Játning á borðinu í umfangsmestu þjófnuðum seinni tíma Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 28. ágúst 2025 07:01 Hrannar hefur játað að hafa stolið hraðbankanum og að vera annar þeirra sem stal peningunum í Hamraborg. Hann á yfir höfði sér þunga refsingu. Vísir Karlmaður sem játað hefur aðild að tveimur umfangsmestu þjófnuðum á reiðufé í sögu landsins heitir Hrannar Markússon. Litlu virðist hafa mátt muna að hann yrði þátttakandi í Gufunesmálinu svokallaða en hann segist ekki hafa nennt með Stefáni Blackburn til Þorlákshafnar. Hrannar er nýskriðinn á fimmtugsaldur en hann varð 41 árs í janúar síðastliðnum. Hann hefur starfað sem verktaki og er sérfræðingur þegar kemur að vinnu á stórum vélum á borð við vörubílum og gröfu. Kunnátta sem virðist hafa komið sér vel við hraðbankaþjófnaðinn í síðustu viku. Hann var dæmdur í átján mánaða fangelsi árið 2014 fyrir ítrekaðan þjófnað árið 2013 þar sem hann braust inn á heimili og bíla fólks. Hann sagði verk sín lituð af fíkniefnaneyslu en hann var á sama tíma sviptur ökuleyfi fyrir endurtekinn akstur undir áhrifum kókaíns. Hann hefði stolið og selt þýfi til að fjármagna neyslu sína. Samkvæmt heimildum fréttastofu hefur Hrannar endurtekið glímu sína við fíkniefni undanfarin misseri, þ.e. í aðdraganda og á þeim tíma sem Hamraborgarmálið og hraðbankamálið komu upp. Peningatöskur og hraðbanki Á innan við einu og hálfu ári hafa orðið tveir umfangsmestu þjófnaðir á reiðufé í Íslandssögunni. Annars vegar þegar tveir karlmenn stálu á milli 20 og 30 milljónum króna af spilakassapeningum úr öryggisbifreið við Hamraborg í mars í fyrra og svo þegar hraðbanki frá Íslandsbanka var tekinn úr þjónustukjarna í Mosfellsbæ í síðustu viku. Eðli máls samkvæmt vöktu bæði mál mikla athygli enda um lygilegan þjófnað að ræða í báðum tilfellum. Ef frá er talin handataka á karlmanni sem tengdist málinu ekki með neinum hætti gengu þjófarnir í Hamraborgarmálinu lausir í tæpar fimm vikur. Það var svo í lok apríl í fyrra sem íslenskur karlmaður um fertugt var úrskurðaður í gæsluvarðhald grunaður um aðild. Um var að ræða Hrannar Markússon. Hann var í gæsluvarðhaldi í tæpar tvær vikur en var í framhaldinu sleppt. Síðast þegar fréttist var drjúgs hluta peninganna sem stolið var í Hamraborg enn leitað. Þá liggur ekki fyrir hver var í bílnum með Hrannari í Hamraborg umræddan dag en myndbandsupptaka sýnir tvo karlmenn á Yaris stela peningunum. Hrannar höttur? Það var svo aðfaranótt þriðjudags í síðustu viku sem hraðbanka Íslandsbanka í þjónustukjarna við Þverholt í Mosfellsbæ var stolið. Fram kom að grafa hefði verið tekin í Blikastaðalandi í bæjarfélaginu, ekið að nóttu til að þjónustukjarnanum og notuð til að hafa hraðbankann á brott með tilheyrandi látum. Lögreglan leitaði til almennings eftir aðstoð og myndefni en um 22 milljónir króna voru í hraðbankanum. Staðsetningarbúnaður hafði skemmst við þjófnaðinn og engar upptökur úr eftirlitsmyndavélum í þjónustukjarnanum sem urðu að gagni. Alvarlegt mál fannst flestum þótt Bubbi Morthens tónlistarmaður hafi líkt þjófnaðinum við þann sem Hrói höttur stundaði í Skírisskógi. Lögregla gerði húsleit á heimili Stefáns Blackburn sama dag þótt hann dvelji nú á Litla-Hrauni grunaður um manndráp og fleiri brot í Gufunesmálinu svokallaða. Ekkert fannst á heimili hans og hefur ekkert komið fram sem tengir Stefán við hraðbankaþjófnaðinn. Sama kvöld gaf Hrannar sig fram á lögreglustöðinni við Vínlandsleið í Grafarholti. Hann neitaði til að byrja með aðkomu að málinu og taldi Sveinn Andri Sveinsson verjandi hans handtöku hans byggða á slúðursögum. Lögregla virtist í það minnsta ekki hafa sterk sönnunargögn í höndunum þegar krafist var gæsluvarðhalds yfir Hrannari fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur. Dómari hafnaði kröfunni eftir tveggja tíma fyrirtöku og Hrannar því laus allra mála. Það var þó skammgóður vermir því Landsréttur féllst á kröfu lögreglu degi síðar og hefur hann sætt gæsluvarðhaldi síðar. Ung kona sætti einnig gæsluvarðhaldi en lögregla sá bíl hennar á upptökum í öryggismyndavél nóttina sem hraðbankanum var stolið. Henni var sleppt úr gæsluvarðhaldi í gær en er enn með stöðu sakbornings í málinu eins og fleiri. Nennti ekki með til Þorlákshafnar Hrannar átti að vera meðal vitna í Gufunesmálinu sem er til aðalmeðferðar í Héraðsdómi Suðurlands í vikunni. Til stóð að hann bæri vitni í málinu í gær en ekkert varð af því. Hann hefði átt að losna úr gæsluvarðhaldi í dag en síðdegis barst tilkynning þess efnis að hann hefði játað aðild að hraðbankaþjófnaðinum. Hann hefur þar með játað aðild að tveimur umfangsmestu peningaþjófnaðarmálum seinni tíma. Gæsluvarðhald yfir honum var framlengt í dag um fjórar vikur á grundvelli síbrotagæslu. Hrannar bar svo vitni í Gufunesmálinu í dag í gegnum fjarfundabúnað. Þar játaði hann því að hafa verið með Stefáni Blackburn, ákærða í málinu, á krá sama kvöld og Stefán og Lúkas Geir Ingvarsson héldu til Þorlákshafnar til að sækja Hjörleif Hauk Guðmundsson. Hrannar sagði fyrir dómi í dag að Lúkas Geir hefði boðið honum með til Þorlákshafnar umrætt kvöld en hann ekki nennt að fara með. Aðspurður hver tilgangur ferðarinnar til Þorlákshafnar hefði átt að vera svaraði Hrannar: „Hitta einhvern gaur. Ég spurði ekkert meira um það.“ Mjög góður vinur ungrar konu Tvítug kona er ákærð í Gufunesmálinu fyrir að hringja símtöl í Hjörleif Hauk og plata hann út í bílinn þar sem Stefán og Lúkas Geir biðu hans. Hrannar sagði fyrir dómi í dag að hann og unga konan væru mjög góðir vinir. Hann hefði heyrt af því daginn eftir að hún hefði hringt einhver símtöl þetta kvöld. Hann sagðist kannast við að hún hefði hringt símtöl á borð við þessi og talað við karlmenn sem væru sagðir eiga í samskiptum við börn í tengslum við svonefndar tálbeituaðgerðir. Margar milljónir ófundnar Málin þrjú sem hér hafa verið rekin eru einhver stærstu sakamál síðustu ára á Íslandi og fáheyrt að sami aðili tengist þeim öllum. Eins og staðan er núna má Hrannar eiga von á ákæru fyrir aðild að Hamraborgarmálinu og þjófnaði á hraðbanka. Hann var í gæsluvarðhaldi í nokkrar vikur í Gufunesmálinu en er ekki á meðal ákærðu í því máli. Milljónirnar 22 sem voru í hraðbankanum í Mosfellsbæ fundust þegar hraðbankinn fannst við hitaveitutanka á Hólmsheiði í fyrradag. Milljónirnar 20 til 30 sem voru í peningatöskunum í Hamraborgarmálinu eru aftur á móti ófundnar. Ofbeldi og þjófnað litað af fíkniefnaneyslu Hannar sagði fyrir dómi árið 2013 þegar hann var dæmdur fyrir síendurtekinn þjófnað og hylmingu þar sem miklum fjármunum, skartgripum, tölvum, símum og fleiru var stolið af heimilum fólks að hann hefði glímt við fíkniefnadjöfulinn. Hann fór í meðferð og virðist hafa gengið vel að halda sér réttu megin við lögin í mörg ár. Samkvæmt heimildum fréttastofu fór Hrannar aftur að glíma við fíkniefnadjöfulinn undanfarin misseri. Það var líka tilfellið hjá Stefáni Blackburn sem sagði fyrir dómi í vikunni hafa verið kominn í mikla neyslu þegar Gufunesmálið kom upp eftir að hafa ekki notað fíkniefni í mörg ár. Þannig hafi hann átt erfitt með að hugsa um einn hlut í einu. Þótt Hamraborgarmálið, hraðbankaþjófnaðurinn og Gufunesmálið séu í eðli sínu ólík þá liggur fyrir rauður þráður í þeim öllum; lykilmenn í brotunum voru í fíkniefnaneyslu á þeim tíma sem þau voru framin. Peningum stolið í Hamraborg Manndráp í Gufunesi Hraðbanka stolið í Mosfellsbæ Lögreglumál Dómsmál Mest lesið Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Erlent Játning á borðinu í umfangsmestu þjófnuðum seinni tíma Innlent Leysti út lögmannsréttindin: Fer í sjálfstæðan rekstur en heldur eftirlaununum Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Friður enn fjarlægur og Trump missir móðinn Erlent Þvættuðu milljarða af illa fenginni rafmynt á Íslandi Innlent Hafna „órökstuddum fullyrðingum“ Sigurðar Inga Innlent Skólamál í Kópavogi: Bókun eftir bókun á fundi bæjarstjórnar Innlent Menningarráðherra skipaði son heilbrigðisráðherra í formannsstörf Innlent Sé hægt að gera byltingu í íslensku heilbrigðiskerfi Innlent Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Innlent Fleiri fréttir Boðar fyrstu samgönguáætlunina í fimm ár á haustþingi Bein útsending: Innviðaþing 2025 - Sterkir innviðir – sterkt samfélag Leysti út lögmannsréttindin: Fer í sjálfstæðan rekstur en heldur eftirlaununum Komu göngumanni til bjargar við Lakagíga Þvættuðu milljarða af illa fenginni rafmynt á Íslandi Játning á borðinu í umfangsmestu þjófnuðum seinni tíma Innbrot og menn til ama á útivistarsvæði Sé hægt að gera byltingu í íslensku heilbrigðiskerfi Skólamál í Kópavogi: Bókun eftir bókun á fundi bæjarstjórnar Hafna „órökstuddum fullyrðingum“ Sigurðar Inga Þyrlan kölluð út vegna slasaðs manns í Gemludal Menningarráðherra skipaði son heilbrigðisráðherra í formannsstörf Vara við svikapóstum í þeirra nafni Bylting framundan en Landspítalinn þurfi að hlaupa hraðar Faðir plokksins kenndi ráðherra að plokka Gátu ekki opnað hraðbankann þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir Kári Stefánsson í beinni, erfiður hraðbanki og Dönum ekki skemmt Óttuðust um ferðamenn sem sátu fastir í Markarfljóti Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Hraðbankaþjófur játar sök Framlengja gæsluvarðhald yfir leiðbeinandanum um fjórar vikur Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Með mikla áverka og mjög kaldur þegar hann fannst Móðirin áfram í haldi og húsleit á Írlandi Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Losun Íslands jókst á öllum sviðum og langt í land með skuldbindingar Bylting í heilbrigðisþjónustu og áróður Bandaríkjamanna Vilja halda leiðbeinandanum áfram bak við lás og slá Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Sjá meira
Hrannar er nýskriðinn á fimmtugsaldur en hann varð 41 árs í janúar síðastliðnum. Hann hefur starfað sem verktaki og er sérfræðingur þegar kemur að vinnu á stórum vélum á borð við vörubílum og gröfu. Kunnátta sem virðist hafa komið sér vel við hraðbankaþjófnaðinn í síðustu viku. Hann var dæmdur í átján mánaða fangelsi árið 2014 fyrir ítrekaðan þjófnað árið 2013 þar sem hann braust inn á heimili og bíla fólks. Hann sagði verk sín lituð af fíkniefnaneyslu en hann var á sama tíma sviptur ökuleyfi fyrir endurtekinn akstur undir áhrifum kókaíns. Hann hefði stolið og selt þýfi til að fjármagna neyslu sína. Samkvæmt heimildum fréttastofu hefur Hrannar endurtekið glímu sína við fíkniefni undanfarin misseri, þ.e. í aðdraganda og á þeim tíma sem Hamraborgarmálið og hraðbankamálið komu upp. Peningatöskur og hraðbanki Á innan við einu og hálfu ári hafa orðið tveir umfangsmestu þjófnaðir á reiðufé í Íslandssögunni. Annars vegar þegar tveir karlmenn stálu á milli 20 og 30 milljónum króna af spilakassapeningum úr öryggisbifreið við Hamraborg í mars í fyrra og svo þegar hraðbanki frá Íslandsbanka var tekinn úr þjónustukjarna í Mosfellsbæ í síðustu viku. Eðli máls samkvæmt vöktu bæði mál mikla athygli enda um lygilegan þjófnað að ræða í báðum tilfellum. Ef frá er talin handataka á karlmanni sem tengdist málinu ekki með neinum hætti gengu þjófarnir í Hamraborgarmálinu lausir í tæpar fimm vikur. Það var svo í lok apríl í fyrra sem íslenskur karlmaður um fertugt var úrskurðaður í gæsluvarðhald grunaður um aðild. Um var að ræða Hrannar Markússon. Hann var í gæsluvarðhaldi í tæpar tvær vikur en var í framhaldinu sleppt. Síðast þegar fréttist var drjúgs hluta peninganna sem stolið var í Hamraborg enn leitað. Þá liggur ekki fyrir hver var í bílnum með Hrannari í Hamraborg umræddan dag en myndbandsupptaka sýnir tvo karlmenn á Yaris stela peningunum. Hrannar höttur? Það var svo aðfaranótt þriðjudags í síðustu viku sem hraðbanka Íslandsbanka í þjónustukjarna við Þverholt í Mosfellsbæ var stolið. Fram kom að grafa hefði verið tekin í Blikastaðalandi í bæjarfélaginu, ekið að nóttu til að þjónustukjarnanum og notuð til að hafa hraðbankann á brott með tilheyrandi látum. Lögreglan leitaði til almennings eftir aðstoð og myndefni en um 22 milljónir króna voru í hraðbankanum. Staðsetningarbúnaður hafði skemmst við þjófnaðinn og engar upptökur úr eftirlitsmyndavélum í þjónustukjarnanum sem urðu að gagni. Alvarlegt mál fannst flestum þótt Bubbi Morthens tónlistarmaður hafi líkt þjófnaðinum við þann sem Hrói höttur stundaði í Skírisskógi. Lögregla gerði húsleit á heimili Stefáns Blackburn sama dag þótt hann dvelji nú á Litla-Hrauni grunaður um manndráp og fleiri brot í Gufunesmálinu svokallaða. Ekkert fannst á heimili hans og hefur ekkert komið fram sem tengir Stefán við hraðbankaþjófnaðinn. Sama kvöld gaf Hrannar sig fram á lögreglustöðinni við Vínlandsleið í Grafarholti. Hann neitaði til að byrja með aðkomu að málinu og taldi Sveinn Andri Sveinsson verjandi hans handtöku hans byggða á slúðursögum. Lögregla virtist í það minnsta ekki hafa sterk sönnunargögn í höndunum þegar krafist var gæsluvarðhalds yfir Hrannari fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur. Dómari hafnaði kröfunni eftir tveggja tíma fyrirtöku og Hrannar því laus allra mála. Það var þó skammgóður vermir því Landsréttur féllst á kröfu lögreglu degi síðar og hefur hann sætt gæsluvarðhaldi síðar. Ung kona sætti einnig gæsluvarðhaldi en lögregla sá bíl hennar á upptökum í öryggismyndavél nóttina sem hraðbankanum var stolið. Henni var sleppt úr gæsluvarðhaldi í gær en er enn með stöðu sakbornings í málinu eins og fleiri. Nennti ekki með til Þorlákshafnar Hrannar átti að vera meðal vitna í Gufunesmálinu sem er til aðalmeðferðar í Héraðsdómi Suðurlands í vikunni. Til stóð að hann bæri vitni í málinu í gær en ekkert varð af því. Hann hefði átt að losna úr gæsluvarðhaldi í dag en síðdegis barst tilkynning þess efnis að hann hefði játað aðild að hraðbankaþjófnaðinum. Hann hefur þar með játað aðild að tveimur umfangsmestu peningaþjófnaðarmálum seinni tíma. Gæsluvarðhald yfir honum var framlengt í dag um fjórar vikur á grundvelli síbrotagæslu. Hrannar bar svo vitni í Gufunesmálinu í dag í gegnum fjarfundabúnað. Þar játaði hann því að hafa verið með Stefáni Blackburn, ákærða í málinu, á krá sama kvöld og Stefán og Lúkas Geir Ingvarsson héldu til Þorlákshafnar til að sækja Hjörleif Hauk Guðmundsson. Hrannar sagði fyrir dómi í dag að Lúkas Geir hefði boðið honum með til Þorlákshafnar umrætt kvöld en hann ekki nennt að fara með. Aðspurður hver tilgangur ferðarinnar til Þorlákshafnar hefði átt að vera svaraði Hrannar: „Hitta einhvern gaur. Ég spurði ekkert meira um það.“ Mjög góður vinur ungrar konu Tvítug kona er ákærð í Gufunesmálinu fyrir að hringja símtöl í Hjörleif Hauk og plata hann út í bílinn þar sem Stefán og Lúkas Geir biðu hans. Hrannar sagði fyrir dómi í dag að hann og unga konan væru mjög góðir vinir. Hann hefði heyrt af því daginn eftir að hún hefði hringt einhver símtöl þetta kvöld. Hann sagðist kannast við að hún hefði hringt símtöl á borð við þessi og talað við karlmenn sem væru sagðir eiga í samskiptum við börn í tengslum við svonefndar tálbeituaðgerðir. Margar milljónir ófundnar Málin þrjú sem hér hafa verið rekin eru einhver stærstu sakamál síðustu ára á Íslandi og fáheyrt að sami aðili tengist þeim öllum. Eins og staðan er núna má Hrannar eiga von á ákæru fyrir aðild að Hamraborgarmálinu og þjófnaði á hraðbanka. Hann var í gæsluvarðhaldi í nokkrar vikur í Gufunesmálinu en er ekki á meðal ákærðu í því máli. Milljónirnar 22 sem voru í hraðbankanum í Mosfellsbæ fundust þegar hraðbankinn fannst við hitaveitutanka á Hólmsheiði í fyrradag. Milljónirnar 20 til 30 sem voru í peningatöskunum í Hamraborgarmálinu eru aftur á móti ófundnar. Ofbeldi og þjófnað litað af fíkniefnaneyslu Hannar sagði fyrir dómi árið 2013 þegar hann var dæmdur fyrir síendurtekinn þjófnað og hylmingu þar sem miklum fjármunum, skartgripum, tölvum, símum og fleiru var stolið af heimilum fólks að hann hefði glímt við fíkniefnadjöfulinn. Hann fór í meðferð og virðist hafa gengið vel að halda sér réttu megin við lögin í mörg ár. Samkvæmt heimildum fréttastofu fór Hrannar aftur að glíma við fíkniefnadjöfulinn undanfarin misseri. Það var líka tilfellið hjá Stefáni Blackburn sem sagði fyrir dómi í vikunni hafa verið kominn í mikla neyslu þegar Gufunesmálið kom upp eftir að hafa ekki notað fíkniefni í mörg ár. Þannig hafi hann átt erfitt með að hugsa um einn hlut í einu. Þótt Hamraborgarmálið, hraðbankaþjófnaðurinn og Gufunesmálið séu í eðli sínu ólík þá liggur fyrir rauður þráður í þeim öllum; lykilmenn í brotunum voru í fíkniefnaneyslu á þeim tíma sem þau voru framin.
Peningum stolið í Hamraborg Manndráp í Gufunesi Hraðbanka stolið í Mosfellsbæ Lögreglumál Dómsmál Mest lesið Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Erlent Játning á borðinu í umfangsmestu þjófnuðum seinni tíma Innlent Leysti út lögmannsréttindin: Fer í sjálfstæðan rekstur en heldur eftirlaununum Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Friður enn fjarlægur og Trump missir móðinn Erlent Þvættuðu milljarða af illa fenginni rafmynt á Íslandi Innlent Hafna „órökstuddum fullyrðingum“ Sigurðar Inga Innlent Skólamál í Kópavogi: Bókun eftir bókun á fundi bæjarstjórnar Innlent Menningarráðherra skipaði son heilbrigðisráðherra í formannsstörf Innlent Sé hægt að gera byltingu í íslensku heilbrigðiskerfi Innlent Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Innlent Fleiri fréttir Boðar fyrstu samgönguáætlunina í fimm ár á haustþingi Bein útsending: Innviðaþing 2025 - Sterkir innviðir – sterkt samfélag Leysti út lögmannsréttindin: Fer í sjálfstæðan rekstur en heldur eftirlaununum Komu göngumanni til bjargar við Lakagíga Þvættuðu milljarða af illa fenginni rafmynt á Íslandi Játning á borðinu í umfangsmestu þjófnuðum seinni tíma Innbrot og menn til ama á útivistarsvæði Sé hægt að gera byltingu í íslensku heilbrigðiskerfi Skólamál í Kópavogi: Bókun eftir bókun á fundi bæjarstjórnar Hafna „órökstuddum fullyrðingum“ Sigurðar Inga Þyrlan kölluð út vegna slasaðs manns í Gemludal Menningarráðherra skipaði son heilbrigðisráðherra í formannsstörf Vara við svikapóstum í þeirra nafni Bylting framundan en Landspítalinn þurfi að hlaupa hraðar Faðir plokksins kenndi ráðherra að plokka Gátu ekki opnað hraðbankann þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir Kári Stefánsson í beinni, erfiður hraðbanki og Dönum ekki skemmt Óttuðust um ferðamenn sem sátu fastir í Markarfljóti Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Hraðbankaþjófur játar sök Framlengja gæsluvarðhald yfir leiðbeinandanum um fjórar vikur Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Með mikla áverka og mjög kaldur þegar hann fannst Móðirin áfram í haldi og húsleit á Írlandi Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Losun Íslands jókst á öllum sviðum og langt í land með skuldbindingar Bylting í heilbrigðisþjónustu og áróður Bandaríkjamanna Vilja halda leiðbeinandanum áfram bak við lás og slá Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Sjá meira