„Erfið stund en mikilvæg“ Bjarki Sigurðsson skrifar 30. ágúst 2025 12:22 Bríet Irma ásamt móður sinni og dóttur. Facebook Prestur segir röð áfalla á Austurlandi síðasta rúma árið hafa mikil áhrif á samfélagið þar. Mikilvægt sé að svara ákalli fjölskyldu konu sem féll fyrir eigin hendi, um úrbætur í geðheilbrigðisþjónustu á landsbyggðinni svo fleiri fjölskyldur þurfi ekki að upplifa slíkan harmleik. Samfélagið á Fáskrúðsfirði og nágrenni er harmi slegið eftir að Bríet Irma Ómarsdóttir, 24 ára, féll frá eftir langvarandi baráttu við andleg veikindi. Stutt er frá fyrri áföllum á svæðinu, en í fyrrasumar lést barn á leikskólaaldri í Neskaupstað eftir skammvinn veikindi, faðir þess lést að slysförum skömmu síðar og létust tveir ungir karlmenn, annar þeirra búsettur á Fáskrúðsfirði, sviplega í ágúst og september. Þá voru hjón myrt í Neskaupstað í ágúst. Mikil samstaða Benjamín Hrafn Böðvarsson, prestur í Austfjarðaprestakalli, segir þetta þungt fyrir íbúa svæðisins. Hann leiddi minningarathöfn um Bríeti í Fáskrúðsfjarðarkirkju á fimmtudag. „Það var mjög erfið stund. Við komum saman í kirkjunni á fimmtudaginn og það var troðfull kirkja. Svo var streymt yfir í safnaðarheimilið og skólann og það var fullt alls staðar. Það var mikil samstaða. Þetta var erfið stund en þetta var mikilvæg stund. Við höfum lært það í gegnum þessi áföll að við þurfum samfélagið að koma saman, sýna þennan samhug og hluttekningu í sorginni,“ segir Benjamín. Ónægir geðheilbrigðisinnviðir á Austurlandi Tvíburasystir Bríetar, Marín Ösp Ómarsdóttir, minntist systur sinnar í færslu á samfélagsmiðlum í gær. Þar gagnrýndi hún stjórnvöld fyrir aðgerðaleysi í geðheilbrigðismálum á landsbyggðinni, en tíðni sjálfsvíga þar er hærri en á höfuðborgarsvæðinu. „Við getum ekki breytt því sem gerðist, en við getum og verðum að breyta því sem gerist næst,“ skrifaði Marín. „Ég held að það endurspegli þessar tilfinningar sem eru ríkjandi hér. Fólk er komið með nóg af því hvernig geðheilbrigðiskerfið nær illa utan þessa viðkvæmu hópa fólks sem eru í sjálfsvígshættu. Hún nefnir það meðal annars í þessari grein að það virðist vera aukið hlutfall fólks í sjálfsvígshættu hér á Austurlandi og ekki nógu góðir innviðir. Ég held að viðbragð fólks almennt felist í þessu ákalli um að það þurfi að gera betur í geðheilbrigðismálum. Ég tek heilshugar undir það. Þetta er eitt mikilvægasta atriðið sem við þurfum að skoða svo fleiri þurfi ekki að ganga í gegnum þessi þungu skref sem fjölskyldan er að ganga í gegnum núna,“ segir Benjamín Hrafn Böðvarsson, prestur í Austfjarðaprestakalli. Í þessari grein er fjallað um sjálfsvíg. Fólki með sjálfsvígshugsanir er bent á upplýsingasíma heilsugæslunnar s.1700, netspjallið heilsuvera.is, Hjálparsíma Rauða krossins s.1717, á netspjallið 1717.is og á Píeta símann s.552-2218. Þau sem misst hafa ástvin í sjálfsvígi er bent á stuðning í Sorgarmiðstöð s. 551-4141, upplýsingasíma heilsugæslunnar s.1700, netspjallið heilsuvera.is og á Píeta símann s.552-2218. Geðheilbrigði Fjarðabyggð Heilbrigðismál Mest lesið „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Erlent Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Innlent Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Innlent Féll til jarðar rétt eftir flugtak Erlent Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Innlent Stóladans þingmanna lækkar launatékka Karls Gauta en hækkar Bergþórs Innlent Íslenskum fulltrúum á loftslagsráðstefnu hríðfækkar milli ára Innlent Fundu 1,7 tonn af kókaíni í kafbát á miðju Atlantshafi Erlent Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Innlent Fleiri fréttir Óttast að stóru verkfræðistofurnar gætu orðið einræðisherrar í eftirliti Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Stóladans þingmanna lækkar launatékka Karls Gauta en hækkar Bergþórs Ökutæki viðbragðsaðila verða áberandi vegna æfingar Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Íslenskum fulltrúum á loftslagsráðstefnu hríðfækkar milli ára Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Tali ekki fyrir unga Miðflokksmenn Flestir vantreysta ráðherrum Flokks fólksins Eltihrellir lögreglukvenna situr inni fyrir morð Þjófarnir margfölduðu upphæðir við millifærslur Taldi sig sjá bát hvolfa og þyrla og björgunarsveit kölluð út Ákærður fyrir að skjóta að dróna Fiskistofu Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Hundruð kennara nýta gervigreind til að undirbúa kennslu „Upp er runninn Kristrúnar Frostaveturinn mikli“ Starfsmaður Múlaborgar ákærður Gleðiefni að útkomuspá ársins sé á núlli Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Miðflokkurinn með eigið útspil í öryggis- og varnarmálum „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Reikna með tæplega nítján milljarða afgangi á næsta ári Tekinn í tíunda skipti dópaður og réttindalaus Uppsagnir hjá Icelandair og borgin kynnir fjárhagsáætlun næsta árs „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Bein útsending: Kynnir sína fyrstu fjárhagsáætlun Ölvaður en ekki barnaníðingur Líklegast að Reykjavíkurleiðin taki breytingum eftir umsagnir Sjá meira
Samfélagið á Fáskrúðsfirði og nágrenni er harmi slegið eftir að Bríet Irma Ómarsdóttir, 24 ára, féll frá eftir langvarandi baráttu við andleg veikindi. Stutt er frá fyrri áföllum á svæðinu, en í fyrrasumar lést barn á leikskólaaldri í Neskaupstað eftir skammvinn veikindi, faðir þess lést að slysförum skömmu síðar og létust tveir ungir karlmenn, annar þeirra búsettur á Fáskrúðsfirði, sviplega í ágúst og september. Þá voru hjón myrt í Neskaupstað í ágúst. Mikil samstaða Benjamín Hrafn Böðvarsson, prestur í Austfjarðaprestakalli, segir þetta þungt fyrir íbúa svæðisins. Hann leiddi minningarathöfn um Bríeti í Fáskrúðsfjarðarkirkju á fimmtudag. „Það var mjög erfið stund. Við komum saman í kirkjunni á fimmtudaginn og það var troðfull kirkja. Svo var streymt yfir í safnaðarheimilið og skólann og það var fullt alls staðar. Það var mikil samstaða. Þetta var erfið stund en þetta var mikilvæg stund. Við höfum lært það í gegnum þessi áföll að við þurfum samfélagið að koma saman, sýna þennan samhug og hluttekningu í sorginni,“ segir Benjamín. Ónægir geðheilbrigðisinnviðir á Austurlandi Tvíburasystir Bríetar, Marín Ösp Ómarsdóttir, minntist systur sinnar í færslu á samfélagsmiðlum í gær. Þar gagnrýndi hún stjórnvöld fyrir aðgerðaleysi í geðheilbrigðismálum á landsbyggðinni, en tíðni sjálfsvíga þar er hærri en á höfuðborgarsvæðinu. „Við getum ekki breytt því sem gerðist, en við getum og verðum að breyta því sem gerist næst,“ skrifaði Marín. „Ég held að það endurspegli þessar tilfinningar sem eru ríkjandi hér. Fólk er komið með nóg af því hvernig geðheilbrigðiskerfið nær illa utan þessa viðkvæmu hópa fólks sem eru í sjálfsvígshættu. Hún nefnir það meðal annars í þessari grein að það virðist vera aukið hlutfall fólks í sjálfsvígshættu hér á Austurlandi og ekki nógu góðir innviðir. Ég held að viðbragð fólks almennt felist í þessu ákalli um að það þurfi að gera betur í geðheilbrigðismálum. Ég tek heilshugar undir það. Þetta er eitt mikilvægasta atriðið sem við þurfum að skoða svo fleiri þurfi ekki að ganga í gegnum þessi þungu skref sem fjölskyldan er að ganga í gegnum núna,“ segir Benjamín Hrafn Böðvarsson, prestur í Austfjarðaprestakalli. Í þessari grein er fjallað um sjálfsvíg. Fólki með sjálfsvígshugsanir er bent á upplýsingasíma heilsugæslunnar s.1700, netspjallið heilsuvera.is, Hjálparsíma Rauða krossins s.1717, á netspjallið 1717.is og á Píeta símann s.552-2218. Þau sem misst hafa ástvin í sjálfsvígi er bent á stuðning í Sorgarmiðstöð s. 551-4141, upplýsingasíma heilsugæslunnar s.1700, netspjallið heilsuvera.is og á Píeta símann s.552-2218.
Í þessari grein er fjallað um sjálfsvíg. Fólki með sjálfsvígshugsanir er bent á upplýsingasíma heilsugæslunnar s.1700, netspjallið heilsuvera.is, Hjálparsíma Rauða krossins s.1717, á netspjallið 1717.is og á Píeta símann s.552-2218. Þau sem misst hafa ástvin í sjálfsvígi er bent á stuðning í Sorgarmiðstöð s. 551-4141, upplýsingasíma heilsugæslunnar s.1700, netspjallið heilsuvera.is og á Píeta símann s.552-2218.
Geðheilbrigði Fjarðabyggð Heilbrigðismál Mest lesið „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Erlent Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Innlent Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Innlent Féll til jarðar rétt eftir flugtak Erlent Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Innlent Stóladans þingmanna lækkar launatékka Karls Gauta en hækkar Bergþórs Innlent Íslenskum fulltrúum á loftslagsráðstefnu hríðfækkar milli ára Innlent Fundu 1,7 tonn af kókaíni í kafbát á miðju Atlantshafi Erlent Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Innlent Fleiri fréttir Óttast að stóru verkfræðistofurnar gætu orðið einræðisherrar í eftirliti Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Stóladans þingmanna lækkar launatékka Karls Gauta en hækkar Bergþórs Ökutæki viðbragðsaðila verða áberandi vegna æfingar Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Íslenskum fulltrúum á loftslagsráðstefnu hríðfækkar milli ára Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Tali ekki fyrir unga Miðflokksmenn Flestir vantreysta ráðherrum Flokks fólksins Eltihrellir lögreglukvenna situr inni fyrir morð Þjófarnir margfölduðu upphæðir við millifærslur Taldi sig sjá bát hvolfa og þyrla og björgunarsveit kölluð út Ákærður fyrir að skjóta að dróna Fiskistofu Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Hundruð kennara nýta gervigreind til að undirbúa kennslu „Upp er runninn Kristrúnar Frostaveturinn mikli“ Starfsmaður Múlaborgar ákærður Gleðiefni að útkomuspá ársins sé á núlli Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Miðflokkurinn með eigið útspil í öryggis- og varnarmálum „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Reikna með tæplega nítján milljarða afgangi á næsta ári Tekinn í tíunda skipti dópaður og réttindalaus Uppsagnir hjá Icelandair og borgin kynnir fjárhagsáætlun næsta árs „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Bein útsending: Kynnir sína fyrstu fjárhagsáætlun Ölvaður en ekki barnaníðingur Líklegast að Reykjavíkurleiðin taki breytingum eftir umsagnir Sjá meira
Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Innlent
Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Innlent