Körfubolti

EM í dag með Jóni Arnóri: „Við þurfum smá fokk it mode“

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Það var létt yfir Jóni Arnóri í EM í dag þrátt fyrir tapið leiðinlega í gær.
Það var létt yfir Jóni Arnóri í EM í dag þrátt fyrir tapið leiðinlega í gær. vísir/hulda margrét

Þriðji leikur Íslands á Eurobasket fer fram í kvöld og hann er gegn gestgjöfum Póllands.

Það verður á brattann að sækja hjá okkar mönnum gegn sterku liði Póllands sem er með fullt hús eftir fyrstu tvo leikina og er með nokkurn veginn alla höllina á sínu bandi. Það verða læti í Spodek-höllinni í kvöld.

Klippa: EM í dag #5: Jón Arnór hitar upp fyrir Póllandsleikinn

EM í dag tók daginn snemma og hitti goðsögnina Jón Arnór Stefánsson niður í miðbæ Katowice.

Þar voru vonbrigðin gegn Belgíu gerð upp, spáð í spilin fyrir kvöldið og svo rætt almennt um íslenska liðið en Jón Arnór er fyrir tilviljun á hóteli landsliðsins.

Leikur Íslands og Póllands hefst klukkan 18.30 og verður í beinni textalýsingu á Vísi.

Vísir verður einnig í beinni klukkan 16.00 frá upphitun íslensku stuðningsmannanna.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×