Fer hörðum orðum um „óveðursskýið“ Jóhann Pál Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar 31. ágúst 2025 13:58 Vinstri græn mælast enn utan þings. Vísir/Samsett Guðmundur Ingi Guðbrandsson, varaformaður Vinstri grænna, fór hörðum orðum um Jóhann Pál Jóhannsson umhverfisráðherra í setningarræðu flokksráðsfundar Vinstri grænna í dag og sagði hann ganga á náttúru Íslands í nafni fjárhagslegra hagsmuna. Flokksráðsfundurinn fer fram í Menntaskóla Borgarfjarðar í Borgarnesi í dag en flokksráðsfundir eru æðsta vald hreyfingarinnar á milli landsfunda. Þeir eru haldnir tvisvar á ári. Ragnar Auðun Árnason, framkvæmdastjóri flokksins, segir um 100 manns eiga sæti í flokksráði og að rúmlega 90 manns hafi skráð sig á fundinn. Sjá meira: Gjörólíkt gengi frá kosningum Vinstri græn mældust síðast með 4,2 prósent fylgi og kæmust því ekki inn á þing ef kosið yrði í dag. Óveðursskýið Jóhann Páll Guðmundur Ingi varaformaður flutti setningarræðu fundarins og fór þar um víðan völl. Hann fagnaði breytingum á örorkulífeyriskerfinu sem taka gildi á morgun en varði stærsta hluta ræðunnar í að gagnrýna Jóhann Pál Jóhannsson umhverfisráðherra sem hann líkir við óveðursský sem hrannast upp við sjóndeildarhringinn. Hann segir ráðherrann og ríkisstjórnina reka gallharða virkjanastefnu og sýna algert metnaðarleysi þegar kemur að friðlýsingum. „Þessi ríkisstjórn er alveg tilbúin að ganga á náttúru Íslands í nafni fjárhagslegra hagsmuna og þjóna virkjanaaðilum í hvívetna. Þetta er óásættanlegt!“ segir Guðmundur Ingi. Sífellt meiri vonbrigði Guðmundur sakar Samfylkinguna um tvískinnung í málaflokknum. Umhverfisráðherra vilji ekki banna laxeldi í opnum kvíum þrátt fyrir ógnina sem af þeim stafar fyrir laxastofna landsins. „Ég hef alltaf viljað gefa fólki tækifæri til að sanna sig, en umhverfisráðherra Samfylkingarinnar veldur mér sífellt meiri vonbrigðum. Ég varð enn daprari þegar hann nýlega útilokaði ekki olíuleit og vinnslu, þrátt fyrir að stefna Samfylkingarinnar sé í samræmi við stefnu VG um að banna olíuvinnslu,“ segir Guðmundur. Hann segir Jóhann Pál einnig vera fyrsta ráðherrann til að leggja fram rammaáætlun án virkjanahugmynda í verndarflokki. Allar hugmyndir í verndarflokki hafi umhverfisráðherra lagt til að færa í biðflokk en hann hreyfi ekkert við nýtingarflokki. „Við VG mótmælum harðlega þessari aðför að rammaáætlun og náttúru Íslands. Ráðherrann er einungis að vinna fyrir virkjanaaðila, ekki fyrir almenning og ekki að almannahagsmunum,“ segir Guðmundur Ingi. Náttúran orðið undir hægrisveiflunni Jóhann Páll er líka sakaður um metnaðarleysi í friðlýsingum. Hann leggi aðeins til að sex þeirra 89 svæða sem Náttúrustofnun lagði til yrðu friðlýst. „Ég hlýt að spyrja: Hvað með Hálendisþjóðgarð, Dynjandisþjóðgarð og friðlýsingu víðerna? Hvað með að uppfylla alþjóðlegar skuldbindingar okkar um að vernda 30% af landi og hafi fyrir árið 2030?“ „Nei, hægrisveiflan og iðnaðaröflin í Samfylkingunni hafa sannarlega orðið ofan á,“ segir Guðmundur Ingi Guðbrandsson varaformaður Vinstri grænna. Vinstri græn Samfylkingin Umhverfismál Sjókvíaeldi Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Mest lesið Upplifir að þau hafi verið leidd í gildru Innlent „Alvarlegasta árásin gegn dönskum innviðum til þessa“ Erlent „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ Innlent Fóru með fleipur um einhverfu og bóluefni Erlent Óttaslegnir eldri borgarar eftir endurtekna eldsvoða Innlent Þrettán konur höfðu samband svo að nauðgarinn færi í fangelsi Innlent Opna í Kaupmannahöfn en loka loftrýminu yfir Osló einnig vegna dróna Erlent Duterte ákærður fyrir glæpi gegn mannkyninu Erlent Maðurinn sem lýst var eftir fundinn Innlent Rannsaka húsbrot og eldsvoða á Sauðárkróki Innlent Fleiri fréttir Vara við svikapóstum frá Ríkisskattstjóra Dularfullir drónar og umdeildar kenningar um einhverfu og parasetamól Telja sig vita hverjir grímuklæddu mennirnir eru Ferðum aflýst og einni vél snúið við vegna drónaumferðar í Kaupmannahöfn Ætlar að fækka sveitarfélögum fyrir kosningar Aðeins helmingur telur sig við góða heilsu Rannsaka húsbrot og eldsvoða á Sauðárkróki Krefur Reykjavíkurborg um frekari svör vegna fundargerðar Upplifir að þau hafi verið leidd í gildru Rannsaka mál sex grímuklæddra manna sem réðust á einn Óttaslegnir eldri borgarar eftir endurtekna eldsvoða Vill frekar fjölga lögreglumönnum heldur en lögreglustöðvum Maðurinn sem lýst var eftir fundinn Björg ætlar að láta að sér kveða í Viðreisn „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ 20 börn frá Grænlandi í sundi, skautum og í heimsókn hjá forsetanum Þrettán konur höfðu samband svo að nauðgarinn færi í fangelsi Þrír enn í gæsluvarðhaldi vegna umfangsmikils fíkniefnamáls Löng bið eftir að nauðgari hefji afplánun og betlmenning Sleppt lausum eftir yfirheyrslu Seldi dóp fyrir fjórtán milljónir á hálfu ári Lýsir villu og svima en segist hafa séð ljósið Stefnir í prófkjör, borgarfulltrúar undir feldi og hugsanlega sótt að Heiðu Framlengja gistiheimildina fram á vor Eldra fólk þurfi ekki að endurnýja skírteinið svo oft Grunsamlegt ferðalag og fjarstæðukenndar skýringar „Nauðsynlegt að þetta verði gert af krafti“ Fólk hvatt til að taka strætó Frakkar viðurkenna Palestínu og nýr geðspítali gæti risið í Fossvogi „Ég horfði á son minn brotna meira og meira, ár eftir ár“ Sjá meira
Flokksráðsfundurinn fer fram í Menntaskóla Borgarfjarðar í Borgarnesi í dag en flokksráðsfundir eru æðsta vald hreyfingarinnar á milli landsfunda. Þeir eru haldnir tvisvar á ári. Ragnar Auðun Árnason, framkvæmdastjóri flokksins, segir um 100 manns eiga sæti í flokksráði og að rúmlega 90 manns hafi skráð sig á fundinn. Sjá meira: Gjörólíkt gengi frá kosningum Vinstri græn mældust síðast með 4,2 prósent fylgi og kæmust því ekki inn á þing ef kosið yrði í dag. Óveðursskýið Jóhann Páll Guðmundur Ingi varaformaður flutti setningarræðu fundarins og fór þar um víðan völl. Hann fagnaði breytingum á örorkulífeyriskerfinu sem taka gildi á morgun en varði stærsta hluta ræðunnar í að gagnrýna Jóhann Pál Jóhannsson umhverfisráðherra sem hann líkir við óveðursský sem hrannast upp við sjóndeildarhringinn. Hann segir ráðherrann og ríkisstjórnina reka gallharða virkjanastefnu og sýna algert metnaðarleysi þegar kemur að friðlýsingum. „Þessi ríkisstjórn er alveg tilbúin að ganga á náttúru Íslands í nafni fjárhagslegra hagsmuna og þjóna virkjanaaðilum í hvívetna. Þetta er óásættanlegt!“ segir Guðmundur Ingi. Sífellt meiri vonbrigði Guðmundur sakar Samfylkinguna um tvískinnung í málaflokknum. Umhverfisráðherra vilji ekki banna laxeldi í opnum kvíum þrátt fyrir ógnina sem af þeim stafar fyrir laxastofna landsins. „Ég hef alltaf viljað gefa fólki tækifæri til að sanna sig, en umhverfisráðherra Samfylkingarinnar veldur mér sífellt meiri vonbrigðum. Ég varð enn daprari þegar hann nýlega útilokaði ekki olíuleit og vinnslu, þrátt fyrir að stefna Samfylkingarinnar sé í samræmi við stefnu VG um að banna olíuvinnslu,“ segir Guðmundur. Hann segir Jóhann Pál einnig vera fyrsta ráðherrann til að leggja fram rammaáætlun án virkjanahugmynda í verndarflokki. Allar hugmyndir í verndarflokki hafi umhverfisráðherra lagt til að færa í biðflokk en hann hreyfi ekkert við nýtingarflokki. „Við VG mótmælum harðlega þessari aðför að rammaáætlun og náttúru Íslands. Ráðherrann er einungis að vinna fyrir virkjanaaðila, ekki fyrir almenning og ekki að almannahagsmunum,“ segir Guðmundur Ingi. Náttúran orðið undir hægrisveiflunni Jóhann Páll er líka sakaður um metnaðarleysi í friðlýsingum. Hann leggi aðeins til að sex þeirra 89 svæða sem Náttúrustofnun lagði til yrðu friðlýst. „Ég hlýt að spyrja: Hvað með Hálendisþjóðgarð, Dynjandisþjóðgarð og friðlýsingu víðerna? Hvað með að uppfylla alþjóðlegar skuldbindingar okkar um að vernda 30% af landi og hafi fyrir árið 2030?“ „Nei, hægrisveiflan og iðnaðaröflin í Samfylkingunni hafa sannarlega orðið ofan á,“ segir Guðmundur Ingi Guðbrandsson varaformaður Vinstri grænna.
Vinstri græn Samfylkingin Umhverfismál Sjókvíaeldi Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Mest lesið Upplifir að þau hafi verið leidd í gildru Innlent „Alvarlegasta árásin gegn dönskum innviðum til þessa“ Erlent „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ Innlent Fóru með fleipur um einhverfu og bóluefni Erlent Óttaslegnir eldri borgarar eftir endurtekna eldsvoða Innlent Þrettán konur höfðu samband svo að nauðgarinn færi í fangelsi Innlent Opna í Kaupmannahöfn en loka loftrýminu yfir Osló einnig vegna dróna Erlent Duterte ákærður fyrir glæpi gegn mannkyninu Erlent Maðurinn sem lýst var eftir fundinn Innlent Rannsaka húsbrot og eldsvoða á Sauðárkróki Innlent Fleiri fréttir Vara við svikapóstum frá Ríkisskattstjóra Dularfullir drónar og umdeildar kenningar um einhverfu og parasetamól Telja sig vita hverjir grímuklæddu mennirnir eru Ferðum aflýst og einni vél snúið við vegna drónaumferðar í Kaupmannahöfn Ætlar að fækka sveitarfélögum fyrir kosningar Aðeins helmingur telur sig við góða heilsu Rannsaka húsbrot og eldsvoða á Sauðárkróki Krefur Reykjavíkurborg um frekari svör vegna fundargerðar Upplifir að þau hafi verið leidd í gildru Rannsaka mál sex grímuklæddra manna sem réðust á einn Óttaslegnir eldri borgarar eftir endurtekna eldsvoða Vill frekar fjölga lögreglumönnum heldur en lögreglustöðvum Maðurinn sem lýst var eftir fundinn Björg ætlar að láta að sér kveða í Viðreisn „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ 20 börn frá Grænlandi í sundi, skautum og í heimsókn hjá forsetanum Þrettán konur höfðu samband svo að nauðgarinn færi í fangelsi Þrír enn í gæsluvarðhaldi vegna umfangsmikils fíkniefnamáls Löng bið eftir að nauðgari hefji afplánun og betlmenning Sleppt lausum eftir yfirheyrslu Seldi dóp fyrir fjórtán milljónir á hálfu ári Lýsir villu og svima en segist hafa séð ljósið Stefnir í prófkjör, borgarfulltrúar undir feldi og hugsanlega sótt að Heiðu Framlengja gistiheimildina fram á vor Eldra fólk þurfi ekki að endurnýja skírteinið svo oft Grunsamlegt ferðalag og fjarstæðukenndar skýringar „Nauðsynlegt að þetta verði gert af krafti“ Fólk hvatt til að taka strætó Frakkar viðurkenna Palestínu og nýr geðspítali gæti risið í Fossvogi „Ég horfði á son minn brotna meira og meira, ár eftir ár“ Sjá meira