Lífið

„Þetta var eins og Atlantis sem sökk“

Helena Rakel Jóhannesdóttir og Jón Grétar Gissurarson skrifa
Ómar Ragnarsson var einn þeirra sem mótmæltu framkvæmdunum og vakti athygli á náttúrufegurð svæðisins.
Ómar Ragnarsson var einn þeirra sem mótmæltu framkvæmdunum og vakti athygli á náttúrufegurð svæðisins. RAX

Í aðdraganda framkvæmda við Kárahnjúkavirkjun sem hófust árið 2002 fór RAX og myndaði svæðið sem til stóð að færi undir uppistöðulón virkjunarinnar, Hálslón.

RAX horfir yfir svæðið sem til stóð að sökkva.

Svæðið var fáfarið, við rætur norðanverðs Vatnajökuls, en afar fallegt með fallegum fossum og hrikalegum gljúfrum. Við árbakkana óx gróður sem laðaði að sér fuglalíf og var eins og nokkurs konar vin í eyðimörkinni á hálendinu.

Lítill fuglsungi horfir yfir heimahagana sem fara senn undir vatn.RAX

Margir málsmetandi aðilar samfélagsins lögðust gegn framkvæmdunum og mótmæltu og haft var á orði að þjóðin hefði skipst í tvær fylkingar, virkjunarsinna og virkjunarandstæðinga. 

Ómar Ragnarsson var einn þeirra sem mótmæltu framkvæmdunum og vakti athygli á náttúrufegurð svæðisins.RAX

Stíflan reis og stóð bygging hennar yfir frá árinu 2003 til ársins 2007. Hún var gangsett 30. nóvember árið 2007 og er stærsta grjótstífla Evrópu.

Fólkið á myndinni er vart sjáanlegt við botn stíflunnar.RAX

RAX var viðstaddur þegar lónið var fyllt og myndaði atburðinn.

Lónið að fyllast og lífsskilyrði lyngsins að taka miklum breytingum.RAX

Kárahnjúkavirkjun framleiðir 4.600 gígavattsstundir á ári og fer stór hluti orkunnar til álvers Alcoa Fjarðaráls í Reyðarfirði sem sér í kringum 800 manns fyrir beinum og afleiddum störfum og er stærsti vinnustaður Austurlands.

Kárahnjúkavirkjun er mikið mannvirki og Hálslón sem er 57 ferkílómetrar er í 3.-4. sæti yfir stærstu vötn landsins ásamt Blöndulóni.RAX

Söguna af landinu sem hvarf má sjá í spilaranum hér fyrir neðan.

Klippa: Allt í einu nötrar allt undir fótunum og Dimmugljúfur lokast

Hér fyrir neðan má sjá fleiri þætti úr smiðju RAX. 

Hálendi Íslands er magnað og þegar RAX flýgur þar yfir og sólin er lágt á lofti og skuggarnir teygja úr sér, þá líður honum eins og geimfara og finnst hann vera að horfa á tunglið.

RAX ólst upp við jökla. Síðustu áratugi hefur hann flogið ótal ferðir yfir jökla landsins og náð þar stórkostlegum myndum en hann sér eitthvað meira í þeim en við flest.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.