Opið bréf til innviðaráðherra Eyjólfur Þorkelsson skrifar 1. september 2025 11:03 Kæri nafni. Ég vil byrja á að þakka þér fyrir fund þinn á Egilsstöðum þann 26. ágúst. Ég kvaðst þar ekki öfunda þig af því hlutskipti að þurfa að velja fyrir innviði landsins milli margra ólíkra meðferðarkosta, hlutskipti sem mér fannst kannski ekki svo ýkja fjarlægt minni eigin vinnu. Við eigum enda báðir í okkar störfum allt okkar undir því trausti sem okkur er sýnt, þú frá kjósendum, ég frá sjúklingum. Án trausts þessa fólks verður okkar vinna til fánýtis. Án trausts verður það markmið sem við viljum ná mun torsóttara og dýrara en ella vegna þess að alls konar tryggingar og fyrirvarar munu varða leiðina. Vönduð stjórnsýsla byggir á rannsóknum, gögnum, stefnumótun og staðfestu. Byggir á ábyrgð; og trausti. Eftir fundinn er ég hugsi yfir samspili ábyrgðar og trausts í stjórnsýslu landsins. Ég er að sjálfsögðu að tala um það að þú lýstir því yfir ítrekað og endurtekið að embættið væri óbundið af fyrri áætlunum. Rétt eins og samgönguáætlun ríkisins væri rigguð upp í kosningabríaríi, þá væri ekki þitt hlutverk að uppfylla loforð Framsóknarflokksins. Það má vera að þetta hafi verið góðlátlegt skens, en er engu að síður alvarlegt ef forsendur gefnar af einu æðsta embætti þjóðarinnar, einum handhafa framkvæmdavalds lýðveldisins, séu eingöngu bundnar persónu þess sem embættinu gegnir hverju sinni. Félagsauður okkar sem lýðræðið byggir á, traustið til stofnana samfélagsins er ákaflega brothætt og fer alfarið eftir því hver ábyrgð þeirra er sem í stólunum sitja hverju sinni gagnvart því verkefni sem þeir tímabundið hafa fengið trúnað til að sinna. Hæstvirtur innviðaráðherra. Innviðir sem styðja hagkvæmari og betri heilbrigðisþjónusta eru eitt æðsta markmið hvers samfélags - Salus populi lex suprema! Við sem höfum það verkefni að veita heilbrigðisþjónustu í dreifbýli fjarri höfuðborginni verðum áþreifanlega vör við að rekstrarhagkvæmni sem hægt er ná fram annarstaðar stendur okkur ekki til boða af því að samgöngur eru ótryggar. Það veldur því beinlínis sóun í heilbrigðisþjónustu þegar samgöngutruflanir sem hægt er að yfirstíga hamla veitingu grunnheilbrigðisþjónustu. Sú heilbrigðisþjónusta sem mikilvægust er, er góð heilsugæsla. Á henni hvílir allt annað og ekkert fækkar sjúkrahúsinnlögnum, bætir heilsutengd lífsgæði og eykur lifun eins og fastur heimilislæknir. Heilsugæslan á Egilsstöðum og Seyðisfirði eru reknar undir sama yfirlækni og augljós samlegð er á þjónustu þessara eininga við íbúa og gesti sveitarfélagsins Múlaþings - ef ekki væri fyrir Fjarðarheiði. Ágæti Eyjólfur. Ég heyrði þig spyrja um þjóðhagslegu rökin fyrir Fjarðarheiðargöngum. Því er auðsvarað. Þjóðhagslegu rökin fara alfarið eftir því hvaða forsendur menn gefa sér. Rétt eins og rökin fyrir sameiningu sveitarfélaga fara alfarið eftir því hvaða forsendur eru lagðar sameiningunni til grundvallar og hve tryggar þær forsendur eru. Þú nefndir að áfram væri unnið innan þíns ráðuneytis að sameiningum sveitarfélaga og tilvist Múlaþings sem fjölkjarna sveitarfélags væri þar fyrirmynd og fordæmi sem byggt skuli á. Fyrir okkur sem frá upphafi höfum haft mikla trú á verkefninu Múlaþing, og frekari sameiningum hér austanlands er gaman að heyra þetta. En tilurð verkefnisins Múlaþing hvíldi á forsendum um samgöngubætur milli kjarna sveitarfélagsins. Loforðum sem komu frá handhöfum framkvæmdavaldsins. Það er tómt mál að tala um fordæmi til framtíðar ef forsendur þess fordæmis eru efasemdum undirorpnar. Þá ríkir ekki traust. Þá verður allt til fánýtis. Þá er verr af stað farið en heima setið. Það trúi ég ekki að þú viljir að verði þín arfleifð í starfi. Höfundur er framkvæmdastjóri lækninga við Heilbrigðisstofnun Austurlands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Heilbrigðismál Heilbrigðisstofnun Austurlands Byggðamál Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Múlaþing Fjarðabyggð Mest lesið Jöfn tækifæri og sterkari skólar Birna Gunnlaugsdóttir Skoðun Ég er tilbúinn! Birkir Snær Brynleifsson Skoðun Fimm rangfærslur um Byrjendalæsi Gunnar Gíslason,Guðmundur Engilbertsson,Jenný Gunnbjörnsdóttir ,Ragnheiður Lilja Bjarnadóttir,Rannveig Oddsdóttir,Rúnar Sigþórsson Skoðun Tími til að breyta: Lóðaskortur og skipulagsleysi hækkar íbúðaverð Aðalsteinn Leifsson Skoðun Lífið er soðin ýsa Björg Magnúsdóttir Skoðun Persónuvernd – hvert stefnum við? Helga Þórisdóttir Skoðun Hagur barnsins er leiðarljós að betra samfélagi Heiðdís Geirsdóttir,Orri Hlöðversson Skoðun Fyllerí eru hættuleg Hjalti Már Björnsson Skoðun Hagur okkar allra Sigurjón Þórðarson Skoðun Ævintýri á slóðum Vesturfara Karítas Hrundar Pálsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Óeðlilegu afskipti Hönnu Katrínar Jón Kaldal skrifar Skoðun Fyllerí eru hættuleg Hjalti Már Björnsson skrifar Skoðun Jöfn tækifæri og sterkari skólar Birna Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Frá biðlistum til raunhæfra lausna - Félagsbústaðir fyrr og nú Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Ævintýri á slóðum Vesturfara Karítas Hrundar Pálsdóttir skrifar Skoðun Ég er tilbúinn! Birkir Snær Brynleifsson skrifar Skoðun Lífið er soðin ýsa Björg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Fimm rangfærslur um Byrjendalæsi Gunnar Gíslason,Guðmundur Engilbertsson,Jenný Gunnbjörnsdóttir ,Ragnheiður Lilja Bjarnadóttir,Rannveig Oddsdóttir,Rúnar Sigþórsson skrifar Skoðun Hagur okkar allra Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Tími til að breyta: Lóðaskortur og skipulagsleysi hækkar íbúðaverð Aðalsteinn Leifsson skrifar Skoðun Hagur barnsins er leiðarljós að betra samfélagi Heiðdís Geirsdóttir,Orri Hlöðversson skrifar Skoðun Persónuvernd – hvert stefnum við? Helga Þórisdóttir skrifar Skoðun Eru mannréttindi martröð? Þórarinn Snorri Sigurgeirsson skrifar Skoðun Hvað er velsældarhagkerfið? Kristín Vala Ragnarsdóttir,Ásgeir Brynjar Torfason,Brynhildur Davíðsdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Silja Elvarsdóttir skrifar Skoðun Deilan sem afhjúpar tómarúm í vísindum Hafró Svanur Guðmundsson,Altair Agmata skrifar Skoðun Læsisátök Meyvant Þórólfsson skrifar Skoðun Eru opinberir starfsmenn ekki íbúar? Liv Åse Skarstad skrifar Skoðun Lesskilningur, lesblinda og lýðræðið Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Erfðafjárskattur og kynslóðaskipti - Erþaðþáskattur? Helgi Már Jósepsson,Cristina Cretu skrifar Skoðun Lausnin er bland í poka Hlédís M. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Börnin okkar: Umhyggja og framfarir Ástþór Ólafsson skrifar Skoðun Hvað er verið að mæla? Elliði Vignisson skrifar Skoðun Reynsla og léttleiki – Aðalsteinn fyrir Reykjavík Dóra Sif Tynes skrifar Skoðun Skálum fyrir íslensku þversögninni Elías Blöndal Guðjónsson skrifar Skoðun Hvers vegna óskar fólk eftir dánaraðstoð? Gögnin segja aðra sögu en margir halda Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hvað er húsfélag? Jónína Þórdís Karlsdóttir skrifar Skoðun Það er hægt að snúa við verri stöðu en er í Reykjavík í dag Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Breytum viðhorfi til veikindaréttar Bjarni Kristjánsson skrifar Skoðun Að hamstra húsnæði Sæþór Randalsson skrifar Skoðun Heilnæmt umhverfi – má brjóta verkefnið upp? Pétur Halldórsson skrifar Sjá meira
Kæri nafni. Ég vil byrja á að þakka þér fyrir fund þinn á Egilsstöðum þann 26. ágúst. Ég kvaðst þar ekki öfunda þig af því hlutskipti að þurfa að velja fyrir innviði landsins milli margra ólíkra meðferðarkosta, hlutskipti sem mér fannst kannski ekki svo ýkja fjarlægt minni eigin vinnu. Við eigum enda báðir í okkar störfum allt okkar undir því trausti sem okkur er sýnt, þú frá kjósendum, ég frá sjúklingum. Án trausts þessa fólks verður okkar vinna til fánýtis. Án trausts verður það markmið sem við viljum ná mun torsóttara og dýrara en ella vegna þess að alls konar tryggingar og fyrirvarar munu varða leiðina. Vönduð stjórnsýsla byggir á rannsóknum, gögnum, stefnumótun og staðfestu. Byggir á ábyrgð; og trausti. Eftir fundinn er ég hugsi yfir samspili ábyrgðar og trausts í stjórnsýslu landsins. Ég er að sjálfsögðu að tala um það að þú lýstir því yfir ítrekað og endurtekið að embættið væri óbundið af fyrri áætlunum. Rétt eins og samgönguáætlun ríkisins væri rigguð upp í kosningabríaríi, þá væri ekki þitt hlutverk að uppfylla loforð Framsóknarflokksins. Það má vera að þetta hafi verið góðlátlegt skens, en er engu að síður alvarlegt ef forsendur gefnar af einu æðsta embætti þjóðarinnar, einum handhafa framkvæmdavalds lýðveldisins, séu eingöngu bundnar persónu þess sem embættinu gegnir hverju sinni. Félagsauður okkar sem lýðræðið byggir á, traustið til stofnana samfélagsins er ákaflega brothætt og fer alfarið eftir því hver ábyrgð þeirra er sem í stólunum sitja hverju sinni gagnvart því verkefni sem þeir tímabundið hafa fengið trúnað til að sinna. Hæstvirtur innviðaráðherra. Innviðir sem styðja hagkvæmari og betri heilbrigðisþjónusta eru eitt æðsta markmið hvers samfélags - Salus populi lex suprema! Við sem höfum það verkefni að veita heilbrigðisþjónustu í dreifbýli fjarri höfuðborginni verðum áþreifanlega vör við að rekstrarhagkvæmni sem hægt er ná fram annarstaðar stendur okkur ekki til boða af því að samgöngur eru ótryggar. Það veldur því beinlínis sóun í heilbrigðisþjónustu þegar samgöngutruflanir sem hægt er að yfirstíga hamla veitingu grunnheilbrigðisþjónustu. Sú heilbrigðisþjónusta sem mikilvægust er, er góð heilsugæsla. Á henni hvílir allt annað og ekkert fækkar sjúkrahúsinnlögnum, bætir heilsutengd lífsgæði og eykur lifun eins og fastur heimilislæknir. Heilsugæslan á Egilsstöðum og Seyðisfirði eru reknar undir sama yfirlækni og augljós samlegð er á þjónustu þessara eininga við íbúa og gesti sveitarfélagsins Múlaþings - ef ekki væri fyrir Fjarðarheiði. Ágæti Eyjólfur. Ég heyrði þig spyrja um þjóðhagslegu rökin fyrir Fjarðarheiðargöngum. Því er auðsvarað. Þjóðhagslegu rökin fara alfarið eftir því hvaða forsendur menn gefa sér. Rétt eins og rökin fyrir sameiningu sveitarfélaga fara alfarið eftir því hvaða forsendur eru lagðar sameiningunni til grundvallar og hve tryggar þær forsendur eru. Þú nefndir að áfram væri unnið innan þíns ráðuneytis að sameiningum sveitarfélaga og tilvist Múlaþings sem fjölkjarna sveitarfélags væri þar fyrirmynd og fordæmi sem byggt skuli á. Fyrir okkur sem frá upphafi höfum haft mikla trú á verkefninu Múlaþing, og frekari sameiningum hér austanlands er gaman að heyra þetta. En tilurð verkefnisins Múlaþing hvíldi á forsendum um samgöngubætur milli kjarna sveitarfélagsins. Loforðum sem komu frá handhöfum framkvæmdavaldsins. Það er tómt mál að tala um fordæmi til framtíðar ef forsendur þess fordæmis eru efasemdum undirorpnar. Þá ríkir ekki traust. Þá verður allt til fánýtis. Þá er verr af stað farið en heima setið. Það trúi ég ekki að þú viljir að verði þín arfleifð í starfi. Höfundur er framkvæmdastjóri lækninga við Heilbrigðisstofnun Austurlands.
Fimm rangfærslur um Byrjendalæsi Gunnar Gíslason,Guðmundur Engilbertsson,Jenný Gunnbjörnsdóttir ,Ragnheiður Lilja Bjarnadóttir,Rannveig Oddsdóttir,Rúnar Sigþórsson Skoðun
Skoðun Frá biðlistum til raunhæfra lausna - Félagsbústaðir fyrr og nú Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Fimm rangfærslur um Byrjendalæsi Gunnar Gíslason,Guðmundur Engilbertsson,Jenný Gunnbjörnsdóttir ,Ragnheiður Lilja Bjarnadóttir,Rannveig Oddsdóttir,Rúnar Sigþórsson skrifar
Skoðun Tími til að breyta: Lóðaskortur og skipulagsleysi hækkar íbúðaverð Aðalsteinn Leifsson skrifar
Skoðun Hagur barnsins er leiðarljós að betra samfélagi Heiðdís Geirsdóttir,Orri Hlöðversson skrifar
Skoðun Hvað er velsældarhagkerfið? Kristín Vala Ragnarsdóttir,Ásgeir Brynjar Torfason,Brynhildur Davíðsdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Silja Elvarsdóttir skrifar
Skoðun Erfðafjárskattur og kynslóðaskipti - Erþaðþáskattur? Helgi Már Jósepsson,Cristina Cretu skrifar
Skoðun Hvers vegna óskar fólk eftir dánaraðstoð? Gögnin segja aðra sögu en margir halda Ingrid Kuhlman skrifar
Fimm rangfærslur um Byrjendalæsi Gunnar Gíslason,Guðmundur Engilbertsson,Jenný Gunnbjörnsdóttir ,Ragnheiður Lilja Bjarnadóttir,Rannveig Oddsdóttir,Rúnar Sigþórsson Skoðun