Körfubolti

Berg­lind stigahæst í Evrópu­keppninni og valin í lið mótsins

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Berglind Katla Hlynsdóttir á ferðinni með boltann í leik á móti Sviss.
Berglind Katla Hlynsdóttir á ferðinni með boltann í leik á móti Sviss. Fiba.Basketball

Stjörnukonan Berglind Katla Hlynsdóttir endaði sem stigahæsti leikmaður B-deildar Evrópukeppninnar í körfubolta sem lauk i gær. Hún var einnig valin í lið mótsins.

Berglind og félagar hennar í íslenska sextán ára landsliðinu urðu að sætta sig við tíunda sæti eftir svekkjandi tap í framlengdum leik við Grikki í leiknum um níunda sæti.

Berglind skoraði 22,0 stig að meðaltali í sjö leikjum íslenska liðsins á mótinu og endaði sem stigahæsti leikmaður mótsins.

Hún var valin í lið mótsins ásamt þeim Scya Srdanovic frá Sviss, Ayse Demirer frá Tyrkandi, Deyana Stanislavova frá Búlgaríu og Gabija Galvanauskaite fra Litáen.

Berglind Katla Hlynsdóttir með þeim sem voru kosnar í lið mótsins.Fiba.basketball

Frammistaða Berglindar var það góð að hún komst í úrvalsliðið með leikmönnum sem spiluðu allir með liðum sem enduði í einu af fjórum efstu sætum mótsins.

Berglind var sú eina sem skoraði yfir tuttugu stig í leik en í öðru var hin danska Mille Boje Sorensen með 19,8 stig í leik. Í þriðja sæti var Polina Shchukina frá Aserbaídsjan með 19,2 stig í leik.

Berglind var einnig í þriðja sæti í stoðsendingum með 4,7 stoðsendingar í leik, í þriðja sæti í stolnum boltum með 4,7 stolna í leik og í fjórða sæti í framlagi með 22,6 framlagsstig í leik.

Hún skoraði mest 32 stig í sigri á Svíum en var með 27 stig á móti Írum og 25 stig á móti Sviss.

Berglind var efst hjá íslenska liðinu í öllum sex helstu tölfræðiþáttunum eins og má sjá hér fyrir neðan.

Berglind er dóttir landsliðsgoðsagnarinnar Hlyns Bæringssonar og er þegar kominn í stórt hlutverk hjá meistaraflokki Stjörnunnar.

FIBA Basketball



Fleiri fréttir

Sjá meira


×