fastur þarna núna, orðinn háður“ Lífið Nextar og Sinclair sýna þætti Kimmels aftur Bíó og sjónvarp Selja íbúð í Vesturbænum: „Við eigum of mörg börn til að búa í henni áfram“ Lífið „Kristrún Frostadóttir frá... Finnlandi?“ Lífið Lamaðist og missti sjón en fann styrk í sjálfri sér Lífið Björgvin Franz brotinn en slær í gegn í Ladda og ræktinni Lífið Fleiri fréttir Boðaði vinkonurnar í bústað eftir að hafa upplifað Tinder á sterum Fréttatía vikunnar: Moulin Rouge, Blóðbankinn og Eurovision „Lætur mér líða eins og tími minn í Hollywood hafi verið ómaksins virði“ Fögnuðu sögulegum 850 þúsund króna hátalara Ella Egils Björgvin Franz brotinn en slær í gegn í Ladda og ræktinni Sonur Fóstbróður slær í gegn: „Ég er fastur þarna núna, orðinn háður“ „Kristrún Frostadóttir frá... Finnlandi?“ Lamaðist og missti sjón en fann styrk í sjálfri sér Víkingur Heiðar hlaut mjög virt verðlaun Fyrstur til að skíða niður Everest án súrefnis „Það sýður miklu frekar upp úr við uppvaskið“ „Mjög fallegt“ hús og „fullfrágengin“ lóð Elli Egils hannaði hátalara fyrir Bang & Olufsen Elli Egils hélt að Elli Egils væri grín Framtíð Ísraela í Eurovision ákveðin í nóvember Fargufan nýjasta æðið á Íslandi Selja íbúð í Vesturbænum: „Við eigum of mörg börn til að búa í henni áfram“ Lýsir raunum einhleypra í Reykjavík: „Tilhugalífið minnir á lélegt bókunarkerfi“ Þetta eru uppáhalds barnabækur ráðherranna Ástfangin á ný Hollywood-stjarna slær sér upp með prins „Er ekki hér til að keppast um fegurð“ Þriðja í heiminn hjá Rihönnu og A$AP Rocky Er ekki eðlilegt að stunda kynlíf á afmælinu? Hefur keypt fasteignir fyrir rúman milljarð íslenskra króna á árinu Minntist bróður síns fyrir fullum sal Leiðir skilja hjá Svala og Jóhönnu Stella og Davíð sjóðheitt nýtt par Elín tendrar eldana fyrir Laufeyju Mun aldrei gleyma augnaráði bílstjórans Sjá meira