Hver er kjarninn í samfélagi sem selur hjarta sitt? Trausti Breiðfjörð Magnússon skrifar 25. ágúst 2025 21:02 Víða um land hefur verið ráðist að grunnkerfum sveitarfélaga undir möntrunni: „Við höfum ekki efni á þessu lengur.“ Hvort sem það eru heilsugæslur, skurðstofur, fæðingardeildir, skólastarf, sundlaugar eða nú síðast félagsheimilin, þá er stefnan alltaf sú sama. Þau hús sem gera samfélagið lifandi og gerir fólki kleift að lifa þar með reisn skulu fjúka í nafni „sparnaðar“ og „hagkvæmni.” Á síðustu mánuðum hafa þannig birst fréttir af fyrirhuguðum sölum á þessum eigum bæjarbúa. Allt í nafni þess að “hagræða í rekstri”. Þetta er planið á stöðum eins og Raufarhöfn, Skagafirði og Flateyri. Félagsheimilin eru víst ekki lengur hluti af “kjarnastarfsemi” sveitarfélaga. Með þeim rökum er í raun litla þjónustu hægt að veita. Gildir þá einu hvað íbúum finnst en þeir hafa mótmælt þessum áætlunum með undirskriftarsöfnunum bæði í Skagafirði og á Raufarhöfn. Ekki bara hús heldur hjartað Félagsheimilin hafa verið vettvangur þar sem fólk hittist, ræðir málin, heldur dansleiki, minningarathafnir, fundi, tónleika og árshátíðir. Þar sem krakkar læra að stíga sín fyrstu spor á sviði. Þar sem líf, hlátur og pólitík blandast saman. Þetta eru húsin þar sem samfélögin viðhalda sér og þróast áfram. Bæjarbúar eiga húsið saman og geta notað á þann hátt sem þeir kjósa. Að selja þessi hús er óafturkræf og skaðleg aðgerð. Hún sendir þau skilaboð til íbúa að samkomur þeirra skipti ekki máli. Mannleg samskipti og viðburðir á forsendum íbúa er ekki inni í jöfnunni um hvað það er, sem gerir sveitarfélag að góðum stað. Þetta er hluti af stærri þróun Sveitarstjórnir tala oft um lokanir á grunnþjónustu eins og um sé að ræða „erfiðar ákvarðanir“ sem „enginn vilji taka“. En staðreyndin er sú að þetta er pólitísk ákvörðun, og hún byggir á hagsmunum þeirra sem stjórna bæjarfélögum í krafti peninga. Krafan er sú að allt sem viðkemur daglegu lífi fólks skuli fara fram á sviði eigenda fyrirtækjanna. Orðræða er sett í gang um að ef fólk greiði ekki fyrir notkun á einhverju sé það byrði fyrir samfélagið. Byrði fyrir samfélagið að fólk sé að hittast án þess að peningar þeirra séu að renna í vasa peningaaflanna. Þetta er líka hluti af innreið einstaklingshyggjunnar þar sem áhersla og skilningur á samfélagslegum innviðum fer dvínandi. Afleiðingarnar eru aukin vanlíðan, sérstaklega meðal ungs fólks á Vesturlöndum. Þetta er sú hugmyndafræði sem lætur okkur gleyma því að samfélög eru ekki fyrirtæki. Ísland er ríkt land en samt hefur grunnþjónustu farið hrakandi á landsbyggðinni. Þar sem áður voru reknar fæðingardeildir og skurðstofur bjóða í dag upp á hvorugt. Það þýðir lítið að klóra sér í hausnum yfir því að ungt fólk flytji til Reykjavíkur þegar grunnþjónustu sem hægt var að halda uppi árið 1980 er ekki til staðar árið 2025. Félagsheimilin eru okkar Við verðum að snúa þessari þróun við. Félagsheimili eru ekki bara minjar um liðna tíð heldur grundvöllur þess að samfélög geti verið meira en bara samansafn fólks með póstnúmer. Það er hægt að endurvekja þau, nýta þau fyrir lýðræðisþróun, félagsstarf, listræna sköpun og samveru. En fyrst þurfum við að viðurkenna að þau skipti máli. Hlúum að hjörtum bæjarfélaga á landinu. Höfundur er félagi í Sósíalistaflokki Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Trausti Breiðfjörð Magnússon Sósíalistaflokkurinn Húsnæðismál Mest lesið Framhaldsskólinn: horfum til framtíðar og finnum lausnir Simon Cramer Larsen Skoðun Kynhlutlaust klerkaveldi Haukur Þorgeirsson Skoðun Er skóli án aðgreiningar barn síns tíma? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Ódýrt á pappír, dýrt í raun – og þjóðin blæðir Vilhelm Jónsson Skoðun 900 metrar sem geta breytt Grafarvogi Friðjón Friðjónsson Skoðun Menntastefna á finnskum krossgötum Álfhildur Leifsdóttir Skoðun Samvinna, en ekki einangrun María Malmquist Skoðun Þéttingarstefna eða skynsemi? Ögmundur Ísak Ögmundsson Skoðun Aðför að heildrænni endurhæfingu: Skammsýni á Reykjalundi Þórunn Hanna Halldórsdóttir,Elísabet Arnardóttir,Sigríður Magnúsdóttir,Þóra Másdóttir Skoðun Um siðfræðingsvandamálið Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Aðför að heildrænni endurhæfingu: Skammsýni á Reykjalundi Þórunn Hanna Halldórsdóttir,Elísabet Arnardóttir,Sigríður Magnúsdóttir,Þóra Másdóttir skrifar Skoðun Framhaldsskólinn: horfum til framtíðar og finnum lausnir Simon Cramer Larsen skrifar Skoðun Um taugafjölbreytileika Svava Ólafsdóttir skrifar Skoðun Ódýrt á pappír, dýrt í raun – og þjóðin blæðir Vilhelm Jónsson skrifar Skoðun Samvinna, en ekki einangrun María Malmquist skrifar Skoðun 900 metrar sem geta breytt Grafarvogi Friðjón Friðjónsson skrifar Skoðun Kerfi sem kosta skattgreiðendur Sölvi Breiðfjörð skrifar Skoðun Ákall til önugra femínista – Steinunni í borgarstjórn! Hrafnhildur Kjerúlf Sigmarsdóttir skrifar Skoðun Er skóli án aðgreiningar barn síns tíma? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Alvöru aðför að einkabílnum Búi Bjarmar Aðalsteinsson skrifar Skoðun Mótmæli bænda í Evrópu halda áfram – þegar viðvaranir fá engin svör Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Setjum endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna í forgang Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Um siðfræðingsvandamálið Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Þegar fátt virðist gerast: Hvað er í raun að gerast þegar börn leika sér í leikskóla? Margrét Gígja Þórðardóttir,Ingibjörg Vilbergsdóttir skrifar Skoðun Kynhlutlaust klerkaveldi Haukur Þorgeirsson skrifar Skoðun Hugleiðingar um hitaveitu Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Þéttingarstefna eða skynsemi? Ögmundur Ísak Ögmundsson skrifar Skoðun Hvers virði er starfsumhverfi myndlistarmanna? Jóna Hlíf Halldórsdóttir skrifar Skoðun Ekki gera ekki neitt Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir skrifar Skoðun Mjódd framtíðar - hjarta Breiðholts Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Opið bréf til frambjóðenda í Reykjavík: Hættum frösunum – leysum leikskólavandann með raunverulegum aðgerðum Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Það þarf ekki fullkomið fólk til að móta gott samfélag. Það þarf fólk sem er tilbúið að vera til staðar Liv Åse Skarstad skrifar Skoðun 32 dagar Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Blóraböggull fundinn! Jenný Gunnbjörnsdóttir skrifar Skoðun Skaðaminnkun Rauða krossins Ósk Sigurðardóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar Skoðun Áfram, hærra Logi Pedro Stefánsson skrifar Skoðun Reykjavík stígi alla leið Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Valkvætt minnisleysi ofbeldismanna Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Gæði í uppbyggingu frekar en bara hraða og magn Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Sjá meira
Víða um land hefur verið ráðist að grunnkerfum sveitarfélaga undir möntrunni: „Við höfum ekki efni á þessu lengur.“ Hvort sem það eru heilsugæslur, skurðstofur, fæðingardeildir, skólastarf, sundlaugar eða nú síðast félagsheimilin, þá er stefnan alltaf sú sama. Þau hús sem gera samfélagið lifandi og gerir fólki kleift að lifa þar með reisn skulu fjúka í nafni „sparnaðar“ og „hagkvæmni.” Á síðustu mánuðum hafa þannig birst fréttir af fyrirhuguðum sölum á þessum eigum bæjarbúa. Allt í nafni þess að “hagræða í rekstri”. Þetta er planið á stöðum eins og Raufarhöfn, Skagafirði og Flateyri. Félagsheimilin eru víst ekki lengur hluti af “kjarnastarfsemi” sveitarfélaga. Með þeim rökum er í raun litla þjónustu hægt að veita. Gildir þá einu hvað íbúum finnst en þeir hafa mótmælt þessum áætlunum með undirskriftarsöfnunum bæði í Skagafirði og á Raufarhöfn. Ekki bara hús heldur hjartað Félagsheimilin hafa verið vettvangur þar sem fólk hittist, ræðir málin, heldur dansleiki, minningarathafnir, fundi, tónleika og árshátíðir. Þar sem krakkar læra að stíga sín fyrstu spor á sviði. Þar sem líf, hlátur og pólitík blandast saman. Þetta eru húsin þar sem samfélögin viðhalda sér og þróast áfram. Bæjarbúar eiga húsið saman og geta notað á þann hátt sem þeir kjósa. Að selja þessi hús er óafturkræf og skaðleg aðgerð. Hún sendir þau skilaboð til íbúa að samkomur þeirra skipti ekki máli. Mannleg samskipti og viðburðir á forsendum íbúa er ekki inni í jöfnunni um hvað það er, sem gerir sveitarfélag að góðum stað. Þetta er hluti af stærri þróun Sveitarstjórnir tala oft um lokanir á grunnþjónustu eins og um sé að ræða „erfiðar ákvarðanir“ sem „enginn vilji taka“. En staðreyndin er sú að þetta er pólitísk ákvörðun, og hún byggir á hagsmunum þeirra sem stjórna bæjarfélögum í krafti peninga. Krafan er sú að allt sem viðkemur daglegu lífi fólks skuli fara fram á sviði eigenda fyrirtækjanna. Orðræða er sett í gang um að ef fólk greiði ekki fyrir notkun á einhverju sé það byrði fyrir samfélagið. Byrði fyrir samfélagið að fólk sé að hittast án þess að peningar þeirra séu að renna í vasa peningaaflanna. Þetta er líka hluti af innreið einstaklingshyggjunnar þar sem áhersla og skilningur á samfélagslegum innviðum fer dvínandi. Afleiðingarnar eru aukin vanlíðan, sérstaklega meðal ungs fólks á Vesturlöndum. Þetta er sú hugmyndafræði sem lætur okkur gleyma því að samfélög eru ekki fyrirtæki. Ísland er ríkt land en samt hefur grunnþjónustu farið hrakandi á landsbyggðinni. Þar sem áður voru reknar fæðingardeildir og skurðstofur bjóða í dag upp á hvorugt. Það þýðir lítið að klóra sér í hausnum yfir því að ungt fólk flytji til Reykjavíkur þegar grunnþjónustu sem hægt var að halda uppi árið 1980 er ekki til staðar árið 2025. Félagsheimilin eru okkar Við verðum að snúa þessari þróun við. Félagsheimili eru ekki bara minjar um liðna tíð heldur grundvöllur þess að samfélög geti verið meira en bara samansafn fólks með póstnúmer. Það er hægt að endurvekja þau, nýta þau fyrir lýðræðisþróun, félagsstarf, listræna sköpun og samveru. En fyrst þurfum við að viðurkenna að þau skipti máli. Hlúum að hjörtum bæjarfélaga á landinu. Höfundur er félagi í Sósíalistaflokki Íslands.
Aðför að heildrænni endurhæfingu: Skammsýni á Reykjalundi Þórunn Hanna Halldórsdóttir,Elísabet Arnardóttir,Sigríður Magnúsdóttir,Þóra Másdóttir Skoðun
Skoðun Aðför að heildrænni endurhæfingu: Skammsýni á Reykjalundi Þórunn Hanna Halldórsdóttir,Elísabet Arnardóttir,Sigríður Magnúsdóttir,Þóra Másdóttir skrifar
Skoðun Ákall til önugra femínista – Steinunni í borgarstjórn! Hrafnhildur Kjerúlf Sigmarsdóttir skrifar
Skoðun Mótmæli bænda í Evrópu halda áfram – þegar viðvaranir fá engin svör Erna Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Setjum endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna í forgang Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Kolbrún Halldórsdóttir skrifar
Skoðun Þegar fátt virðist gerast: Hvað er í raun að gerast þegar börn leika sér í leikskóla? Margrét Gígja Þórðardóttir,Ingibjörg Vilbergsdóttir skrifar
Skoðun Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til frambjóðenda í Reykjavík: Hættum frösunum – leysum leikskólavandann með raunverulegum aðgerðum Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Það þarf ekki fullkomið fólk til að móta gott samfélag. Það þarf fólk sem er tilbúið að vera til staðar Liv Åse Skarstad skrifar
Aðför að heildrænni endurhæfingu: Skammsýni á Reykjalundi Þórunn Hanna Halldórsdóttir,Elísabet Arnardóttir,Sigríður Magnúsdóttir,Þóra Másdóttir Skoðun