Kallar bandarískan erindreka á teppið vegna Grænlandsmála Atli Ísleifsson skrifar 27. ágúst 2025 07:45 Lars Løkke Rasmussen, utanríkisráðherra Danmerkur, segir það óásættanlegt að menn reyni að hafa áhrif á innri málefni konungdæmisins. EPA Lars Løkke Rasmussen, utanríkisráðherra Danmerkur, hefur ákveðið að kalla bandarískan erindreka í Danmörku á teppið í kjölfar umfjöllunar danska ríkissjónvarpsins um tilraunir manna með tengsl við Donald Trump Bandaríkjaforseta til að hafa áhrif á Grænlandi. Í umfjöllun DR, sem birt var í dag, eru afhjúpaðar tilraunir manna, með tengsl við Bandaríkjaforseta, til að grafa undan ríkjasambandi Grænlands og Danmerkur. „Við sjáum að það eru erlendir aðilar sem sýna Grænlandi áhuga og núverandi stöðu þess í konungdæminu,“ segir Rasmussen í samtali við Ritzau. „Það ætti því ekki að koma okkur á óvart á næstunni að sjá tilraunir erlendra aðila til að hafa áhrif á framtíð konungríkisins.“ Listi með grænlenskum stuðningsmönnum hugmynda Trump Ónafngreindir heimildarmenn DR fullyrða að menn með tengsl við Donald Trump Bandaríkjaforseta reyni nú að „lauma sér inn“ og hafa áhrif á stjórn Grænlands. Í umfjöllun DR segir að ekki sé hægt að fullyrða hvort mennirnir starfi á eigin vegum eða fari eftir skipunum. Dönsk yfirvöld og ríkisstjórn landsins fylgjast þó grannt með mönnunum. Fram kemur að fyrr á árinu á bandarískur maður, með náin tengsl við Trump, að hafa tekið saman lista af grænlenskum ríkisborgurum sem styðja hugmyndir um að Grænland verði hluti af Bandaríkjunum líkt og Trump hefur áður talað fyrir. Maðurinn á sömuleiðis að hafa tekið saman lista yfir grænlenska og danska andstæðinga Bandaríkjaforseta, að því er er segir í frétt DR. „Tilraunir til blanda sér í innri málefni konugsríkisins eru að sjálfsögðu óásættanlegar. Í ljósi þessa hef ég beðið utanríkisráðuneytið um að kalla sendifulltrúa [chargé d'affaires] Bandaríkjanna til fundar á Asiatisk Plads,“ segir Rasmussen og vísar þar til utanríkisráðuneytis Danmerkur í Kaupmannahöfn sem er að finna á Asiatisk Plads. 100 prósent öruggt Trump Bandaríkjaforseti hefur ítrekað lýst yfir þeirri skoðun sinni að Bandaríkin ættu að fara með stjórn Grænlands. „Við komum til með að fá Grænland. Já, það er 100 prósent öruggt,“ sagði Trump í samtali við NBC í mars. Sagði forsetinn þá að góðar líkur væru á að slíkt gæti gerst án þess að hervaldi yrði beitt, en hann vildi þó ekkert útiloka í þeim efnum. Danmörk Bandaríkin Grænland Donald Trump Norðurslóðir Mest lesið Hyggst gera tilraun með lögregludróna í héraði Innlent Vill mikilvæga herstöð aftur og hótar Afgönum öllu illu Erlent Austurríki hvetur ríki til að draga sig ekki úr Eurovison Erlent Telur áform ráðherra vanhugsuð Innlent Þrjátíu handteknir í óeirðum í Hollandi Erlent Efast um að olíuleit beri árangur Innlent Líkamsárás í Hafnarfirði og maður með sveðju í Kópavogi Innlent Grænlendingar ná ekki að klára hvalveiðikvóta Erlent Sænskur sjúkraflutningamaður myrtur í útkalli Erlent Skorradalshreppur og Borgarbyggð sameinast Innlent Fleiri fréttir Búast við því að Bretar viðurkenni sjálfstæði Palestínu í dag Þrjátíu handteknir í óeirðum í Hollandi Vill mikilvæga herstöð aftur og hótar Afgönum öllu illu Austurríki hvetur ríki til að draga sig ekki úr Eurovison Grænlendingar ná ekki að klára hvalveiðikvóta Sænskur sjúkraflutningamaður myrtur í útkalli Trump og Selenskí funda á ný Miklar tafir á fjölda flugvalla vegna netárásar Cruz sagði hótanir Carr líkt og frá mafíósa í Goodfellas Eistar óska eftir samráði NATO eftir að Rússar rufu lofthelgi þeirra Gary Busey dæmdur fyrir kynferðisbrot Íslendingur grunaður um morð í Svíþjóð Rússneskum herþotum flogið inn í lofthelgi Eistlands Sagður neita að samþykkja hergagnasendingu til Taívan Norska krónprinsessan í veikindaleyfi Reiðir Könum sem skreyta sig með fána Kanada Rússar áfrýja niðurstöðu um hrap malasísku farþegaþotunnar Lofuðu Trump í Norður-Kóreustíl Banna kennslubækur eftir konur í háskólum landsins Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Segir Pútín hafa valdið sér „miklum vonbrigðum“ Sviptu hulunni af skósveinum GRU sem sendu sprengjur í flugvélar Eltihrellir sat fyrir lögregluþjónum og skaut þrjá til bana Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Hans Enoksen er látinn Telja að manngerð hlýnun hafi valdið 16.500 viðbótardauðsföllum í sumar 80.000 lögreglumenn í viðbragðsstöðu vegna boðaðra mótmæla í dag Menningarmálaráðherrann ósáttur og vill skrúfa fyrir fjármagn til ísraelsku kvikmyndaverðlaunanna Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Fundu Guð í App store Sjá meira
Í umfjöllun DR, sem birt var í dag, eru afhjúpaðar tilraunir manna, með tengsl við Bandaríkjaforseta, til að grafa undan ríkjasambandi Grænlands og Danmerkur. „Við sjáum að það eru erlendir aðilar sem sýna Grænlandi áhuga og núverandi stöðu þess í konungdæminu,“ segir Rasmussen í samtali við Ritzau. „Það ætti því ekki að koma okkur á óvart á næstunni að sjá tilraunir erlendra aðila til að hafa áhrif á framtíð konungríkisins.“ Listi með grænlenskum stuðningsmönnum hugmynda Trump Ónafngreindir heimildarmenn DR fullyrða að menn með tengsl við Donald Trump Bandaríkjaforseta reyni nú að „lauma sér inn“ og hafa áhrif á stjórn Grænlands. Í umfjöllun DR segir að ekki sé hægt að fullyrða hvort mennirnir starfi á eigin vegum eða fari eftir skipunum. Dönsk yfirvöld og ríkisstjórn landsins fylgjast þó grannt með mönnunum. Fram kemur að fyrr á árinu á bandarískur maður, með náin tengsl við Trump, að hafa tekið saman lista af grænlenskum ríkisborgurum sem styðja hugmyndir um að Grænland verði hluti af Bandaríkjunum líkt og Trump hefur áður talað fyrir. Maðurinn á sömuleiðis að hafa tekið saman lista yfir grænlenska og danska andstæðinga Bandaríkjaforseta, að því er er segir í frétt DR. „Tilraunir til blanda sér í innri málefni konugsríkisins eru að sjálfsögðu óásættanlegar. Í ljósi þessa hef ég beðið utanríkisráðuneytið um að kalla sendifulltrúa [chargé d'affaires] Bandaríkjanna til fundar á Asiatisk Plads,“ segir Rasmussen og vísar þar til utanríkisráðuneytis Danmerkur í Kaupmannahöfn sem er að finna á Asiatisk Plads. 100 prósent öruggt Trump Bandaríkjaforseti hefur ítrekað lýst yfir þeirri skoðun sinni að Bandaríkin ættu að fara með stjórn Grænlands. „Við komum til með að fá Grænland. Já, það er 100 prósent öruggt,“ sagði Trump í samtali við NBC í mars. Sagði forsetinn þá að góðar líkur væru á að slíkt gæti gerst án þess að hervaldi yrði beitt, en hann vildi þó ekkert útiloka í þeim efnum.
Danmörk Bandaríkin Grænland Donald Trump Norðurslóðir Mest lesið Hyggst gera tilraun með lögregludróna í héraði Innlent Vill mikilvæga herstöð aftur og hótar Afgönum öllu illu Erlent Austurríki hvetur ríki til að draga sig ekki úr Eurovison Erlent Telur áform ráðherra vanhugsuð Innlent Þrjátíu handteknir í óeirðum í Hollandi Erlent Efast um að olíuleit beri árangur Innlent Líkamsárás í Hafnarfirði og maður með sveðju í Kópavogi Innlent Grænlendingar ná ekki að klára hvalveiðikvóta Erlent Sænskur sjúkraflutningamaður myrtur í útkalli Erlent Skorradalshreppur og Borgarbyggð sameinast Innlent Fleiri fréttir Búast við því að Bretar viðurkenni sjálfstæði Palestínu í dag Þrjátíu handteknir í óeirðum í Hollandi Vill mikilvæga herstöð aftur og hótar Afgönum öllu illu Austurríki hvetur ríki til að draga sig ekki úr Eurovison Grænlendingar ná ekki að klára hvalveiðikvóta Sænskur sjúkraflutningamaður myrtur í útkalli Trump og Selenskí funda á ný Miklar tafir á fjölda flugvalla vegna netárásar Cruz sagði hótanir Carr líkt og frá mafíósa í Goodfellas Eistar óska eftir samráði NATO eftir að Rússar rufu lofthelgi þeirra Gary Busey dæmdur fyrir kynferðisbrot Íslendingur grunaður um morð í Svíþjóð Rússneskum herþotum flogið inn í lofthelgi Eistlands Sagður neita að samþykkja hergagnasendingu til Taívan Norska krónprinsessan í veikindaleyfi Reiðir Könum sem skreyta sig með fána Kanada Rússar áfrýja niðurstöðu um hrap malasísku farþegaþotunnar Lofuðu Trump í Norður-Kóreustíl Banna kennslubækur eftir konur í háskólum landsins Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Segir Pútín hafa valdið sér „miklum vonbrigðum“ Sviptu hulunni af skósveinum GRU sem sendu sprengjur í flugvélar Eltihrellir sat fyrir lögregluþjónum og skaut þrjá til bana Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Hans Enoksen er látinn Telja að manngerð hlýnun hafi valdið 16.500 viðbótardauðsföllum í sumar 80.000 lögreglumenn í viðbragðsstöðu vegna boðaðra mótmæla í dag Menningarmálaráðherrann ósáttur og vill skrúfa fyrir fjármagn til ísraelsku kvikmyndaverðlaunanna Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Fundu Guð í App store Sjá meira
Menningarmálaráðherrann ósáttur og vill skrúfa fyrir fjármagn til ísraelsku kvikmyndaverðlaunanna