Öll spjót beinast að ÍBR vegna skipulagsleysis og „rugls í ræsingu“ Magnús Jochum Pálsson skrifar 24. ágúst 2025 13:46 Hlauparar í keppnisflokki voru margir óánægðir með skort á skipulagi og stýringu í upphafi hlaups þegar fjöldi fólks í almennum flokki flæktist fyrir. Vísir/Lýður Valberg Töluverðrar óánægju gætir innan hlaupasamfélagsins með framkvæmd Reykjavíkurmaraþons Íslandsbanka í gær. Skipting í almennan flokk og keppnisflokk tókst ekki betur en svo að fyrri hópurinn teppti fyrir þeim seinni. Íslandsmeistari í maraþoni segir mistök brautarstarfsmanns mögulega hafa kostað sig sigur. Í Reykjavíkurmaraþoninu í ár voru í fyrsta sinn tvær skráningarleiðir í boði fyrir hlaupara: almennur flokkur og keppnisflokkur. Ástæðan fyrir þeirri útfærslu eru deilur milli Íþróttabandalags Reykjavíkur og Frjálsíþróttasambands Íslands um vottun hlaupsins sem ná nokkur ár aftur í tímann. Lengi dróst í fyrra að votta Reykjavíkurmaraþonið sem gilt keppnishlaup vegna deilna milli ÍBR og FRÍ um vottunina. ÍBR taldi sjálfkrafa skráningu í afrekaskrá FRÍ brjóta gegn persónuverndarlögum meðan FRÍ sagði ÍBR ekki vilja greiða 150 króna gjaldið sem sett er á hvern þátttakanda sem kemur í mark. Af þessum ástæðum var ákveðið að bjóða upp á tvær skráningarleiðir í ár. Annars vegar almennan miða sem veitir þátttakendum rétt til að taka þátt án þess að keppa til verðlauna og sleppa við að úrslitin fari í afrekaskrá FRÍ. Hins vegar keppnismiða sem veitir þátttakendum val um að vera í fremsta ráshólfi, eiga möguleika á að vinna til verðlauna og fá úrslitin skráð í afrekaskrá FRÍ. Munurinn á miðunum var jafnframt sá að almennur flokkur hófst seinna en keppnisflokkur, þannig hófst keppnisflokkur í maraþoni og hálfmaraþoni klukkan hálf níu en almennur flokkur tíu mínútum síðar. Þessu var eins háttað í tíu kílómetra hlaupinu. „Klúðrið í startinu í gær var algjört“ Heitar umræður hafa skapast um nýtt fyrirkomulag hlaupsins á Facebook-hópnum „Hlauparar á Íslandi“ sem telur um átta þúsund manns. „Vonandi verður þessi undarlega skipting ekki endurtekin. Þvílíka ruglið í ræsingu fyrir maraþon og hálfmaraþon,“ sagði Gunnhildur Ásta Traustadóttir, sem hljóp hálfmaraþon í gær með Hlaupahópi FH, í hópnum. Engin stýring hafi verið á því hvar fólk með almennan miða ætti að bíða. „Fullt af fólki með almennan miða sem stóð framarlega í ráshólfinu og stóð hreinlega fyrir fólki með keppnismiða eftir ræsingu keppnishópsins (sem var langt á eftir áætlun). Tók marga mjög langan tíma að komast yfir ráslínuna,“ sagði hún janframt Óskar Jakobsson, sem hljóp maraþon með hlaupahópnum HHHC, tók í svipaðan streng og sagði ræsið í hlaupinu hafa mislukkast. „RM er í algjöru rugli með svo margt. Klúðrið í startinu í gær var algjört. Þurfti að sviga framhjá fullt af fólki til að komast af stað. Startið átti að vera klukkan 8:30 en ræsingin var ekki fyrr en einhverjum 8 mínútum síðar,“ skrifaði hann í hópnum. Mögulega afdridarík mistök Flokkaskiptingin og skipulag hennar er þó ekki eina umkvörtunarefnið, einn fremsti hlaupari landsins, Hlynur Andrésson, kvartaði undan því hvernig staðið væri að hlaupinu í brautinni. Hlynur lýsti því bæði í viðtölum í gær og á samfélagsmiðlum sínum að honum hefði verið vísað út af brautinni á mikilvægum tímapunkti í hlaupinu. Mögulega hafi það kostað hann sigur. Hlynur sýndi á Instagram útúrdúrinn sem hann tók í hlaupinu eftir að hafa verið beint í ranga átt þegar hann hafði hlaupið um 30 kílómetra.Skjáskot/hlynurand12 „Eftir 30 km er mér svo beint af brautarverði að beygja upp á Sævarhöfða í staðinn fyrir að halda beint áfram eins og við áttum að gera. Portúgalinn gerði ekki sömu mistök og græddi strax 50 metra bil á mig. Ég reyndi að elta hann niður en hafði eytt of mikilli orku fyrsta helminginn og ég byrjaði þá að lenda í vandræðum,“ skrifar Hlynur. Baldvin Þór Magnússon varð Íslandsmeistari í tíu kílómetra hlaupi en forsvarsmenn hlaupafataverslunarinnar Hlaupár vöktu athygli á því á samfélagsmiðlum að Baldur hafi þurft að sikk-sakka milli hálfmaraþonhlaupara til að komast leiðar sinnar. Tímasetningin hefði því ekki verið nógu vel úthugsuð. Skjáskot úr hringrás Hlaupárs á samfélagsmiðlum. Sjálfur deildi Baldvin Þór færslu Hlaupárs og skrifaði við hana: „Getur ekki verið margir sem hafa hlaupið hraðar og tekið fram úr yfir örugglega vel yfir 1000 manns.“ Fréttastofa leitaði viðbragða Íþróttabandalags Reykjavíkur sem lítur málið alvarlegum augum, ætlar sér að vinna í úrbótum að málinu og mun bregðast formlega við málinu með fréttatilkynningu á næstu klukkustundum. Hlaup Reykjavíkurmaraþon Tengdar fréttir „Horft illum augum á þannig taktík í hlaupaheiminum“ Íslandsmeistarinn Hlynur Andrésson segir það frekar ósmekklegt hvernig Portúgalinn José Sousa nýtti sér Hlyn sem skjól fyrir vindinum stærstan hluta Reykjavíkurmaraþons Íslandsbanka í gær. Sousa hafi þó verðskuldað sigurinn og Hlynur ekki átt sinn besta dag. 24. ágúst 2025 09:31 Vel studdur í brautarmeti: „Mjög sérstakt og keyrði mig virkilega mikið áfram“ Íslandsmethafinn Baldvin Þór Magnússon hljóp til sigurs í tíu kílómetra hlaupi í Reykjavíkurmaraþoni Íslandsbanka, á nýju brautarmeti, eða 29 mínútum og 34 sekúndum. Hann fann virkilega fyrir vindi og stuðningi í hlaupinu. 24. ágúst 2025 10:35 Miklar tilfinningar og mikil stemning í Reykjavíkurmaraþoninu Reykjavíkurmaraþon Íslandsbanka fór fram í fertugasta sinn í dag. Aldrei hafa fleiri hlauparar verið skráðir til leiks né jafn mikill peningur safnast til góðgerðarmála. Viktor Freyr ljósmyndari var á staðnum og myndaði fólk að hlaupa og koma í mark. 23. ágúst 2025 15:54 Mest lesið Saksóknari handtekinn við skemmtistað í sumar Innlent „Alla mína ævi var ég að reyna að verja hann fyrir kynþáttafordómum“ Innlent Lítið hægt að gera við kínverska vagna Strætó annað en að stöðva þá Innlent Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Innlent Skulda annarri konu fleiri milljónir vegna launamismunar Innlent Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Innlent Meti kostnað og ábyrgð annarra á að greiða varnargarða Innlent Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Innlent Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Erlent Tafir vegna óhapps við Sprengisand Innlent Fleiri fréttir Mikil hætta skapist sé ekið á nýsteypta brúna Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Þyrstir fagna komu jólabjórsins til byggða Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Óbreytt klukka stöðutaka gegn vísindum og lýðheilsu Bjargey meðferðarheimili: „Þetta var eins og lúxusneyslurými“ „Lúxus-neyslurými“, klukkan umdeilda og tímamót á börum Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Saksóknari handtekinn við skemmtistað í sumar Tafir vegna óhapps við Sprengisand Meti kostnað og ábyrgð annarra á að greiða varnargarða Ný heilsugæslustöð tekin í notkun á Flúðum Lítið hægt að gera við kínverska vagna Strætó annað en að stöðva þá Skulda annarri konu fleiri milljónir vegna launamismunar „Þetta er flókið verkefni og ekki hægt að ráða við allar aðstæður“ „Set alvarlegt spurningamerki við að draga út einstaka þjóðerni fólks“ Engin eðlisbreyting þó fangavörðum sé breytt í starfsfólk Grafalvarleg staða hjá Norðuráli og frumvarp um brottfararstöð komið fram Staðgengill ríkislögreglustjóra til starfa í lagadeild HR „Alla mína ævi var ég að reyna að verja hann fyrir kynþáttafordómum“ Jafnréttisbaráttan gangi líka út á að gefa körlum tækifæri Ekki lengur gert ráð fyrir að fangaverðir starfi í brottfararstöð „Mig langar til að tala eins og Íslendingur – nákvæmlega eins og Íslendingur“ Kólnun á fasteignamarkaði: Færri skoða og lægra verð „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Gagnrýnisverð hegðun Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Ugla Stefanía nýr sérfræðingur Reykjavíkurborgar Upplausn á meðferðarheimili og fleiri fölsuð lyf Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Sjá meira
Í Reykjavíkurmaraþoninu í ár voru í fyrsta sinn tvær skráningarleiðir í boði fyrir hlaupara: almennur flokkur og keppnisflokkur. Ástæðan fyrir þeirri útfærslu eru deilur milli Íþróttabandalags Reykjavíkur og Frjálsíþróttasambands Íslands um vottun hlaupsins sem ná nokkur ár aftur í tímann. Lengi dróst í fyrra að votta Reykjavíkurmaraþonið sem gilt keppnishlaup vegna deilna milli ÍBR og FRÍ um vottunina. ÍBR taldi sjálfkrafa skráningu í afrekaskrá FRÍ brjóta gegn persónuverndarlögum meðan FRÍ sagði ÍBR ekki vilja greiða 150 króna gjaldið sem sett er á hvern þátttakanda sem kemur í mark. Af þessum ástæðum var ákveðið að bjóða upp á tvær skráningarleiðir í ár. Annars vegar almennan miða sem veitir þátttakendum rétt til að taka þátt án þess að keppa til verðlauna og sleppa við að úrslitin fari í afrekaskrá FRÍ. Hins vegar keppnismiða sem veitir þátttakendum val um að vera í fremsta ráshólfi, eiga möguleika á að vinna til verðlauna og fá úrslitin skráð í afrekaskrá FRÍ. Munurinn á miðunum var jafnframt sá að almennur flokkur hófst seinna en keppnisflokkur, þannig hófst keppnisflokkur í maraþoni og hálfmaraþoni klukkan hálf níu en almennur flokkur tíu mínútum síðar. Þessu var eins háttað í tíu kílómetra hlaupinu. „Klúðrið í startinu í gær var algjört“ Heitar umræður hafa skapast um nýtt fyrirkomulag hlaupsins á Facebook-hópnum „Hlauparar á Íslandi“ sem telur um átta þúsund manns. „Vonandi verður þessi undarlega skipting ekki endurtekin. Þvílíka ruglið í ræsingu fyrir maraþon og hálfmaraþon,“ sagði Gunnhildur Ásta Traustadóttir, sem hljóp hálfmaraþon í gær með Hlaupahópi FH, í hópnum. Engin stýring hafi verið á því hvar fólk með almennan miða ætti að bíða. „Fullt af fólki með almennan miða sem stóð framarlega í ráshólfinu og stóð hreinlega fyrir fólki með keppnismiða eftir ræsingu keppnishópsins (sem var langt á eftir áætlun). Tók marga mjög langan tíma að komast yfir ráslínuna,“ sagði hún janframt Óskar Jakobsson, sem hljóp maraþon með hlaupahópnum HHHC, tók í svipaðan streng og sagði ræsið í hlaupinu hafa mislukkast. „RM er í algjöru rugli með svo margt. Klúðrið í startinu í gær var algjört. Þurfti að sviga framhjá fullt af fólki til að komast af stað. Startið átti að vera klukkan 8:30 en ræsingin var ekki fyrr en einhverjum 8 mínútum síðar,“ skrifaði hann í hópnum. Mögulega afdridarík mistök Flokkaskiptingin og skipulag hennar er þó ekki eina umkvörtunarefnið, einn fremsti hlaupari landsins, Hlynur Andrésson, kvartaði undan því hvernig staðið væri að hlaupinu í brautinni. Hlynur lýsti því bæði í viðtölum í gær og á samfélagsmiðlum sínum að honum hefði verið vísað út af brautinni á mikilvægum tímapunkti í hlaupinu. Mögulega hafi það kostað hann sigur. Hlynur sýndi á Instagram útúrdúrinn sem hann tók í hlaupinu eftir að hafa verið beint í ranga átt þegar hann hafði hlaupið um 30 kílómetra.Skjáskot/hlynurand12 „Eftir 30 km er mér svo beint af brautarverði að beygja upp á Sævarhöfða í staðinn fyrir að halda beint áfram eins og við áttum að gera. Portúgalinn gerði ekki sömu mistök og græddi strax 50 metra bil á mig. Ég reyndi að elta hann niður en hafði eytt of mikilli orku fyrsta helminginn og ég byrjaði þá að lenda í vandræðum,“ skrifar Hlynur. Baldvin Þór Magnússon varð Íslandsmeistari í tíu kílómetra hlaupi en forsvarsmenn hlaupafataverslunarinnar Hlaupár vöktu athygli á því á samfélagsmiðlum að Baldur hafi þurft að sikk-sakka milli hálfmaraþonhlaupara til að komast leiðar sinnar. Tímasetningin hefði því ekki verið nógu vel úthugsuð. Skjáskot úr hringrás Hlaupárs á samfélagsmiðlum. Sjálfur deildi Baldvin Þór færslu Hlaupárs og skrifaði við hana: „Getur ekki verið margir sem hafa hlaupið hraðar og tekið fram úr yfir örugglega vel yfir 1000 manns.“ Fréttastofa leitaði viðbragða Íþróttabandalags Reykjavíkur sem lítur málið alvarlegum augum, ætlar sér að vinna í úrbótum að málinu og mun bregðast formlega við málinu með fréttatilkynningu á næstu klukkustundum.
Hlaup Reykjavíkurmaraþon Tengdar fréttir „Horft illum augum á þannig taktík í hlaupaheiminum“ Íslandsmeistarinn Hlynur Andrésson segir það frekar ósmekklegt hvernig Portúgalinn José Sousa nýtti sér Hlyn sem skjól fyrir vindinum stærstan hluta Reykjavíkurmaraþons Íslandsbanka í gær. Sousa hafi þó verðskuldað sigurinn og Hlynur ekki átt sinn besta dag. 24. ágúst 2025 09:31 Vel studdur í brautarmeti: „Mjög sérstakt og keyrði mig virkilega mikið áfram“ Íslandsmethafinn Baldvin Þór Magnússon hljóp til sigurs í tíu kílómetra hlaupi í Reykjavíkurmaraþoni Íslandsbanka, á nýju brautarmeti, eða 29 mínútum og 34 sekúndum. Hann fann virkilega fyrir vindi og stuðningi í hlaupinu. 24. ágúst 2025 10:35 Miklar tilfinningar og mikil stemning í Reykjavíkurmaraþoninu Reykjavíkurmaraþon Íslandsbanka fór fram í fertugasta sinn í dag. Aldrei hafa fleiri hlauparar verið skráðir til leiks né jafn mikill peningur safnast til góðgerðarmála. Viktor Freyr ljósmyndari var á staðnum og myndaði fólk að hlaupa og koma í mark. 23. ágúst 2025 15:54 Mest lesið Saksóknari handtekinn við skemmtistað í sumar Innlent „Alla mína ævi var ég að reyna að verja hann fyrir kynþáttafordómum“ Innlent Lítið hægt að gera við kínverska vagna Strætó annað en að stöðva þá Innlent Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Innlent Skulda annarri konu fleiri milljónir vegna launamismunar Innlent Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Innlent Meti kostnað og ábyrgð annarra á að greiða varnargarða Innlent Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Innlent Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Erlent Tafir vegna óhapps við Sprengisand Innlent Fleiri fréttir Mikil hætta skapist sé ekið á nýsteypta brúna Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Þyrstir fagna komu jólabjórsins til byggða Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Óbreytt klukka stöðutaka gegn vísindum og lýðheilsu Bjargey meðferðarheimili: „Þetta var eins og lúxusneyslurými“ „Lúxus-neyslurými“, klukkan umdeilda og tímamót á börum Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Saksóknari handtekinn við skemmtistað í sumar Tafir vegna óhapps við Sprengisand Meti kostnað og ábyrgð annarra á að greiða varnargarða Ný heilsugæslustöð tekin í notkun á Flúðum Lítið hægt að gera við kínverska vagna Strætó annað en að stöðva þá Skulda annarri konu fleiri milljónir vegna launamismunar „Þetta er flókið verkefni og ekki hægt að ráða við allar aðstæður“ „Set alvarlegt spurningamerki við að draga út einstaka þjóðerni fólks“ Engin eðlisbreyting þó fangavörðum sé breytt í starfsfólk Grafalvarleg staða hjá Norðuráli og frumvarp um brottfararstöð komið fram Staðgengill ríkislögreglustjóra til starfa í lagadeild HR „Alla mína ævi var ég að reyna að verja hann fyrir kynþáttafordómum“ Jafnréttisbaráttan gangi líka út á að gefa körlum tækifæri Ekki lengur gert ráð fyrir að fangaverðir starfi í brottfararstöð „Mig langar til að tala eins og Íslendingur – nákvæmlega eins og Íslendingur“ Kólnun á fasteignamarkaði: Færri skoða og lægra verð „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Gagnrýnisverð hegðun Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Ugla Stefanía nýr sérfræðingur Reykjavíkurborgar Upplausn á meðferðarheimili og fleiri fölsuð lyf Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Sjá meira
„Horft illum augum á þannig taktík í hlaupaheiminum“ Íslandsmeistarinn Hlynur Andrésson segir það frekar ósmekklegt hvernig Portúgalinn José Sousa nýtti sér Hlyn sem skjól fyrir vindinum stærstan hluta Reykjavíkurmaraþons Íslandsbanka í gær. Sousa hafi þó verðskuldað sigurinn og Hlynur ekki átt sinn besta dag. 24. ágúst 2025 09:31
Vel studdur í brautarmeti: „Mjög sérstakt og keyrði mig virkilega mikið áfram“ Íslandsmethafinn Baldvin Þór Magnússon hljóp til sigurs í tíu kílómetra hlaupi í Reykjavíkurmaraþoni Íslandsbanka, á nýju brautarmeti, eða 29 mínútum og 34 sekúndum. Hann fann virkilega fyrir vindi og stuðningi í hlaupinu. 24. ágúst 2025 10:35
Miklar tilfinningar og mikil stemning í Reykjavíkurmaraþoninu Reykjavíkurmaraþon Íslandsbanka fór fram í fertugasta sinn í dag. Aldrei hafa fleiri hlauparar verið skráðir til leiks né jafn mikill peningur safnast til góðgerðarmála. Viktor Freyr ljósmyndari var á staðnum og myndaði fólk að hlaupa og koma í mark. 23. ágúst 2025 15:54