„Síðasta sem hann vildi var að það yrði til nýr Stefán Blackburn” Vésteinn Örn Pétursson og Jón Þór Stefánsson skrifa 29. ágúst 2025 11:24 Stefán Blackburn sést hér með verjanda sínum, Páli Kristjánssyni. Vísir/Anton Brink Páll Kristjánsson, verjandi Stefáns Blackburn, segir umbjóðanda sinn ekki hafa fegrað sinn hlut þegar hann bar vitni í Gufunesmálinu svokallaða þar sem hann er ákærður. Hann hafi játað „hrikalega“ háttsemi og lýst henni með ítarlegum hætti. Þrátt fyrir það ætti að sakfella hann fyrir líkamsárás, en ekki manndráp. Þetta kom fram í málflutningi Páls í aðalmeðferð Gufunesmálsins svokallaða í Héraðsdómi Suðurlandi. Stefán er ákærður fyrir manndráp, frelsissviptingu og rán, ásamt þeim Lúkasi Geir Ingvarssyni og Matthíasi Birni Erlingssyni. Þeim er gefið að sök að hafa numið Hjörleif Hauk Guðmundsson, mann á sjötugsaldri, á brott af heimili hans í Þorlákshöfn að kvöldi 10. mars síðastliðinn og beita hann margvíslegu ofbeldi með það að markmiði að hafa af honum fé. Maðurinn sem varð fyrir árásinni fannst illa haldinn í Gufunesi morguninn eftir og lést skömmu síðar. Tvö til viðbótar eru ákærð, annars vegar fyrir hlutdeild í frelsissviptingu og hins vegar fyrir peningaþvætti með því að taka við peningum sem hafðir voru af Hjörleifi. Páll benti á að Stefán hafi játað að hafa framið frelsissviptingu og rán, en neitað sök varðandi manndráp. Hann sagði Stefán hafa blandast inn í málið eftir að hafa verið edrú í átta ár. Hann hefði verið orðinn fjölskyldufaðir í fastri vinnu þegar hann féll skyndilega. Honum hafi verið boðið af Lúkasi að taka þátt í verkefni til þess að græða pening með auðveldum hætti. Ekki hægt að sakfella fyrir manndráp Að mati Páls er ekki hægt að sakfella Stefáns af ákæru fyrir manndráp. Það sé vegna þess að í ákæru segir að banvænir áverkar hins látna hafi verið á höfði hans, en réttarmeinafræðingur sagði fyrir dómi að banvænir áverkar hafi verið á bringu og baki, og ekki væri mögulegt að andlát hafi borið til vegna áverkanna á höfðinu. Hann sagði að vegna þessa meinta annmarka væri eðlilegt að endurskoða ákæruna. Páll sagði að stóran hluta þess tíma sem meint brot voru framin hafi Stefán verið ökumaður, og því hafi hann ekki beitt ofbeldi á þeim tíma. Ákæruvaldið telur að mikið af ofbeldisbrotunum hafi verið framin meðan sakborningarnir og Hjörleifur voru á iðnaðarbili. Á þeim tíma hafi Stefán borið um að hafa verið heltekinn yfir því að komast yfir bankaupplýsingar Hjörleifs. „Hrikalegt að öllu leyti“ Fyrr í morgun sagði Karl Ingi Vilbergsson, saksóknari, að sakborningarnir hafi reynt að fegra sinn hlut. Páll hafnaði því. Hann vísaði til þess að í skýrslutökum hafi Stefán játað að hafa framið ljót brot. Þar sagðist hann hafa handleggsbrotið Hjörleif með handaflinu einu saman. „Hann handleggsbraut manninn. Það er hrikalegt að öllu leyti, ég veit!“ sagði Páll sem bætti við að handleggsbrot hefði ekki getað orðið Hjörleifi að bana. Það gæti örkumlað, en ekki drepið. „Hann hefur tjáð sig skilmerkilega, ekkert dregið undan og engu hlíft,“ sagði Páll. „Hann hefur tjáð sig með afgerandi hætti og upplýst um þátttöku annarra.“ Jafnframt benti Páll á að brotin sem Stefán hafi játað væru alvarleg. Til að mynda væri hægt að dæma mann í sextán ára fangelsi fyrir rán. Þess má geta að Karl Ingi fór fram á að sakborningarnir þrír myndu minnst fá sextán ára fangelsisdóm. Að mati Páls er eina lögfræðilega rétta niðurstaðan að sakfella Stefán fyrir frelsissviptingu og rán, en ekki manndráp. Stefán og Lúkas trúverðugir en ekki Matthías Páll sagði Stefán trúverðugan, og Lúkas líka. Framburður þeirra tveggja var að miklu leyti á sama veg. Hins vegar vildi Páll meina að Matthías væri ótrúverðugur. Sigurður G. Gíslason dómari spurði Pál hvers vegna Stefán hefði ekki kosið að tjá sig um meintan þátt Matthíasar í málinu, á rannsóknarstigum hjá lögreglu. Stefán tjáði sig að engu leyti um málið við rannsóknina. „Það síðasta sem hann vildi var að það yrði til nýr Stefán Blackburn,“ sagði Páll, sem bætti við að Stefán hafi verið meðhöndlaður með kolröngum hætti þegar honum var hent inn á Litla-Hraun fimmtán ára gömlum. „Vont fyrir bissnessinn“ Sakborningarnir hafa haldið því fram að um svokallaða tálbeituaðgerð hafi verið að ræða. Þeir hafi lokkað Hjörleif af heimili sínu í því skyni að hann héldi að hann væri að fara hitta stúlku undir lögaldri. „Þetta er bara vont fyrir bissnessinn,“ sagði Páll þegar hann færði rök fyrir því að menn sem stunduðu tálbeituaðgerðir gegn meintum barnaníðingum vildu ekkert minna en að fórnarlömb þeirra yrðu fyrir skaða. Ekkja Hjörleifs hefur hafnað ásökunum um að hann teldi að hann væri að fara hitta barn umrætt kvöld. Hún hafi talið að hann væri að fara að hitta aðra konu, og því hafi hún elt Teslu-bifreiðina sem Hjörleifur var numinn á brott í. Undir rekstri máls hefur ekkert komið fram sem bendir til þess að Hjörleifur hafi átt í kynferðislegum samskiptum við fólk undir lögaldri. Sagði Stefán víst hafa iðrast Páll vísaði til orða réttargæslumanns ekkju Hjörleifs, sem sagði að sakborningar hefðu ekki iðrast gjörða sinna, og ítrekað réttlætt málið með því að segja Hjörleif hafa ætlað sér að hitta stúlku undir lögaldri í kynferðislegum tilgangi. Páll sagði að lítið annað væri í stöðunni fyrir Stefán annað en að iðrast og axla ábyrgð á þessu broti. „Hvað á hann að gera, fara í blaðaviðtal og biðjast afsökunar? Hann er að axla ábyrgð.“ Manndráp í Gufunesi Dómsmál Lögreglumál Mest lesið Upplifir að þau hafi verið leidd í gildru Innlent Óttaslegnir eldri borgarar eftir endurtekna eldsvoða Innlent „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ Innlent Opna í Kaupmannahöfn en loka loftrýminu yfir Osló einnig vegna dróna Erlent Lýsa eftir Karli Helgasyni Innlent Þrettán konur höfðu samband svo að nauðgarinn færi í fangelsi Innlent Selenskí segir Rússa bera ábyrgð á drónum í Danmörku Erlent Björg ætlar að láta að sér kveða í Viðreisn Innlent Hertogaynjan fær reisupassann vegna tölvupósts til Epstein Erlent Rannsaka mál sex grímuklæddra manna sem réðust á einn Innlent Fleiri fréttir Upplifir að þau hafi verið leidd í gildru Rannsaka mál sex grímuklæddra manna sem réðust á einn Óttaslegnir eldri borgarar eftir endurtekna eldsvoða Vill frekar fjölga lögreglumönnum heldur en lögreglustöðvum Lýsa eftir Karli Helgasyni Björg ætlar að láta að sér kveða í Viðreisn „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ 20 börn frá Grænlandi í sundi, skautum og í heimsókn hjá forsetanum Þrettán konur höfðu samband svo að nauðgarinn færi í fangelsi Þrír enn í gæsluvarðhaldi vegna umfangsmikils fíkniefnamáls Löng bið eftir að nauðgari hefji afplánun og betlmenning Sleppt lausum eftir yfirheyrslu Seldi dóp fyrir fjórtán milljónir á hálfu ári Lýsir villu og svima en segist hafa séð ljósið Stefnir í prófkjör, borgarfulltrúar undir feldi og hugsanlega sótt að Heiðu Framlengja gistiheimildina fram á vor Eldra fólk þurfi ekki að endurnýja skírteinið svo oft Grunsamlegt ferðalag og fjarstæðukenndar skýringar „Nauðsynlegt að þetta verði gert af krafti“ Fólk hvatt til að taka strætó Frakkar viðurkenna Palestínu og nýr geðspítali gæti risið í Fossvogi „Ég horfði á son minn brotna meira og meira, ár eftir ár“ Nú má heita Ívalú, Þorbirna og Emerentíana Kvartmilljón fyrir bólusetningu eftir alvarleg veikindi dóttur Frítt í Strætó um allt land í dag Réðst á konur og sló í miðborginni „Dýrlingurinn“ aftur með leigubílaleyfi ESB myndi taka Íslandi opnum örmum Tré ársins 2025 vex í kletti í Ölfusá Íslendingar í flugumferðarstjórn á stærsta flugvelli Grænlands Sjá meira
Þetta kom fram í málflutningi Páls í aðalmeðferð Gufunesmálsins svokallaða í Héraðsdómi Suðurlandi. Stefán er ákærður fyrir manndráp, frelsissviptingu og rán, ásamt þeim Lúkasi Geir Ingvarssyni og Matthíasi Birni Erlingssyni. Þeim er gefið að sök að hafa numið Hjörleif Hauk Guðmundsson, mann á sjötugsaldri, á brott af heimili hans í Þorlákshöfn að kvöldi 10. mars síðastliðinn og beita hann margvíslegu ofbeldi með það að markmiði að hafa af honum fé. Maðurinn sem varð fyrir árásinni fannst illa haldinn í Gufunesi morguninn eftir og lést skömmu síðar. Tvö til viðbótar eru ákærð, annars vegar fyrir hlutdeild í frelsissviptingu og hins vegar fyrir peningaþvætti með því að taka við peningum sem hafðir voru af Hjörleifi. Páll benti á að Stefán hafi játað að hafa framið frelsissviptingu og rán, en neitað sök varðandi manndráp. Hann sagði Stefán hafa blandast inn í málið eftir að hafa verið edrú í átta ár. Hann hefði verið orðinn fjölskyldufaðir í fastri vinnu þegar hann féll skyndilega. Honum hafi verið boðið af Lúkasi að taka þátt í verkefni til þess að græða pening með auðveldum hætti. Ekki hægt að sakfella fyrir manndráp Að mati Páls er ekki hægt að sakfella Stefáns af ákæru fyrir manndráp. Það sé vegna þess að í ákæru segir að banvænir áverkar hins látna hafi verið á höfði hans, en réttarmeinafræðingur sagði fyrir dómi að banvænir áverkar hafi verið á bringu og baki, og ekki væri mögulegt að andlát hafi borið til vegna áverkanna á höfðinu. Hann sagði að vegna þessa meinta annmarka væri eðlilegt að endurskoða ákæruna. Páll sagði að stóran hluta þess tíma sem meint brot voru framin hafi Stefán verið ökumaður, og því hafi hann ekki beitt ofbeldi á þeim tíma. Ákæruvaldið telur að mikið af ofbeldisbrotunum hafi verið framin meðan sakborningarnir og Hjörleifur voru á iðnaðarbili. Á þeim tíma hafi Stefán borið um að hafa verið heltekinn yfir því að komast yfir bankaupplýsingar Hjörleifs. „Hrikalegt að öllu leyti“ Fyrr í morgun sagði Karl Ingi Vilbergsson, saksóknari, að sakborningarnir hafi reynt að fegra sinn hlut. Páll hafnaði því. Hann vísaði til þess að í skýrslutökum hafi Stefán játað að hafa framið ljót brot. Þar sagðist hann hafa handleggsbrotið Hjörleif með handaflinu einu saman. „Hann handleggsbraut manninn. Það er hrikalegt að öllu leyti, ég veit!“ sagði Páll sem bætti við að handleggsbrot hefði ekki getað orðið Hjörleifi að bana. Það gæti örkumlað, en ekki drepið. „Hann hefur tjáð sig skilmerkilega, ekkert dregið undan og engu hlíft,“ sagði Páll. „Hann hefur tjáð sig með afgerandi hætti og upplýst um þátttöku annarra.“ Jafnframt benti Páll á að brotin sem Stefán hafi játað væru alvarleg. Til að mynda væri hægt að dæma mann í sextán ára fangelsi fyrir rán. Þess má geta að Karl Ingi fór fram á að sakborningarnir þrír myndu minnst fá sextán ára fangelsisdóm. Að mati Páls er eina lögfræðilega rétta niðurstaðan að sakfella Stefán fyrir frelsissviptingu og rán, en ekki manndráp. Stefán og Lúkas trúverðugir en ekki Matthías Páll sagði Stefán trúverðugan, og Lúkas líka. Framburður þeirra tveggja var að miklu leyti á sama veg. Hins vegar vildi Páll meina að Matthías væri ótrúverðugur. Sigurður G. Gíslason dómari spurði Pál hvers vegna Stefán hefði ekki kosið að tjá sig um meintan þátt Matthíasar í málinu, á rannsóknarstigum hjá lögreglu. Stefán tjáði sig að engu leyti um málið við rannsóknina. „Það síðasta sem hann vildi var að það yrði til nýr Stefán Blackburn,“ sagði Páll, sem bætti við að Stefán hafi verið meðhöndlaður með kolröngum hætti þegar honum var hent inn á Litla-Hraun fimmtán ára gömlum. „Vont fyrir bissnessinn“ Sakborningarnir hafa haldið því fram að um svokallaða tálbeituaðgerð hafi verið að ræða. Þeir hafi lokkað Hjörleif af heimili sínu í því skyni að hann héldi að hann væri að fara hitta stúlku undir lögaldri. „Þetta er bara vont fyrir bissnessinn,“ sagði Páll þegar hann færði rök fyrir því að menn sem stunduðu tálbeituaðgerðir gegn meintum barnaníðingum vildu ekkert minna en að fórnarlömb þeirra yrðu fyrir skaða. Ekkja Hjörleifs hefur hafnað ásökunum um að hann teldi að hann væri að fara hitta barn umrætt kvöld. Hún hafi talið að hann væri að fara að hitta aðra konu, og því hafi hún elt Teslu-bifreiðina sem Hjörleifur var numinn á brott í. Undir rekstri máls hefur ekkert komið fram sem bendir til þess að Hjörleifur hafi átt í kynferðislegum samskiptum við fólk undir lögaldri. Sagði Stefán víst hafa iðrast Páll vísaði til orða réttargæslumanns ekkju Hjörleifs, sem sagði að sakborningar hefðu ekki iðrast gjörða sinna, og ítrekað réttlætt málið með því að segja Hjörleif hafa ætlað sér að hitta stúlku undir lögaldri í kynferðislegum tilgangi. Páll sagði að lítið annað væri í stöðunni fyrir Stefán annað en að iðrast og axla ábyrgð á þessu broti. „Hvað á hann að gera, fara í blaðaviðtal og biðjast afsökunar? Hann er að axla ábyrgð.“
Manndráp í Gufunesi Dómsmál Lögreglumál Mest lesið Upplifir að þau hafi verið leidd í gildru Innlent Óttaslegnir eldri borgarar eftir endurtekna eldsvoða Innlent „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ Innlent Opna í Kaupmannahöfn en loka loftrýminu yfir Osló einnig vegna dróna Erlent Lýsa eftir Karli Helgasyni Innlent Þrettán konur höfðu samband svo að nauðgarinn færi í fangelsi Innlent Selenskí segir Rússa bera ábyrgð á drónum í Danmörku Erlent Björg ætlar að láta að sér kveða í Viðreisn Innlent Hertogaynjan fær reisupassann vegna tölvupósts til Epstein Erlent Rannsaka mál sex grímuklæddra manna sem réðust á einn Innlent Fleiri fréttir Upplifir að þau hafi verið leidd í gildru Rannsaka mál sex grímuklæddra manna sem réðust á einn Óttaslegnir eldri borgarar eftir endurtekna eldsvoða Vill frekar fjölga lögreglumönnum heldur en lögreglustöðvum Lýsa eftir Karli Helgasyni Björg ætlar að láta að sér kveða í Viðreisn „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ 20 börn frá Grænlandi í sundi, skautum og í heimsókn hjá forsetanum Þrettán konur höfðu samband svo að nauðgarinn færi í fangelsi Þrír enn í gæsluvarðhaldi vegna umfangsmikils fíkniefnamáls Löng bið eftir að nauðgari hefji afplánun og betlmenning Sleppt lausum eftir yfirheyrslu Seldi dóp fyrir fjórtán milljónir á hálfu ári Lýsir villu og svima en segist hafa séð ljósið Stefnir í prófkjör, borgarfulltrúar undir feldi og hugsanlega sótt að Heiðu Framlengja gistiheimildina fram á vor Eldra fólk þurfi ekki að endurnýja skírteinið svo oft Grunsamlegt ferðalag og fjarstæðukenndar skýringar „Nauðsynlegt að þetta verði gert af krafti“ Fólk hvatt til að taka strætó Frakkar viðurkenna Palestínu og nýr geðspítali gæti risið í Fossvogi „Ég horfði á son minn brotna meira og meira, ár eftir ár“ Nú má heita Ívalú, Þorbirna og Emerentíana Kvartmilljón fyrir bólusetningu eftir alvarleg veikindi dóttur Frítt í Strætó um allt land í dag Réðst á konur og sló í miðborginni „Dýrlingurinn“ aftur með leigubílaleyfi ESB myndi taka Íslandi opnum örmum Tré ársins 2025 vex í kletti í Ölfusá Íslendingar í flugumferðarstjórn á stærsta flugvelli Grænlands Sjá meira