Fótbolti

Hæsti fótboltamaður í heimi

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Pavel Podkolzin er engin smásmíði. Ímyndaðu þér að vera varnarmaður og þurfa að reyna að dekka hann í hornspyrnum.
Pavel Podkolzin er engin smásmíði. Ímyndaðu þér að vera varnarmaður og þurfa að reyna að dekka hann í hornspyrnum. @russiancup_official

Hann var sjöundi hæsti leikmaðurinn í sögu NBA deildarinnar í körfubolta en nú er hann kominn í efsta sætið á öðrum lista.

Pavel Podkolzin lék á sínum tíma nokkra leiki í NBA í Bandaríkjunum og þrátt fyrir mikla hæð kemur það ekkert mikið á óvart að sjá svo hávaxinn mann inn á körfuboltavelli.

Podkolzin er 226 sentimetrar á hæð og var viðloðin bestu körfuboltadeild í heimi fyrir tveimur áratugum eða þegar hann lék með Dallas Mavericks á árunum 2004 til 2006.

Hann setti aftur á móti heimsmet á dögunum þegar hann mætti á inn á fótboltavöll í rússneska bikarnum.

Nú er kappinn orðinn fertugur en hann er enn í flottu formi og á fullu í íþróttum.

Podkolzin spilaði þarna bikarleik með Amkal Moskvu liðinu og varð um leið hávaxnasti fótboltamaður sögunnar þegar litið er á opinbera keppnisleiki.

Það er líka óhætt að segja að Pavel Podkolzin hafi gnæft yfir aðra leikmenn á vellinum og hornspyrnur voru sérstaklega hættulegt vopn hjá hans liði.

Með því að smella hér fyrir neðan má sjá Podkolzin koma út úr búningsklefanum og standa við hlið annarra leikmanna í leikmannagöngunum. Það má sjá einnig myndbrot út leiknum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×