Vel studdur í brautarmeti: „Mjög sérstakt og keyrði mig virkilega mikið áfram“ Sindri Sverrisson skrifar 24. ágúst 2025 10:35 Baldvin Þór Magnússon setti brautarmet í 10 km hlaupi og mætti svo í viðtali í beinni útsendingu á Vísi. Vísir Íslandsmethafinn Baldvin Þór Magnússon hljóp til sigurs í tíu kílómetra hlaupi í Reykjavíkurmaraþoni Íslandsbanka, á nýju brautarmeti, eða 29 mínútum og 34 sekúndum. Hann fann virkilega fyrir vindi og stuðningi í hlaupinu. Baldvin á sjálfur Íslandsmetið í 10 km götuhlaupi, frá árinu 2023, er Akureyringurinn hljóp á 28:51 í Leeds á Englandi. Hann ætlaði sér að gera enn betur í gær en fékk vindinn í fangið ef svo má segja. Það kom þó ekki í veg fyrir að hann næði að slá brautarmetið sem Hlynur Andrésson, nýkrýndur Íslandsmeistari í maraþoni, setti fyrir ári síðan þegar hann hljóp tíu kílómetrana á 30:24. „Ég er bara sáttur með hvernig ég framkvæmdi hlaupið í þeim aðstæðum sem mér voru gefnar,“ sagði Baldvin. „Ég reyndi að láta mér líða vel fyrri fimm kílómetrana því ég vissi að það væri vindur seinni fimm. Ég vissi ekki að það yrði alveg svona mikill vindur. Ég fann virkilega fyrir honum. En ég stóð mig vel miðað við aðstæður svo ég er bara sáttur,“ sagði Baldvin í gær en viðtalið við hann má sjá hér að neðan. Klippa: Baldvin eftir brautarmetið „Mig langaði að hlaupa undir 28:51 sem er Íslandsmetið mitt. Það væri rosalega gaman að slá það á Íslandi. En nú er að byrja götutímabil hjá mér, þetta var fyrsta götuhlaupið, og ég er bara sáttur með hvernig formið er,“ sagði Baldvin. View this post on Instagram A post shared by LANGA - hlaðvarp (@langa_hladvarp) Þessi margfaldi Íslandsmethafi (1.500 m, 3.000 m, 5.000 m hlaup, og 5 og 10 km götuhlaup, auk 1.500 og 3.000 m innanhúss) sem oftar keppir erlendis naut sín í botn í Reykjavík í gær: „Það er mjög góð stemning. Ég veit ekki hvað það voru margir að kalla „Áfram Baldvin!“ Það var mjög sérstakt og keyrði mig virkilega mikið áfram,“ sagði Baldvin sem verður á Íslandi í örfáa daga en heldur svo út og stefnir á að keppa aftur í 10 km götuhlaupi í byrjun október. Frjálsar íþróttir Reykjavíkurmaraþon Tengdar fréttir „Horft illum augum á þannig taktík í hlaupaheiminum“ Íslandsmeistarinn Hlynur Andrésson segir það frekar ósmekklegt hvernig Portúgalinn José Sousa nýtti sér Hlyn sem skjól fyrir vindinum stærstan hluta Reykjavíkurmaraþons Íslandsbanka í gær. Sousa hafi þó verðskuldað sigurinn og Hlynur ekki átt sinn besta dag. 24. ágúst 2025 09:31 Tilfinningaþrungin stund þegar Magnús Máni kom í mark Fjölmargir einstaklingar og hópar hlupu til styrktar góðra málefna í Reykjavíkurmaraþoninu í dag en hinn fimmtán ára Magnús Máni Magnússon og hans fylgdarlið vöktu sérstaka athygli. 23. ágúst 2025 19:47 Elísa langfyrst fyrir Magnús Mána: „Þessi dagur er fyrir hann“ Hlaupakonan frábæra Elísa Kristinsdóttir vann afar öruggan sigur í hálfmaraþoni kvenna í Reykjavíkurmaraþoni Íslandsbanka í dag og kveðst hafa náð algjörum draumatíma þrátt fyrir mikinn vind. 23. ágúst 2025 10:54 Magnaður sigur Dags í Vestratreyju: „Núna er bara stefnan sett á ÓL“ Dagur Benediktsson hljóp hraðast allra í æsispennandi hálfmaraþoni í Reykjavíkurmaraþoni Íslandsbanka í Reykjavík í dag. „Sæluvíma“ og „draumur“ sagði hann eftir komuna í mark. 23. ágúst 2025 10:31 Mest lesið Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Íslenski boltinn Færðu auglýsingaskiltin til að trufla löng innköst Arsenal Enski boltinn Sjáðu Messi skjóta Inter Miami áfram í fyrsta sinn Fótbolti Maddie Sutton í sögubækurnar í fámennum hóp Körfubolti Hvetur Napólí til að sækja óánægðan Mainoo Fótbolti Dagskráin í dag: Stórleikur í enska og NFL á fullt Sport Sjáðu alla dramatíkina og mörkin í enska í gær Enski boltinn Snævar setti heimsmet Sport Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Íslenski boltinn „Hallærislegasta smjaður sem íþróttaheimurinn hefur nokkurn tíma séð“ Fótbolti Fleiri fréttir Snævar setti heimsmet Hefur þjálfaraferilinn á Hornafirði Færðu auglýsingaskiltin til að trufla löng innköst Arsenal Sjáðu alla dramatíkina og mörkin í enska í gær Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Sjáðu Messi skjóta Inter Miami áfram í fyrsta sinn Hvetur Napólí til að sækja óánægðan Mainoo Maddie Sutton í sögubækurnar í fámennum hóp Dagskráin í dag: Stórleikur í enska og NFL á fullt Íslandsmetin falla í bunkum á Íslandsmótinu í sundi Parma nældi í stig gegn toppliði AC Milan Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Martin stigahæstur með tvöfalda tvennu Þungt Evrópukvöld á Ásvöllum Norris á ráspól en Verstappen í vandræðum Sanngjarn heimasigur Algjör markaþurrð í Seríu A Keflvíkingar bæta framherja frá Slóveníu í hópinn Valur steinlá gegn Blomberg-Lippe Tveir í röð hjá West Ham og þægilegt hjá Everton Dramatík í uppbótartíma Union Berlin stöðvaði ótrúlega sigurgöngu Bayern Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Emelía og stöllur með átta stiga forskot Amorim fannst vanta hugrekki til að klára leikinn Stefán Teitur og félagar upp í þriðja sætið Stjörnukonur fengu silfur á Norðurlandamótinu Tvö mörk í uppbótartíma í ótrúlegum leik Inter missti niður tveggja marka forskot NBA vill koma deild í Evrópu á koppinn Sjá meira
Baldvin á sjálfur Íslandsmetið í 10 km götuhlaupi, frá árinu 2023, er Akureyringurinn hljóp á 28:51 í Leeds á Englandi. Hann ætlaði sér að gera enn betur í gær en fékk vindinn í fangið ef svo má segja. Það kom þó ekki í veg fyrir að hann næði að slá brautarmetið sem Hlynur Andrésson, nýkrýndur Íslandsmeistari í maraþoni, setti fyrir ári síðan þegar hann hljóp tíu kílómetrana á 30:24. „Ég er bara sáttur með hvernig ég framkvæmdi hlaupið í þeim aðstæðum sem mér voru gefnar,“ sagði Baldvin. „Ég reyndi að láta mér líða vel fyrri fimm kílómetrana því ég vissi að það væri vindur seinni fimm. Ég vissi ekki að það yrði alveg svona mikill vindur. Ég fann virkilega fyrir honum. En ég stóð mig vel miðað við aðstæður svo ég er bara sáttur,“ sagði Baldvin í gær en viðtalið við hann má sjá hér að neðan. Klippa: Baldvin eftir brautarmetið „Mig langaði að hlaupa undir 28:51 sem er Íslandsmetið mitt. Það væri rosalega gaman að slá það á Íslandi. En nú er að byrja götutímabil hjá mér, þetta var fyrsta götuhlaupið, og ég er bara sáttur með hvernig formið er,“ sagði Baldvin. View this post on Instagram A post shared by LANGA - hlaðvarp (@langa_hladvarp) Þessi margfaldi Íslandsmethafi (1.500 m, 3.000 m, 5.000 m hlaup, og 5 og 10 km götuhlaup, auk 1.500 og 3.000 m innanhúss) sem oftar keppir erlendis naut sín í botn í Reykjavík í gær: „Það er mjög góð stemning. Ég veit ekki hvað það voru margir að kalla „Áfram Baldvin!“ Það var mjög sérstakt og keyrði mig virkilega mikið áfram,“ sagði Baldvin sem verður á Íslandi í örfáa daga en heldur svo út og stefnir á að keppa aftur í 10 km götuhlaupi í byrjun október.
Frjálsar íþróttir Reykjavíkurmaraþon Tengdar fréttir „Horft illum augum á þannig taktík í hlaupaheiminum“ Íslandsmeistarinn Hlynur Andrésson segir það frekar ósmekklegt hvernig Portúgalinn José Sousa nýtti sér Hlyn sem skjól fyrir vindinum stærstan hluta Reykjavíkurmaraþons Íslandsbanka í gær. Sousa hafi þó verðskuldað sigurinn og Hlynur ekki átt sinn besta dag. 24. ágúst 2025 09:31 Tilfinningaþrungin stund þegar Magnús Máni kom í mark Fjölmargir einstaklingar og hópar hlupu til styrktar góðra málefna í Reykjavíkurmaraþoninu í dag en hinn fimmtán ára Magnús Máni Magnússon og hans fylgdarlið vöktu sérstaka athygli. 23. ágúst 2025 19:47 Elísa langfyrst fyrir Magnús Mána: „Þessi dagur er fyrir hann“ Hlaupakonan frábæra Elísa Kristinsdóttir vann afar öruggan sigur í hálfmaraþoni kvenna í Reykjavíkurmaraþoni Íslandsbanka í dag og kveðst hafa náð algjörum draumatíma þrátt fyrir mikinn vind. 23. ágúst 2025 10:54 Magnaður sigur Dags í Vestratreyju: „Núna er bara stefnan sett á ÓL“ Dagur Benediktsson hljóp hraðast allra í æsispennandi hálfmaraþoni í Reykjavíkurmaraþoni Íslandsbanka í Reykjavík í dag. „Sæluvíma“ og „draumur“ sagði hann eftir komuna í mark. 23. ágúst 2025 10:31 Mest lesið Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Íslenski boltinn Færðu auglýsingaskiltin til að trufla löng innköst Arsenal Enski boltinn Sjáðu Messi skjóta Inter Miami áfram í fyrsta sinn Fótbolti Maddie Sutton í sögubækurnar í fámennum hóp Körfubolti Hvetur Napólí til að sækja óánægðan Mainoo Fótbolti Dagskráin í dag: Stórleikur í enska og NFL á fullt Sport Sjáðu alla dramatíkina og mörkin í enska í gær Enski boltinn Snævar setti heimsmet Sport Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Íslenski boltinn „Hallærislegasta smjaður sem íþróttaheimurinn hefur nokkurn tíma séð“ Fótbolti Fleiri fréttir Snævar setti heimsmet Hefur þjálfaraferilinn á Hornafirði Færðu auglýsingaskiltin til að trufla löng innköst Arsenal Sjáðu alla dramatíkina og mörkin í enska í gær Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Sjáðu Messi skjóta Inter Miami áfram í fyrsta sinn Hvetur Napólí til að sækja óánægðan Mainoo Maddie Sutton í sögubækurnar í fámennum hóp Dagskráin í dag: Stórleikur í enska og NFL á fullt Íslandsmetin falla í bunkum á Íslandsmótinu í sundi Parma nældi í stig gegn toppliði AC Milan Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Martin stigahæstur með tvöfalda tvennu Þungt Evrópukvöld á Ásvöllum Norris á ráspól en Verstappen í vandræðum Sanngjarn heimasigur Algjör markaþurrð í Seríu A Keflvíkingar bæta framherja frá Slóveníu í hópinn Valur steinlá gegn Blomberg-Lippe Tveir í röð hjá West Ham og þægilegt hjá Everton Dramatík í uppbótartíma Union Berlin stöðvaði ótrúlega sigurgöngu Bayern Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Emelía og stöllur með átta stiga forskot Amorim fannst vanta hugrekki til að klára leikinn Stefán Teitur og félagar upp í þriðja sætið Stjörnukonur fengu silfur á Norðurlandamótinu Tvö mörk í uppbótartíma í ótrúlegum leik Inter missti niður tveggja marka forskot NBA vill koma deild í Evrópu á koppinn Sjá meira
„Horft illum augum á þannig taktík í hlaupaheiminum“ Íslandsmeistarinn Hlynur Andrésson segir það frekar ósmekklegt hvernig Portúgalinn José Sousa nýtti sér Hlyn sem skjól fyrir vindinum stærstan hluta Reykjavíkurmaraþons Íslandsbanka í gær. Sousa hafi þó verðskuldað sigurinn og Hlynur ekki átt sinn besta dag. 24. ágúst 2025 09:31
Tilfinningaþrungin stund þegar Magnús Máni kom í mark Fjölmargir einstaklingar og hópar hlupu til styrktar góðra málefna í Reykjavíkurmaraþoninu í dag en hinn fimmtán ára Magnús Máni Magnússon og hans fylgdarlið vöktu sérstaka athygli. 23. ágúst 2025 19:47
Elísa langfyrst fyrir Magnús Mána: „Þessi dagur er fyrir hann“ Hlaupakonan frábæra Elísa Kristinsdóttir vann afar öruggan sigur í hálfmaraþoni kvenna í Reykjavíkurmaraþoni Íslandsbanka í dag og kveðst hafa náð algjörum draumatíma þrátt fyrir mikinn vind. 23. ágúst 2025 10:54
Magnaður sigur Dags í Vestratreyju: „Núna er bara stefnan sett á ÓL“ Dagur Benediktsson hljóp hraðast allra í æsispennandi hálfmaraþoni í Reykjavíkurmaraþoni Íslandsbanka í Reykjavík í dag. „Sæluvíma“ og „draumur“ sagði hann eftir komuna í mark. 23. ágúst 2025 10:31