Körfubolti á tímum þjóðarmorðs Bjarni Þór Sigurbjörnsson skrifar 28. ágúst 2025 10:30 Fyrir 15 árum komu um 7500 börn á Gaza saman og settu heimsmet í að drippla körfuboltum. Í frétt um metið kom fram að það hefði verið ætlað til að veita börnum á Gaza von þrátt fyrir erfiðleika og umsátur. Í dag má gera ráð fyrir að einhver þessara 7500 barna – sem nú hefðu átt að vera fullorðin – séu látin, enn fleiri þeirra særð og enn fleiri á vergangi og sveltandi af mannavöldum. Í dag falla nú trúlega fleiri skothylki til jarðar á Gaza en körfuboltar. Það eru líka aðeins nokkrir dagar síðan Ísraelsher drap fyrrverandi landsliðsmann Palestínu í körfubolta. Hann eins og fleiri var skotinn til bana á hjálparstöð þar sem hann reyndi að nálgast mat og lyf fyrir börnin sín sex. Í tilkynningu frá Ólympíunefnd Palestínu segir að ung dóttir hans glími við nýrnabilun og blóðeitrun - og nú til viðbótar föðurmissi. Þetta er ekki fyrsti íþróttamaðurinn sem Ísraelsher drepur. Hann er einn af a.m.k. hundruðum íþróttamanna sem liggja í valnum. Þess utan hafa íþróttahús verið eyðilögð og íþróttavellir umbreyst í flóttamannabúðir. Þegar svo er komið er erfitt fyrir vannærð börn að eiga landsliðsdrauma. Forsætisráðherra Íslands hefur réttilega sagt að Ísrael sé að fremja þjóðernishreinsanir á Gaza og margir hafa bent á að þar sé framið þjóðarmorð. Samt er það svo að í dag standa Ísland og Ísrael hlið við hlið á körfuboltavellinum og etja saman kappi eins og ekkert sé eðlilegra. En það er ekki eðlilegt. Það er hluti af þeirri alheimsmeðvirkni sem þjóðarmorðið á Gaza fær þrifist í. Ríkisstjórn Íslands og Körfuknattleikssamband Íslands (KKÍ) höfðu tækifæri til að rísa upp úr þessari meðvirkni en kusu að gera það ekki. Í siðareglum stjórnarmanna KKÍ segir að þeir skuli stuðla að jöfnum tækifærum allra til þátttöku í körfuknattleik. Ákvæðið er ekki bundið við landssvæði. Það gildir jafnt um börn og íþróttamenn á Gaza eins og aðra. Þetta hefðu stjórnarmenn KKÍ mátt hafa í huga þegar þeir ákváðu að Ísland tæki þátt í Evrópumóti með Ísrael á sama tíma og Ísrael sundurtætir tækifæri fólks á Gaza til þátttöku í körfubolta. Ríki sem ræðst með þjóðarmorði á nágranna sína og sviptir aðra með vopnavaldi öllum möguleikum á að taka þátt í íþróttum, ætti sjálft að glata réttinum til að taka þátt í alþjóðlegum íþróttamótum. Að minnsta kosti þar til það lætur af slíkum voðaverkum. Ef það er ekki grunnregla þegar gengið er til leiks, þá er ef til vill betra að gefa leikinn. Höfundur er lögmaður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Verður Hvalfjörður gerður að einni stærstu rotþró landsins? Haraldur Eiríksson Skoðun Alvarlegar rangfærslur í Hitamálum Eyþór Eðvarðsson Skoðun Fleiri ásælast Grænland en Trump Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon Skoðun Er tímabili friðar að ljúka árið 2026? Jun Þór Morikawa Skoðun Þegar þeir sem segjast þjóna þjóðinni ráðast á hana Ágústa Árnadóttir Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Mótmæli frá grasrótinni eru orðin saga í Evrópu Erna Bjarnadóttir Skoðun Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Hinn falski raunveruleiki Kristján Fr. Friðbertsson Skoðun Skoðun Skoðun Hinn falski raunveruleiki Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon skrifar Skoðun Alvarlegar rangfærslur í Hitamálum Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Verður Hvalfjörður gerður að einni stærstu rotþró landsins? Haraldur Eiríksson skrifar Skoðun Fleiri ásælast Grænland en Trump Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Mótmæli frá grasrótinni eru orðin saga í Evrópu Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Er tímabili friðar að ljúka árið 2026? Jun Þór Morikawa skrifar Skoðun Reykvískir lýðræðisjafnaðarmenn – kjósum oddvita Freyr Snorrason skrifar Skoðun Ástandið, jólavókaflóðið og druslur nútímans Sæunn I. Marinósdóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra – taka tvö Eyjólfur Pétur Hafstein skrifar Skoðun Mikilvægi björgunarsveitanna Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson skrifar Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þegar jólasveinninn kemur ekki á hverri nóttu Guðlaugur Kristmundsson skrifar Skoðun 100 lítrar á mínútu Sigurður Friðleifsson skrifar Skoðun Stöðugleiki sem viðmið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar Skoðun Loftslagsmál: tölur segja sögur en hvaða sögu viljum við? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hvaðan koma jólin okkar – og hvað kenna þau okkur um menningu? Margrét Reynisdóttir skrifar Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Skoðun Innviðir og öryggi í hættu í höndum ráðherra Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun „Steraleikarnir“ Birgir Sverrisson skrifar Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia skrifar Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Gengið til friðar Ingibjörg Haraldsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Mótmæli bænda í Brussel eru ekki sjónarspil – þau eru viðvörun Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þegar gigtin stjórnar jólunum Hrönn Stefánsdóttir skrifar Sjá meira
Fyrir 15 árum komu um 7500 börn á Gaza saman og settu heimsmet í að drippla körfuboltum. Í frétt um metið kom fram að það hefði verið ætlað til að veita börnum á Gaza von þrátt fyrir erfiðleika og umsátur. Í dag má gera ráð fyrir að einhver þessara 7500 barna – sem nú hefðu átt að vera fullorðin – séu látin, enn fleiri þeirra særð og enn fleiri á vergangi og sveltandi af mannavöldum. Í dag falla nú trúlega fleiri skothylki til jarðar á Gaza en körfuboltar. Það eru líka aðeins nokkrir dagar síðan Ísraelsher drap fyrrverandi landsliðsmann Palestínu í körfubolta. Hann eins og fleiri var skotinn til bana á hjálparstöð þar sem hann reyndi að nálgast mat og lyf fyrir börnin sín sex. Í tilkynningu frá Ólympíunefnd Palestínu segir að ung dóttir hans glími við nýrnabilun og blóðeitrun - og nú til viðbótar föðurmissi. Þetta er ekki fyrsti íþróttamaðurinn sem Ísraelsher drepur. Hann er einn af a.m.k. hundruðum íþróttamanna sem liggja í valnum. Þess utan hafa íþróttahús verið eyðilögð og íþróttavellir umbreyst í flóttamannabúðir. Þegar svo er komið er erfitt fyrir vannærð börn að eiga landsliðsdrauma. Forsætisráðherra Íslands hefur réttilega sagt að Ísrael sé að fremja þjóðernishreinsanir á Gaza og margir hafa bent á að þar sé framið þjóðarmorð. Samt er það svo að í dag standa Ísland og Ísrael hlið við hlið á körfuboltavellinum og etja saman kappi eins og ekkert sé eðlilegra. En það er ekki eðlilegt. Það er hluti af þeirri alheimsmeðvirkni sem þjóðarmorðið á Gaza fær þrifist í. Ríkisstjórn Íslands og Körfuknattleikssamband Íslands (KKÍ) höfðu tækifæri til að rísa upp úr þessari meðvirkni en kusu að gera það ekki. Í siðareglum stjórnarmanna KKÍ segir að þeir skuli stuðla að jöfnum tækifærum allra til þátttöku í körfuknattleik. Ákvæðið er ekki bundið við landssvæði. Það gildir jafnt um börn og íþróttamenn á Gaza eins og aðra. Þetta hefðu stjórnarmenn KKÍ mátt hafa í huga þegar þeir ákváðu að Ísland tæki þátt í Evrópumóti með Ísrael á sama tíma og Ísrael sundurtætir tækifæri fólks á Gaza til þátttöku í körfubolta. Ríki sem ræðst með þjóðarmorði á nágranna sína og sviptir aðra með vopnavaldi öllum möguleikum á að taka þátt í íþróttum, ætti sjálft að glata réttinum til að taka þátt í alþjóðlegum íþróttamótum. Að minnsta kosti þar til það lætur af slíkum voðaverkum. Ef það er ekki grunnregla þegar gengið er til leiks, þá er ef til vill betra að gefa leikinn. Höfundur er lögmaður.
Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon Skoðun
Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon skrifar
Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar
Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon Skoðun