Sár yfir Nóbelnum og rak Modi í faðm Xi Samúel Karl Ólason skrifar 31. ágúst 2025 11:29 Donald Trump og þeir Narendra Modi og Xi Jinping. EPA og AP Leiðtogar Kína og Indlands, tveggja fjölmennustu ríkja heims, hétu því í morgun að verða félagar en ekki andstæðingar. Bæði ríkin hafa verið beitt umfangsmiklum tollum af Donald Trump, forseta Bandaríkjanna en ráðamenn í Kína hafa einnig áhuga á því að draga úr áhrifum Bandaríkjanna í Asíu. Narendra Modi, forsætisráðherra Indlands, og Xi Jinping, forseti Kína, funduðu á hliðarlínum ráðstefnu sem stendur nú yfir í Tianjin í Kína. Vladimír Pútin, forseti Rússlands, er einnig á ráðstefnunni auk rúmlega tuttugu annarra þjóðarleiðtoga sem eru flestir frá Mið-Asíu. Eftir fund þeirra sögðu Modi og Xi að samband ríkjanna færi batnandi, eftir langvarandi deilur sem snúið hafa meðal annars um landamæri ríkjanna í Himalæjafjöllum. Indland og Kína búa yfir tveimur af stærstu hagkerfum heims og nái ráðamenn ríkjanna að leysa deilurnar þeirra á milli gæti það reynst báðum ríkjum mjög hagstætt. Tollar Trumps á Indland hafa aukið á áhyggjur þar að Indverjar hafi sett of mörg af sínum eggjum í körfu Bandaríkjanna, ef svo má segja, og Xi sér tækifæri til að víkka gjánna milli Indlands og Bandaríkjanna. Samkvæmt frétt BBC lýsti Xi ríkjunum sem félögum og sagði að réttast væri fyrir bæði ríkin að vera vinir. Það yrði hagstæðast til lengri tíma. Modi sagði andrúmsloft friðar og stöðugleika ríkja milli þeirra. Vináttan sem endaði Modi og Trump hafa á undanförnum árum átt í mjög góðu sambandi þeirra á milli en það hefur breyst verulega á undanförnum mánuðum og þá sérstaklega eftir að Trump setti samtals fimmtíu prósenta toll á vörur frá Indlandi. Þá sagði Trump að það væri vegna kaupa Indverja á olíu frá Rússlandi. Trump er þó sagður reiður út í Modi af persónulegri ástæðum. Eftir að til átaka kom milli Indlands og Pakistan í sumar hefur Trump margsinnis lýst því yfir að hann hafi bundið enda á átökin, sem voru þau nýjustu í áratugalöngum og oft blóðugum deilum ríkjanna. New York Times segir að þegar Trump og Modi töluðu saman í síma þann 17. júní hafi Trump enn einu sinni minnst á það hve stoltur hann væri að hafa bundið enda á átökin. Þá nefndi hann að Pakistanar ætluðu að tilnefna hann til friðarverðlauna Nóbels og gaf þannig í skyn að Modi ætti einnig að gera það. Því mótmælti Modi og sagði að aðkoma Bandaríkjanna hefði haft lítil áhrif á átökin. Þau hefðu verið stöðvuð með beinum viðræðum Indverja og Pakistana. Sjá einnig: „Stríðin“ sex, stundum sjö, sem Trump segist hafa stöðvað Samkvæmt heimildum NYT mótmælti Trump því ekki en tók ummælin nærri sér og hefur sambandið þeirra á milli súrnað verulega síðan, samhliða viðræðum um viðskipti milli ríkjanna. Trump hætti nýverið við ferðalag til Indlands og beitti umfangsmiklum tollum gegn Indlandi, eins og áður hefur komið fram, en Bandaríkin eru stærsta viðskiptafyrirtæki Indlands. Mörg bandarísk fyrirtæki hafa fært útibú sín frá Kína til Indlands á undanförnum árum. Þetta hefur leitt til mikillar reiði í garð Trumps Indlandi. Kína Indland Bandaríkin Rússland Donald Trump Nóbelsverðlaun Mest lesið Óttast hópuppsögn sem samsvarar sextán þúsund höfuðborgarbúum Innlent Upplifa sig líkt og strandaglópa innan eigin hverfis Innlent Tillögurnar taka breytingum og telja nú nítján atriði í stað 28 Erlent Stórhættuleg eiturlyf flæða til landsins í sögulegu magni Innlent Dæmi um að íslenskir áhrifavaldar mæli með fæðingu án aðstoðar Innlent Hlýnar í veðri og gæti orðið flughált Veður Var tilbúinn að taka hálsæð Kourani í sundur með lykli Innlent Svakalegur lax á Snæfellsnesi Innlent Lögreglan fylgdist með grunnskólum Innlent Allir bílarnir ónýtir og mildi að ekki fór verr Innlent Fleiri fréttir Franski fjar-hægrimaðurinn mælist sigurstranglegastur Semaglutide reyndist ekki hægja á framgangi Alzheimer Gerðu loftárásir á báða bóga Tillögurnar taka breytingum og telja nú nítján atriði í stað 28 „Lægsti samnefnari“ sagður niðurstaðan á COP30 Leiðtogi í hreyfingu Charlie Kirk játar kosningasvik Skrifa ný drög að friðaráætlun Felldu háttsettan Hezbollah-liða í sprengjuárás á Beirút „Útvötnuð“ loftslagsályktun samþykkt eftir harðar deilur Hefur látið sérsveitarmenn FBI vernda kærustu sína Hafna kröfu Rússa um undanhald frá Dónetsk Þingmenn segja eitt en Rubio annað: Margsaga um uppruna og tilgang friðartillagnanna Andstaða eykst í Noregi gegn aðild Tuttugu og fjórir létust í árásum Ísraels þrátt fyrir vopnahlé Jafngildi uppgjöf fyrir Úkraínumenn Útskýrði næstu skref fyrir Kristrúnu og kollegum Forsetinn fyrrverandi í gæsluvarðhald af ótta við flótta Ósætti um frysta sjóði Rússa: „Witkoff þarf á geðlækni að halda“ Hættir á þingi vegna deilna við Trump Pútín tekur vel í „friðaráætlun Trumps“ „Fasistinn“ og „kommúnistinn“ grófu stríðsöxina „Annaðhvort þessir 28 liðir eða gífurlega erfiður vetur“ Skaut fimmtán skotum 25 sekúndum eftir að hann mætti Hóta að skera á flæði vopna og upplýsinga skrifi Selenskí ekki fljótt undir Drógu í land með að afnema bann við hakakrossum eftir fjölmiðlafár Svona lítur friðaráætlun Bandaríkjamanna og Rússa út Segja friðarverðlaunahafann á flótta undan „réttvísinni“ sæki hann verðlaunin Ísland sagt meðal ríkja sem mótmæla útvatnaðri ályktun COP30 Tugir látnir í flóðum í Víetnam Pras úr Fugees dæmdur í fjórtán ára fangelsi Sjá meira
Narendra Modi, forsætisráðherra Indlands, og Xi Jinping, forseti Kína, funduðu á hliðarlínum ráðstefnu sem stendur nú yfir í Tianjin í Kína. Vladimír Pútin, forseti Rússlands, er einnig á ráðstefnunni auk rúmlega tuttugu annarra þjóðarleiðtoga sem eru flestir frá Mið-Asíu. Eftir fund þeirra sögðu Modi og Xi að samband ríkjanna færi batnandi, eftir langvarandi deilur sem snúið hafa meðal annars um landamæri ríkjanna í Himalæjafjöllum. Indland og Kína búa yfir tveimur af stærstu hagkerfum heims og nái ráðamenn ríkjanna að leysa deilurnar þeirra á milli gæti það reynst báðum ríkjum mjög hagstætt. Tollar Trumps á Indland hafa aukið á áhyggjur þar að Indverjar hafi sett of mörg af sínum eggjum í körfu Bandaríkjanna, ef svo má segja, og Xi sér tækifæri til að víkka gjánna milli Indlands og Bandaríkjanna. Samkvæmt frétt BBC lýsti Xi ríkjunum sem félögum og sagði að réttast væri fyrir bæði ríkin að vera vinir. Það yrði hagstæðast til lengri tíma. Modi sagði andrúmsloft friðar og stöðugleika ríkja milli þeirra. Vináttan sem endaði Modi og Trump hafa á undanförnum árum átt í mjög góðu sambandi þeirra á milli en það hefur breyst verulega á undanförnum mánuðum og þá sérstaklega eftir að Trump setti samtals fimmtíu prósenta toll á vörur frá Indlandi. Þá sagði Trump að það væri vegna kaupa Indverja á olíu frá Rússlandi. Trump er þó sagður reiður út í Modi af persónulegri ástæðum. Eftir að til átaka kom milli Indlands og Pakistan í sumar hefur Trump margsinnis lýst því yfir að hann hafi bundið enda á átökin, sem voru þau nýjustu í áratugalöngum og oft blóðugum deilum ríkjanna. New York Times segir að þegar Trump og Modi töluðu saman í síma þann 17. júní hafi Trump enn einu sinni minnst á það hve stoltur hann væri að hafa bundið enda á átökin. Þá nefndi hann að Pakistanar ætluðu að tilnefna hann til friðarverðlauna Nóbels og gaf þannig í skyn að Modi ætti einnig að gera það. Því mótmælti Modi og sagði að aðkoma Bandaríkjanna hefði haft lítil áhrif á átökin. Þau hefðu verið stöðvuð með beinum viðræðum Indverja og Pakistana. Sjá einnig: „Stríðin“ sex, stundum sjö, sem Trump segist hafa stöðvað Samkvæmt heimildum NYT mótmælti Trump því ekki en tók ummælin nærri sér og hefur sambandið þeirra á milli súrnað verulega síðan, samhliða viðræðum um viðskipti milli ríkjanna. Trump hætti nýverið við ferðalag til Indlands og beitti umfangsmiklum tollum gegn Indlandi, eins og áður hefur komið fram, en Bandaríkin eru stærsta viðskiptafyrirtæki Indlands. Mörg bandarísk fyrirtæki hafa fært útibú sín frá Kína til Indlands á undanförnum árum. Þetta hefur leitt til mikillar reiði í garð Trumps Indlandi.
Kína Indland Bandaríkin Rússland Donald Trump Nóbelsverðlaun Mest lesið Óttast hópuppsögn sem samsvarar sextán þúsund höfuðborgarbúum Innlent Upplifa sig líkt og strandaglópa innan eigin hverfis Innlent Tillögurnar taka breytingum og telja nú nítján atriði í stað 28 Erlent Stórhættuleg eiturlyf flæða til landsins í sögulegu magni Innlent Dæmi um að íslenskir áhrifavaldar mæli með fæðingu án aðstoðar Innlent Hlýnar í veðri og gæti orðið flughált Veður Var tilbúinn að taka hálsæð Kourani í sundur með lykli Innlent Svakalegur lax á Snæfellsnesi Innlent Lögreglan fylgdist með grunnskólum Innlent Allir bílarnir ónýtir og mildi að ekki fór verr Innlent Fleiri fréttir Franski fjar-hægrimaðurinn mælist sigurstranglegastur Semaglutide reyndist ekki hægja á framgangi Alzheimer Gerðu loftárásir á báða bóga Tillögurnar taka breytingum og telja nú nítján atriði í stað 28 „Lægsti samnefnari“ sagður niðurstaðan á COP30 Leiðtogi í hreyfingu Charlie Kirk játar kosningasvik Skrifa ný drög að friðaráætlun Felldu háttsettan Hezbollah-liða í sprengjuárás á Beirút „Útvötnuð“ loftslagsályktun samþykkt eftir harðar deilur Hefur látið sérsveitarmenn FBI vernda kærustu sína Hafna kröfu Rússa um undanhald frá Dónetsk Þingmenn segja eitt en Rubio annað: Margsaga um uppruna og tilgang friðartillagnanna Andstaða eykst í Noregi gegn aðild Tuttugu og fjórir létust í árásum Ísraels þrátt fyrir vopnahlé Jafngildi uppgjöf fyrir Úkraínumenn Útskýrði næstu skref fyrir Kristrúnu og kollegum Forsetinn fyrrverandi í gæsluvarðhald af ótta við flótta Ósætti um frysta sjóði Rússa: „Witkoff þarf á geðlækni að halda“ Hættir á þingi vegna deilna við Trump Pútín tekur vel í „friðaráætlun Trumps“ „Fasistinn“ og „kommúnistinn“ grófu stríðsöxina „Annaðhvort þessir 28 liðir eða gífurlega erfiður vetur“ Skaut fimmtán skotum 25 sekúndum eftir að hann mætti Hóta að skera á flæði vopna og upplýsinga skrifi Selenskí ekki fljótt undir Drógu í land með að afnema bann við hakakrossum eftir fjölmiðlafár Svona lítur friðaráætlun Bandaríkjamanna og Rússa út Segja friðarverðlaunahafann á flótta undan „réttvísinni“ sæki hann verðlaunin Ísland sagt meðal ríkja sem mótmæla útvatnaðri ályktun COP30 Tugir látnir í flóðum í Víetnam Pras úr Fugees dæmdur í fjórtán ára fangelsi Sjá meira