Vörpuðu sprengjum á sjúkrahús með 15 mínútna millibili Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar 25. ágúst 2025 19:17 Blóðug myndavél Mariam Dagga blaðakonu. Hún lést í sprengingunni. AP Ísraelsher varpaði sprengjum á sjúkrahús í Khan Younis-borg á sunnanverðu Gasasvæðinu í dag og skömmu síðar vörpuðu þeir annarri eftir að heilbrigðisstarfsfólk hafði flykkst að til að hlúa að þeim særðu. Tuttugu hið minnsta voru drepin og þar á meðal voru fimm blaðamenn. Samkvæmt umfjöllun Reuters og Guardian hafnaði fyrsta sprengjan á þaki einnar álmu Nasser-sjúkrahússins. Hussam al-Masri, blaðamaður sem unnið hefur fyrir Reuters lést í sprengingunni. Eftir sprenginguna þyrptust blaðamenn og björgunarmenn að hinum særðu til bjargar en þá var annarri sprengju varpað um fimmtán mínútum síðar. Björgunarsveitarmenn í skærum vestum Jórdanski fréttamiðillinn Al-Ghad var með beint streymi af vettvangi í kjölfar fyrri sprengingarinnar og í upptöku sem þeir hafa birt af því þegar seinni sprengjan sprakk sést hvernig björgunarsveitarmenn í skærum, appelsínugulum vestum leita að særðum inni í talsvert skemmdri spítalaálmunni þegar sprengjan sprakk. Af myndbandinu að dæma er ólíklegt að þeir hafi haft það af. Alþjóðasamfélagið hefur fordæmt árásina. David Lammy, utanríkisráðherra Bretlands, sagði sér hrylla við árásina. Donald Trump Bandaríkjaforseti sagðist ekki vera ánægður með hana og Emmanuel Macron Frakklandsforseti sagði árásina óbærilega. Benjamín Netanjahú, forsætisráðherra Ísraels, sagðist harma „óhappið átakanlega.“ Langt frá því að vera einsdæmi Það liggur hins vegar fyrir að Ísraelsher veigri því ekki fyrir sér að gera blaðamenn og heilbrigðisstarfsmenn að skotmörkum loftárása, þrátt fyrir að það séu stríðsglæpir. Ísraelar hafa ítrekað gert árásir á sjúkrahús og hafa borið við að Hamasliðar noti þá sem bækistöðvar. Þá hafa þeir einnig ítrekað gerst uppvísir að því að drepa blaðamenn vísvitandi, fullyrða að þeir hafi verið virkir vígamenn en fært engin haldbær rök fyrir því. Fyrr í mánuðinum gerðu Ísraelar til að mynda loftárás á tjaldbúðir blaðamanna sem stóðu við inngang annars sjúkrahúss. Þar voru fimm blaðamenn drepnir. Einn þeirra sagði Ísraelsher vera Hamasliða án sannanna og færðu engin rök fyrir aðild hinna blaðamannanna hvorki að Hamas né öðrum sambærilegum samtökum. Í árásunum í dag létust Hussam al-Masri, starfsmaður Reuters, Mariam Abu Dagga sem vann fyrir Associated Press, Mohammed Salam, blaðamaður Al Jazeera, Moaz Abu Taha ljósmyndari og Ahmad Abu Aziz sem starfaði fyrir Quds Feed. Hatem Khaled, annar blaðamaður Reuters, særðist í sprengingunni. Þau bætast við hóp 193 palestínskra blaðamanna hið minnsta sem Ísraelsher hefur drepið frá 7. október 2023. Palestína Átök í Ísrael og Palestínu Ísrael Mest lesið Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Innlent Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Innlent Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Erlent Ölvaður en ekki barnaníðingur Innlent „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Innlent Dick Cheney, einn arkítekta Íraksstríðsins, er látinn Erlent Líklegast að Reykjavíkurleiðin taki breytingum eftir umsagnir Innlent Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Innlent Tekinn í tíunda skipti dópaður og réttindalaus Innlent Fleiri fréttir Dick Cheney, einn arkítekta Íraksstríðsins, er látinn Með meðvitund fastur í rústunum en lést á leið á sjúkrahús Hyggjast banna klám sem sýnir kyrkingar Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Ódæðin í Súdan mögulega glæpir gegn mannkyninu Handtekin fyrir að leka myndbandi af misþyrmingu á fanga Myndar stjórn með fjarhægriflokkum Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Mamdani mælist með gott forskot degi fyrir kosningar Að minnsta kosti 20 látnir eftir stóran skjálfta í Afganistan Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Fjórir útskrifaðir af spítala en tveir enn í lífshættu Drónaumferð við herstöð í Belgíu Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Níu í lífshættu eftir stunguárásina Margir sagðir særðir eftir árás í Cambridge-skíri Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Kona ákærð fyrir ránið í Louvre Demókratar vilja yfirheyra Andrew Enn staðráðin í að lenda geimförum á tunglinu með Starship Gera sex hundruð gervihnetti fyrir „Gullhvelfinguna“ Sagður hafa skipað hernum að gera árásir í Venesúela Sjá meira
Samkvæmt umfjöllun Reuters og Guardian hafnaði fyrsta sprengjan á þaki einnar álmu Nasser-sjúkrahússins. Hussam al-Masri, blaðamaður sem unnið hefur fyrir Reuters lést í sprengingunni. Eftir sprenginguna þyrptust blaðamenn og björgunarmenn að hinum særðu til bjargar en þá var annarri sprengju varpað um fimmtán mínútum síðar. Björgunarsveitarmenn í skærum vestum Jórdanski fréttamiðillinn Al-Ghad var með beint streymi af vettvangi í kjölfar fyrri sprengingarinnar og í upptöku sem þeir hafa birt af því þegar seinni sprengjan sprakk sést hvernig björgunarsveitarmenn í skærum, appelsínugulum vestum leita að særðum inni í talsvert skemmdri spítalaálmunni þegar sprengjan sprakk. Af myndbandinu að dæma er ólíklegt að þeir hafi haft það af. Alþjóðasamfélagið hefur fordæmt árásina. David Lammy, utanríkisráðherra Bretlands, sagði sér hrylla við árásina. Donald Trump Bandaríkjaforseti sagðist ekki vera ánægður með hana og Emmanuel Macron Frakklandsforseti sagði árásina óbærilega. Benjamín Netanjahú, forsætisráðherra Ísraels, sagðist harma „óhappið átakanlega.“ Langt frá því að vera einsdæmi Það liggur hins vegar fyrir að Ísraelsher veigri því ekki fyrir sér að gera blaðamenn og heilbrigðisstarfsmenn að skotmörkum loftárása, þrátt fyrir að það séu stríðsglæpir. Ísraelar hafa ítrekað gert árásir á sjúkrahús og hafa borið við að Hamasliðar noti þá sem bækistöðvar. Þá hafa þeir einnig ítrekað gerst uppvísir að því að drepa blaðamenn vísvitandi, fullyrða að þeir hafi verið virkir vígamenn en fært engin haldbær rök fyrir því. Fyrr í mánuðinum gerðu Ísraelar til að mynda loftárás á tjaldbúðir blaðamanna sem stóðu við inngang annars sjúkrahúss. Þar voru fimm blaðamenn drepnir. Einn þeirra sagði Ísraelsher vera Hamasliða án sannanna og færðu engin rök fyrir aðild hinna blaðamannanna hvorki að Hamas né öðrum sambærilegum samtökum. Í árásunum í dag létust Hussam al-Masri, starfsmaður Reuters, Mariam Abu Dagga sem vann fyrir Associated Press, Mohammed Salam, blaðamaður Al Jazeera, Moaz Abu Taha ljósmyndari og Ahmad Abu Aziz sem starfaði fyrir Quds Feed. Hatem Khaled, annar blaðamaður Reuters, særðist í sprengingunni. Þau bætast við hóp 193 palestínskra blaðamanna hið minnsta sem Ísraelsher hefur drepið frá 7. október 2023.
Palestína Átök í Ísrael og Palestínu Ísrael Mest lesið Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Innlent Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Innlent Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Erlent Ölvaður en ekki barnaníðingur Innlent „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Innlent Dick Cheney, einn arkítekta Íraksstríðsins, er látinn Erlent Líklegast að Reykjavíkurleiðin taki breytingum eftir umsagnir Innlent Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Innlent Tekinn í tíunda skipti dópaður og réttindalaus Innlent Fleiri fréttir Dick Cheney, einn arkítekta Íraksstríðsins, er látinn Með meðvitund fastur í rústunum en lést á leið á sjúkrahús Hyggjast banna klám sem sýnir kyrkingar Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Ódæðin í Súdan mögulega glæpir gegn mannkyninu Handtekin fyrir að leka myndbandi af misþyrmingu á fanga Myndar stjórn með fjarhægriflokkum Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Mamdani mælist með gott forskot degi fyrir kosningar Að minnsta kosti 20 látnir eftir stóran skjálfta í Afganistan Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Fjórir útskrifaðir af spítala en tveir enn í lífshættu Drónaumferð við herstöð í Belgíu Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Níu í lífshættu eftir stunguárásina Margir sagðir særðir eftir árás í Cambridge-skíri Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Kona ákærð fyrir ránið í Louvre Demókratar vilja yfirheyra Andrew Enn staðráðin í að lenda geimförum á tunglinu með Starship Gera sex hundruð gervihnetti fyrir „Gullhvelfinguna“ Sagður hafa skipað hernum að gera árásir í Venesúela Sjá meira