Gegn hernaði hvers konar Gunnar Björgvinsson skrifar 27. ágúst 2025 08:33 Ennþá er ofbeldi svarað með ofbeldi. En þegar kemur að hernaði eru ótrúlega margir sem falla í þann pytt að gjalda líku líkt og verða með því morðingjar einsog hinir. Með því bæta þeir meiri olíu á ófriðarbálið og afraksturinn einsog sundursprengd borg í fréttatímanum þar sem margir liggja í valnum. Var það ekki Ghandi sem sagði eitthvað á þessa leið: Auga fyrir auga mun gera allan heiminn blindan- jú það var Ghandi. En nú hefur maðurinn komið sér upp kjarnorkuvopnum og hverskonar sem getur tortímt lífi á jörðinni. Hann er meira að segja búinn að prufukeyra kjarnorkuvopn á fólki. En eins og allir vita er ekki hægt að vinna kjarnorkustríð. Það er enginn sigurvegari í eyðileggingu, aðeins eyðileggjendur. Það gætu allir farist. Svo er herjum venjulega stjórnað af einum brjálæðingi, svokölluðum "alpha male/female" sem er búinn að missa vitið fyrir löngu og allir segja bara já við hann - en mesti hálfviti heimsins er sá sem fylgir mesta hálfvita heimsins. Allir hermenn verða að hlýða, sem gerir þá ekki að hálfvitum heldur jávitum, sem er sérstök tegund af fávita. Þeir eru búnir að afsala sér sjálfum sér til illra afla, eða herja hverskonar og gera einfaldlega það sem þeim er sagt að gera - að drepa. Og gleymum ekki að án þeirra hefði Hitler staðið einn - eða eins og segir í frábæru lagi Donovans: Universal Soldier. Heimurinn á ekki að vopnvæðast, hann á að afvopnast. Hernaði ætti að mótmæla með friðsamlegum hætti og elska ætti alla menn ef mögulegt, að mínu viti. Eitt sem mig langar að minnast á þegar kemur að stríðum, en það eru trúarbrögðin sem stundum hvetja beinlínis til stríðs einsog t.d. Ísraelar trúa því að guð þeirra hafi gefið þeim landið umfram aðra menn. En fyrir mér eru trúarbrögðin til vitnis um stórkostlega heimsku mannanna og helst til þess fallin að skipta fólki í hópa og að fylla höfuð þess af lími. Það getur enginn sannað eða afsannað tilvist guðs eða endurfæðingar en þúsund síðna trúarrit og doðrantar, gallaðir einsog þeir eru, gera að mínu áliti hlutina verri. Þósvo það standi margt í trúarbrögðunum sem margir geta verið sammála um, þarf það ekki að vera að þau séu sönn. Nú um stundir á sér stað annarskonar hernaður en sá hefðbundni, en það er hernaðurinn gegn náttúrunni. Á um það bil 150 árum er maðurinn kominn hálfa leið með að eyðileggja jörðina með aukningu gróðurhúsalofttegunda, eftir önnur 150 ár með sama áframhaldi verður lífið einsog við þekkjum það, farið, að mínu áliti. Losunin hefur verið að aukast ár frá ári en ekki minnka, sem bætir svörtu ofaná svart. Við erum ekki að gera nándar nógu mikið, en úr því sem komið er, munum við mögulega aldrei geta gert nóg. Annað sem á sér stað er meðferðin á dýrunum í verksmiðjubúskapnum. Dýrin hafa það álíka slæmt og fangar í fangabúðum nasista. Þó fagna ætti öllu lífi er löngu kominn tími til að fólk spyrji sig hvort ekki sé rétt að stilla barneignum í hóf, því endalaus mannfjölgun getur aldrei orðið. Höfundur er náttúruníðingur með kolefnisspor og dýraníðingur sem borðar svín og egg þó í litlum mæli sé. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Þegar þeir sem segjast þjóna þjóðinni ráðast á hana Ágústa Árnadóttir Skoðun Verður Hvalfjörður gerður að einni stærstu rotþró landsins? Haraldur Eiríksson Skoðun Alvarlegar rangfærslur í Hitamálum Eyþór Eðvarðsson Skoðun Fleiri ásælast Grænland en Trump Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon Skoðun Er tímabili friðar að ljúka árið 2026? Jun Þór Morikawa Skoðun Reykvískir lýðræðisjafnaðarmenn – kjósum oddvita Freyr Snorrason Skoðun Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun VII. Aðförin að Ólafi Jóhannessyni Hafþór S. Ciesielski Skoðun Skoðun Skoðun Hinn falski raunveruleiki Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon skrifar Skoðun Alvarlegar rangfærslur í Hitamálum Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Verður Hvalfjörður gerður að einni stærstu rotþró landsins? Haraldur Eiríksson skrifar Skoðun Fleiri ásælast Grænland en Trump Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Mótmæli frá grasrótinni eru orðin saga í Evrópu Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Er tímabili friðar að ljúka árið 2026? Jun Þór Morikawa skrifar Skoðun Reykvískir lýðræðisjafnaðarmenn – kjósum oddvita Freyr Snorrason skrifar Skoðun Ástandið, jólavókaflóðið og druslur nútímans Sæunn I. Marinósdóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra – taka tvö Eyjólfur Pétur Hafstein skrifar Skoðun Mikilvægi björgunarsveitanna Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson skrifar Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þegar jólasveinninn kemur ekki á hverri nóttu Guðlaugur Kristmundsson skrifar Skoðun 100 lítrar á mínútu Sigurður Friðleifsson skrifar Skoðun Stöðugleiki sem viðmið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar Skoðun Loftslagsmál: tölur segja sögur en hvaða sögu viljum við? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hvaðan koma jólin okkar – og hvað kenna þau okkur um menningu? Margrét Reynisdóttir skrifar Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Skoðun Innviðir og öryggi í hættu í höndum ráðherra Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun „Steraleikarnir“ Birgir Sverrisson skrifar Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia skrifar Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Gengið til friðar Ingibjörg Haraldsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Mótmæli bænda í Brussel eru ekki sjónarspil – þau eru viðvörun Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þegar gigtin stjórnar jólunum Hrönn Stefánsdóttir skrifar Sjá meira
Ennþá er ofbeldi svarað með ofbeldi. En þegar kemur að hernaði eru ótrúlega margir sem falla í þann pytt að gjalda líku líkt og verða með því morðingjar einsog hinir. Með því bæta þeir meiri olíu á ófriðarbálið og afraksturinn einsog sundursprengd borg í fréttatímanum þar sem margir liggja í valnum. Var það ekki Ghandi sem sagði eitthvað á þessa leið: Auga fyrir auga mun gera allan heiminn blindan- jú það var Ghandi. En nú hefur maðurinn komið sér upp kjarnorkuvopnum og hverskonar sem getur tortímt lífi á jörðinni. Hann er meira að segja búinn að prufukeyra kjarnorkuvopn á fólki. En eins og allir vita er ekki hægt að vinna kjarnorkustríð. Það er enginn sigurvegari í eyðileggingu, aðeins eyðileggjendur. Það gætu allir farist. Svo er herjum venjulega stjórnað af einum brjálæðingi, svokölluðum "alpha male/female" sem er búinn að missa vitið fyrir löngu og allir segja bara já við hann - en mesti hálfviti heimsins er sá sem fylgir mesta hálfvita heimsins. Allir hermenn verða að hlýða, sem gerir þá ekki að hálfvitum heldur jávitum, sem er sérstök tegund af fávita. Þeir eru búnir að afsala sér sjálfum sér til illra afla, eða herja hverskonar og gera einfaldlega það sem þeim er sagt að gera - að drepa. Og gleymum ekki að án þeirra hefði Hitler staðið einn - eða eins og segir í frábæru lagi Donovans: Universal Soldier. Heimurinn á ekki að vopnvæðast, hann á að afvopnast. Hernaði ætti að mótmæla með friðsamlegum hætti og elska ætti alla menn ef mögulegt, að mínu viti. Eitt sem mig langar að minnast á þegar kemur að stríðum, en það eru trúarbrögðin sem stundum hvetja beinlínis til stríðs einsog t.d. Ísraelar trúa því að guð þeirra hafi gefið þeim landið umfram aðra menn. En fyrir mér eru trúarbrögðin til vitnis um stórkostlega heimsku mannanna og helst til þess fallin að skipta fólki í hópa og að fylla höfuð þess af lími. Það getur enginn sannað eða afsannað tilvist guðs eða endurfæðingar en þúsund síðna trúarrit og doðrantar, gallaðir einsog þeir eru, gera að mínu áliti hlutina verri. Þósvo það standi margt í trúarbrögðunum sem margir geta verið sammála um, þarf það ekki að vera að þau séu sönn. Nú um stundir á sér stað annarskonar hernaður en sá hefðbundni, en það er hernaðurinn gegn náttúrunni. Á um það bil 150 árum er maðurinn kominn hálfa leið með að eyðileggja jörðina með aukningu gróðurhúsalofttegunda, eftir önnur 150 ár með sama áframhaldi verður lífið einsog við þekkjum það, farið, að mínu áliti. Losunin hefur verið að aukast ár frá ári en ekki minnka, sem bætir svörtu ofaná svart. Við erum ekki að gera nándar nógu mikið, en úr því sem komið er, munum við mögulega aldrei geta gert nóg. Annað sem á sér stað er meðferðin á dýrunum í verksmiðjubúskapnum. Dýrin hafa það álíka slæmt og fangar í fangabúðum nasista. Þó fagna ætti öllu lífi er löngu kominn tími til að fólk spyrji sig hvort ekki sé rétt að stilla barneignum í hóf, því endalaus mannfjölgun getur aldrei orðið. Höfundur er náttúruníðingur með kolefnisspor og dýraníðingur sem borðar svín og egg þó í litlum mæli sé.
Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon Skoðun
Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon skrifar
Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar
Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon Skoðun