Einkunnir strákanna á móti Belgíu: Tryggvi frábær en okkur vantaði alvöru töffara í lokin Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 30. ágúst 2025 14:32 Tryggvi Snær Hlinason treður boltanum í körfuna í dag. Vísir/Hulda Margrét Íslenska körfuboltalandsliðið tapaði á grálegan hátt á móti Belgum í öðrum leik sínum á Evrópumótinu í Póllandi. Íslenska liðið var yfir stærstan hluta leiksins en sóknin fraus í lokin og sigurinn rann frá strákunum. Eftir svekkjandi tap á móti Ísrael í fyrsta leik voru strákarnir staðráðnir í að landa fyrsta sigri Íslands í úrslitakeppni EM. Þeir voru líka svo svakalega nálægt því enda leiddi íslenska liðið í næstum því 32 af mínútunum fjörutíu. Íslenska liðið var sjö stigum yfir þegar Tryggvi Snær Hlinason tróð boltanum í körfuna þegar fimm mínútur voru eftir. Þá fór allt í baklás. Belgarnir unnu síðustu fimm mínútur leiksins. 12-2 og tryggðu sér sigurinn. Það voru margt mjög jákvætt í leik íslenska liðsins en það voru þessi litlu smáatriði sem féllu ekki með íslenska liðinu. Tryggvi Snær hefur átt tvo mjög góða leiki á mótinu og Martin Hermannsson kom sterkur til baka eftir vonbrigðin í fyrsta leiknum. Það voru hins vegar þessar örlagaríku lokamínútur sem eyðilögðu daginn fyrir íslenska liðið. Liðið vantað alvöru töffara til að klára dæmið í sókninni því það voru næg tækifæri til að skora körfu sem íslenska liðið vantaði svo svakalega þegar ekkert gekk. Frammistöðumat íslensku leikmannanna í leiknum Útskýring á einkunnum: 6 - Heimsklassa frammistaða 5 - Frábær frammistaða 4 - Góð frammistaða 3 - Sæmileg frammistaða - skilaði sínu 2 - Ekki nógu góð frammistaða 1 - Slakur leikur Elvar Már Friðriksson fékk slæmt högg í leiknum í dag.Vísir/Hulda Margrét Byrjunarliðið: Elvar Már Friðriksson, bakvörður 313 stig á 31:41 mínútu (PlúsMínus: -8 Framlag: 6) Mótorinn í sóknarleik íslenska liðsins. Alltaf að ráðast á vörnina og reyna að koma einhverju í gang. Fékk slæmt högg í fyrri hálfleik sem háði honum aðeins en hann harkaði af sér. Kvartaði mikið í dómurunum enda var hann að fá lítið. Sýndi ítrekað áræðni sína og útsjónarsemi en meiðslin háðu honum augljóslega í lokin þegar við þurftum eitthvað gott á sóknarhelmingnum. Hitti ekki vel í þessum leik. Hilmar Smári Henningsson, bakvörður 22 stig á 13:55 mínútum (PlúsMínus: -14 Framlag: 0) Hent óvænt inn í byrjunarliðið. Byrjaði leikinn á því að keyra á körfuna og skora laglega körfu. Hitti ekki vel eftir það en sýndi að hann þorir að taka af skarið. Dýrmæt reynsla fyrir strákinn og hann hefur stimplað sig inn í liðið. Martin Hermannsson, bakvörður 312 stig og 8 stoðsendingar á 29:23 mínútum (PlúsMínus: -8 Framlag: 14) Núna þekkjum við hann. Heppnin var kannski ekki alveg með honum í liði en hugarfarið frábært. Bjó mikið til fyrir sig og aðra í liðinu. Byrjaði grimmur en kannski of grimmur því hann var kominn með tvær villur eftir aðeins tæpar tvær mínútur. Fékk á sig afar svekkjandi ruðningsdóm á úrslitastund þegar hans tími átti að vera runninn upp. Kristinn Pálsson, framherji 36 stig og 8 fráköst á 30:23 mínútum (PlúsMínus: -15 Framlag: 8) Staðráðinn að grípa tækifærið þegar hann kom inn í byrjunarliðið. Ekkert fallegra og mikilvægra fyrir liðið þegar hann smellir niður þristunum sínum. Lét vel finna sér í vörninni og tók oftast góðar og skynsamar ákvarðanir. Fórnaði sér fyrir málstaðinn og fékk að minnsta kosti þrjú kjaftshögg í leiknum. Frákastaði lengstum vel en hitti ekki vel í seinni hálfleik. Tryggvi Snær Hlinason, miðherji 520 stig, 10 fráköst og 5 varin á 39:02 mínútum (PlúsMínus: -2 Framlag: 32) Aftur besti maður íslenska liðsins. Átti margar troðslur, fullt af fráköstum og varði líka fimm skot frá Belgunum. Endaði með yfir þrjátíu í framlagi. Byrjaði leikinn á troðslu og gaf tóninn. Átti frábæran leik og réði ríkjum undir körfunni. Belgarnir skoruðu aðeins tíu stig inn í teig í fyrri hálfleik sem segir sína sögu. Belgarnir reyndu allan leikinn að finna lausnir á því að spila á móti Tryggva. Það gekk betur í lokin en þar kom líka inn í að Tryggvi fékk ekki mikla hvíld í þessum leik. Jón Axel Guðmundsson í vörninni í leiknum í kvöld.Vísir/Hulda Margrét Komu inn af bekknum Ægir Þór Steinarsson, bakvörður 31 stig á 17:15 mínútum (PlúsMínus: 0 Framlag: 2) Kom inn í vígahug i vörnina og lét Belgana ekki í friði með kappi sínu og festu. Gerir auðvitað ekki mikið sóknarlega en færir orkustigið alltaf upp á næsta stig. Jón Axel Guðmundsson, framherji 47 stig á 24:05 mínútum (PlúsMínus: +10 Framlag: 10) Missti sætið í byrjunarliðinu en kom inn og skilaði mikilvægum mínum í hlutverki fjarkans í vörninni. Það gekk mikið upp á hjá honum sóknarlega framan af en mikilvægið í varnarleiknum sést vel á því að íslenska liðið var plús með hann inn á gólfinu. Skoraði mikilvægan þrist þegar lítið gekk í þriðja leikhluta og það kveikti líka heldur betur á sóknarmanninum Jóni. Kári Jónsson, bakvörður 32 stig á 2:14 mínútum (PlúsMínus: +2 Framlag:3) Kom óvænt inn strax í fyrsta leikhluta vegna villuvandræða Martins og var algjörlega óhræddur þegar hann skoraði góða körfu.Styrmir Snær Þrastarson, framherji 21 stig á 11:40 mínútum (PlúsMínus: 0 Framlag: 1) Var svolítið ragur og óákveðinn í sóknarleiknum en fær mínútur af því að hann spilar hörkuvörn og er oftast skynsamur í sókn. Craig Pedersen, þjálfari 3 Leikurinn var vel upp lagður og allt gekk vel upp í 35 mínútur. Það var allt til alls til að klára fyrsta sigur Íslands á EM og svekkelsið er því afar mikið. Spurningin er hvar sökin lá í lokin þegar allt fór í baklás. Sóknarleikurinn fraus, Belgunum tókst að loka á Tryggva og bakverðirnir höfðu ekki burði til að búa eitthvað til þegar allt var undir. Það voru tekin leikhlé en þessi eina eða tvær körfur sem liðið þurfti svo mikið á að halda á lokasprettinum litu aldrei dagsins ljóst. Nú þarf að grafa djúpt og byggja upp liðið fyrir leik strax annað kvöld. EM 2025 í körfubolta Mest lesið Sjáðu brotið sem Blikar eru brjálaðir yfir Íslenski boltinn Sigurvegari Stokkhólms-maraþonsins látin aðeins þrítug Sport Svona var kynningarfundurinn fyrir Bónus-deildirnar í vetur Körfubolti Þorsteinn tók fram úr mörgum og varð fyrstur Íslendinga í mark á HM Sport Trump hikar ekki við að færa leiki á HM úr hættulegum borgum Fótbolti Svona hefst Ryder-bikarinn: „Viljum ná öflugri byrjun“ Golf Þora ekki að horfa á strákinn vegna fúkyrðaflaums Golf Látinn eftir höfuðhögg í leik Enski boltinn Tindastóli og Njarðvík spáð toppnum í vetur Körfubolti „Mjög ljót meiðsli eftir slæma og óþarfa tæklingu“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Tindastóli og Njarðvík spáð toppnum í vetur Svona var kynningarfundurinn fyrir Bónus-deildirnar í vetur Yfirlýsing KKÍ: Hvorki vilja né geta tjáð sig um mál Davíðs Helenu nóg boðið: „Ætlum við í alvöru að leyfa þessu að gerast?“ Formaður dómaranefndar KKÍ tjáir sig ekki Um þögnina varðandi dómaramál KKÍ: „Þurfum að komast til botns í þessu“ Áfall fyrir Houston Forráðamenn KKÍ neita að tjá sig um dómaramálin Fannst skilaboðin frá dómaranefnd galin Mynd af ellefu ára leikmanni Real vekur athygli Davíð hættur: „Dreginn á asnaeyrunum“ Skömmuðust sín fyrir tap gegn Fjallinu: „Hann var ekki svona stór þá“ Anthony Davis byrjaður að æfa á ný Ólöf Helga tekur við stjórninni: „Orðnar mjög spenntar fyrir fyrsta þætti“ NBA Evrópudeildin muni hefjast eftir tvö ár Tryggvi varði flest skot á EM og tók næstflest fráköst Þjóðverjar Evrópumeistarar í annað sinn Grikkir stálheppnir að landa bronsinu Tyrkir pökkuðu Giannis og Grikkjum saman á leið í úrslit „Að spila á Íslandi er frábært tækifæri fyrir mig“ Þjóðverjar í úrslit EM í fyrsta sinn í tuttugu ár Bertone á leið í Stjörnuna en byrjar í fimm leikja banni Annar fyrrverandi leikmaður Sacramento Kings til Álftaness Telur ólíklegt að Kawhi eða Clippers verði refsað Slóvenar saltvondir út í dómarana: „Hvað er hægt að segja?“ Þjóðverjar í undanúrslit þrátt fyrir stórleik Doncic Álftanes mætir stórliði Benfica Finnar afgreiddu Georgíu með stæl Grikkland í undanúrslit á EM Tyrkir hentu Íslandsbönunum úr leik Sjá meira
Eftir svekkjandi tap á móti Ísrael í fyrsta leik voru strákarnir staðráðnir í að landa fyrsta sigri Íslands í úrslitakeppni EM. Þeir voru líka svo svakalega nálægt því enda leiddi íslenska liðið í næstum því 32 af mínútunum fjörutíu. Íslenska liðið var sjö stigum yfir þegar Tryggvi Snær Hlinason tróð boltanum í körfuna þegar fimm mínútur voru eftir. Þá fór allt í baklás. Belgarnir unnu síðustu fimm mínútur leiksins. 12-2 og tryggðu sér sigurinn. Það voru margt mjög jákvætt í leik íslenska liðsins en það voru þessi litlu smáatriði sem féllu ekki með íslenska liðinu. Tryggvi Snær hefur átt tvo mjög góða leiki á mótinu og Martin Hermannsson kom sterkur til baka eftir vonbrigðin í fyrsta leiknum. Það voru hins vegar þessar örlagaríku lokamínútur sem eyðilögðu daginn fyrir íslenska liðið. Liðið vantað alvöru töffara til að klára dæmið í sókninni því það voru næg tækifæri til að skora körfu sem íslenska liðið vantaði svo svakalega þegar ekkert gekk. Frammistöðumat íslensku leikmannanna í leiknum Útskýring á einkunnum: 6 - Heimsklassa frammistaða 5 - Frábær frammistaða 4 - Góð frammistaða 3 - Sæmileg frammistaða - skilaði sínu 2 - Ekki nógu góð frammistaða 1 - Slakur leikur Elvar Már Friðriksson fékk slæmt högg í leiknum í dag.Vísir/Hulda Margrét Byrjunarliðið: Elvar Már Friðriksson, bakvörður 313 stig á 31:41 mínútu (PlúsMínus: -8 Framlag: 6) Mótorinn í sóknarleik íslenska liðsins. Alltaf að ráðast á vörnina og reyna að koma einhverju í gang. Fékk slæmt högg í fyrri hálfleik sem háði honum aðeins en hann harkaði af sér. Kvartaði mikið í dómurunum enda var hann að fá lítið. Sýndi ítrekað áræðni sína og útsjónarsemi en meiðslin háðu honum augljóslega í lokin þegar við þurftum eitthvað gott á sóknarhelmingnum. Hitti ekki vel í þessum leik. Hilmar Smári Henningsson, bakvörður 22 stig á 13:55 mínútum (PlúsMínus: -14 Framlag: 0) Hent óvænt inn í byrjunarliðið. Byrjaði leikinn á því að keyra á körfuna og skora laglega körfu. Hitti ekki vel eftir það en sýndi að hann þorir að taka af skarið. Dýrmæt reynsla fyrir strákinn og hann hefur stimplað sig inn í liðið. Martin Hermannsson, bakvörður 312 stig og 8 stoðsendingar á 29:23 mínútum (PlúsMínus: -8 Framlag: 14) Núna þekkjum við hann. Heppnin var kannski ekki alveg með honum í liði en hugarfarið frábært. Bjó mikið til fyrir sig og aðra í liðinu. Byrjaði grimmur en kannski of grimmur því hann var kominn með tvær villur eftir aðeins tæpar tvær mínútur. Fékk á sig afar svekkjandi ruðningsdóm á úrslitastund þegar hans tími átti að vera runninn upp. Kristinn Pálsson, framherji 36 stig og 8 fráköst á 30:23 mínútum (PlúsMínus: -15 Framlag: 8) Staðráðinn að grípa tækifærið þegar hann kom inn í byrjunarliðið. Ekkert fallegra og mikilvægra fyrir liðið þegar hann smellir niður þristunum sínum. Lét vel finna sér í vörninni og tók oftast góðar og skynsamar ákvarðanir. Fórnaði sér fyrir málstaðinn og fékk að minnsta kosti þrjú kjaftshögg í leiknum. Frákastaði lengstum vel en hitti ekki vel í seinni hálfleik. Tryggvi Snær Hlinason, miðherji 520 stig, 10 fráköst og 5 varin á 39:02 mínútum (PlúsMínus: -2 Framlag: 32) Aftur besti maður íslenska liðsins. Átti margar troðslur, fullt af fráköstum og varði líka fimm skot frá Belgunum. Endaði með yfir þrjátíu í framlagi. Byrjaði leikinn á troðslu og gaf tóninn. Átti frábæran leik og réði ríkjum undir körfunni. Belgarnir skoruðu aðeins tíu stig inn í teig í fyrri hálfleik sem segir sína sögu. Belgarnir reyndu allan leikinn að finna lausnir á því að spila á móti Tryggva. Það gekk betur í lokin en þar kom líka inn í að Tryggvi fékk ekki mikla hvíld í þessum leik. Jón Axel Guðmundsson í vörninni í leiknum í kvöld.Vísir/Hulda Margrét Komu inn af bekknum Ægir Þór Steinarsson, bakvörður 31 stig á 17:15 mínútum (PlúsMínus: 0 Framlag: 2) Kom inn í vígahug i vörnina og lét Belgana ekki í friði með kappi sínu og festu. Gerir auðvitað ekki mikið sóknarlega en færir orkustigið alltaf upp á næsta stig. Jón Axel Guðmundsson, framherji 47 stig á 24:05 mínútum (PlúsMínus: +10 Framlag: 10) Missti sætið í byrjunarliðinu en kom inn og skilaði mikilvægum mínum í hlutverki fjarkans í vörninni. Það gekk mikið upp á hjá honum sóknarlega framan af en mikilvægið í varnarleiknum sést vel á því að íslenska liðið var plús með hann inn á gólfinu. Skoraði mikilvægan þrist þegar lítið gekk í þriðja leikhluta og það kveikti líka heldur betur á sóknarmanninum Jóni. Kári Jónsson, bakvörður 32 stig á 2:14 mínútum (PlúsMínus: +2 Framlag:3) Kom óvænt inn strax í fyrsta leikhluta vegna villuvandræða Martins og var algjörlega óhræddur þegar hann skoraði góða körfu.Styrmir Snær Þrastarson, framherji 21 stig á 11:40 mínútum (PlúsMínus: 0 Framlag: 1) Var svolítið ragur og óákveðinn í sóknarleiknum en fær mínútur af því að hann spilar hörkuvörn og er oftast skynsamur í sókn. Craig Pedersen, þjálfari 3 Leikurinn var vel upp lagður og allt gekk vel upp í 35 mínútur. Það var allt til alls til að klára fyrsta sigur Íslands á EM og svekkelsið er því afar mikið. Spurningin er hvar sökin lá í lokin þegar allt fór í baklás. Sóknarleikurinn fraus, Belgunum tókst að loka á Tryggva og bakverðirnir höfðu ekki burði til að búa eitthvað til þegar allt var undir. Það voru tekin leikhlé en þessi eina eða tvær körfur sem liðið þurfti svo mikið á að halda á lokasprettinum litu aldrei dagsins ljóst. Nú þarf að grafa djúpt og byggja upp liðið fyrir leik strax annað kvöld.
Útskýring á einkunnum: 6 - Heimsklassa frammistaða 5 - Frábær frammistaða 4 - Góð frammistaða 3 - Sæmileg frammistaða - skilaði sínu 2 - Ekki nógu góð frammistaða 1 - Slakur leikur
EM 2025 í körfubolta Mest lesið Sjáðu brotið sem Blikar eru brjálaðir yfir Íslenski boltinn Sigurvegari Stokkhólms-maraþonsins látin aðeins þrítug Sport Svona var kynningarfundurinn fyrir Bónus-deildirnar í vetur Körfubolti Þorsteinn tók fram úr mörgum og varð fyrstur Íslendinga í mark á HM Sport Trump hikar ekki við að færa leiki á HM úr hættulegum borgum Fótbolti Svona hefst Ryder-bikarinn: „Viljum ná öflugri byrjun“ Golf Þora ekki að horfa á strákinn vegna fúkyrðaflaums Golf Látinn eftir höfuðhögg í leik Enski boltinn Tindastóli og Njarðvík spáð toppnum í vetur Körfubolti „Mjög ljót meiðsli eftir slæma og óþarfa tæklingu“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Tindastóli og Njarðvík spáð toppnum í vetur Svona var kynningarfundurinn fyrir Bónus-deildirnar í vetur Yfirlýsing KKÍ: Hvorki vilja né geta tjáð sig um mál Davíðs Helenu nóg boðið: „Ætlum við í alvöru að leyfa þessu að gerast?“ Formaður dómaranefndar KKÍ tjáir sig ekki Um þögnina varðandi dómaramál KKÍ: „Þurfum að komast til botns í þessu“ Áfall fyrir Houston Forráðamenn KKÍ neita að tjá sig um dómaramálin Fannst skilaboðin frá dómaranefnd galin Mynd af ellefu ára leikmanni Real vekur athygli Davíð hættur: „Dreginn á asnaeyrunum“ Skömmuðust sín fyrir tap gegn Fjallinu: „Hann var ekki svona stór þá“ Anthony Davis byrjaður að æfa á ný Ólöf Helga tekur við stjórninni: „Orðnar mjög spenntar fyrir fyrsta þætti“ NBA Evrópudeildin muni hefjast eftir tvö ár Tryggvi varði flest skot á EM og tók næstflest fráköst Þjóðverjar Evrópumeistarar í annað sinn Grikkir stálheppnir að landa bronsinu Tyrkir pökkuðu Giannis og Grikkjum saman á leið í úrslit „Að spila á Íslandi er frábært tækifæri fyrir mig“ Þjóðverjar í úrslit EM í fyrsta sinn í tuttugu ár Bertone á leið í Stjörnuna en byrjar í fimm leikja banni Annar fyrrverandi leikmaður Sacramento Kings til Álftaness Telur ólíklegt að Kawhi eða Clippers verði refsað Slóvenar saltvondir út í dómarana: „Hvað er hægt að segja?“ Þjóðverjar í undanúrslit þrátt fyrir stórleik Doncic Álftanes mætir stórliði Benfica Finnar afgreiddu Georgíu með stæl Grikkland í undanúrslit á EM Tyrkir hentu Íslandsbönunum úr leik Sjá meira