Handbolti

Haukur Þrastar byrjar mjög vel með Ljónunum

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Haukur Þrastarsson stóð sig mjög vel í frumraun sinni í kvöld.
Haukur Þrastarsson stóð sig mjög vel í frumraun sinni í kvöld. EPA/ANDREAS HILLERGREN

Haukur Þrastarson lék sinn fyrsta deildarleik með Rhein-Neckar Löwen í kvöld þegar Ljónin spiluðu opnunarleik sinn í þýsku bundesligunni í vetur.

Haukur kom til Löwen í sumar frá rúmenska félaginu Dinamo Búkarest en hann hóf atvinnumannaferil sinn í Pólland.

Nú fékk hann fyrst kynni af þýsku deildinni og það var ekki hægt að krafta mikið yfir frammistöðu hans í kvöld.

Haukur fór fyrir sínu liði í tveggja marka útisigri í Íslendingaslag á móti Melsungen, 29-27.

Löwen var einu marki undir í hálfleik, 14-13, en vann seinni hálfleikinn 16-13.

Löwen náði fjögurra marka forystu en heimamenn í Melsungen minnkuðu muninn í eitt mark í lokin. Ljónin áttu síðasta orðið og tryggðu sér góðan útisigur.

Haukur átti þátt í tíu mörkum, skoraði sjö mörk úr ellefu skotum sjálfur og átti einnig þrjár stoðsendingar. Sannkölluð draumabyrjun hjá okkar manni.

Haukur var markahæstur og næststoðsendingahæstur í sínu liði.

Arnar Freyr Arnarsson lék með Melsungen en félagið missti Elvar Örn Jónsson til Magdeburg í suamr.

Arnar Freyr nýtti færin sín vel og var með fjögur mörk úr fjórum skotum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×