Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 24. ágúst 2025 23:46 Stefán Blackburn mætir í dómssal í morgun, Vísir fylgist grannt með gangi mála í Héraðsdómi Suðurlands í dag. Vísir/Anton Brink Tveir karlmenn sem ákærðir eru fyrir manndráp, frelsissviptingu og rán í mars síðastliðnum játuðu frelssviptingu og rán við upphaf aðalmeðferðar í Héraðsdómi Suðurlands í morgun. Alls eru fimm ákærð og gætu átt yfir sér þunga dóma en lýsingar á ofbeldisverkum í ákæru eru hrottafengnar. Vísir mun fylgjast með því sem fram fer í dómssal. Í upphafi þinghaldsins kynntu verjendur Stefáns Blackburn og Lúkasar Geirs Ingvarssonar að þeir hefðu breytt afstöðu sinni til ákærunnar. Þeir höfðu áður neitað sök en játa nú frelsissviptingu og rán, en ekki að hafa framið manndráp. Þá viðurkenndi Stefán jafnframt tilraun til fjárkúgunar gagnvart ekkju Hjörleifs. Það gerði Lúkas hins vegar ekki. Vísir mun gera ítarlega grein fyrir vitnisburði sakborninga þegar þeim er lokið. Það var á tíunda tímanum mánudagskvöldið 10. mars síðastliðinn sem Hjörleifur Haukur Guðmundsson yfirgaf heimili sitt í Þorlákshöfn. Hann átti aldrei eftir að koma aftur þangað því rúmum átta tímum síðar fannst hann nær dauða en lífi á göngustíg í Gufunesi. Lúkas Geir Ingvarsson leiddur fyrir dómara á Selfossi í morgun.Vísir/Anton Brink Fimm eru ákærð fyrir að hafa komið að verknaðinum, ýmist með beinum þætti í tilfelli þriggja karlmanna á aldrinum 19 til 33 ára eða aðstoðað á einhvern hátt við hann eins og er tilfellið hjá átján og nítján ára karli og konu. Öll neituðu sök við þingfestingu málsins. Matthías Björn Erlingsson leiddur fyrir dómara í morgun. Reiknað er með því að ákærðu mæti öll í dómssal í dag og svari spurningum saksóknara og verjenda.Vísir/Anton Brink Karlmennirnir þrír eru Stefán Blackburn 33 ára, Lúkas Geir Ingvarsson 22 ára og Matthías Björn Erlingsson 19 ára sem eru ákærðir fyrir manndráp, frelsissviptingu og rán. Allir eru góðkunningjar lögreglu þó Stefán eigi lengstan sakaferil en hann á að baki dóma fyrir ofbeldisbrot. Þau tvö yngri sem ákærð eru fyrir fjárdrátt og hlutdeild verða ekki nafngreind að svo stöddu. Nítján ára hafi platað Hjörleif Atburðarásinni er lýst nokkuð ítarlega í ákæru héraðssaksóknara upp á fjórar blaðsíður. Stefán og Lúkas Geir eru sagðir hafa fengið Hjörleif Hauk til að yfirgefa heimili sitt í Þorlákshöfn klukkan 21:43, með aðstoð nítján ára konu, og upp í svarta Teslu sem lagt var í nágrenninu. Þaðan eiga þeir að hafa ekið Hjörleifi að Hellisheiðarvirkjun og beitt hann ofbeldi með þeim afleiðingum að fimm tennur brotnuðu úr munni hans. Þannig hafi þeir reynt að þvinga hann til að gefa upp aðgangsorð sitt að heimabankanum. Þeir eru sagðir hafa sett poka yfir höfuð Hjörleifs. Upp úr klukkan hálf tól hafi Matthías Björn mætt á bíl sínum að Hellisheiðarvirkjun. Matthías hefur einn sakborninga þegar tjáð sig nokkuð um ákæruefni og haldið því fram að hann hafi aðeins mætt þangað vegna þess að Stefán hafi beðið um aðstoð við að hlaða Tesluna. Upp úr miðnætti eru þremenningarnir sakaðir um að hafa í sameiningu fært Hjörleif Hauk með poka yfir höfði sínu yfir í bíl Matthíasar Björns, rauðan Volkswagen Golf. Matthías Björn hafi svo ekið bílnum á eftir Teslunni sem Stefán ók en Lúkas Geir hafi verið í bílnum með Matthíasi og Hjörleifi. Vilhjálmur H. Vilhjálmsson, einn verjenda í málinu, mætir í Héraðsdóm Suðurlands í morgun.vísir/Anton Brink Þeir hafi ekið að iðnaðarhúsnæði að Koparsléttu á Kjalarnesi og inn í iðnaðarbil á svæðinu. Þar eru Stefán og Lúkas Geir sagðir hafa misþyrmt Hjörleifi frekar með grófu líkamlegu ofbeldi. Það hafi einkum verið í formi högga, sparka og annarra sparka sem beindust að höfði og búk hans, handleggjum og hnjám, auk högga með hörðu sljóu áhaldi á innanverð læri, vinstri hönd og hnjáliði. Undir ofbeldinu hafi þeir krafið Hjörleif Hauk ítrekað um aðgangsorð að heimabanka sínum. Dreginn eftir göngustíg Rétt fyrir klukkan tvö hafi Matthías Björn svo ekið með Hjörleif og Lúkas Geir á eftir Stefáni að leiksvæði í Gufunesi og inn á göngustíg. Þar eru þeir sagðir hafa beitt Hjörleif Hauk enn frekara ofbeldi með því að draga hann eftir göngustígnum. Í framhaldinu eru þeir taldir hafa komist inn í heimabanka Hjörleifs Hauks með rafrænum skilríkjum hans og aðgangsorði. Millifærðu þeir þrjár milljónir króna inn á fjórða mann, þann átján ára sem er ákærður fyrir peningaþvætti. Bræðurnir Stefán Karl Kristjánsson og Páll Kristjánsson eru verjendur Lúkasar og Stefáns í málinu. Hér mæta þeir á Selfoss í morgun.Vísir/Anton Brink Skildu þeir svo Hjörleif Hauk eftir helsærðan og bjargarlausan um klukkan hálf þrjú um nóttina á göngustígnum, aðeins klæddur í nærbuxur. Þremur tímum síðar fannst hann meðvitundarlaus rétt utan við göngustíginn. Var hann fluttur á Landspítalann þar sem hann lést af áverkum sínum hálfri annarri klukkustund síðar. Voru það einkum áverkar á brjóstkassa og andliti með mikilli riðlun á öndunarstarfsemi í kjölfarið. Hinum banvænu áverkum er lýst í um 400 orðum í ákæru og verður ekki dvalið við þá frekar í þessari frétt nema að leggja áherslu á að þeir voru gríðarlegir um allan líkama. Hótuðu eiginkonu Hjörleifs Stefán, Lúkas Geir og Matthías Björn eru auk þess ákærðir fyrir fjárkúgun með því að hafa rétt fyrir miðnætti umrætt mánudagskvöld hringt í eiginkonu Hjörleifs Hauks og reynt með hótunum um að beita hann ofbeldi reynt að hafa af henni þrjár milljónir króna. Var það gert í tveimur símtölum með skömmu millibili þar sem hótað var að beita Hjörleif Hauk frekara ofbeldi gæfi eiginkonan ekki upp aðgangsorð að heimabanka hans. Munu þeir hafa fullyrt við konuna að Hjörleifur væri kynferðisafbrotamaður í hótunum sínum. Karlmaðurinn átján ára er ákærður fyrir peningaþvætti með því að hafa að beiðni Matthíasar Björns og Lúkasar Geirs samþykkt að taka við millifærslu upp á þrjár milljónir króna inn á bankareikning sinn af reikningi Hjörleifs Hauks vitandi að um ávinning brots væri að ræða. Hann hafi svo á tólfta tímanum morguninn eftir millifært fjárhæðina inn á reikning Matthíasar Björns. Nítján ára konan er ákærð fyrir hlutdeild í frelsissviptingu og ráni með því að hafa umræddan mánudag sett sig í samband við Hjörleif Hauk og fengið hann til að yfirgefa heimili sitt og fara í svörtu Tesluna hjá Stefáni og Lúkasi vitandi að til stæði að svipta hann frelsi sínu og beita ofbeldi í því skyni að hafa af honum peninga. Óvænt viðtal sakbornings Samkvæmt heimildum fréttastofu hafa þeir Stefán Blackburn og Lúkas Geir svo til ekkert tjáð sig í skýrslutökum hjá lögreglu við rannsókn málsins. Þeirra sjónarmið eru því ekki fram komin. Segja má að nú séu síðustu forvöð þeirra til að taka til varna í málinu. Sakborningur leiddur fyrir dómara á fyrri stigum máls. Vísir/Anton Brink Matthías Björn veitti DV viðtal fyrr í mánuðinum þar sem hann sagðist ósáttur við ákæruna á hendur sér, hann hefði ekki þorað að gera annað en að hlíða meðákærðu af ótta við ofbeldi. Samkvæmt heimildum fréttastofu hefur Matthías komið við sögu lögreglu þrátt fyrir ungan aldur en hann hefur verið í broddi fylkingar svonefnds tálbeituhóps sem meðal annars gekk í skrokk á manni á Akranesi í vetur. Þá staðfesti Karl Ingi Vilbergsson saksóknari við RÚV í júlí að sakborningar í málinu hefðu farið með bíl sinn í bílaþvottastöð daginn eftir. Þar munu hafa fundist tennur í aftursæti bílsins. Þá er rétt að geta þess að Lúkas Geir er grunaður um að hafa reynt að hafa áhrif á framburð Matthíasar Björns og fá hann til að taka á sig sökina í bréfi sem skilið var eftir á útisvæði í gæsluvarðhaldsfangelsinu á Hólmsheiði. Bótakröfur upp á tuttugu milljónir Réttargæslumaður eiginkonu Hjörleifs heitins gerir einkaréttarkröfu á ákærðu upp á 11,5 milljónir króna í skaðabætur. Réttargæslumaður sonar Hjörleifs gerir miskabótakröfu upp á átta milljónir króna. Aðalmeðferð hefst klukkan 9:15 á mánudagsmorgun, stendur yfir allan daginn og næstu daga. Reikna má með að þröngt verði á þingi í húsakosti Héraðsdóms Suðurlands þar sem fimm sakborningar, verjendur þeirra, dómari, dómritari, saksóknari, aðstoðarmaður saksóknara, réttargæslumenn og fjölmiðlafólk munu þurfa að komast fyrir. Vísir mun fylgjast ítarlega með gangi mála í dómssal alla dagana. Fyrsti dagurinn verður gerður upp í fréttum Sýnar klukkan hálf sjö. Manndráp í Gufunesi Lögreglumál Dómsmál Ölfus Reykjavík Mest lesið Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Erlent Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Erlent Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Innlent Jóhannes Valgeir er látinn Innlent Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Innlent Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Erlent Halla mun funda með Xi Jinping Innlent Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Erlent Tæplega fimmtíu komast ekki um borð eftir að neyðarrenna var opnuð fyrir mistök Innlent Í fangaklefa grunaðir um ólöglega dvöl Innlent Fleiri fréttir Tæplega fimmtíu komast ekki um borð eftir að neyðarrenna var opnuð fyrir mistök Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Myndband: Lögregla stóð vörð vegna Vítisenglaveislu Útgjöld vegna útlendingamála lækka um þriðjung Halla mun funda með Xi Jinping 40 ára afmæli Þorlákskirkju fagnað í Þorlákshöfn Vítisenglar lausir úr haldi og týndir ferðamenn Mikilvægt að sýna Grænlendingum stuðning Allir þrír lausir úr haldi Forseti Íslands ræðir fyrsta árið í embætti Í fangaklefa grunaðir um ólöglega dvöl Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Sungið og sungið í Tungnaréttum Jóhannes Valgeir er látinn ÁTVR græði á misnotkun kerfisins sem bitni á úrvali Jóhannes Óli er nýr forseti Ungs jafnaðarfólks ÁTVR stórgræði á misnotuðu kerfi og lögreglustöð í Breiðholti „Það er ekkert ósætti eða rifrildi“ Sýkt vatnsból á Stöðvarfirði eigi brátt að heyra sögunni til Íbúum Bláskógabyggðar fjölgar og fjölgar Fangelsismál í krísu og rannsókn á morðinu á Kirk „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Heimsótti heimaslóðirnar 52 árum eftir nauðlendinguna Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Stebbi í Lúdó látinn Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Sjá meira
Í upphafi þinghaldsins kynntu verjendur Stefáns Blackburn og Lúkasar Geirs Ingvarssonar að þeir hefðu breytt afstöðu sinni til ákærunnar. Þeir höfðu áður neitað sök en játa nú frelsissviptingu og rán, en ekki að hafa framið manndráp. Þá viðurkenndi Stefán jafnframt tilraun til fjárkúgunar gagnvart ekkju Hjörleifs. Það gerði Lúkas hins vegar ekki. Vísir mun gera ítarlega grein fyrir vitnisburði sakborninga þegar þeim er lokið. Það var á tíunda tímanum mánudagskvöldið 10. mars síðastliðinn sem Hjörleifur Haukur Guðmundsson yfirgaf heimili sitt í Þorlákshöfn. Hann átti aldrei eftir að koma aftur þangað því rúmum átta tímum síðar fannst hann nær dauða en lífi á göngustíg í Gufunesi. Lúkas Geir Ingvarsson leiddur fyrir dómara á Selfossi í morgun.Vísir/Anton Brink Fimm eru ákærð fyrir að hafa komið að verknaðinum, ýmist með beinum þætti í tilfelli þriggja karlmanna á aldrinum 19 til 33 ára eða aðstoðað á einhvern hátt við hann eins og er tilfellið hjá átján og nítján ára karli og konu. Öll neituðu sök við þingfestingu málsins. Matthías Björn Erlingsson leiddur fyrir dómara í morgun. Reiknað er með því að ákærðu mæti öll í dómssal í dag og svari spurningum saksóknara og verjenda.Vísir/Anton Brink Karlmennirnir þrír eru Stefán Blackburn 33 ára, Lúkas Geir Ingvarsson 22 ára og Matthías Björn Erlingsson 19 ára sem eru ákærðir fyrir manndráp, frelsissviptingu og rán. Allir eru góðkunningjar lögreglu þó Stefán eigi lengstan sakaferil en hann á að baki dóma fyrir ofbeldisbrot. Þau tvö yngri sem ákærð eru fyrir fjárdrátt og hlutdeild verða ekki nafngreind að svo stöddu. Nítján ára hafi platað Hjörleif Atburðarásinni er lýst nokkuð ítarlega í ákæru héraðssaksóknara upp á fjórar blaðsíður. Stefán og Lúkas Geir eru sagðir hafa fengið Hjörleif Hauk til að yfirgefa heimili sitt í Þorlákshöfn klukkan 21:43, með aðstoð nítján ára konu, og upp í svarta Teslu sem lagt var í nágrenninu. Þaðan eiga þeir að hafa ekið Hjörleifi að Hellisheiðarvirkjun og beitt hann ofbeldi með þeim afleiðingum að fimm tennur brotnuðu úr munni hans. Þannig hafi þeir reynt að þvinga hann til að gefa upp aðgangsorð sitt að heimabankanum. Þeir eru sagðir hafa sett poka yfir höfuð Hjörleifs. Upp úr klukkan hálf tól hafi Matthías Björn mætt á bíl sínum að Hellisheiðarvirkjun. Matthías hefur einn sakborninga þegar tjáð sig nokkuð um ákæruefni og haldið því fram að hann hafi aðeins mætt þangað vegna þess að Stefán hafi beðið um aðstoð við að hlaða Tesluna. Upp úr miðnætti eru þremenningarnir sakaðir um að hafa í sameiningu fært Hjörleif Hauk með poka yfir höfði sínu yfir í bíl Matthíasar Björns, rauðan Volkswagen Golf. Matthías Björn hafi svo ekið bílnum á eftir Teslunni sem Stefán ók en Lúkas Geir hafi verið í bílnum með Matthíasi og Hjörleifi. Vilhjálmur H. Vilhjálmsson, einn verjenda í málinu, mætir í Héraðsdóm Suðurlands í morgun.vísir/Anton Brink Þeir hafi ekið að iðnaðarhúsnæði að Koparsléttu á Kjalarnesi og inn í iðnaðarbil á svæðinu. Þar eru Stefán og Lúkas Geir sagðir hafa misþyrmt Hjörleifi frekar með grófu líkamlegu ofbeldi. Það hafi einkum verið í formi högga, sparka og annarra sparka sem beindust að höfði og búk hans, handleggjum og hnjám, auk högga með hörðu sljóu áhaldi á innanverð læri, vinstri hönd og hnjáliði. Undir ofbeldinu hafi þeir krafið Hjörleif Hauk ítrekað um aðgangsorð að heimabanka sínum. Dreginn eftir göngustíg Rétt fyrir klukkan tvö hafi Matthías Björn svo ekið með Hjörleif og Lúkas Geir á eftir Stefáni að leiksvæði í Gufunesi og inn á göngustíg. Þar eru þeir sagðir hafa beitt Hjörleif Hauk enn frekara ofbeldi með því að draga hann eftir göngustígnum. Í framhaldinu eru þeir taldir hafa komist inn í heimabanka Hjörleifs Hauks með rafrænum skilríkjum hans og aðgangsorði. Millifærðu þeir þrjár milljónir króna inn á fjórða mann, þann átján ára sem er ákærður fyrir peningaþvætti. Bræðurnir Stefán Karl Kristjánsson og Páll Kristjánsson eru verjendur Lúkasar og Stefáns í málinu. Hér mæta þeir á Selfoss í morgun.Vísir/Anton Brink Skildu þeir svo Hjörleif Hauk eftir helsærðan og bjargarlausan um klukkan hálf þrjú um nóttina á göngustígnum, aðeins klæddur í nærbuxur. Þremur tímum síðar fannst hann meðvitundarlaus rétt utan við göngustíginn. Var hann fluttur á Landspítalann þar sem hann lést af áverkum sínum hálfri annarri klukkustund síðar. Voru það einkum áverkar á brjóstkassa og andliti með mikilli riðlun á öndunarstarfsemi í kjölfarið. Hinum banvænu áverkum er lýst í um 400 orðum í ákæru og verður ekki dvalið við þá frekar í þessari frétt nema að leggja áherslu á að þeir voru gríðarlegir um allan líkama. Hótuðu eiginkonu Hjörleifs Stefán, Lúkas Geir og Matthías Björn eru auk þess ákærðir fyrir fjárkúgun með því að hafa rétt fyrir miðnætti umrætt mánudagskvöld hringt í eiginkonu Hjörleifs Hauks og reynt með hótunum um að beita hann ofbeldi reynt að hafa af henni þrjár milljónir króna. Var það gert í tveimur símtölum með skömmu millibili þar sem hótað var að beita Hjörleif Hauk frekara ofbeldi gæfi eiginkonan ekki upp aðgangsorð að heimabanka hans. Munu þeir hafa fullyrt við konuna að Hjörleifur væri kynferðisafbrotamaður í hótunum sínum. Karlmaðurinn átján ára er ákærður fyrir peningaþvætti með því að hafa að beiðni Matthíasar Björns og Lúkasar Geirs samþykkt að taka við millifærslu upp á þrjár milljónir króna inn á bankareikning sinn af reikningi Hjörleifs Hauks vitandi að um ávinning brots væri að ræða. Hann hafi svo á tólfta tímanum morguninn eftir millifært fjárhæðina inn á reikning Matthíasar Björns. Nítján ára konan er ákærð fyrir hlutdeild í frelsissviptingu og ráni með því að hafa umræddan mánudag sett sig í samband við Hjörleif Hauk og fengið hann til að yfirgefa heimili sitt og fara í svörtu Tesluna hjá Stefáni og Lúkasi vitandi að til stæði að svipta hann frelsi sínu og beita ofbeldi í því skyni að hafa af honum peninga. Óvænt viðtal sakbornings Samkvæmt heimildum fréttastofu hafa þeir Stefán Blackburn og Lúkas Geir svo til ekkert tjáð sig í skýrslutökum hjá lögreglu við rannsókn málsins. Þeirra sjónarmið eru því ekki fram komin. Segja má að nú séu síðustu forvöð þeirra til að taka til varna í málinu. Sakborningur leiddur fyrir dómara á fyrri stigum máls. Vísir/Anton Brink Matthías Björn veitti DV viðtal fyrr í mánuðinum þar sem hann sagðist ósáttur við ákæruna á hendur sér, hann hefði ekki þorað að gera annað en að hlíða meðákærðu af ótta við ofbeldi. Samkvæmt heimildum fréttastofu hefur Matthías komið við sögu lögreglu þrátt fyrir ungan aldur en hann hefur verið í broddi fylkingar svonefnds tálbeituhóps sem meðal annars gekk í skrokk á manni á Akranesi í vetur. Þá staðfesti Karl Ingi Vilbergsson saksóknari við RÚV í júlí að sakborningar í málinu hefðu farið með bíl sinn í bílaþvottastöð daginn eftir. Þar munu hafa fundist tennur í aftursæti bílsins. Þá er rétt að geta þess að Lúkas Geir er grunaður um að hafa reynt að hafa áhrif á framburð Matthíasar Björns og fá hann til að taka á sig sökina í bréfi sem skilið var eftir á útisvæði í gæsluvarðhaldsfangelsinu á Hólmsheiði. Bótakröfur upp á tuttugu milljónir Réttargæslumaður eiginkonu Hjörleifs heitins gerir einkaréttarkröfu á ákærðu upp á 11,5 milljónir króna í skaðabætur. Réttargæslumaður sonar Hjörleifs gerir miskabótakröfu upp á átta milljónir króna. Aðalmeðferð hefst klukkan 9:15 á mánudagsmorgun, stendur yfir allan daginn og næstu daga. Reikna má með að þröngt verði á þingi í húsakosti Héraðsdóms Suðurlands þar sem fimm sakborningar, verjendur þeirra, dómari, dómritari, saksóknari, aðstoðarmaður saksóknara, réttargæslumenn og fjölmiðlafólk munu þurfa að komast fyrir. Vísir mun fylgjast ítarlega með gangi mála í dómssal alla dagana. Fyrsti dagurinn verður gerður upp í fréttum Sýnar klukkan hálf sjö.
Manndráp í Gufunesi Lögreglumál Dómsmál Ölfus Reykjavík Mest lesið Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Erlent Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Erlent Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Innlent Jóhannes Valgeir er látinn Innlent Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Innlent Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Erlent Halla mun funda með Xi Jinping Innlent Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Erlent Tæplega fimmtíu komast ekki um borð eftir að neyðarrenna var opnuð fyrir mistök Innlent Í fangaklefa grunaðir um ólöglega dvöl Innlent Fleiri fréttir Tæplega fimmtíu komast ekki um borð eftir að neyðarrenna var opnuð fyrir mistök Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Myndband: Lögregla stóð vörð vegna Vítisenglaveislu Útgjöld vegna útlendingamála lækka um þriðjung Halla mun funda með Xi Jinping 40 ára afmæli Þorlákskirkju fagnað í Þorlákshöfn Vítisenglar lausir úr haldi og týndir ferðamenn Mikilvægt að sýna Grænlendingum stuðning Allir þrír lausir úr haldi Forseti Íslands ræðir fyrsta árið í embætti Í fangaklefa grunaðir um ólöglega dvöl Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Sungið og sungið í Tungnaréttum Jóhannes Valgeir er látinn ÁTVR græði á misnotkun kerfisins sem bitni á úrvali Jóhannes Óli er nýr forseti Ungs jafnaðarfólks ÁTVR stórgræði á misnotuðu kerfi og lögreglustöð í Breiðholti „Það er ekkert ósætti eða rifrildi“ Sýkt vatnsból á Stöðvarfirði eigi brátt að heyra sögunni til Íbúum Bláskógabyggðar fjölgar og fjölgar Fangelsismál í krísu og rannsókn á morðinu á Kirk „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Heimsótti heimaslóðirnar 52 árum eftir nauðlendinguna Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Stebbi í Lúdó látinn Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Sjá meira