„Enginn engill“ en heldur ekki morðingi Vésteinn Örn Pétursson og Jón Þór Stefánsson skrifa 29. ágúst 2025 14:03 Matthías Björn Erlingsson er ákærður fyrir rán, frelsissviptingu og manndráp. Í baksýn má sjá verjanda hans, Sævar Þór Jónsson. Vísir/Anton Brink Verjandi Matthíasar Björns Erlingssonar, sem ákærður er í Gufunesmálinu svokallaða, segir umbjóðanda sinn ekki vera engil. Þrátt fyrir það sé fjarstæðukennt að reyna að mála hann upp sem þátttakanda í morðmáli. Ákæruvaldið hafi engar sannanir fært fyrir fullyrðingum um að hann hafi beitt ofbeldi ásamt öðrum sakborningum, sem hafa játað ofbeldið. Matthías er ákærður fyrir manndráp, frelsissviptingu og rán, ásamt Stefáni Blackburn og Lúkasi Geir Ingvarssyni. Þeim er gefið að sök að hafa numið Hjörleif Hauk Guðmundsson, mann á sjötugsaldri, á brott af heimili hans í Þorlákshöfn að kvöldi 10. mars síðastliðinn og beita hann margvíslegu ofbeldi með það að markmiði að hafa af honum fé. Maðurinn sem varð fyrir árásinni fannst illa haldinn í Gufunesi morguninn eftir og lést skömmu síðar. „Eins og einhver fermingardrengur“ Í ræðu sinni sagði Sævar þá að umbjóðandi hans Matthías væri með öllu saklaus af því sem hann er ákærður fyrir, en það eru rán, frelsissvipting og manndráp. Hann sagði ákæruvaldinu hafa mistekist gjörsamlega að sanna að hann hefði með nokkru móti beitt Hjörleif ofbeldi, eða þá að hugur hans hafi staðið til þess að ráða Hjörleifi bana. Þá sagði Sævar að verknaðarlýsing í ákæru væri verulega ábótavant. Aðkoma Matthíasar hafi fyrst og fremst falist í akstri og viðveru. Hann hafi ekki komið að ofbeldinu sem ákært væri fyrir, né heldur skipulagningu eða undirbúningi þess að Hjörleifur var lokkaður upp í bíl og numinn á brott af heimili sínu, enda hafi hann verið kallaður til á vettvang þegar Stefán og Lúkas hafi ekið með Hjörleif frá Þorlákshöfn og að Hellisgerði. „Hann er eins og einhver fermingardrengur, fjórtán ára, í samanburði við þessa menn,“ sagði Sævar Þór um Matthías. Hann sagði að ósamræmi í framburði Matthíasar líklega til komið vegna þess að hann hefði gefið skýrslur hjá lögreglu, og fyrir dómi nokkru síðar. Stefán og Lúkas hafi hins vegar einungis tjáð sig fyrir dómi. Sævar velti því upp hvort Stefán og Lúkas hefðu sammælst um framburð sinn, þar sem þeir væru komnir úr einangrun, og ákveðið að láta Matthías taka á sig stærstan hluta sakarinnar. Dósamálið skýrist af sóðaskap Karl Ingi Vilbergsson saksóknari, sagði í málflutningsræðu sinni, að dós sem hefði fundist, þremur metrum frá þeim stað sem Hjörleifur fannst, hefði verið með lífsýni úr Matthíasi. Þá sagði hann að sú skýring að dósin hefði dottið úr bíl Matthíasar þegar í Gufunes var komið, og fokið á staðinn þar sem hún fannst, hafi verið fjarstæðukennd. Sævar taldi hins vegar að kenningin væri alls ekki svo galin, og benti á myndir innan úr bíl Matthíasar, sem finna mætti í gögnum málsins. „Umbjóðandi minn er bara bölvaður sóði, það verður bara að segjast eins og er, nú hljóma ég eins og ég sé foreldri hans,“ sagði Sævar. Hann benti á að fjöldi dósa hefði verið í bílnum, bæði á gólfi fram og aftursæta. Því spurði hann einfaldlega hvers vegna ákæruvaldið teldi það svo fjarstæðukennt að ein dós hefði dottið úr bílnum og fokið um Gufunesið. Hafi dregist inn í málið Sævar sagði Matthías hafa, líkt og tvo aðra sakborninga, dregist inn í málið vegna atburðarásar sem fór úr böndunum. „En hann tók ekki þátt í þeim kjarnaþáttum sem skilgreina brotin,“ sagði Sævar Þór. „Hann er enginn engill, en það er heldur ekki hægt að draga upp þá mynd að hann sé þátttakandi í morði,“ sagði Sævar. Manndráp í Gufunesi Lögreglumál Dómsmál Mest lesið Viðstaddir slökktu eldinn að mestu leyti sjálfir Innlent Bítur eins og lúsmý en er stærra og stingur dýpra Innlent Stefnir í fyrstu hálku haustsins á höfuðborgarsvæðinu Veður Selja neyðargetnaðarvörn sem lausasölulyf í fyrsta skipti Erlent Fagfólk flýi skólana verði ekkert gert Innlent „Það er aldrei hægt að kaupa barnið manns til baka“ Innlent Kjalnesingar vilja sjá efndir á loforðinu um Sundabraut Innlent Moskítóflugan mætt til Íslands Innlent Fjórði starfsmaðurinn hættir en reynslubolti kemur inn Innlent Verkfalli flugumferðarstjóra aflýst Innlent Fleiri fréttir Bítur eins og lúsmý en er stærra og stingur dýpra Viðstaddir slökktu eldinn að mestu leyti sjálfir Kjalnesingar vilja sjá efndir á loforðinu um Sundabraut Fagfólk flýi skólana verði ekkert gert Kristrún til Grænlands „Það er aldrei hægt að kaupa barnið manns til baka“ Verkfalli flugumferðarstjóra aflýst Viðgerð á aðalvatnslögn Ísafjarðarbæjar lokið Útilokar ekki afskipti ríkisstjórnarinnar af verkfallinu Reyndi að greiða með fölsuðum seðli „Eins og líf skipti engu máli“ Öflugasti skjálfti í Mýrdalsjökli frá árinu 2023 Þrumuræða um börn með fíknivanda: „Eigum við að láta fleiri deyja á leiðinni?“ Fjórði starfsmaðurinn hættir en reynslubolti kemur inn Fellur frá kröfu um meirapróf bænda Þarf ekki lengur tilvísun til sjúkraþjálfara næsta vor Tegundin sé líklega komin til að vera Ofbeldismál gegn kennurum komi upp á öllum skólastigum Bjartsýnn á lausn í vikunni þótt ekki hafi verið boðað til fundar Moskítóflugan og verkfallsaðgerðir flugumferðarstjóra Götulokanir vegna kvennaverkfalls Kröftug skjálftahrina í Mýrdalsjökli Skikkar bændur í meirapróf Moskítóflugan mætt til Íslands Alvarlegt umferðarslys austan við Klaustur Verulega skert þjónusta vegna kvennaverkfalls Gaf í skyn gróft kynlíf, gekk í skrokk á konu og dæmdur í fimm ára fangelsi „Ég hélt ekki að ég ætti eftir að upplifa svona rosalegt bakslag“ Hafði komið sér fyrir í varðskipinu án leyfis Brennur fyrir borgarhönnun og sárnaði að vera kölluð hræsnari Sjá meira
Matthías er ákærður fyrir manndráp, frelsissviptingu og rán, ásamt Stefáni Blackburn og Lúkasi Geir Ingvarssyni. Þeim er gefið að sök að hafa numið Hjörleif Hauk Guðmundsson, mann á sjötugsaldri, á brott af heimili hans í Þorlákshöfn að kvöldi 10. mars síðastliðinn og beita hann margvíslegu ofbeldi með það að markmiði að hafa af honum fé. Maðurinn sem varð fyrir árásinni fannst illa haldinn í Gufunesi morguninn eftir og lést skömmu síðar. „Eins og einhver fermingardrengur“ Í ræðu sinni sagði Sævar þá að umbjóðandi hans Matthías væri með öllu saklaus af því sem hann er ákærður fyrir, en það eru rán, frelsissvipting og manndráp. Hann sagði ákæruvaldinu hafa mistekist gjörsamlega að sanna að hann hefði með nokkru móti beitt Hjörleif ofbeldi, eða þá að hugur hans hafi staðið til þess að ráða Hjörleifi bana. Þá sagði Sævar að verknaðarlýsing í ákæru væri verulega ábótavant. Aðkoma Matthíasar hafi fyrst og fremst falist í akstri og viðveru. Hann hafi ekki komið að ofbeldinu sem ákært væri fyrir, né heldur skipulagningu eða undirbúningi þess að Hjörleifur var lokkaður upp í bíl og numinn á brott af heimili sínu, enda hafi hann verið kallaður til á vettvang þegar Stefán og Lúkas hafi ekið með Hjörleif frá Þorlákshöfn og að Hellisgerði. „Hann er eins og einhver fermingardrengur, fjórtán ára, í samanburði við þessa menn,“ sagði Sævar Þór um Matthías. Hann sagði að ósamræmi í framburði Matthíasar líklega til komið vegna þess að hann hefði gefið skýrslur hjá lögreglu, og fyrir dómi nokkru síðar. Stefán og Lúkas hafi hins vegar einungis tjáð sig fyrir dómi. Sævar velti því upp hvort Stefán og Lúkas hefðu sammælst um framburð sinn, þar sem þeir væru komnir úr einangrun, og ákveðið að láta Matthías taka á sig stærstan hluta sakarinnar. Dósamálið skýrist af sóðaskap Karl Ingi Vilbergsson saksóknari, sagði í málflutningsræðu sinni, að dós sem hefði fundist, þremur metrum frá þeim stað sem Hjörleifur fannst, hefði verið með lífsýni úr Matthíasi. Þá sagði hann að sú skýring að dósin hefði dottið úr bíl Matthíasar þegar í Gufunes var komið, og fokið á staðinn þar sem hún fannst, hafi verið fjarstæðukennd. Sævar taldi hins vegar að kenningin væri alls ekki svo galin, og benti á myndir innan úr bíl Matthíasar, sem finna mætti í gögnum málsins. „Umbjóðandi minn er bara bölvaður sóði, það verður bara að segjast eins og er, nú hljóma ég eins og ég sé foreldri hans,“ sagði Sævar. Hann benti á að fjöldi dósa hefði verið í bílnum, bæði á gólfi fram og aftursæta. Því spurði hann einfaldlega hvers vegna ákæruvaldið teldi það svo fjarstæðukennt að ein dós hefði dottið úr bílnum og fokið um Gufunesið. Hafi dregist inn í málið Sævar sagði Matthías hafa, líkt og tvo aðra sakborninga, dregist inn í málið vegna atburðarásar sem fór úr böndunum. „En hann tók ekki þátt í þeim kjarnaþáttum sem skilgreina brotin,“ sagði Sævar Þór. „Hann er enginn engill, en það er heldur ekki hægt að draga upp þá mynd að hann sé þátttakandi í morði,“ sagði Sævar.
Manndráp í Gufunesi Lögreglumál Dómsmál Mest lesið Viðstaddir slökktu eldinn að mestu leyti sjálfir Innlent Bítur eins og lúsmý en er stærra og stingur dýpra Innlent Stefnir í fyrstu hálku haustsins á höfuðborgarsvæðinu Veður Selja neyðargetnaðarvörn sem lausasölulyf í fyrsta skipti Erlent Fagfólk flýi skólana verði ekkert gert Innlent „Það er aldrei hægt að kaupa barnið manns til baka“ Innlent Kjalnesingar vilja sjá efndir á loforðinu um Sundabraut Innlent Moskítóflugan mætt til Íslands Innlent Fjórði starfsmaðurinn hættir en reynslubolti kemur inn Innlent Verkfalli flugumferðarstjóra aflýst Innlent Fleiri fréttir Bítur eins og lúsmý en er stærra og stingur dýpra Viðstaddir slökktu eldinn að mestu leyti sjálfir Kjalnesingar vilja sjá efndir á loforðinu um Sundabraut Fagfólk flýi skólana verði ekkert gert Kristrún til Grænlands „Það er aldrei hægt að kaupa barnið manns til baka“ Verkfalli flugumferðarstjóra aflýst Viðgerð á aðalvatnslögn Ísafjarðarbæjar lokið Útilokar ekki afskipti ríkisstjórnarinnar af verkfallinu Reyndi að greiða með fölsuðum seðli „Eins og líf skipti engu máli“ Öflugasti skjálfti í Mýrdalsjökli frá árinu 2023 Þrumuræða um börn með fíknivanda: „Eigum við að láta fleiri deyja á leiðinni?“ Fjórði starfsmaðurinn hættir en reynslubolti kemur inn Fellur frá kröfu um meirapróf bænda Þarf ekki lengur tilvísun til sjúkraþjálfara næsta vor Tegundin sé líklega komin til að vera Ofbeldismál gegn kennurum komi upp á öllum skólastigum Bjartsýnn á lausn í vikunni þótt ekki hafi verið boðað til fundar Moskítóflugan og verkfallsaðgerðir flugumferðarstjóra Götulokanir vegna kvennaverkfalls Kröftug skjálftahrina í Mýrdalsjökli Skikkar bændur í meirapróf Moskítóflugan mætt til Íslands Alvarlegt umferðarslys austan við Klaustur Verulega skert þjónusta vegna kvennaverkfalls Gaf í skyn gróft kynlíf, gekk í skrokk á konu og dæmdur í fimm ára fangelsi „Ég hélt ekki að ég ætti eftir að upplifa svona rosalegt bakslag“ Hafði komið sér fyrir í varðskipinu án leyfis Brennur fyrir borgarhönnun og sárnaði að vera kölluð hræsnari Sjá meira