Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Jón Þór Stefánsson skrifar 28. ágúst 2025 14:48 Hödd Vilhjálmsdóttir hefur sakað Hörð Ólafsson um nauðgun, en hann hafnar því alfarið og hefur stefnt henni. Vísir Hörður Ólafsson læknir hefur stefnt Hödd Vilhjálmsdóttur almannatengli fyrir meiðyrði. Í sumar birti Hödd færslu á Facebook þar sem hún sakaði Hörð um að hafa nauðgað sér tvisvar, en þau voru í sambandi um tíma. Hörður vill að ummæli Haddar verði dæmd dauð og ómerk, en málið verður þingfest í Héraðsdómi Reykjavíkur í næstu viku. Umrædd Facebook-færsla birtist 18. júlí síðastliðinn. Þar lýsti hún meintum nauðgunum. „Mér var nauðgað fyrir próf í skaðabótarétti. Drakk tvö rauðvínsglös að kvöldi. Vaknaði að morgni og pissaði. Konur vita þegar það kemur ekki alltaf bara piss. Bar það upp á viðkomandi. Hann byrlaði mér. Síðara skiptið vaknaði ég eftir einhver rauðvínsglös að morgni allsber. Gat ekki öskrað því ég vildi ekki gera mig að meira fífli en ég var (er). Beið eftir að fokking fíflið vaknaði. Tjóðruð við einhvern staur. Þar á milli bað hann mig um að fara með honum í Rekstrarvörur að kaupa bleyjur til kynferðislegra athafna. Eðlilega var ég ekki til,“ skrifaði Hödd. Lokaorð færslunnar voru: „Sorry vinir… Hörður Ólafsson… Þú ert vond manneskja.“ Stendur með færslunni Síðan hefur hún birt fleiri færslur á Facebook þar sem hún segist standa með þessum orðum sínum. Í dag greindi Hödd síðan frá því að Hörður hefði stefnt henni. Í færslu á Facebook segir hún að þegar hún ritaði umrædda færslu hafi hún verið undir áhrifum áfengis. Hún segist fyrst hafa hætt að drekka fyrir sjö árum, og verið edrú lengst af síðan. Og Hödd segist enn standa með frásögn sinni. „Ég trúi því að ég hafi þróað með mér alkóhólisma út frá áföllum og sést það skýrt í því að ég tengi áfengi ekki við neitt skemmtilegt heldur hef ég notað það til að deyfa sár sem ég hafði ekki unnið úr. Því sári skilaði ég út kerfinu þann 18. júlí síðastliðinn, þá vel hvítvínslegin. Ég vil þakka hvítvíninu fyrir samfylgdina og þrátt fyrir að það hafi stundum lækkað greindarvísitölu mína undir frostmark þá gaf það mér í kveðjugjöf styrk...eða kannski nógu mikið kæruleysi til að skella sárinu í status og negla honum inn í lokaðri færslu á Facebook. Því sé ég alls ekki eftir og stend ennþá gallhörð við það sem ég skrifaði því ég veit að það er sannleikurinn,“ skrifar hún. Tekur til fullra varna Auður Björg Jónsdóttir, lögmaður Haddar, staðfestir í samtali við fréttastofu að Hörður hafi stefnt Hödd, og að kröfur hans séu eins og hún segi frá á Facebook. Hann vill að ummælin verði dæmd dauð og ómerk, hún þurfi að sitja í fangelsi í tvö ár, og greiða samtals fimm milljónir króna. Að sögn Auðar mun Hödd taka til fullra varna. Hafnar ásökununum Sigurður G. Guðjónsson, lögmaður Harðar, segir í samtali við fréttastofu að þeir muni ekki tjá sig um málið að svo stöddu. Þeir muni reka málið fyrir dómstólum, ekki í fjölmiðlum. Þess má geta að Hörður hefur hafnað ásökunum Haddar opinberlega. Það gerði hann í yfirlýsingum sem hann sendi á fjölmiðlana DV og Mannlíf. Yfirlýsingin sem birtist á fyrrnefnda miðlinum er eftirfarandi: „Hödd Vilhjálmsdóttir lögfræðingur og almannatengill hefur sett fram viðurstyggilegar og glórulausar ásakanir í minn garð á Facebook síðu sinni, þar sem hún nafngreindi mig, en vefmiðillinn Mannlíf tók í kjölfarið viðtal við Hödd þann 19. júlí. Ég heyrði af ásökunum hennar á meðan ég var í fríi erlendis en brást við strax með því að senda henni bréf þar sem henni var tilkynnt um að mál yrði höfðað til að ómerkja ummælin. Ég veit ekki á hvaða vegferð Hödd er, en ásökunum hennar hafna ég með öllu. Ég hef aldrei brotið á nokkrum einstaklingi – þvert á móti hef ég helgað mig því að aðstoða aðra. Við Hödd áttum í nokkra mánaða sambandi sem hófst fyrir rúmum 15 árum síðan sem ég sleit um áramótin 2010/2011. Við hittumst einu sinni nokkrum mánuðum eftir að sambandið okkar lauk og skildum þá í góðu og síðan þá hef ég ekki haft nein samskipti við hana. Dragi Hödd ásakanir sínar til baka, og biðjist hún fyrirgefningar, mun ég fyrirgefa henni. Öðrum kosti sé ég mér ekki annað fært en að leita atbeina dómstóla eins og ég hef tilkynnt henni.“ Dómsmál Kynferðisofbeldi Tjáningarfrelsi Mest lesið Upplifir að þau hafi verið leidd í gildru Innlent Óttaslegnir eldri borgarar eftir endurtekna eldsvoða Innlent „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ Innlent Opna í Kaupmannahöfn en loka loftrýminu yfir Osló einnig vegna dróna Erlent Lýsa eftir Karli Helgasyni Innlent Þrettán konur höfðu samband svo að nauðgarinn færi í fangelsi Innlent Selenskí segir Rússa bera ábyrgð á drónum í Danmörku Erlent Björg ætlar að láta að sér kveða í Viðreisn Innlent Hertogaynjan fær reisupassann vegna tölvupósts til Epstein Erlent Rannsaka mál sex grímuklæddra manna sem réðust á einn Innlent Fleiri fréttir Upplifir að þau hafi verið leidd í gildru Rannsaka mál sex grímuklæddra manna sem réðust á einn Óttaslegnir eldri borgarar eftir endurtekna eldsvoða Vill frekar fjölga lögreglumönnum heldur en lögreglustöðvum Lýsa eftir Karli Helgasyni Björg ætlar að láta að sér kveða í Viðreisn „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ 20 börn frá Grænlandi í sundi, skautum og í heimsókn hjá forsetanum Þrettán konur höfðu samband svo að nauðgarinn færi í fangelsi Þrír enn í gæsluvarðhaldi vegna umfangsmikils fíkniefnamáls Löng bið eftir að nauðgari hefji afplánun og betlmenning Sleppt lausum eftir yfirheyrslu Seldi dóp fyrir fjórtán milljónir á hálfu ári Lýsir villu og svima en segist hafa séð ljósið Stefnir í prófkjör, borgarfulltrúar undir feldi og hugsanlega sótt að Heiðu Framlengja gistiheimildina fram á vor Eldra fólk þurfi ekki að endurnýja skírteinið svo oft Grunsamlegt ferðalag og fjarstæðukenndar skýringar „Nauðsynlegt að þetta verði gert af krafti“ Fólk hvatt til að taka strætó Frakkar viðurkenna Palestínu og nýr geðspítali gæti risið í Fossvogi „Ég horfði á son minn brotna meira og meira, ár eftir ár“ Nú má heita Ívalú, Þorbirna og Emerentíana Kvartmilljón fyrir bólusetningu eftir alvarleg veikindi dóttur Frítt í Strætó um allt land í dag Réðst á konur og sló í miðborginni „Dýrlingurinn“ aftur með leigubílaleyfi ESB myndi taka Íslandi opnum örmum Tré ársins 2025 vex í kletti í Ölfusá Íslendingar í flugumferðarstjórn á stærsta flugvelli Grænlands Sjá meira
Hörður vill að ummæli Haddar verði dæmd dauð og ómerk, en málið verður þingfest í Héraðsdómi Reykjavíkur í næstu viku. Umrædd Facebook-færsla birtist 18. júlí síðastliðinn. Þar lýsti hún meintum nauðgunum. „Mér var nauðgað fyrir próf í skaðabótarétti. Drakk tvö rauðvínsglös að kvöldi. Vaknaði að morgni og pissaði. Konur vita þegar það kemur ekki alltaf bara piss. Bar það upp á viðkomandi. Hann byrlaði mér. Síðara skiptið vaknaði ég eftir einhver rauðvínsglös að morgni allsber. Gat ekki öskrað því ég vildi ekki gera mig að meira fífli en ég var (er). Beið eftir að fokking fíflið vaknaði. Tjóðruð við einhvern staur. Þar á milli bað hann mig um að fara með honum í Rekstrarvörur að kaupa bleyjur til kynferðislegra athafna. Eðlilega var ég ekki til,“ skrifaði Hödd. Lokaorð færslunnar voru: „Sorry vinir… Hörður Ólafsson… Þú ert vond manneskja.“ Stendur með færslunni Síðan hefur hún birt fleiri færslur á Facebook þar sem hún segist standa með þessum orðum sínum. Í dag greindi Hödd síðan frá því að Hörður hefði stefnt henni. Í færslu á Facebook segir hún að þegar hún ritaði umrædda færslu hafi hún verið undir áhrifum áfengis. Hún segist fyrst hafa hætt að drekka fyrir sjö árum, og verið edrú lengst af síðan. Og Hödd segist enn standa með frásögn sinni. „Ég trúi því að ég hafi þróað með mér alkóhólisma út frá áföllum og sést það skýrt í því að ég tengi áfengi ekki við neitt skemmtilegt heldur hef ég notað það til að deyfa sár sem ég hafði ekki unnið úr. Því sári skilaði ég út kerfinu þann 18. júlí síðastliðinn, þá vel hvítvínslegin. Ég vil þakka hvítvíninu fyrir samfylgdina og þrátt fyrir að það hafi stundum lækkað greindarvísitölu mína undir frostmark þá gaf það mér í kveðjugjöf styrk...eða kannski nógu mikið kæruleysi til að skella sárinu í status og negla honum inn í lokaðri færslu á Facebook. Því sé ég alls ekki eftir og stend ennþá gallhörð við það sem ég skrifaði því ég veit að það er sannleikurinn,“ skrifar hún. Tekur til fullra varna Auður Björg Jónsdóttir, lögmaður Haddar, staðfestir í samtali við fréttastofu að Hörður hafi stefnt Hödd, og að kröfur hans séu eins og hún segi frá á Facebook. Hann vill að ummælin verði dæmd dauð og ómerk, hún þurfi að sitja í fangelsi í tvö ár, og greiða samtals fimm milljónir króna. Að sögn Auðar mun Hödd taka til fullra varna. Hafnar ásökununum Sigurður G. Guðjónsson, lögmaður Harðar, segir í samtali við fréttastofu að þeir muni ekki tjá sig um málið að svo stöddu. Þeir muni reka málið fyrir dómstólum, ekki í fjölmiðlum. Þess má geta að Hörður hefur hafnað ásökunum Haddar opinberlega. Það gerði hann í yfirlýsingum sem hann sendi á fjölmiðlana DV og Mannlíf. Yfirlýsingin sem birtist á fyrrnefnda miðlinum er eftirfarandi: „Hödd Vilhjálmsdóttir lögfræðingur og almannatengill hefur sett fram viðurstyggilegar og glórulausar ásakanir í minn garð á Facebook síðu sinni, þar sem hún nafngreindi mig, en vefmiðillinn Mannlíf tók í kjölfarið viðtal við Hödd þann 19. júlí. Ég heyrði af ásökunum hennar á meðan ég var í fríi erlendis en brást við strax með því að senda henni bréf þar sem henni var tilkynnt um að mál yrði höfðað til að ómerkja ummælin. Ég veit ekki á hvaða vegferð Hödd er, en ásökunum hennar hafna ég með öllu. Ég hef aldrei brotið á nokkrum einstaklingi – þvert á móti hef ég helgað mig því að aðstoða aðra. Við Hödd áttum í nokkra mánaða sambandi sem hófst fyrir rúmum 15 árum síðan sem ég sleit um áramótin 2010/2011. Við hittumst einu sinni nokkrum mánuðum eftir að sambandið okkar lauk og skildum þá í góðu og síðan þá hef ég ekki haft nein samskipti við hana. Dragi Hödd ásakanir sínar til baka, og biðjist hún fyrirgefningar, mun ég fyrirgefa henni. Öðrum kosti sé ég mér ekki annað fært en að leita atbeina dómstóla eins og ég hef tilkynnt henni.“
Dómsmál Kynferðisofbeldi Tjáningarfrelsi Mest lesið Upplifir að þau hafi verið leidd í gildru Innlent Óttaslegnir eldri borgarar eftir endurtekna eldsvoða Innlent „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ Innlent Opna í Kaupmannahöfn en loka loftrýminu yfir Osló einnig vegna dróna Erlent Lýsa eftir Karli Helgasyni Innlent Þrettán konur höfðu samband svo að nauðgarinn færi í fangelsi Innlent Selenskí segir Rússa bera ábyrgð á drónum í Danmörku Erlent Björg ætlar að láta að sér kveða í Viðreisn Innlent Hertogaynjan fær reisupassann vegna tölvupósts til Epstein Erlent Rannsaka mál sex grímuklæddra manna sem réðust á einn Innlent Fleiri fréttir Upplifir að þau hafi verið leidd í gildru Rannsaka mál sex grímuklæddra manna sem réðust á einn Óttaslegnir eldri borgarar eftir endurtekna eldsvoða Vill frekar fjölga lögreglumönnum heldur en lögreglustöðvum Lýsa eftir Karli Helgasyni Björg ætlar að láta að sér kveða í Viðreisn „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ 20 börn frá Grænlandi í sundi, skautum og í heimsókn hjá forsetanum Þrettán konur höfðu samband svo að nauðgarinn færi í fangelsi Þrír enn í gæsluvarðhaldi vegna umfangsmikils fíkniefnamáls Löng bið eftir að nauðgari hefji afplánun og betlmenning Sleppt lausum eftir yfirheyrslu Seldi dóp fyrir fjórtán milljónir á hálfu ári Lýsir villu og svima en segist hafa séð ljósið Stefnir í prófkjör, borgarfulltrúar undir feldi og hugsanlega sótt að Heiðu Framlengja gistiheimildina fram á vor Eldra fólk þurfi ekki að endurnýja skírteinið svo oft Grunsamlegt ferðalag og fjarstæðukenndar skýringar „Nauðsynlegt að þetta verði gert af krafti“ Fólk hvatt til að taka strætó Frakkar viðurkenna Palestínu og nýr geðspítali gæti risið í Fossvogi „Ég horfði á son minn brotna meira og meira, ár eftir ár“ Nú má heita Ívalú, Þorbirna og Emerentíana Kvartmilljón fyrir bólusetningu eftir alvarleg veikindi dóttur Frítt í Strætó um allt land í dag Réðst á konur og sló í miðborginni „Dýrlingurinn“ aftur með leigubílaleyfi ESB myndi taka Íslandi opnum örmum Tré ársins 2025 vex í kletti í Ölfusá Íslendingar í flugumferðarstjórn á stærsta flugvelli Grænlands Sjá meira