Upp­gjörið: Twente - Breiða­blik 2-0 | Blikar á leið í Evrópubikarinn

Sesselja Ósk Gunnarsdóttir skrifar
Mjólkurbikarinn

Breiðablik tapaði 2-0 gegn FC Twente í Hollandi í 2. umferð undankeppni Meistaradeildar Evrópu í dag. Ævintýrinu í Evrópu er þó ekki lokið, heldur fer liðið áfram í nýja Evrópukeppni.

Twente var með yfirhöndina og hélt boltanum mest allan tímann. Breiðablik lá djúpt og var vel skipulagt varnarlega í fyrri hálfleik.

Seinni hálfleikur byrjaði með miklu jafnræði, en á 49. mínútu fékk Twente vítaspyrnu eftir brot Áslaugar Mundu. Markvörður Blika, Katherine Devine, gerði sér lítið fyrir og varði spyrnuna.

Á 64. mínútu braut Twente ísinn þegar Sophie Proost skoraði fyrsta mark leiksins. Eftir það tók Twente meira og minna öll völd á vellinum. Blikar áttu erfitt með að komast í gegnum miðju heimsliðsins og gátu lítið ógnað marki þeirra. Jaimy Ravensberger innsiglaði svo sigurinn á 78. mínútu.

Hvað þýðir tapið?

Breiðablik kemst ekki áfram í umspil um sæti í Meistaradeildinni. Liðið fellur niður í keppni sem heitir Evrópubikarinn, en sú keppni tekur við liðum sem detta snemma úr Meistaradeildinni. Evrópuævintýri Breiðabliks heldur því áfram.

Atvik leiksins

Þegar Katherine Devine varði víti snemma í seinni hálfleik. Sú varsla hélt Blikum inni í leiknum aðeins lengur.

Dómarar

Hristiyana Guteva frá Búlgaríu var á flautunni í dag. Henni til aðstoðar voru Pavleta Rashkova frá Búlgaríu og Zoi Papadopoulou frá Grikklandi, svona eins og nafnið gefur til kynna. Aðstoðardómari var Anastasia Mylopoulou, einnig frá Grikklandi.

Bein lýsing

Leikirnir






    Fleiri fréttir

    Sjá meira