Fótbolti

Daníel skoraði gegn Víkings­bönum

Sindri Sverrisson skrifar
Daníel Leó Grétarsson minnti rækilega á sig í dag, nú þegar styttist í landsleiki.
Daníel Leó Grétarsson minnti rækilega á sig í dag, nú þegar styttist í landsleiki. Getty/Nigel French

Varnarmaðurinn Daníel Leó Grétarsson átti ljómandi leik fyrir Sönderjyske gegn Víkingsbönunum í Bröndby í dag, í dönsku úrvalsdeildinni í fótbolta.

Þeir Daníel og Kristall Máni Ingason voru báðir í byrjunarliði Sönderjyske sem vann frábæran 2-0 sigur gegn Bröndby.

Daníel skoraði fyrra mark leiksins, snemma í seinni hálfleik, frammi fyrir metfjölda áhorfenda á heimavelli Sönderjyske eða 8.735 manns.

Lirim Qamili bætti svo við marki tíu mínútum fyrir leikslok en þá voru Kristall og Daníel báðir farnir af velli.

Sönderjyske er nú með sjö stig eftir fyrstu sex leiki sína, í áttunda sæti deildarinnar, en Brödnby missti af mikilvægum stigum í toppbaráttunni og er með 12 stig líkt og Midtjylland, stigi á eftir FC Kaupmannahöfn sem er á toppnum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×